NBA: Crawford með 19 stig í endurkomu Clippers í fjórða | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 08:30 Jamal Crawford. Vísir/Getty Los Angeles Clippers vann sinn fimmta sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Anthony Davis átti enn einn stórleikinn með New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder vann án Kevin Durant.Jamal Crawford skoraði 19 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 102-98 endurkomusigur á Denver Nuggets en þetta var fimmti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Matt Barnes skoraði 18 stig fyrir Clippers, Blake Griffin var með 14 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar og Chris Paul skoraði 15 stig. Denver Nuggets var átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en varð að sætta sig við sjöunda tapið í röð. Ty Lawson var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Denver og þeir Arron Afflalo og Wilson Chandler skoruðu 18 stig.Anthony Davis fór fyrir fjórða sigri New Orleans Pelicans í röð en Pelíkanarnir unnu þá 99-74 sigur á Philadelphia 76ers. Davis var með 32 stig, 10 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Pelicans-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki í röð á þessu tímabili. Ryan Anderson skoraði 18 stig fyrir New Orleans Pelicans, Eric Gordon var með 13 stig og Tyreke Evans gaf 12 stoðsendingar annað kvöldið í röð. K.J. McDaniels skoraði 16 stig í sjötta tapi Philadelphia 76ers í röð.Russell Westbrook var með 18 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 92-84 heimasigur á Minnesota Timberwolves en Thunder lék án Kevin Durant sem meiddist í tapinu á móti Cleveland Cavaliers kvöldið áður. Westbrook skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 6 skotum sínum. Serge Ibaka bætti við 13 stigum og 19 fráköstum. Nýliðinn Andrew Wiggins skoraði 23 stig fyrir Minnesota Timberwolves og Thaddeus Young var með 22 stig.Zach Randolph var með 24 stig og 10 fráköst og Marc Gasol bætti við 16 stigum og 10 fráköstum þegar Memphis Grizzlies vann 103-94 heimasigur á Orlando Magic. Þetta var þriðji sigur Grizzlies-liðsins í röð á sama tíma og Orlando varð að sætta sig við sjötta tapið í röð. Nikola Vucevic var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Orlando Magic.Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir Boston Celtics sem vann 99-90 útisigur á Utah Jazz. Prince kom til Boston frá Memphis 12. janúar síðastliðinn sem hluti af þriggja liða leikmannaskiptum og átti sinn besta leik með sínu nýja liði. Gordon Hayward skoraði 26 stig fyrir Utah en það dugði lítið. Það þurfti að fresta báðum heimaleikjum New York liðanna í gær vegna snjóstorms sem gekk yfir borgina í nótt.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers Frestað New York Knicks - Sacramento Kings Frestað Memphis Grizzlies - Orlando Magic 103-94 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 99-74 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 92-84 Utah Jazz - Boston Celtics 90-99 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 102-98 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Los Angeles Clippers vann sinn fimmta sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Anthony Davis átti enn einn stórleikinn með New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder vann án Kevin Durant.Jamal Crawford skoraði 19 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 102-98 endurkomusigur á Denver Nuggets en þetta var fimmti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Matt Barnes skoraði 18 stig fyrir Clippers, Blake Griffin var með 14 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar og Chris Paul skoraði 15 stig. Denver Nuggets var átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en varð að sætta sig við sjöunda tapið í röð. Ty Lawson var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Denver og þeir Arron Afflalo og Wilson Chandler skoruðu 18 stig.Anthony Davis fór fyrir fjórða sigri New Orleans Pelicans í röð en Pelíkanarnir unnu þá 99-74 sigur á Philadelphia 76ers. Davis var með 32 stig, 10 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Pelicans-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki í röð á þessu tímabili. Ryan Anderson skoraði 18 stig fyrir New Orleans Pelicans, Eric Gordon var með 13 stig og Tyreke Evans gaf 12 stoðsendingar annað kvöldið í röð. K.J. McDaniels skoraði 16 stig í sjötta tapi Philadelphia 76ers í röð.Russell Westbrook var með 18 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 92-84 heimasigur á Minnesota Timberwolves en Thunder lék án Kevin Durant sem meiddist í tapinu á móti Cleveland Cavaliers kvöldið áður. Westbrook skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 6 skotum sínum. Serge Ibaka bætti við 13 stigum og 19 fráköstum. Nýliðinn Andrew Wiggins skoraði 23 stig fyrir Minnesota Timberwolves og Thaddeus Young var með 22 stig.Zach Randolph var með 24 stig og 10 fráköst og Marc Gasol bætti við 16 stigum og 10 fráköstum þegar Memphis Grizzlies vann 103-94 heimasigur á Orlando Magic. Þetta var þriðji sigur Grizzlies-liðsins í röð á sama tíma og Orlando varð að sætta sig við sjötta tapið í röð. Nikola Vucevic var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Orlando Magic.Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir Boston Celtics sem vann 99-90 útisigur á Utah Jazz. Prince kom til Boston frá Memphis 12. janúar síðastliðinn sem hluti af þriggja liða leikmannaskiptum og átti sinn besta leik með sínu nýja liði. Gordon Hayward skoraði 26 stig fyrir Utah en það dugði lítið. Það þurfti að fresta báðum heimaleikjum New York liðanna í gær vegna snjóstorms sem gekk yfir borgina í nótt.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers Frestað New York Knicks - Sacramento Kings Frestað Memphis Grizzlies - Orlando Magic 103-94 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 99-74 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 92-84 Utah Jazz - Boston Celtics 90-99 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 102-98 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira