Körfubolti

NBA: Lakers vann Chicago Bulls í tvíframlengdum leik

Los Angeles Lakers endaði níu leikja taphrinu sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik en tap hefði þýtt nýtt félagsmet yfir flest töp í röð. Memphis Grizzlies vann sinn fimmta leik í röð í nótt.

Körfubolti

NBA: Kyrie Irving skoraði 55 stig í fjarveru LeBrons | Myndbönd

Cleveland Cavaliers lék án LeBron James í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið héldu sigurgöngu sinni áfram. Cleveland getur þakkað einum manni sem setti nýtt stigamet hjá leikmanni á tímabilinu. Atlanta Hawks vann sinn sautjánda leik í röð í nótt, New York Knicks er farið að vinna leiki en ekkert gengur þessa dagana hjá Dallas Mavericks.

Körfubolti

Martin með 21 stig en tók samt bara sex skot

Martin Hermannsson var stigahæstur í öðrum leiknum í röð þegar LIU Brooklyn vann 80-76 sigur á Fairleigh Dickinson í bandaríska háskólaboltanum en íslenski landsliðsmaðurinn er heldur betur búinn að finna taktinn á stóra sviðinu í New York.

Körfubolti