Körfubolti

David Stern: Það er frábært tilboð á borðinu

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, setti leikmönnum um helgina afarkosti í deilu sinni við eigendur félaganna en þeir fá aðeins frest til morgundagsins til að samþykkja nýjasta tilboðið. Leikmannsamtökin tóku strax illa í tilboðið og það fór ekki síst illa í þá að vera settir upp að vegg.

Körfubolti

Stórt kvöld í Lengjubikarnum - bæði Reykjavíkur- og Reykjanesbæjarslagur

Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvölsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni.

Körfubolti

Haukarnir unnu sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni

Haukar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Iceland Expreess deild karla í vetur þegar þeir unnu 78-73 sigur á Fjölni á Ásvöllum í kvöld. Fjölnismenn voru búnir að vinna tvo deildarleiki í röð fyrir leikinn en Haukarnir voru hinsvegar búnir að tapa fyrstu fjórum deildarleikjum sínum.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Stjarnan 86-97

Stjörnumenn stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu nýliða Þórsara í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur, 97-86, í í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í vetur í leiknum á undan en er komið aftur á sigurbraut.

Körfubolti

Leikur KR og Keflavíkur í heild sinni á Vísir

Íslandsmeistaralið KR sigraði Keflavík með minnsta mun, 74-73, í miklum spennuleik í Iceland Express deild karla í körfuknatteik í kvöld. Leikurinn var í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Leikurinn er aðgengilegur í heild sinni á sjónvarpshlutanum á Vísir en lokakafli leiksins var æsispennandi. Valtýr Björn Valtýsson lýsti leiknum en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá körfuboltaleik á íþróttahluta Vísis.

Körfubolti