Körfubolti Iceland Express-deild kvenna: Hamar byrjar vel Keppni í Iceland Express-deild kvenna hófst í kvöld með þremur leikjum. Hamri er spáð góðu gengi í vetur og Hamarsstelpur sýndu í kvöld að það er ekki að ástæðulausu. Körfubolti 14.10.2009 22:07 KR spáð titlinum í kvennakörfunni KR-konur verða Íslandsmeistarar í körfubolta samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna sem birt var á á kynningarfundi KKÍ í dag. Körfubolti 13.10.2009 15:26 Grindavík spáð Íslandsmeistaratitlinum Kynningarfundur KKÍ fyrir Iceland Express-deildirnar fór fram í Kópavogi í dag. Þar var að venju birt hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna. Körfubolti 13.10.2009 15:15 Teitur: Hlakka til vetrarins ef þetta er það sem koma skal Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu KR í hörkuleik um titilinn meistarar meistaranna í kvöld. Teitur Örlygsson var verulega ánægður með sitt lið og segir leikinn gefa góð fyrirheit um skemmtilegan vetur. Körfubolti 11.10.2009 21:20 Fannar: Erum komnir stutt á veg Stjarnan vann KR í kvöld í baráttunni um titilinn meistarar meistaranna í DHL-höllinni í kvöld. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, sagði eftir leik að Vesturbæjarliðið eigi enn töluvert í land. Körfubolti 11.10.2009 21:10 Stjarnan vann eftir spennandi viðureign gegn KR Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Körfubolti 11.10.2009 20:45 Benedikt: Stefnum á þann stóra „Þetta var nokkuð sannfærandi og það er kannski eðlilegt. Það vantaði tvær landsliðsstelpur í Haukaliðið," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, eftir sigur liðsins í leik um titilinn meistarar meistaranna. Körfubolti 11.10.2009 18:20 KR vann í kvennaflokki - Með forystu frá upphafi til enda KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. Körfubolti 11.10.2009 18:06 Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í dag Körfuboltavertíðin hefst formlega í dag þegar Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum þar sem Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils í karla og kvenna flokki eigast við. Körfubolti 11.10.2009 12:45 Sigurður til Njarðvíkur: Valur vék ekki fyrir mér Sigurður Ingimundarson var í dag ráðinn þjálfari körfuboltaliðs Njarðvíkur en í gær var tilkynnt að Valur, bróðir Sigurðar, myndi hætta þjálfun liðsins. Körfubolti 5.10.2009 16:00 Hildur: Fínt að vera komnar með titil strax Hildur Sigurðardóttir og félagar í kvennaliði KR tryggðu sér sigur í Powerade-bikarnum í gær þegar liðið vann 67-63 sigur á Hamar í úrslitaleiknum. Körfubolti 5.10.2009 09:00 Valur hættur sem þjálfari Njarðvíkur Valur Ingimundarson er hættur sem þjálfari Njarðvíkur og stýrði liðinu því í síðasta sinn í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. Það kemur fram á heimasíðu Njarðvíkur og Valur hafi gengið á fund stjórnar á föstudaginn og beðist lausnar frá störfum sem þjálfari félagsins frá og með morgundeginum Körfubolti 4.10.2009 20:29 Grindvíkingar unnu Powerade-bikarinn eftir öruggan sigur á Njarðvík Grindavík vann 17 stiga sigur á Njarðvík, 79-62, í úrslitaleik Powerade-bikars karla í Laugardalshöllinni í dag. Grindavík var með þriggja stiga forskot í hálfleik, 39-36, en Njarðvíkingar áttu fá svör í seinni hálfleiknum sem Grindavík vann 40-26. Körfubolti 4.10.2009 16:09 KR-konur eru Powerade-meistarar í kvennakörfunni KR var að tryggja sér sigur í Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöllinni þegar liðið vann 4 stiga sigur á Hamar, 67-63, eftir spennandi leik. KR hafði ekki unnið þessa keppni í níu ár eða frá árinu 2000. Körfubolti 4.10.2009 13:46 Þjálfaramet í hættu í úrslitaleikjum