Körfubolti NBA í nótt: New York gjörsigraði meistaralið Miami Heat New York Knicks er á góðri siglingu í NBA deildinni í körfuknattleik. Liðið gjörsigraði meistaralið Miami Heat í nótt, 112-92, á heimavelli Miami. New York landaði sigrinum þrátt fyrir að vera án stigahæsta leikmanns liðsins, Carmelo Anthony sem er meiddur á fingri. New York hefur unnið 14 leiki og tapað 4 á þessari leiktíð og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni. Körfubolti 7.12.2012 08:30 Kobe Bryant í metabækurnar Kobe Bryant náði merkum áfanga í NBA-deildinni í fyrrakvöld þegar hann skoraði sitt 30.000 stig í deildinni frá upphafi. Bryant, sem er 34 ára gamall, er sá yngsti sem kemst yfir 30.000 stig í sterkustu körfuboltadeild heims. Körfubolti 7.12.2012 06:00 Umfjöllun og myndir: Stjarnan-KR 73-84 | Öll úrslit kvöldsins KR vann frábæran útisigur á Stjörnunni í níundu umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 73-84 fyrir KR-ingum sem léku án nokkurs vafa sinn besta leik í vetur í kvöld. Körfubolti 6.12.2012 15:05 Kobe Bryant er sá yngsti sem nær 30.000 stigum í NBA deildinni Kobe Bryant náði sögulegum áfanga í nótt þegar hann skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í NBA deildinni. Bryant hefur ávallt leikið fyrir LA Lakers frá því hann kom inn í deildina árið 1996. Bryant er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær því að skora fleiri en 30.000 stig á ferlinum en hinn 34 ára gamli bakvörður er sá yngsti af þeim fjórum sem hafa komist yfir 30.000 stigin. Körfubolti 6.12.2012 09:45 NBA í nótt: Kobe Bryant náði sögulegum áfanga Kobe Bryant skoraði 29 stig í 103-87 sigri LA Lakers gegn New Orleans á útivelli í NBA deildinni í körfubolta. Bryant skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í leiknum en aðeins fimm leikmenn í sögu NBA hafa náð þeim árangri. Með sigrinum lauk tveggja leikja taphrinu Lakers. Körfubolti 6.12.2012 09:00 Býflugurnar í New Orleans að breytast í Pelíkana NBA-körfuboltaliðið New Orleans Hornets ætlar að breyta gælunafni félagsins fyrir næsta tímabil ef marka heimildir Yahoo. Býflugurnar heyra því væntanlega sögunni til á næsta tímabili nema að þær flytji sig aftur norður til Charlotte-borgar. Körfubolti 5.12.2012 23:30 KR lagði Njarðvík suður með sjó Einn leikur fór fram í Dominos-deild kvenna í kvöld. KR fór þá góða ferð suður með sjó og lagði Njarðvík. Körfubolti 5.12.2012 21:26 Poweradebikarinn: Snæfell fær Þór í heimsókn Dregið var í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni KKÍ í karlaflokki í dag. Úrvalsdeildarliðin Snæfell og Þór frá Þorlákshöfn mætast í Stykkishólmi og Grindavík tekur á móti Fjölni. B-lið KR heldur uppi heiðri félagsins í þessari umferð en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði 1. deildarlið Breiðabliks í 32-liða úrslitum. Valur, sem er í efsta sæti 1. deildar, fær KR-b í heimsókn í 16-liða úrslitum. Körfubolti 5.12.2012 14:04 NBA í nótt: Miami tapaði gegn slakasta liðinu - Lakers tapaði á ný Washington Wizards, er slakasta liðið í NBA deildinni í körfuknattleik en þrátt fyrir þá staðreynd náði liðið að leggja meistaralið Miami Heat að velli í nótt, 105-101. Þetta var aðeins annar sigurleikur Washington í vetur. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði 107-105 gegn Houston á útivelli þar sem að Kobe Bryan skoraði 39 stig. Körfubolti 5.12.2012 08:15 Þessi ljósmynd gæti komið Parker og Duncan í vandræði Tony Parker og Tim Duncan, leikmenn NBA liðsins San Antonio Spurs, gætu þurft að svara fyrir mynd sem birt var af þeim á mánudaginn. Á myndinni miða þeir Parker og Duncan leikfangabyssum að manni sem er klæddur eins og hinn vel þekkti NBA dómari, Joey Crawford. Körfubolti 4.12.2012 23:30 Pavel bestur Höfrunganna en það dugði ekki til sigurs Pavel Ermolinskij átti