Körfubolti

Hrafn: Það er enginn þreyttur eða meiddur

"Við erum bara vel stemmdir og allir heilir í okkar liði. Við erum komnir áleiðis á þann stað sem við ætluðum okkur fyrir tímabilið og það er tilhlökkun í okkar liði,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR við visir.is í dag en í kvöld hefst úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar Stjarnan úr Garðabæ kemur í heimsókn í DHL-höll KR-inga.

Körfubolti

Guðjón Skúlason er hættur hjá Keflavík

Guðjón Skúlason er hættur sem þjálfari úrvalsdeildarlið s Keflavíku en liðið féll úr keppni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla gegn KR s.l. fimmtudag. Á heimasíðu Keflavíkur er greint frá því að Guðjón hafi tekið þessa ákvörðun á eigin forsendum og árangur liðsins á tímabilinu hafi verið ástæðan fyrir því að hann vildi ekki halda áfram með liðið.

Körfubolti

NBA: Meistaralið Lakers tapaði fimmta leiknum í röð

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð.

Körfubolti

Teitur: Skrítið að fara í svona langt frí

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sópaði Íslandsmeisturum Snæfells í frí á lokadegi síðasta mánaðar. Síðan þá hafa Teitur Örlygsson og lærisveinar hans fylgst með rimmu KR og Keflavíkur af hliðarlínunni og beðið eftir því að fá að spila á nýjan leik. Biðinni löngu er lokið því KR tekur á móti Stjörnunni klukkan 19.15 í kvöld í fyrsta leik liðanna um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

NBA: Spurs gefur ekkert eftir

Topplið Vesturdeildar NBA, San Antonio Spurs, vann í nótt sinn fjórða leik er það lagði Utah Jazz sem hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni.

Körfubolti

Detroit Pistons fær nýjan eiganda

Detroit Pistons tilkynnti í gær að milljarðamæringurinn Tom Gores hefði ákveðið að kaupa félagið sem er í miklum fjárhagsvandræðum. Karen Davidson eignaðist félagið 2009 er eiginmaður hennar, Tom, dó en hún vildi selja.

Körfubolti

Chicago tryggði sér sigur í Austurdeildinni

Chicago Bulls tryggði sér sigur í Austurdeild NBA-deildarinnar í nótt er liðið vann útisigur á Cleveland. Carlos Boozer atkvæðamestur hjá Bulls með 24 stig og 11 fráköst. Chicago mætir Indiana í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti

Ingibjörg: Kom í Keflavík til að vinna titilinn

Ingibjörg Jakobsdóttir, kom til Keflavíkur fyrir tímabilið og varð Íslands-, bikar- og fyrirtækjameistari á sínu fyrsta tímabili. Hún hafði orðið bikarmeistari með Grindavík á sínum tíma en varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum í Toyota-höllinni í gærkvöldi.

Körfubolti

Auður: Þetta er rétt að byrja hjá þeim

Öskubuskuævintýri Njarðvíkurkvenna tók enda í gær þegar liðið tapaði 51-61 í þriðja leiknum á móti Keflavík í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann alla þrjá leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Jón Halldór hættir á toppnum með kvennalið Keflavíkur

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils í kvöld eftir 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór gaf það út eftir leikinn að hann væri hættur með liðið eftir fimm ára starf en liðið varð tvisvar Íslandsmeistari undir hans stjórn.

Körfubolti

Móðir LeBron lamdi bílastæðavörð

Þráðurinn á Gloriu James, móður LeBron James, er ansi stuttur. Það sannaði hún með því að ráðast á bílastæðavörð þar sem henni fannst taka of langan tíma að ná í bílinn hennar.

Körfubolti

Pálína: Tilfinningin er alltaf jafngóð

Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir liði Keflavíkur þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 61-51 sigri í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna.

Körfubolti

Birna: Ég er rosalega stolt af liðinu

Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, varð Íslandsmeistari í sjötta sinn á ferlinum í kvöld þegar Keflavík vann 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna.

Körfubolti

Keflavíkurkonur Íslandsmeistarar

Keflavíkurkonur eru Íslandsmeistarar í kvennakörfunni í fjórtánda sinn eftir tíu stiga sigur á Njarðvík, 61-51, í Toyota-höllinni í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann einvígið 3-0 og alls 6 af 7 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár.

Körfubolti

Hörður Axel: Nýtt undirbúningstímabil hefst í dag

Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur ætlar á æfingu í dag og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í gær. Hörður Axel var í liði Keflavíkur í fyrra sem tapaði í úrslitum gegn Snæfelli um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla og hann segir að mótlætið muni efla Keflavíkurliðið fyrir næsta tímabil.

Körfubolti

Fannar: Brynjar hefur sett niður risaskot frá því hann var 17 ára

"Það var bara eitthvað "hype“ í blaðamönnum fyrir leikinn að setja alla pressuna á okkur en við vissum að það var bara klaufaskapur að hafa ekki klárað þetta fyrr,“ sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. Fannar var ánægður með Brynjar Þór Björnsson félaga sinn hjá KR sem skoraði 34 stig.

Körfubolti

NBA: Chicago sendi sterk skilaboð með góðum sigri á Boston

Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið.

Körfubolti

Hrafn: Við reyndum að vera glaðir

„Við reyndum að vera glaðir og litum á þessa seríu í samhengi. Við vorum búnir að vera með í þessu hverja einustu sekúndu. Það hélt okkur frá því að vera ekki búnir að klára þetta í síðustu tveimur leikjum var slæm ákvarðanataka,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Körfubolti

Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við

"Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Körfubolti

Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima

"Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt.

Körfubolti

Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum

Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok.

Körfubolti