Powerade-bikarsins í dag Úrslitaleikir Powerade-bikars karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. Kvennalið KR og Hamars mætast klukkan 13.00 og klukkan 15.30 hefst leikur karlaliða Njarðvíkur og Grindavíkur. Kvennalið KR og karlalið Grindavíkur töpuðu úrslitaleikjunum keppninnar í fyrra og eru bæði sigurstranglegri í leikjum dagsins. Körfubolti 4.10.2009 11:30 Jón Arnór meiddist illa á baki - frá í 3-4 mánuði Jón Arnór Stefánsson verður ekkert með spænska liðinu CB Granada eftir að hafa meiðst illa á baki í æfingaleik á móti Kihmki frá Úkraínu í gærkvöldi. Jón Arnór lenti illa og er óvíst hvort hryggjaliðir séu brákaðir en áætlað er að hann verði frá í 3-4 mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga. Körfubolti 2.10.2009 12:30 Fyrirliði sænska landsliðsins til Jakobs og félaga Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall Dragons fengu góðan liðstyrk í dag þegar fyrirliði sænska landsliðsins, Mats Levin, ákvað að semja við liðið en hann lék með Solna Vikings í lok síðasta tímabils. Levin mun væntanlega hjálpa Jakobi með leikstjórnendastöðuna en Jakob lék í 40 mínútur í síðasta leik. Körfubolti 1.10.2009 19:15 Sigurður Ingimundarson: Verð að fá að gera hlutina eins og ég sem um Sigurður Ingimundarson hætti í dag sem þjálfari sænska körfuboltaliðsins Solna Vikings en hann var aðeins búinn að stjórna liðinu í tveimur leikjum. Ástæðan er stefna félagsins. Sigurður segist hafa viljað byggja upp sitt lið með sínum áherslum en forráðamenn Solna vilja að hans mati kaupa árangur með að fá til sín sterkari Bandaríkjamenn. Körfubolti 1.10.2009 16:09 Sigurður hættur hjá Solna Samkvæmt sænskum fréttamiðlum hefur Sigurður Ingimundarson ákveðið að hætta sem þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Solna Vikings. Körfubolti 1.10.2009 15:00 Poweradebikar karla: Grindavík og Njarðvík mætast í úrslitaleik Leikið var í undanúrslitum Poweradebikars karla í körfubolta í kvöld og þá varð ljóst að boðið verður upp á Suðurnesjaslag í úrslitaleiknum. Körfubolti 30.9.2009 21:30 Mætast KR og Grindavík aftur í úrslitum Powerade-bikarsins? Undanúrslit Powerade-bikars karla fara fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR taka á móti Njarðvíkingum á sama tíma og Snæfellingar heimsækja Grindvíkinga í Röstina. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19.15. Sigurvegararnir mætast í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Körfubolti 30.9.2009 15:30 Sundsvall áfram á sigurbraut en Solna tapaði Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall hafa byrjað sænsku úrvalsdeildina á tveimur góðum sigrum en liðið vann 87-80 útisigur á 08 Stockholm í gær. Solna, lið Sigurðar Ingimundarsonar og Helga Más Magnússonar náði hinsvegar ekki að fylgja eftir sigri í fyrstu umferð og tapaði illa á heimavelli eða 61-76. Körfubolti 30.9.2009 14:30 Poweradebikar kvenna: KR og Hamar í úrslitaleikinn Í kvöld fóru fram leikir í undanúrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta og þá varð ljóst að það verða KR og Hamar sem mætast í úrslitaleik. Körfubolti 29.9.2009 21:14 Sérstök stund hjá systrunum úr Borgarnesi í kvöld Systurnar Sigrún Sjöfn og Guðrún Ósk Ámundadóttir upplifa sérstaka stund í kvöld þegar þær mætast í fyrsta sinn á körfuboltavellinum. Eftir að hafa spilað saman með Skallagrími, Haukum, KR og íslenska landsliðinu munu þær mætast með sínum nýju liðunum í undanúrslitum Powerade-bikarsins á Ásvöllum. Körfubolti 29.9.2009 15:30 Flott tilþrif hjá Jakobi í fyrsta leik - myndband Jakob Örn Sigurðarson byrjaði vel með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni á föstudaginn og nú má finna myndband á Youtube með flottustu tilþrifum leikmanna Sundsvall í leiknum. Sundsvall vann 73-66 sigur á Gothia á heimavelli og leikmenn liðsins fönguðu vel í lokslok. Körfubolti 28.9.2009 18:00 Lamar Odom giftist Khloe Kardashian um helgina Lamar Odom, framherji NBA-meistara Los Angeles Lakers, gekk í hnappahelduna um helgina þegar hann og sjónvarpsstjarnan Khloe Kardashian giftu sig heima í risavillu þeirra í Beverly Hills í Englaborginni. Körfubolti 28.9.2009 16:00 Ingibjörg varð að velja á milli körfunnar og námsins Það verður ekkert af því að Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir leiki með þýska liðinu Bielefeld Dolphins í þýsku b-deildinni í vetur því samkvæmt frétt á Karfan.is hefur hún ákveðið að taka sér ársfrí frá körfunni. Ingibjörg hefur leikið með Keflavík undanfarin ár en fluttist til Þýskalands með kærasta sínum Loga Geirssyni. Körfubolti 28.9.2009 14:30 Ólafur stoðsendingahæstur í góðum útisigri Åbyhøj Ólafur Jónas Sigurðsson og félagar í Åbyhøj byrjuðu vel í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta sem hófst um helgina. Åbyhøj vann þá 59-76 sigur á Amager á útivelli. Ólafur Jónas var ekki eini káti Íslendingurinn í dönsku deildinni því Halldór Karlsson og Sigurður Einarsson hjálpuðu Horsens að vinna 88-81 sigur á Næstved. Körfubolti 28.9.2009 12:00 Logi fékk ekkert að koma inn á í fyrsta leiknum Logi Gunnarsson sat allan tímann á bekknum hjá Saint Etienne þegar liðið hóf loksins keppni í frönsku C-deildinni í körfubolta um helgina. Saint Etienne tapaði þá 63-67 á heimavelli á móti Get Vosges í fjórðu umferð deildarinnar. Saint Etienne á inni þrjá leiki á önnur lið deildarinnar. Körfubolti 28.9.2009 10:30 Njarðvík sló út Keflavík Njarðvík sló út Keflavík í fjórðungsúrslitum Powerade-bikarkeppni karla sem lauk í kvöld, 79-76. Körfubolti 27.9.2009 22:06 « ‹ ›
Iceland Express-deild kvenna: Hamar byrjar vel Keppni í Iceland Express-deild kvenna hófst í kvöld með þremur leikjum. Hamri er spáð góðu gengi í vetur og Hamarsstelpur sýndu í kvöld að það er ekki að ástæðulausu. Körfubolti 14.10.2009 22:07
KR spáð titlinum í kvennakörfunni KR-konur verða Íslandsmeistarar í körfubolta samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna sem birt var á á kynningarfundi KKÍ í dag. Körfubolti 13.10.2009 15:26
Grindavík spáð Íslandsmeistaratitlinum Kynningarfundur KKÍ fyrir Iceland Express-deildirnar fór fram í Kópavogi í dag. Þar var að venju birt hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna. Körfubolti 13.10.2009 15:15
Teitur: Hlakka til vetrarins ef þetta er það sem koma skal Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu KR í hörkuleik um titilinn meistarar meistaranna í kvöld. Teitur Örlygsson var verulega ánægður með sitt lið og segir leikinn gefa góð fyrirheit um skemmtilegan vetur. Körfubolti 11.10.2009 21:20
Fannar: Erum komnir stutt á veg Stjarnan vann KR í kvöld í baráttunni um titilinn meistarar meistaranna í DHL-höllinni í kvöld. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, sagði eftir leik að Vesturbæjarliðið eigi enn töluvert í land. Körfubolti 11.10.2009 21:10
Stjarnan vann eftir spennandi viðureign gegn KR Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Körfubolti 11.10.2009 20:45
Benedikt: Stefnum á þann stóra „Þetta var nokkuð sannfærandi og það er kannski eðlilegt. Það vantaði tvær landsliðsstelpur í Haukaliðið," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, eftir sigur liðsins í leik um titilinn meistarar meistaranna. Körfubolti 11.10.2009 18:20
KR vann í kvennaflokki - Með forystu frá upphafi til enda KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. Körfubolti 11.10.2009 18:06
Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í dag Körfuboltavertíðin hefst formlega í dag þegar Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum þar sem Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils í karla og kvenna flokki eigast við. Körfubolti 11.10.2009 12:45
Sigurður til Njarðvíkur: Valur vék ekki fyrir mér Sigurður Ingimundarson var í dag ráðinn þjálfari körfuboltaliðs Njarðvíkur en í gær var tilkynnt að Valur, bróðir Sigurðar, myndi hætta þjálfun liðsins. Körfubolti 5.10.2009 16:00
Hildur: Fínt að vera komnar með titil strax Hildur Sigurðardóttir og félagar í kvennaliði KR tryggðu sér sigur í Powerade-bikarnum í gær þegar liðið vann 67-63 sigur á Hamar í úrslitaleiknum. Körfubolti 5.10.2009 09:00
Valur hættur sem þjálfari Njarðvíkur Valur Ingimundarson er hættur sem þjálfari Njarðvíkur og stýrði liðinu því í síðasta sinn í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. Það kemur fram á heimasíðu Njarðvíkur og Valur hafi gengið á fund stjórnar á föstudaginn og beðist lausnar frá störfum sem þjálfari félagsins frá og með morgundeginum Körfubolti 4.10.2009 20:29
Grindvíkingar unnu Powerade-bikarinn eftir öruggan sigur á Njarðvík Grindavík vann 17 stiga sigur á Njarðvík, 79-62, í úrslitaleik Powerade-bikars karla í Laugardalshöllinni í dag. Grindavík var með þriggja stiga forskot í hálfleik, 39-36, en Njarðvíkingar áttu fá svör í seinni hálfleiknum sem Grindavík vann 40-26. Körfubolti 4.10.2009 16:09
KR-konur eru Powerade-meistarar í kvennakörfunni KR var að tryggja sér sigur í Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöllinni þegar liðið vann 4 stiga sigur á Hamar, 67-63, eftir spennandi leik. KR hafði ekki unnið þessa keppni í níu ár eða frá árinu 2000. Körfubolti 4.10.2009 13:46
Þjálfaramet í hættu í úrslitaleikjum Powerade-bikarsins í dag Úrslitaleikir Powerade-bikars karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. Kvennalið KR og Hamars mætast klukkan 13.00 og klukkan 15.30 hefst leikur karlaliða Njarðvíkur og Grindavíkur. Kvennalið KR og karlalið Grindavíkur töpuðu úrslitaleikjunum keppninnar í fyrra og eru bæði sigurstranglegri í leikjum dagsins. Körfubolti 4.10.2009 11:30
Jón Arnór meiddist illa á baki - frá í 3-4 mánuði Jón Arnór Stefánsson verður ekkert með spænska liðinu CB Granada eftir að hafa meiðst illa á baki í æfingaleik á móti Kihmki frá Úkraínu í gærkvöldi. Jón Arnór lenti illa og er óvíst hvort hryggjaliðir séu brákaðir en áætlað er að hann verði frá í 3-4 mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga. Körfubolti 2.10.2009 12:30
Fyrirliði sænska landsliðsins til Jakobs og félaga Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall Dragons fengu góðan liðstyrk í dag þegar fyrirliði sænska landsliðsins, Mats Levin, ákvað að semja við liðið en hann lék með Solna Vikings í lok síðasta tímabils. Levin mun væntanlega hjálpa Jakobi með leikstjórnendastöðuna en Jakob lék í 40 mínútur í síðasta leik. Körfubolti 1.10.2009 19:15
Sigurður Ingimundarson: Verð að fá að gera hlutina eins og ég sem um Sigurður Ingimundarson hætti í dag sem þjálfari sænska körfuboltaliðsins Solna Vikings en hann var aðeins búinn að stjórna liðinu í tveimur leikjum. Ástæðan er stefna félagsins. Sigurður segist hafa viljað byggja upp sitt lið með sínum áherslum en forráðamenn Solna vilja að hans mati kaupa árangur með að fá til sín sterkari Bandaríkjamenn. Körfubolti 1.10.2009 16:09
Sigurður hættur hjá Solna Samkvæmt sænskum fréttamiðlum hefur Sigurður Ingimundarson ákveðið að hætta sem þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Solna Vikings. Körfubolti 1.10.2009 15:00