stórleik með Norrköping Dolphins sem tapaði 62-67 gegn Södertälje Kings í C-riðli Áskorendakeppni Evrópu í körfuknattleik í kvöld. Körfubolti 4.12.2012 23:13 NBA: Chris Paul sá um Utah Tveir leikir í NBA-deildinni í nótt voru mjög spennandi. Clippers marði eins stigs sigur á Utah og Portland hafði betur gegn Charlotte eftir framlengingu. Körfubolti 4.12.2012 09:01 Njarðvík fór létt með B-lið Keflavíkur Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á B-liði Keflavíkur í 32liða úrslitum Fyrirtækjabikars karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 130-64 gestunum úr Njarðvík í vil. Körfubolti 3.12.2012 20:48 LeBron James íþróttamaður ársins hjá Sports Illustrated Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James hefur verið valinn íþróttamaður ársins hjá íþróttablaðinu Sports Illustrated í Bandaríkjunum. Körfubolti 3.12.2012 18:00 Kobe skorar á Pau Gasol Það gengur ekki vel hjá Pau Gasol, leikmanni Lakers, þessa dagana. Í nótt mátti hann sætta sig við að horfa á lok leiksins gegn Orlando á bekknum. Var það í annað sinn í fimm leikjum sem það gerist. Körfubolti 3.12.2012 16:15 San Antonio Spurs þarf að greiða 30 milljónir kr. í sekt San Antonio Spurs þarf að greiða um 30 milljónir kr. í sekt eftir að þjálfari liðsins, Gregg Popovich, ákvað að hvíla fjóra lykilmenn í stórleik gegn Miami Heat í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Körfubolti 3.12.2012 11:00 Howard klúðraði leiknum gegn sínu gamla félagi Dwight Howard mátti sætta sig við að tapa fyrir sínu gamla liði í nótt. Orlando Magic kom þá í heimsókn í Staples Center og lagði LA Lakers af velli. Tapið mátti skrifa á hann að stóru leyti. Körfubolti 3.12.2012 08:58 Ryan Anderson núna orðaður í skiptum fyrir Pau Gasol Þráðlátur orðrómur um að Los Angeles Lakers vilji skipta Pau Gasol neitar að deyja. Núna er kraftframherjinn og þriggja stiga skyttan Ryan Anderson leikmaður New Orleans Hornets orðaður við Lakers í stað Gasol. Körfubolti 2.12.2012 22:45 Keflavík, Stjarnan og Snæfell áfram | Myndir úr Vesturbænum Keflavík, Stjarnan, Snæfell og Haukar eru komin í sextán liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta eftir leiki kvöldsins í 32ja liða úrslitum. Þrjú úrvalsdeildarlið féllu úr leik, Skallagrímur, KR og Tindastóll féllu úr leik. Körfubolti 2.12.2012 21:21 Drekarnir sigruðu Höfrungana Drekarnir frá Sundsvall unnu tíunda sigur sinn í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar Hlynur Bæringsson, Jakob Sigurðsson og félagar skelltu Pavel Ermolinskij og félögum í Höfrungunum frá Norrköping 86-81 í hörkuleik. Körfubolti 2.12.2012 20:59 Jón Arnór og félagar töpuðu í Madríd Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig fyrir CAI Zaragoza sem tapaði fyrir Real Madrid í Madríd 94-79 í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Real Madrid er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Körfubolti 2.12.2012 16:31 Keflavík vann toppslaginn í Stykkishólmi | Tólf sigrar í röð Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Snæfelli í uppgjöri toppliðanna í Domino's-deild kvenna í körfuknattleik í dag, 74-70. Þetta var tólfti sigur Keflavíkur í deildinni í röð en liðið hefur unnið alla leiki sína. Körfubolti 1.12.2012 18:44 Sóknin sneri aftur í sigri Lakers Los Angeles Lakers vann fínan sigur á Denver Nuggets í NBA-körfuboltanum í nótt. Dwight Howard skoraði 28 stig í 122-103 sigri í Steples Center í nótt. Körfubolti 1.12.2012 13:40 LeBron James er kóngurinn í NBA LeBron James, leikmaður meistaraliðs Miami Heat, er vinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar ef marka má sölutölur á keppnistreyjum frá því í apríl á þessu ári fram til dagsins í dag. James var í fjórða sæti á þessum lista í apríl en vinsældir hans hafa aukist eftir að Miami Heat