Körfubolti

Grant Hill fékk botnlangakast

Framherjinn Grant Hill getur ekki leikið með liði Phoenix næstu tvær til þrjár vikurnar eftir að hafa gengist undir botnlangauppskurð. Hill hefur verið í byrjunarliði Phoenix í fyrstu 34 leikjum tímabilsins og leikið mjög vel.

Körfubolti

Grindavík á toppinn

Grindavíkurstúlkur komust í kvöld upp á hlið granna sinna í Keflavík á toppi Iceland Express deildarinnar þegar liðið vann sigur á Fjölni 79-68 í Grafarvogi. Þá unnu Haukar nauman sigur á Hamri í Hveragerði 73-69.

Körfubolti

Riley íhugar að hætta þjálfun

Pat Riley, þjálfari Miami Heat í NBA deildinni, útilokar ekki að hætta þjálfun að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Riley er líka forseti Heat en er reyndar með samning sem þjálfari út leiktíðina 2010.

Körfubolti

Hamarsmenn úr botnsætinu

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Hamar lyfti sér úr botnsætinu með góðum sigri á Tindastól fyrir norðan 88-85 í hörkuleik. KR lagði Fjölni 94-85 og Skallagrímur burstaði Stjörnuna 89-64.

Körfubolti

Þrír leikir í körfunni í kvöld

Þrír leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Fjölnir og KR eigast við í Grafarvogi, Skallagrímur tekur á móti Stjörnunni og þá fara Hamarsmenn norður á Sauðárkrók og mæta þar Tindastól.

Körfubolti

Risasigur hjá Boston

Boston Celtics vann í nótt stærsta sigur sinn til þessa á leiktíðinni í NBA þegar liðið skellti sjóðheitu liði Detroit Pistons á útivelli 92-85.

Körfubolti

KR skellti Íslandsmeisturunum

Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag. KR-stúlkur lögðu Íslandsmeistara Hauka 80-74 í Hafnarfirði þrátt fyrir að vera án stórskyttunnar Monique Martin.

Körfubolti

Snæfell lagði Njarðvík

Tveir leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í dag. Snæfell tók á móti Njarðvík í Stykkishólmi og hafði 74-67 sigur í hörkuleik.

Körfubolti

Kristinn dæmdi 1000. leikinn

Kristinn Óskarsson náði merkum áfanga í gærkvöld þegar hann dæmdi leik Vals og Reynis í 1. deild karla. Þetta var 1000. leikur Kristins á vegum KKÍ á ferlinum og var hann heiðraður sérstaklega á leik ÍR og Þórs í Seljaskóla í dag af þessu tilefni.

Körfubolti

Stórt tap Lottomatica Roma

Lottomatica Roma tapaði í gær fyrir Fenerbahce á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í körfubolta, 84-63. Jón Arnór Stefánsson lék ekki með liðinu.

Körfubolti

Vorum hreint út sagt ömurlegir

„Við vorum bara hræðilega lélegir. Ég ætla ekki að taka neitt af Grindavík, þeir spiluðu vel og allt það en við vorum hreint út sagt ömurlegir," sagði Sigurður Ingimundarson.

Körfubolti

Stórleikur í Grindavík í kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar grannarnir Grindavík og Keflavík eigast við í Röstinni í Grindavík. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 20.

Körfubolti

Fannar frá keppni í mánuð

Fyrirliðinn Fannar Ólafsson hjá Íslandsmeisturum KR í körfubolta verður frá keppni í einn mánuð vegna meiðsla á hné og hásin. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Fannar meiddist í leik í Powerade bikarnum á sínum tíma og hefur ekki verið á fullum styrk síðan. Vonir standa til um að hann verði orðinn góður áður en úrslitakeppnin hefst í vor.

Körfubolti

Dallas lagði Golden State

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Golden State 121-99 og hefur nú unnið sigur í báðum viðureignum liðanna í vetur.

Körfubolti

Odom fær eins leiks bann

Framherjinn Lamar Odom hjá LA Lakers missir af leik liðsins gegn Philadelphia þann 4. janúar næstkomandi eftir að hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir grófa villu á Ray Allen hjá Boston í leik liðanna á sunnudaginn.

Körfubolti

Detroit valtaði yfir Milwaukee

Detroit Pistons er heitasta liðið í NBA deildinni í dag eftir að liðið rótburstaði Milwaukee með 45 stiga mun í nótt. Þrettán leikja sigurganga Portland var loksins stöðvuð í Utah.

Körfubolti