Körfubolti

Umfjöllun: Keflavík enn á lífi eftir sigur í framlengdum leik

Stjarnan fær að hvíla í ágætan tíma fyrir úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild karla því Keflavík vann magnaðan sigur, 135-139, á KR í framlengdum leik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1 fyrir KR og næsti leikur fer fram í Keflavík. Leikur liðanna í kvöld var hreint út sagt stórkostlegur.

Körfubolti

Marculinskij er heitasta nýyrðið í íslenskum körfubolta

Marculinskij er heitasta nýyrðið í íslenskum körfubolta því KR-ingarnir Pavel Ermolinskij og Marcus Walker fara á kostum þessa dagana í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Þeir eru saman með 45,3 stig, 19.8 fráköst og 12,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum KR í úrslitakeppninni og hafa skilað saman framlagi upp á 50 eða meira í öllum þessum leikjum. Meðalframlag þeirra í leik er upp á 56,8.

Körfubolti

Verða Suðurnesjalaus lokaúrslit í fyrsta sinn í sögunni?

KR-ingar eiga möguleika á því að sópa út öðrum Reykjanesbæjarrisanum í röð með sigri í þriðja leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deild karla í kvöld. Með því að slá út Keflavík myndu KR-ingar líka sjá til þess að lokaúrslitin yrðu í fyrsta sinn í sögunni án Suðurnesjaliðs en Stjörnumenn hafa þegar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum.

Körfubolti

Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt

"Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Körfubolti

Þórir reyndi að endurtaka ótrúlega skotið - æfir sig daglega

Tæplega 8000 manns höfðu nú í kvöld skoðað á Youtube ótrúlegt körfuboltaskot hjá 12 ára körfuboltastrák úr KR og eru tilþrifin stórkostleg. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði með því að kasta boltanum yfir völlinn endilangan og hann var nálægt því að endurtaka leikinn þegar Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður Stöðvar 2 heimsótti hann í DHL-höll KR-inga í dag.

Körfubolti

Hrafn: Lögðum mikla áherslu á það að keyra upp hraðann

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, gat verið mjög ánægður með sitt lið eftir frábæran 18 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í kvöld. KR-liðið hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og getur sópað út öðru Reykjanesbæjarliðinu í röð með sigri í þriðja leiknum á föstudagskvöldið.

Körfubolti

Guðjón: Veturinn undir í næsta leik

"Þetta var bara ömurlegt og við klúðrum leiknum í fjórða leikhluta," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur eftir 18 stiga tap á móti KR á heimavelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deildinni. KR gerði út um leikinn með því að vinna lokaleikhlutann 32-17 en liðið vann leikinn 105-87.

Körfubolti

Walker: Vil að mótherjarnir hræðist mig

Marcus Walker átti enn einn stórleikinn með KR þegar liðið vann 18 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í kvöld en KR er komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sér sæti lokaúrslituum með sigri á heimavelli á föstudagskvöldið.

Körfubolti

Pavel: Við erum mjög sterkir andlega

Pavel Ermolinskij átti flottan leik í kvöld þegar KR komst í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu á móti Keflavík eftir sannfærandi 18 stiga sigur í Keflavík í gærkvöldi. Pavel endaði leikinn með 17 stig, 15 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

Körfubolti

Umfjöllun: Sannfærandi hjá KR sem er komið í 2-0

KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011.

Körfubolti

Lokaskot Loga geigaði

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru komnir í sumarfrí eftir naumt tap, 88-90, á heimavelli gegn Svíþjóðarmeisturum Norrköping Dolphins.

Körfubolti

Marcus Walker með 21,7 stig að meðaltali í seinni hálfleik

KR-ingurinn Marcus Walker hefur farið á kostum í úrslitakeppninni til þessa og á mikinn þátt í því að bikarmeistararnir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. Walker er með 29,0 stig að meðaltali í leik í þessum þremur leikjum en það er þó fyrst í seinni hálfleikjum leikjanna þar sem að hann fer fyrst á flug. KR heimsækir Keflavík í kvöld og getur þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna.

Körfubolti

Deildarmeistaralaus lokaúrslit í fyrsta sinn í fjórtán ár

Njarðvíkurkonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna þegar þær slógu út deildarmeistara Hamars í oddaleik í Hveragerði í gærkvöldi. Þetta er aðeins í annað skiptið í 19 ára sögu úrslitakeppninnar sem deildarmeistarar komast ekki í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en síðast gerðist það fyrir fjórtán árum.

Körfubolti

Fannar: Við getum unnið titilinn

Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna.

Körfubolti

Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

Körfubolti

Ólöf Helga: Lið með svakalegan karakter

"Ég er í skýjunum og ég veit varla hvernig ég á að lýsa þessu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir að liðið tryggði sig inn í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Liðið lagði Hamar af velli í kvöld, 67-74, og mun mæta nágrönnum sínum í Keflavík í úrslitunum.

Körfubolti