tryggði sér meistaratitilinn sl. vor og James var lykilmaður í bandaríska landsliðinu sem tryggði sér gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í London í sumar. Körfubolti 1.12.2012 09:00 Jakob með stórleik í sigri Sundsvall Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir flottan útisigur, 65-72, á Stockholm Eagles. Körfubolti 30.11.2012 19:47 Tveggja leikja bann fyrir slagsmál | myndband Rajon Rondo, bakvörður Boston Celtics, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að slást við Kris Humphries, leikmann Brooklyn Nets, í leik liðanna í vikunni. Körfubolti 30.11.2012 15:45 Miami lagði San Antonio | Popovich skildi stjörnurnar eftir heima Frábær endasprettur Miami Heat tryggði liðinu fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í nótt. Körfubolti 30.11.2012 08:59 Helena fjórða besta skyttan Helena Sverrisdóttir fékk langþráðar mínútur með Good Angels Kosic í Euroleague í fyrrakvöld og skilaði sínu (11 stig og 4 fráköst) í naumu 91-93 tapi á móti tyrkneska liðinu Fenerbahce. Helena átti lokaskot leiksins og gat tryggt sínu liði sigur með því að hitta en því miður geigaði skotið sem var tekið úr afar erfiðri stöðu. Körfubolti 30.11.2012 06:30 Úrslit kvöldsins í körfunni Heil umferð fór fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík er á toppnum eftir sigur á KR. Stjarnan og Snæfell eru með sama stigafjölda í næstu sætum þar á eftir. Körfubolti 29.11.2012 21:29 Derek Fisher gæti endaði í Dallas Allar líkur eru á því að Derek Fisher muni leika með Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hinn þaulreyndi leikstjórnandi hefur ekki leikið með neinu liði frá því hann var með Oklahoma Thunders á síðustu leiktíð. Dallas er í vandræðum með leikstjórnanda stöðuna og Rick Carlisle þjálfari Dallas hefur óskað eftir því að fá hinn 38 ára gamla Fisher til að leysa tímabundin vandamál liðsins. Körfubolti 29.11.2012 17:45 « ‹ ›
NBA í nótt: New York gjörsigraði meistaralið Miami Heat New York Knicks er á góðri siglingu í NBA deildinni í körfuknattleik. Liðið gjörsigraði meistaralið Miami Heat í nótt, 112-92, á heimavelli Miami. New York landaði sigrinum þrátt fyrir að vera án stigahæsta leikmanns liðsins, Carmelo Anthony sem er meiddur á fingri. New York hefur unnið 14 leiki og tapað 4 á þessari leiktíð og er liðið með besta vinningshlutfallið í deildinni. Körfubolti 7.12.2012 08:30
Kobe Bryant í metabækurnar Kobe Bryant náði merkum áfanga í NBA-deildinni í fyrrakvöld þegar hann skoraði sitt 30.000 stig í deildinni frá upphafi. Bryant, sem er 34 ára gamall, er sá yngsti sem kemst yfir 30.000 stig í sterkustu körfuboltadeild heims. Körfubolti 7.12.2012 06:00
Umfjöllun og myndir: Stjarnan-KR 73-84 | Öll úrslit kvöldsins KR vann frábæran útisigur á Stjörnunni í níundu umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 73-84 fyrir KR-ingum sem léku án nokkurs vafa sinn besta leik í vetur í kvöld. Körfubolti 6.12.2012 15:05
Kobe Bryant er sá yngsti sem nær 30.000 stigum í NBA deildinni Kobe Bryant náði sögulegum áfanga í nótt þegar hann skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í NBA deildinni. Bryant hefur ávallt leikið fyrir LA Lakers frá því hann kom inn í deildina árið 1996. Bryant er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær því að skora fleiri en 30.000 stig á ferlinum en hinn 34 ára gamli bakvörður er sá yngsti af þeim fjórum sem hafa komist yfir 30.000 stigin. Körfubolti 6.12.2012 09:45
NBA í nótt: Kobe Bryant náði sögulegum áfanga Kobe Bryant skoraði 29 stig í 103-87 sigri LA Lakers gegn New Orleans á útivelli í NBA deildinni í körfubolta. Bryant skoraði sitt 30.000 stig á ferlinum í leiknum en aðeins fimm leikmenn í sögu NBA hafa náð þeim árangri. Með sigrinum lauk tveggja leikja taphrinu Lakers. Körfubolti 6.12.2012 09:00
