Körfubolti

Reksturinn enn jafn erfiður og áður

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands ákvað í síðustu viku að Ísland myndi aftur senda A-landslið karla til þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins eftir tveggja ára fjarveru. Þá er einnig fyrirhugað að setja aukinn kraft í allt landsliðsstarf sambandsins – hjá körlum, konum og yngri landsliðum.

Körfubolti

Enginn samningur í NBA - tímabilið í hættu

Verkbannið í NBA-deildinni stendur enn og tímabilið er sagt vera í talsverðri hættu eftir að leikmenn höfnuðu nýjasta samningstilboði eigenda félaganna. Nokkrar vonir voru bundnar við að leikmenn myndu samþykkja tilboðið en af því varð ekki.

Körfubolti

Jón Arnór með 13 stig á 20 mínútum

Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik á tímabilinu þegar lið hans CAI Zaragoza vann 67-59 sigur á Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í sex leikjum.

Körfubolti

Njarðvíkingar lentu 16-0 undir en unnu samt í Seljaskóla

Njarðvíkingar unnu ótrúlegan endurkomusigur á ÍR-ingum í Iceland Express deild karla í körufbolta í kvöld. Njarðvík vann upp sextán stiga forskot Breiðhyltinga og tryggði sér að lokum 99-95 sigur. Þetta var líka langþráður sigur hjá Njarðvíkurliðinu sem var fyrir leikinn búið að tapa þremur deildarleikjum í röð.

Körfubolti

Grindvíkingar áfram á sigurbraut - unnu 24 stiga sigur á Haukum

Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild karla eftir 24 stiga sigur á Haukum, 98-74, í Grindavík í kvöld. Grindavíkurliðið er þar með búið að vinna alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Haukar voru þarna að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem tók tímabundið við eftir að Pétur Ingvarsson hætti þjálfun liðsins.

Körfubolti

Ívar stýrir Haukaliðinu í Grindavík í kvöld

Ívar Ásgrímsson mun stýra liði Hauka þegar liðið fer til Grindavíkur og mætir heimamönnum í Iceland Express deild karla í kvöld. Haukar eru án þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu á þriðjudaginn var. Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.

Körfubolti

Stjarnan - Snæfell í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld og þar með lýkur sjöttu umferð. Bein sjónvarpsútsending verður á Vísi frá Ásgarði í Garðabæ þar sem að Stjarnan og Snæfell eigast við. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður mun lýsa leiknum.

Körfubolti

Sigurkarfa Keflvíkinga gegn Þórsurum - myndband

Charles Micheal Parker var hetja Keflvíkinga í gær þegar hann tryggði liðinu sigur gegn nýliðum Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Keflvíkingar voru einu stigi undir þegar 1,36 sek voru eftir af leiknum. Arnar Freyr Jónsson tók innkast við hliðarlínu fyrir Keflavík, og sendi boltann á Parker sem gerði allt rétt og tryggði heimamönnum sigur.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 93-92

Keflvíkingar unnu í kvöld fínan sigur á Þór Þorlákshöfn, 93-92, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta, en leikurinn var æsispennandi. Leikið var suður með sjó í Keflavík en heimamenn voru yfir nánast allan tímann. Mikil spenna var samt sem áður á lokamínútum leiksins og úrslitin réðust í blálokin.

Körfubolti

Fundað aftur í NBA-deilunni í dag

Svo virðist sem að vonarglæta hafi kviknað um að verkbann NBA-deildarinnar verði senn á enda en aðilar funduðu lengi í gær og munu aftur hittast í dag. Tilboði David Stern, framkvæmdarstjóra deildarinnar, var þó hafnað af leikmönnum.

Körfubolti