Körfubolti

NBA: Létt hjá Lin og félögum | Lakers vann Dallas

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en flest liðanna voru að leika sinn síðasta leik fyrir hléið vegna Stjörnuleiksins á sunnudaginn. Jeremy Lin og félagar í New York Knicks unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers vann Dallas Mavericks og Oklahoma City Thunder vann ellefta heimasigurinn í röð. Boston Celtics og Philadelphia 76ers fara hinsvegar bæði inn í fríið með fimm töp í röð á bakinu.

Körfubolti

34 titlar á tuttugu árum

Sigurður Ingimundarson gerði Keflavík að bikarmeisturum um helgina og bætti enn einum bikarnum í safnið. "Búinn að vera heppinn að vera með besta þjálfarann,“ segir fyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson.

Körfubolti

Ótrúleg tilþrif hjá Shaquille Johnson | tröllatroðsla

Shaquille Johnson, leikmaður Auburn háskólaliðsins í körfubolta, er skemmtikraftur þegar hann fær pláss til þess að athafna sig í vítateignum. Johnson, sem er rétt um 1.95 m á hæð, er með gríðarlegan stökkkraft og kann að troða boltanum með tilþrifum í körfuna.

Körfubolti

Helena og félagar töpuðu í Rússlandi

Good Angels Kosice tapaði fyrsta leik sínum í 32-liða úrslitum Evrópudeildar kvenna í körfubolta er liðið mætti UMMC Ekaterinburg í Rússlandi. Leiknum lauk með sex stiga sigri Rússanna, 61-55.

Körfubolti

30 stig frá Loga ekki nóg

Logi Gunnarsson fór mikinn fyrir lið sitt, Solna Vikings, gegn LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Skoraði hann 30 stig í leiknum sem LF Basket vann þó á endanum, 82-80.

Körfubolti

NBA: Jeremy Lin stigahæstur í tapleik | San Antonio á siglingu

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Jeremy Lin og New York Knicks töpuðu á heimavelli í grannaslagnum gegn New Jersey, 100-92. Nýliðinn Lin, sem hefur gert allt vitlaust í deildinni að undanförnu var stigahæstur í liði New York með 21 stig en Deron Williams skoraði 38.

Körfubolti

Fimm sigrar í röð hjá Sundsvall | Hlynur með tvennu

Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann Borås Basket 88-86 í miklum spennuleik í Sundsvall. Drekarnir hafa nú unnið fimm leiki í röð og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Norrköping Dolphins.

Körfubolti

Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma

Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig.

Körfubolti

KFÍ leikur í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, KFÍ, tryggði sér um helgina efsta sætið í 1. deild karla í körfuknattleik og leikur KFÍ í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. Það var Höttur frá Egilsstöðum sem gulltryggði KFÍ efsta sætið með því að leggja Skallagrím að velli í Borgarnesi í gærdag. Skallagrímur var eina liðið sem gat náð KFÍ að stigum en eftir ósigurinn í gær er ljóst að Borgnesingar geta ekki náð efsta sætinu.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Njarðvík 77-84

Njarðvík skrifaði nýjan kafla í glæsta sögu félagsins með 84-77 sigri gegn liði Snæfells í úrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í körfuknatleik. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Njarðvíkur vinnur stóran titil í körfubolta en Njarðvík hefur þrívegis áður leiki til úrslita. Snæfell var í fyrsta sinn í úrslitum keppninnar.

Körfubolti

Ferskir vindar um Höllina

Þrjú af fjórum félögum í bikarúrslitaleikjunum í ár hafa ekki unnið bikarinn og karlalið Tindastóls og kvennalið Snæfells spila bæði sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. Spámenn og konur úr Iceland Express deildunum eru á því að Tindastól og Nja

Körfubolti

Hver vinnur hjá körlunum?

Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild karla (fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik karla í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn maður leiksins.

Körfubolti

Hver vinnur hjá konunum?

Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild kvenna(fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik kvenna í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn kona leiksins.

Körfubolti