Býflugurnar í New Orleans að breytast í Pelíkana NBA-körfuboltaliðið New Orleans Hornets ætlar að breyta gælunafni félagsins fyrir næsta tímabil ef marka heimildir Yahoo. Býflugurnar heyra því væntanlega sögunni til á næsta tímabili nema að þær flytji sig aftur norður til Charlotte-borgar. Körfubolti 5.12.2012 23:30
KR lagði Njarðvík suður með sjó Einn leikur fór fram í Dominos-deild kvenna í kvöld. KR fór þá góða ferð suður með sjó og lagði Njarðvík. Körfubolti 5.12.2012 21:26
Poweradebikarinn: Snæfell fær Þór í heimsókn Dregið var í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni KKÍ í karlaflokki í dag. Úrvalsdeildarliðin Snæfell og Þór frá Þorlákshöfn mætast í Stykkishólmi og Grindavík tekur á móti Fjölni. B-lið KR heldur uppi heiðri félagsins í þessari umferð en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði 1. deildarlið Breiðabliks í 32-liða úrslitum. Valur, sem er í efsta sæti 1. deildar, fær KR-b í heimsókn í 16-liða úrslitum. Körfubolti 5.12.2012 14:04
NBA í nótt: Miami tapaði gegn slakasta liðinu - Lakers tapaði á ný Washington Wizards, er slakasta liðið í NBA deildinni í körfuknattleik en þrátt fyrir þá staðreynd náði liðið að leggja meistaralið Miami Heat að velli í nótt, 105-101. Þetta var aðeins annar sigurleikur Washington í vetur. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði 107-105 gegn Houston á útivelli þar sem að Kobe Bryan skoraði 39 stig. Körfubolti 5.12.2012 08:15
Þessi ljósmynd gæti komið Parker og Duncan í vandræði Tony Parker og Tim Duncan, leikmenn NBA liðsins San Antonio Spurs, gætu þurft að svara fyrir mynd sem birt var af þeim á mánudaginn. Á myndinni miða þeir Parker og Duncan leikfangabyssum að manni sem er klæddur eins og hinn vel þekkti NBA dómari, Joey Crawford. Körfubolti 4.12.2012 23:30
Pavel bestur Höfrunganna en það dugði ekki til sigurs Pavel Ermolinskij átti stórleik með Norrköping Dolphins sem tapaði 62-67 gegn Södertälje Kings í C-riðli Áskorendakeppni Evrópu í körfuknattleik í kvöld. Körfubolti 4.12.2012 23:13
NBA: Chris Paul sá um Utah Tveir leikir í NBA-deildinni í nótt voru mjög spennandi. Clippers marði eins stigs sigur á Utah og Portland hafði betur gegn Charlotte eftir framlengingu. Körfubolti 4.12.2012 09:01
Njarðvík fór létt með B-lið Keflavíkur Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á B-liði Keflavíkur í 32liða úrslitum Fyrirtækjabikars karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 130-64 gestunum úr Njarðvík í vil. Körfubolti 3.12.2012 20:48
LeBron James íþróttamaður ársins hjá Sports Illustrated Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James hefur verið valinn íþróttamaður ársins hjá íþróttablaðinu Sports Illustrated í Bandaríkjunum. Körfubolti 3.12.2012 18:00
Kobe skorar á Pau Gasol Það gengur ekki vel hjá Pau Gasol, leikmanni Lakers, þessa dagana. Í nótt mátti hann sætta sig við að horfa á lok leiksins gegn Orlando á bekknum. Var það í annað sinn í fimm leikjum sem það gerist. Körfubolti 3.12.2012 16:15
San Antonio Spurs þarf að greiða 30 milljónir kr. í sekt San Antonio Spurs þarf að greiða um 30 milljónir kr. í sekt eftir að þjálfari liðsins, Gregg Popovich, ákvað að hvíla fjóra lykilmenn í stórleik gegn Miami Heat í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Körfubolti 3.12.2012 11:00
Howard klúðraði leiknum gegn sínu gamla félagi Dwight Howard mátti sætta sig við að tapa fyrir sínu gamla liði í nótt. Orlando Magic kom þá í heimsókn í Staples Center og lagði LA Lakers af velli. Tapið mátti skrifa á hann að stóru leyti. Körfubolti 3.12.2012 08:58
Ryan Anderson núna orðaður í skiptum fyrir Pau Gasol Þráðlátur orðrómur um að Los Angeles Lakers vilji skipta Pau Gasol neitar að deyja. Núna er kraftframherjinn og þriggja stiga skyttan Ryan Anderson leikmaður New Orleans Hornets orðaður við Lakers í stað Gasol. Körfubolti 2.12.2012 22:45
