Íslenski boltinn

Fyrsti stórleikur sumarsins

Breiðablik og Stjarnan leiða saman hesta sína í toppslag Pepsí-deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Fyrir leikinn eru bikarmeistarar Stjörnunnar með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Blika þegar sex umferðum er lokið. Bæði lið eru ósigruð það sem af er Íslandsmóti og því verður eitthvað undan að láta í kvöld.

Íslenski boltinn