Körfubolti

NBA í nótt: New York gjörsigraði meistaralið Miami Heat

New York Knicks er á góðri siglingu í NBA deildinni í körfuknattleik. Liðið gjörsigraði meistaralið Miami Heat í nótt, 112-92, á heimavelli Miami. New York landaði sigrinum þrátt fyrir að vera án stigahæsta leikmanns liðsins, Carmelo Anthony sem er meiddur á fingri. New York hefur unnið 14 leiki og tapað 4 á þessari leiktíð og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni.

Körfubolti

Kobe Bryant í metabækurnar

Kobe Bryant náði merkum áfanga í NBA-deildinni í fyrrakvöld þegar hann skoraði sitt 30.000 stig í deildinni frá upphafi. Bryant, sem er 34 ára gamall, er sá yngsti sem kemst yfir 30.000 stig í sterkustu körfuboltadeild heims.

Körfubolti

Kobe Bryant er sá yngsti sem nær 30.000 stigum í NBA deildinni

Kobe Bryant náði sögulegum áfanga í nótt þegar hann skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í NBA deildinni. Bryant hefur ávallt leikið fyrir LA Lakers frá því hann kom inn í deildina árið 1996. Bryant er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær því að skora fleiri en 30.000 stig á ferlinum en hinn 34 ára gamli bakvörður er sá yngsti af þeim fjórum sem hafa komist yfir 30.000 stigin.

Körfubolti

NBA í nótt: Kobe Bryant náði sögulegum áfanga

Kobe Bryant skoraði 29 stig í 103-87 sigri LA Lakers gegn New Orleans á útivelli í NBA deildinni í körfubolta. Bryant skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í leiknum en aðeins fimm leikmenn í sögu NBA hafa náð þeim árangri. Með sigrinum lauk tveggja leikja taphrinu Lakers.

Körfubolti

Býflugurnar í New Orleans að breytast í Pelíkana

NBA-körfuboltaliðið New Orleans Hornets ætlar að breyta gælunafni félagsins fyrir næsta tímabil ef marka heimildir Yahoo. Býflugurnar heyra því væntanlega sögunni til á næsta tímabili nema að þær flytji sig aftur norður til Charlotte-borgar.

Körfubolti

Poweradebikarinn: Snæfell fær Þór í heimsókn

Dregið var í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni KKÍ í karlaflokki í dag. Úrvalsdeildarliðin Snæfell og Þór frá Þorlákshöfn mætast í Stykkishólmi og Grindavík tekur á móti Fjölni. B-lið KR heldur uppi heiðri félagsins í þessari umferð en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði 1. deildarlið Breiðabliks í 32-liða úrslitum. Valur, sem er í efsta sæti 1. deildar, fær KR-b í heimsókn í 16-liða úrslitum.

Körfubolti

NBA í nótt: Miami tapaði gegn slakasta liðinu - Lakers tapaði á ný

Washington Wizards, er slakasta liðið í NBA deildinni í körfuknattleik en þrátt fyrir þá staðreynd náði liðið að leggja meistaralið Miami Heat að velli í nótt, 105-101. Þetta var aðeins annar sigurleikur Washington í vetur. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði 107-105 gegn Houston á útivelli þar sem að Kobe Bryan skoraði 39 stig.

Körfubolti

NBA: Chris Paul sá um Utah

Tveir leikir í NBA-deildinni í nótt voru mjög spennandi. Clippers marði eins stigs sigur á Utah og Portland hafði betur gegn Charlotte eftir framlengingu.

Körfubolti

Kobe skorar á Pau Gasol

Það gengur ekki vel hjá Pau Gasol, leikmanni Lakers, þessa dagana. Í nótt mátti hann sætta sig við að horfa á lok leiksins gegn Orlando á bekknum. Var það í annað sinn í fimm leikjum sem það gerist.

Körfubolti

Drekarnir sigruðu Höfrungana

Drekarnir frá Sundsvall unnu tíunda sigur sinn í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar Hlynur Bæringsson, Jakob Sigurðsson og félagar skelltu Pavel Ermolinskij og félögum í Höfrungunum frá Norrköping 86-81 í hörkuleik.

Körfubolti

Jón Arnór og félagar töpuðu í Madríd

Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig fyrir CAI Zaragoza sem tapaði fyrir Real Madrid í Madríd 94-79 í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Real Madrid er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Körfubolti

LeBron James er kóngurinn í NBA

LeBron James, leikmaður meistaraliðs Miami Heat, er vinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar ef marka má sölutölur á keppnistreyjum frá því í apríl á þessu ári fram til dagsins í dag. James var í fjórða sæti á þessum lista í apríl en vinsældir hans hafa aukist eftir að Miami Heat tryggði sér meistaratitilinn sl. vor og James var lykilmaður í bandaríska landsliðinu sem tryggði sér gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í London í sumar.

Körfubolti

Helena fjórða besta skyttan

Helena Sverrisdóttir fékk langþráðar mínútur með Good Angels Kosic í Euroleague í fyrrakvöld og skilaði sínu (11 stig og 4 fráköst) í naumu 91-93 tapi á móti tyrkneska liðinu Fenerbahce. Helena átti lokaskot leiksins og gat tryggt sínu liði sigur með því að hitta en því miður geigaði skotið sem var tekið úr afar erfiðri stöðu.

Körfubolti

Úrslit kvöldsins í körfunni

Heil umferð fór fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík er á toppnum eftir sigur á KR. Stjarnan og Snæfell eru með sama stigafjölda í næstu sætum þar á eftir.

Körfubolti

Derek Fisher gæti endaði í Dallas

Allar líkur eru á því að Derek Fisher muni leika með Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hinn þaulreyndi leikstjórnandi hefur ekki leikið með neinu liði frá því hann var með Oklahoma Thunders á síðustu leiktíð. Dallas er í vandræðum með leikstjórnanda stöðuna og Rick Carlisle þjálfari Dallas hefur óskað eftir því að fá hinn 38 ára gamla Fisher til að leysa tímabundin vandamál liðsins.

Körfubolti