Íslenski boltinn

Auðun Helgason: Okkar besti leikur í sumar

„Þetta er okkar besti leikur í sumar og það er margt jákvætt en við erum að klikka á mikilvægum stundum í leiknum. Við erum ekki klárir á ögurstundum og það er það sem skilur á milli liðanna í dag," sagði Auðun Helgason, leikmaður Grindavík, eftir 1-2 tap liðsins gegn Eyjamönnum en liðin mættust í Pepsi-deild karla fyrr í dag.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Eyjamenn kláruðu Grindvíkinga einum fleiri

ÍBV sigraði Grindavík, 1-2, er liðin áttust við á Grindavíkurvelli í Pepsi-deild karla. Eyjamenn kláruðu leikinn einum fleiri en heimamenn misstu mann útaf þegar að hálftími var eftir og það reyndist of mikið fyrir Grindavíkinga sem þurftu að játa sig sigraða eftir fínan leik liðsins.

Íslenski boltinn

Gunnleifur í fámennum hópi

Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson átti mestan þátt í því að FH-ingar urðu í fyrrakvöld fyrsta liðið í tuttugu ár til að slá bikarmeistara í vítakeppni. Íslandsmeistarar FH unnu 3-1 sigur á bikarmeisturum Blika í vítaspyrnukeppninni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Íslenski boltinn

Heimir: Svekktur og sár

„Ég er einfaldlega bara svekktur og sár,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir að liðið tapaði fyrir KR, 1-0, í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.

Íslenski boltinn

Logi: Góður stígandi í liðinu

Logi Ólafsson var ánægður með sína menn í KR eftir 1-0 sigur á ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark leiksins.

Íslenski boltinn

Guðlaugur: Þurfti að dreifa álaginu

Guðlaugur Baldursson var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og sýndi varamönnum liðsins mikið traust þegar hann gerði sjö breytingar á byrjunarliði ÍR í kvöld. Liðið tapaði þó fyrir Fram, 2-1, í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Íslenski boltinn