Poweradebikar karla: Grindavík og Njarðvík mætast í úrslitaleik Leikið var í undanúrslitum Poweradebikars karla í körfubolta í kvöld og þá varð ljóst að boðið verður upp á Suðurnesjaslag í úrslitaleiknum. Körfubolti 30.9.2009 21:30
Mætast KR og Grindavík aftur í úrslitum Powerade-bikarsins? Undanúrslit Powerade-bikars karla fara fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR taka á móti Njarðvíkingum á sama tíma og Snæfellingar heimsækja Grindvíkinga í Röstina. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19.15. Sigurvegararnir mætast í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Körfubolti 30.9.2009 15:30
Sundsvall áfram á sigurbraut en Solna tapaði Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall hafa byrjað sænsku úrvalsdeildina á tveimur góðum sigrum en liðið vann 87-80 útisigur á 08 Stockholm í gær. Solna, lið Sigurðar Ingimundarsonar og Helga Más Magnússonar náði hinsvegar ekki að fylgja eftir sigri í fyrstu umferð og tapaði illa á heimavelli eða 61-76. Körfubolti 30.9.2009 14:30
Poweradebikar kvenna: KR og Hamar í úrslitaleikinn Í kvöld fóru fram leikir í undanúrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta og þá varð ljóst að það verða KR og Hamar sem mætast í úrslitaleik. Körfubolti 29.9.2009 21:14
Sérstök stund hjá systrunum úr Borgarnesi í kvöld Systurnar Sigrún Sjöfn og Guðrún Ósk Ámundadóttir upplifa sérstaka stund í kvöld þegar þær mætast í fyrsta sinn á körfuboltavellinum. Eftir að hafa spilað saman með Skallagrími, Haukum, KR og íslenska landsliðinu munu þær mætast með sínum nýju liðunum í undanúrslitum Powerade-bikarsins á Ásvöllum. Körfubolti 29.9.2009 15:30
Flott tilþrif hjá Jakobi í fyrsta leik - myndband Jakob Örn Sigurðarson byrjaði vel með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni á föstudaginn og nú má finna myndband á Youtube með flottustu tilþrifum leikmanna Sundsvall í leiknum. Sundsvall vann 73-66 sigur á Gothia á heimavelli og leikmenn liðsins fönguðu vel í lokslok. Körfubolti 28.9.2009 18:00
Lamar Odom giftist Khloe Kardashian um helgina Lamar Odom, framherji NBA-meistara Los Angeles Lakers, gekk í hnappahelduna um helgina þegar hann og sjónvarpsstjarnan Khloe Kardashian giftu sig heima í risavillu þeirra í Beverly Hills í Englaborginni. Körfubolti 28.9.2009 16:00
Ingibjörg varð að velja á milli körfunnar og námsins Það verður ekkert af því að Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir leiki með þýska liðinu Bielefeld Dolphins í þýsku b-deildinni í vetur því samkvæmt frétt á Karfan.is hefur hún ákveðið að taka sér ársfrí frá körfunni. Ingibjörg hefur leikið með Keflavík undanfarin ár en fluttist til Þýskalands með kærasta sínum Loga Geirssyni. Körfubolti 28.9.2009 14:30
Ólafur stoðsendingahæstur í góðum útisigri Åbyhøj Ólafur Jónas Sigurðsson og félagar í Åbyhøj byrjuðu vel í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta sem hófst um helgina. Åbyhøj vann þá 59-76 sigur á Amager á útivelli. Ólafur Jónas var ekki eini káti Íslendingurinn í dönsku deildinni því Halldór Karlsson og Sigurður Einarsson hjálpuðu Horsens að vinna 88-81 sigur á Næstved. Körfubolti 28.9.2009 12:00
Logi fékk ekkert að koma inn á í fyrsta leiknum Logi Gunnarsson sat allan tímann á bekknum hjá Saint Etienne þegar liðið hóf loksins keppni í frönsku C-deildinni í körfubolta um helgina. Saint Etienne tapaði þá 63-67 á heimavelli á móti Get Vosges í fjórðu umferð deildarinnar. Saint Etienne á inni þrjá leiki á önnur lið deildarinnar. Körfubolti 28.9.2009 10:30
Njarðvík sló út Keflavík Njarðvík sló út Keflavík í fjórðungsúrslitum Powerade-bikarkeppni karla sem lauk í kvöld, 79-76. Körfubolti 27.9.2009 22:06