Körfubolti

Drekarnir töpuðu í Svíþjóð

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons mátti sætta sig við tap fyrir LF Basket á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 99-88. Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu hins vegar sinn leik.

Körfubolti

Baron Davis: Valdi New York frekar en Miami og Lakers

Baron Davis, alskeggjaði leikstjórnandinn sem var á sínum talinn í hópi með öflugustu leikstjórnendum NBA-deildarinnar er búinn að finna sér nýtt lið eftir að Cleveland Cavaliers losaði samning hans undan launaþakinu og lét hann fara.

Körfubolti

Chris Paul og Billups byrja vel með Clippers - unnu Lakers

Chris Paul og Chauncey Billups léku sinn fyrsta leik með Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 114-95 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Lakers en það er mikil spennna fyrir einvígi þessara liða í vetur eftir komu sterkra leikmanna til Clippers.

Körfubolti

Dirk Nowitzki sló við Vettel - valinn íþróttamaður Þýskalands 2011

Dirk Nowitzki átti frábært ár í NBA-deildinni þegar hann fór fyrir liði Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari í fyrsta sinn. Þýskir íþróttafréttamenn völdu hann líka íþróttamann ársins þar sem hann hafði betur en Sebastien Vettel, Heimsmeistari í formúlu eitt. Magdalena Neuner, sem keppir í skíðaskotfimi, var valin Íþróttakona ársins.

Körfubolti

Arenas veit hvað hann vill

Gilbert Arenas er án samnings eftir að Orlando Magic lét hann fara fyrir viku síðan. Ekkert lið hefur borið víurnar í hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sem afrekaði það á sínum yngri árum að skora yfir 25 stig að meðaltali í leik þrjú tímabil í röð.

Körfubolti

Eiginkona Kobe sækir um skilnað

Vanessa Bryant, eiginkona körfuboltakappans Kobe Bryant, sótti í gær um skilnað frá leikmanninum sem hún hefur staðið þétt við bakið á síðustu ár. Vanessa var til að mynda áberandi þegar Kobe var kærður fyrir nauðgun árið 2003.

Körfubolti

Brynjar og félagar töpuðu í framlengingu

Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jämtland Basket þurftu að sætta sig við 88-92 tap í framlengingu á móti Uppsala Basket í kvöld í mikilvægum leik á milli liðanna í áttunda og níunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Þetta var fjórði heimaleikur Jämtland í röð sem tapast.

Körfubolti

Sundsvall vann í framlengingu á móti Norrköping

Sundsvall Dragons eru sterkir á heimavelli og sýndu það enn á ný í sigri á Norrköping Dolphins, 87-79, í framlengdum leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall var búið að tapa tveimur útileikjum í röð en var þarna að vinna áttunda heimasigurinn í aðeins níu leikjum.

Körfubolti

Jakob og Helena valin Körfuknattleiksfólk ársins 2011

Jakob Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2011 af KKÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem Jakob er valinn en Helena var nú valin sjöunda árið í röð. Jakob endaði fjögurra ára sigurgöngu Jóns Arnórs Stefánssonar í þessu árlega kjöri.

Körfubolti

Töp hjá bæði Helga og Loga

Íslendingaliðin 08 Stockholm HR og Solna Vikings töpuðu bæði í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR voru búnir að vinna sex leiki í röð og áttu möguleika á því að komast upp í annað sæti deildarinnar. Loga Gunnarssyni og félögum í Solna Vikings liðinu hefur gengið illa á útivelli í vetur og það breyttist ekki á móti toppliði Borås Basket.

Körfubolti

Haukaliðið með tak á KR - myndir

Haukakonur unnu frábæran 70-58 sigur á KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi en það voru mörg óvænt úrslit í umferðinni í gær en þrjú efstu liðin, Keflavík, Njarðvík og KR, töpuðu öll sínum leikjum.

Körfubolti

Haukakonur unnu KR aftur og nú í DHl-höllinni

Haukakonur unnu tólf stiga sigur á KR, 70-58, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld og hafa þar með unnið báða leiki sína á móti KR-konum í vetur. Liðin mætast síðan í 16 liða úrslitum bikarsins í byrjun janúar. Haukar eru nú aðeins tveimur stigum á eftir KR og með betri árangur í innbyrðisleikjum.

Körfubolti

Helena með níu stig í flottum sigri í Meistaradeildinni

Helena Sverrisdóttir átti sinn besta stigaleik í Meistaradeildinni í vetur þegar hún var með níu stig í 106-66 stórsigri Good Angels Kosice á króatíska liðinu Gospic CO í dag. Good Angels Kosice hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum í sínum riðli og á mjög góða möguleika á því að komast áfram

Körfubolti

Eigandi Nets vill verða forseti Rússlands

Milljarðamæringuinn Mikhail Prokhorov, eigandi New Jersey Nets, stendur í ströngu þessa dagana. Hann er að reyna að búa til stórlið í NBA-deildinni og hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram til forseta í Rússlandi gegn Vladimir Pútin.

Körfubolti

Lakers er enn að reyna að fá Paul

Samkvæmt heimildum ESPN þá hafa forráðamenn LA Lakers ekki enn gefið upp alla von um að fá leikstjórnandann Chris Paul til félagsins. Margir héldu að Lakers hefði gefist upp en svo er ekki.

Körfubolti