Keflavík, Stjarnan og Snæfell áfram | Myndir úr Vesturbænum Keflavík, Stjarnan, Snæfell og Haukar eru komin í sextán liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta eftir leiki kvöldsins í 32ja liða úrslitum. Þrjú úrvalsdeildarlið féllu úr leik, Skallagrímur, KR og Tindastóll féllu úr leik. Körfubolti 2.12.2012 21:21
Drekarnir sigruðu Höfrungana Drekarnir frá Sundsvall unnu tíunda sigur sinn í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar Hlynur Bæringsson, Jakob Sigurðsson og félagar skelltu Pavel Ermolinskij og félögum í Höfrungunum frá Norrköping 86-81 í hörkuleik. Körfubolti 2.12.2012 20:59
Jón Arnór og félagar töpuðu í Madríd Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig fyrir CAI Zaragoza sem tapaði fyrir Real Madrid í Madríd 94-79 í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Real Madrid er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Körfubolti 2.12.2012 16:31
Keflavík vann toppslaginn í Stykkishólmi | Tólf sigrar í röð Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Snæfelli í uppgjöri toppliðanna í Domino's-deild kvenna í körfuknattleik í dag, 74-70. Þetta var tólfti sigur Keflavíkur í deildinni í röð en liðið hefur unnið alla leiki sína. Körfubolti 1.12.2012 18:44
Sóknin sneri aftur í sigri Lakers Los Angeles Lakers vann fínan sigur á Denver Nuggets í NBA-körfuboltanum í nótt. Dwight Howard skoraði 28 stig í 122-103 sigri í Steples Center í nótt. Körfubolti 1.12.2012 13:40
LeBron James er kóngurinn í NBA LeBron James, leikmaður meistaraliðs Miami Heat, er vinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar ef marka má sölutölur á keppnistreyjum frá því í apríl á þessu ári fram til dagsins í dag. James var í fjórða sæti á þessum lista í apríl en vinsældir hans hafa aukist eftir að Miami Heat tryggði sér meistaratitilinn sl. vor og James var lykilmaður í bandaríska landsliðinu sem tryggði sér gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í London í sumar. Körfubolti 1.12.2012 09:00
Jakob með stórleik í sigri Sundsvall Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir flottan útisigur, 65-72, á Stockholm Eagles. Körfubolti 30.11.2012 19:47
Tveggja leikja bann fyrir slagsmál | myndband Rajon Rondo, bakvörður Boston Celtics, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að slást við Kris Humphries, leikmann Brooklyn Nets, í leik liðanna í vikunni. Körfubolti 30.11.2012 15:45
Miami lagði San Antonio | Popovich skildi stjörnurnar eftir heima Frábær endasprettur Miami Heat tryggði liðinu fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum í nótt. Körfubolti 30.11.2012 08:59
Helena fjórða besta skyttan Helena Sverrisdóttir fékk langþráðar mínútur með Good Angels Kosic í Euroleague í fyrrakvöld og skilaði sínu (11 stig og 4 fráköst) í naumu 91-93 tapi á móti tyrkneska liðinu Fenerbahce. Helena átti lokaskot leiksins og gat tryggt sínu liði sigur með því að hitta en því miður geigaði skotið sem var tekið úr afar erfiðri stöðu. Körfubolti 30.11.2012 06:30
Úrslit kvöldsins í körfunni Heil umferð fór fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík er á toppnum eftir sigur á KR. Stjarnan og Snæfell eru með sama stigafjölda í næstu sætum þar á eftir. Körfubolti 29.11.2012 21:29
Derek Fisher gæti endaði í Dallas Allar líkur eru á því að Derek Fisher muni leika með Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hinn þaulreyndi leikstjórnandi hefur ekki leikið með neinu liði frá því hann var með Oklahoma Thunders á síðustu leiktíð. Dallas er í vandræðum með leikstjórnanda stöðuna og Rick Carlisle þjálfari Dallas hefur óskað eftir því að fá hinn 38 ára gamla Fisher til að leysa tímabundin vandamál liðsins. Körfubolti 29.11.2012 17:45