Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Grindavík 2-1

Keflvíkingar unnu í kvöld verðskuldaðan 2-1 sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík, í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Það var Magnús Sverrir Þorsteinsson sem tryggði sínum mönnum sigurinn með glæsilegu marki undir lok leiks. Útlitið því orðið verulega dökkt fyrir Grindvíkinga en þeir eru sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn

Jensen ekki með ÍA í kvöld-Kjartan Henry með KR

Danski leikmaðurinn, Jesper Jensen sem skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við ÍA um helgina, verður ekki með liðinu í leik liðsins gegn KR í Pepsideildinni í kvöld. Þetta kom fram í viðtali við Þórð Þórðarson, þjálfara ÍA í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn

Skoraði sigurmarkið í fyrsta leiknum

Breiðablik vann í gær frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sex leikja sigurgöngu ÍBV í deildinni.

Íslenski boltinn

Sex marka jafnteflsleikur í Árbænum - myndir

Fylkir og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli á Fylkisvelli í Árbæ í kvöld þegar liðin mættust í 13. umferð Pepsi-deildar karla. Stjörnumenn komust þrisvar yfir í leiknum en Fylkismenn jöfnuðu í öll skiptin. Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fylki að lokum stig með jöfnunarmarki átta mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn

Þróttarar upp úr fallsæti eftir sigur á Þór

Þróttur hoppaði upp um fjögur sæti og upp úr fallsæti eftir 1-0 heimasigur á Þór í 1. deild karla í dag. Það var Helgi Pétur Magnússon sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 20. mínútu sem var dæmt fyrir hendi. Þróttarar enduðu níu inn á vellinum en þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið hjá Leikni Ágústssyni, dómara leiksins.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 3-3

Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fylkismönnum stig á móti Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann jafnaði metin í 3-3 átta mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn hefðu náð toppliði KR að stigum með sigri en eins og áður í sumar þá gengur þeim illa að komast í tæri við toppsætið. Fylkismenn sýndu mikinn karakter með því að jafna metin þrisvar sinnum.

Íslenski boltinn