Körfubolti

Frank ráðinn sem þjálfari Detroit Pistons

Lawrence Frank hefur verið ráðinn sem þjálfari NBA liðsins Detroit Pistons en hann gerði þriggja ára samning við hið sögufræga félag. Frank var áður þjálfari New Jersey Nets en hann var einn af aðstoðarþjálfurum Boston Celtics á síðustu leiktíð. Þjálfaraskipti hafa verið tíð hjá Pistons á undanförnum 11 árum og er Frank sjötti þjálfarinn sem er ráðinn til félagsins á þeim tíma.

Körfubolti

Gekk best á NM þegar Helgi Már var inn á vellinum

Helgi Már Magnússon var efstur í plús og mínus á Norðurlandamótinu í körfubolta sem lauk í Sundsvall í Svíþjóð í gær. Íslenska landsliðið tryggði sér bronsið með sigri á Danmörku og Noregi í tveimur síðustu leikjum sínum.

Körfubolti

Arnar Freyr samdi við Keflavík

Arnar Freyr Jónsson skrifaði í gær undir samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun hann leika með sínu gamla liði á næstu leiktíð. Samningurinn er til eins árs en Arnar missti af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband hægra í hné en þá var hann leikmaður með úrvalsdeildarliði í Danmörku.

Körfubolti

Jakob og Hlynur báðir í úrvalsliði NM 2011

Íslenska landsliðið átti tvo leikmenn í úrvalsliði Norðurlandamótsins í körfubolta sem lauk í Sundsvall í kvöld eða jafnmarga og Norðurlandameistarar Finna. Íslenska liðið tryggði sér bronsverðlaun með sigri á Norðmönnum í dag.

Körfubolti

Bronsið á NM í höfn eftir 19 stiga sigur á Norðmönnum

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér bronsið á Norðurlandamótinu í Sundsvall með því að vinna 19 stiga sigur á Norðmönnum, 80-61, í lokaleik sínum í dag. Íslenska liðið endaði því mótið á tveimur sigurleikjum eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum á móti Finnum og Svíum.

Körfubolti

Logi yfir þúsund stiga múrinn

Logi Gunnarsson er nú kominn í fámennan en góðan hóp þeirra sem hafa skorað þúsund stig fyrir landslið. Hann fór á kostum gegn Dönum og náði tímamótunum í fyrsta sigri liðsins undir stjórn Peters Öqvist. Logi fagnar nýju hlutverki í landsliðinu og stefnir

Körfubolti

Einar Árni lauk prófi hjá FIBA Europe

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur og unglingalandsliðs Íslands í körfuknattleik karla, lauk um síðustu helgi þjálfaraverkefni á vegum evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe.

Körfubolti

Hlynur Bæringsson: Það var gott að fá einn sigur

Íslenska körfuboltalandsliðið steig skref í átt að því að tryggja sér bronsið á Norðurlandamótinu í Sundsvall með því að vinna níu stiga sigur á Dönum, 85-76, í gærkvöldi. Íslenska liðið hafði frumkvæðið nær allan leikinn en sigurinn var þó ekki í höfn fyrr en í blálokin. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins undir stjórn sænska þjálfarans Peters Öqvist.

Körfubolti

Sundsvall-strákarnir í sérflokki í stigaskorun

Sundvall-mennirnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta eru langstigahæstir eftir tvo fyrstu leiki liðsins á Norðurlandamótinu í Sundsvall. Íslenska liðið hefur tapað fyrir Svíum og Finnum í fyrstu tveimur leikjum sínum en mætir Dönum í kvöld.

Körfubolti

Jón Arnór spilar ekki meira á NM í Svíþjóð

Jón Arnór Stefánsson getur ekki spilað meira með íslenska körfuboltalandsliðinu á Norðurlandamótinu í Sundsvall í Svíþjóð vegna axlarmeiðslanna sem hann varð fyrir eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leiknum á móti Svíþjóð.

Körfubolti

Stórt tap gegn Finnum á NM

Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði stórt, 73-100, gegn Finnum á Norðurlandamótinu í dag. Ísland er því búið að tapa báðum leikjum sínum á mótinu en í gær tapaði íslenska liðið fyrir Svíum.

Körfubolti

Nowitzki verður með Þjóðverjum á EM

Dirk Nowitzki ætlar að spila með þýska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar en Ólympíusæti eru undir á mótinu. "Fríið er búið að vera stutt hjá mér en ég vil hjálpa þessu unga þýska liði að komast á Ólympíuleikana," sagði Nowitzki sem vann NBA-meistaratitilinn með Dallas í ár.

Körfubolti

Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Peter Öqvist í dag

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar í dag sinn fyrsta leik á Norðurlandamótinu sem fer fram í Sundsvall í Svíþjóð. Þetta er jafnframt fyrsti leikur liðsins í tæp tvö ár og fyrsti landsleikurinn undir stjórn Svíans Peter Öqvist sem tók við liðinu í sumar.

Körfubolti

Frank að taka við Detroit Pistons

Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar ætlar Detroit Pistons að bjóða Lawrence Frank þjálfarastöðu félagsins en þjálfarastaðan hefur verið laus í rúman mánuð eftir að John Kuester var rekinn.

Körfubolti

Kobe í viðræðum við Besiktas

Tyrkneska félagið Besiktas er í viðræðum við umboðsmenn Kobe Bryant en Bryant er opinn fyrir því að spila í Evrópu á meðan það er verkbann í NBA-deildinni.

Körfubolti

Shaq móðgar Chris Bosh í fyrsta sjónvarpsinnslaginu

Frumraun Shaquille O´Neal sem NBA-sérfræðings í sjónvarpi hefur vakið óskipta athygli. Í fyrsta þættinum talaði Shaq um stjörnurnar tvær hjá Miami en ekki stjörnurnar þrjár. Shaq setur Chris Bosh ekki í sama hóp og LeBron James og Dwayne Wade.

Körfubolti

Ming leggur skóna á hilluna

Stærsta íþróttastjarna Kínverja, Yao Ming, hefur tilkynnt að hann sé hættur í körfubolta. Þrálát meiðsli gerðu það að verkum að Ming neyðist til þess að leggja skóna á hilluna.

Körfubolti