Körfubolti

Finn það á æfingunum að alvaran er að byrja

Helena Sverrisdóttir verður á morgun fyrsta íslenska körfuboltakonan sem spilar í Euroleague-deildinni, Meistaradeild kvennakörfuboltans, þegar hún og félagar hennar í slóvakíska liðinu Dobri Anjeli skella sér til Póllands.

Körfubolti

Páll Axel: Ég þarf ekki meiri tíma en þetta

„Það var bara betra að það var búið að færa þriggja stiga línuna utar. Miðað við hvað ég var að flýta mér hefði ég annars örugglega þrumað boltanum í spjaldið,“ sagði Páll Axel hetja Grindvíkinga í leikslok.

Körfubolti

Umfjöllun: Stórsigur KR-stúlkna á Keflavík

KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar.

Körfubolti

NBA deilan er enn í hnút, keppnistímabilið í uppnámi

Allt bendir til þess að næsta keppnistímabil í NBA deildinni í körfuknattleik sé í uppnámi. Ekkert þokast í deilum leikmanna og eigenda. Verkbann hefur staðið yfir í margar vikur. Engin niðurstaða fékkst í gær á löngum sáttafundi forráðamanna deildarinnar með talsmönnum leikmannasamtaka NBA.

Körfubolti

Haukakonur Lengjubikarmeistarar í körfunni

Haukar unnu fyrsta titil vetrarins í körfuboltanum þegar kvennalið félagsins vann tveggja stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur, 63-61, í úrslitaleik Lengjubikars kvenna sem fram fór í Grafarvoginum í dag.

Körfubolti

Kobe Bryant valdi það að gera 40 daga samning við Bologna

Kobe Bryant hefur gert munnlegan samning við ítalska félagið Virtus Bologna um að spila með liðinu á meðan verkfallið í NBA-deildinni stendur yfir. Claudio Sabatini, forseti Virtus Bologna lét hafa það eftir sér að það séu 95 prósent líkur á því að Bryant spili með liðinu.

Körfubolti

James Bartolotta kemur aftur til ÍR-inga

ÍR-ingar hafa ákveðið að semja ekki við bakvörðinn Andrew Brown sem var til reynslu hjá liðinu í haust. Í stað hans kemur hinsvegar James Bartolotta sem lék með liðinu í síðari hluti tímabilsins í fyrra. ÍR-ingar mæta því sterkir til leiks í Iceland Express deildina í körfubolta í vetur.

Körfubolti

Kobe Bryant: Miklar líkur á því að ég spili á Ítalíu

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, er greinilega mjög spenntur fyrir því að spila með ítalska félaginu Virtus Bologna á meðan verkfall NBA-deildarinnar stendur. Bryant hefur fengið mörg mismundandi tilboð frá ítalska liðinu og getur valið sér að spila einn leik, taka mánuð, tvo mánuði eða spila jafnvel allt tímabilið á norður Ítalíu.

Körfubolti

Jordan græðir meiri pening í dag en þegar hann spilaði í NBA

Það er langt síðan að Michael Jordan lagði körfuboltaskóna á hilluna en hann græðir engu að síður á tá og fingri í dag í gegnum allskyns auglýsingasamninga. Jordan aflaði meira en 60 milljónir dollara á síðasta ári, rúma sjö milljarða íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Forbes eða meira en allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar í dag.

Körfubolti

Snæfell sendir Shannon McKever heim

Shannon McKever, leikmaður kvennaliðs Snæfells í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, er farin heim til Bandaríkjanna eftir að Snæfell rifti samningi við hana. Shannon þótti ekki standa undir væntingum sem farið var af stað með í upphafi samkvæmt frétt á heimasíðu Snæfells.

Körfubolti