Körfubolti

Nýjasta og óvæntasta stjarna NBA-deildarinnar í beinni í kvöld

Það þekktu ekki margir körfuboltaáhugamenn nafnið Jeremy Lin fyrir rúmri viku en á aðeins nokkrum dögum er þessi 23 ára bandaríski strákur ættaður frá Tævan orðin nýjasta og óvæntasta stjarna NBA-deildarinnar. Lin verður í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld þegar lið hans New York Knicks tekur á móti Los Angeles Lakers í Madison Square Garden en leikur liðanna hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Körfubolti

Keflavík ætlar ekki að áfrýja - undanúrslitaleikirnir á mánudagskvöldið

Mótanefnd KKÍ hefur sett á undanúrslitaleiki Powerade-bikars kvenna næstkomandi mánudag kl. 19.15 en það hefur dregist að setja leikina á vegna kærumáls. Keflavík kærði framkvæmd leiks Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ komst að þeirri niðurstöðu að úrslit leiksins skuli standa.

Körfubolti

Garnett og Duncan ekki valdir en Dirk og Pierce verða með

Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, hefur ekki átt gott tímabil í NBA-deildinni í körfubolta en var engu að síður valinn í Stjörnuleikinn sem fram fer í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Það var tilkynnt í gær hverjir verða varamenn í leiknum í ár. Dirk var maðurinn á bak við sigur Dallas síðasta sumar en er "aðeins" að skila 17,6 stigum að meðaltali í leik í vetur.

Körfubolti

Kæru Keflvíkinga hafnað | Úrslitin standa í leik Njarðvíkur og Keflavíkur

Úrslitin úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta sem fram fór þann 23. janúar síðastliðinn, munu standa en það er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. Njarðvík verður því í undanúrslitum keppninnar ásamt Haukum, Snæfelli og Stjörnunni. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti

Shaq óskaði Kobe til hamingju

Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers.

Körfubolti

NBA í nótt: Pierce tók fram úr Bird

Paul Pierce er orðinn næst stigahæsti leikmaður Boston Celtics frá upphafi en hann skoraði fimmtán stig þegar að liðið vann Charlotte Bobcats, 94-84, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Körfubolti

Undanúrslit í uppnámi

Ekki er ljóst hvenær undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik fara fram. Beðið er eftir niðurstöðu kærumáls úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur sem fram fór í átta liða úrslitum.

Körfubolti

Fer Steve Nash frá Phoenix Suns?

Það eru engar líkur á því að Phoenix Suns gerir atlögu að NBA meistaratitlinum í ár en liðið hefur aðeins unnið 9 leik en tapað 14 það sem af er vetri. Slakt gengi liðsins hefur vakið upp þann orðróm að leikstjórnandinn Steve Nash fari frá liðinu í leikmannaskiptum. Nash er 38 ára gamall og er hann enn á meðal bestu leikstjórnandi deildarinnar, með 14,5 stig að meðtali og um 10 stoðsendingar í leik.

Körfubolti

NBA: Boston og Miami lönduðu sigrum

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í gær. Boston hafði betur á heimavelli gegn Memphis, 98-80. Miami Heat lagði Toronto á heimavelli sínum 95-89.

Körfubolti

Bárður: Vill fá hálfan Skagafjörðinn í höllina

"Við erum bara í skýjunum eftir þennan leik,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn á KR í undanúrslitum Powerade-bikarsins í kvöld. Tindastóll vann leikinn 89-86 og eru því komnir í úrslitaleikinn þar sem þeir mæta Keflvíkingum 18. febrúar.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KFÍ 90-77

Keflavík er komið í úrslit Poweradebikarsins eftir 90-77 sigur á KFÍ á heimavelli sínum í kvöld. KFÍ sem er á toppi 1. deildar gerði hvað það gat til að stríða Keflavík en að lokum var getumunurinn á liðunum of mikill og sigur Keflavíkur öruggur.

Körfubolti

Jón Arnór með tólf stig í sigri á Valencia

Jón Arnór Stefánsson átti ágætan leik þegar CAI Zaragoza vann 71-63 sigur á Valencia Basket í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Þetta var þriðji sigur Zaragoza-liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið gerði út um leikinn í dag með því að vinna fjórða leikhlutann 23-9.

Körfubolti

NBA: Parker með 42 stig í sigri San Antonio á Oklahoma City

San Antonio Spurs liðið er að komast á skrið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann besta lið deildarinnar, Oklahoma City Thunder, í nótt þökk sé stórleik frá Tony Parker. Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers töpuðu bæði sínum leikjum en New York Knicks náði að vinna nágrannaslaginn við New Jersey Nets.

Körfubolti

Skrifa Stólarnir nýja sögu?

Undanúrslit Poweradebikars karla fara fram í kvöld þegar Keflavík fær KFÍ í heimsókn í Toyota-höllina í Keflavík og Tindastóll tekur á móti KR á Króknum en báðir leikir hefjast klukkan 19.15.

Körfubolti