Handbolti

Óvænt töp hjá Berlin og Wetzlar

Íslendingaliðin Füchse Berlin og Wetzlar töpuðu bæði frekar óvænt í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Wetzlar tapaði stórt, 35-26, fyrir Minden á meðan Berlin tapaði á heimavelli gegn Hannover-Burgdorf, 27-28.

Handbolti

Barist um sjálfboðaliðastörfin hjá ÍR

Stemningin á leikjum karlaliðs ÍR í efstu deild karla í handbolta hefur vakið athygli. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að hverjum einasta heimaleik og áhorfendur í þétt setinni stúkunni í Austurbergi skemmta sér konunglega á heimaleikjum liðsins.

Handbolti

Betra líkamlegt ásigkomulag skortir

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Tékkum í umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn segir að bæta þurfi frammistöðuna frá því á EM í Serbíu til að eiga möguleika og að stelpurnar þurfi að vera í betra standi.

Handbolti

Björgvin setur ÓL treyjuna á uppboð til styrktar Bjarka

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, ætlar að bjóða upp landsliðstreyjuna sem hann lék í á ólympíuleikunum í London s.l. sumar. Björgvin, sem leikur með Magdeburg í Þýskalandi, ætlar með þeim hætti að styðja við bakið á knattspyrnumanninum Bjarka Má Sigvaldasyni úr HK sem nýverið greindist með krabbamein.

Handbolti

Sluppu við "Mission Impossible“

Íslenska kvennalandsliðið hafði heppnina með sér þegar dregið var í umspilið um laus sæti á Heimsmeistaramótinu í Serbíu sem fer fram í desember á næsta ári. Íslenska liðið lenti á móti Tékklandi, sem er eina liðið sem náði ekki að hala inn stig í milliriðlunum á EM í Serbíu.

Handbolti

Dagur að skoða tvo Haukastráka

Tjörvi Þorgeirsson og Árni Steinn Steinþórsson leikmenn Hauka í N1 deild karla í handbolta eru farnir til æfinga hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Þetta staðfesti Aron Kristjánsson þjálfari Hauka og íslenska landsliðsins við Vísi nú í kvöld.

Handbolti

Kiel marði Wetzlar í endurkomu Arons

Aron Pálmarsson snéri aftur í lið Kiel sem sigraði Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Aron skoraði 4 mörk, öll í fyrri hálfleik og Guðjón Valur Sigurðsson eitt.

Handbolti

Svartfjallaland Evrópumeistari kvenna

Svartfjallaland sigraði Noreg 34-31 í tví framlengdum úrslitaleik í Evrópumeistaramótinu í handbolta í Serbíu í dag. Sigurganga Noregs var þar með stöðvuð en liðið hafði unnið fimm Evrópumót kvenna í röð.

Handbolti

Enn versnar staða Grosswallstadt

Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt tapaði enn einum leiknum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar liðið fékk Lübbecke í heimsókn. Gestirnir unnu eins marks sigur 24-23 í hörkuleik.

Handbolti

Noregur á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu - Edin valin best

Noregur og Svartfjallaland mætast á eftir í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í Serbíu en í dag var tilkynnt um hvaða leikmenn komust í úrvalslið mótsins. Noregur á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu og Svartfjallaland tvo alveg eins og gestgjafar Serbíu.

Handbolti

Stelpurnar höfðu heppnina með sér og mæta Tékklandi í umspilinu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti á móti Tékklandi í umspilinu um laus sæti á Heimsmeistaramótinu í Serbíu sem fer fram í desember á næsta ári en dregið var í Belgrad í hádeginu. Ísland var í neðri styrkleikaflokknum þar sem að liðið komst ekki upp úr sínum riðli á EM í Serbíu og því var alltaf ljóst að liðið myndi fá sterka mótherja í umspilinu.

Handbolti

Strákarnir hans Dags björguðu andlitinu í seinni hálfleik

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin voru komnir í slæm mál í leik á móti Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en tókst að tryggja sér 28-23 sigur með frábærum seinni hálfleik. Gummersbach er í hópi neðstu liða deildarinnar og var aðeins búið að vinna fjóra af fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins.

Handbolti

Snorri Steinn og félagar aftur á sigurbraut

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Håndbold unnu sex marka sigur á Holte, 25-19, í dönsku b-deildinni í handbolta í dag en GoG er áfram með öruggt forskot á toppi deildarinnar. Holte er í 11. sæti.

Handbolti

Svartfjallaland í úrslitaleikinn á öðru stórmótinu í röð

Norðmenn mæta Svartfjallalandi í úrslitaleiknum á Evrópumóti kvenna í handbolta í Serbíu eftir að Svartfellingar unnu dramatískan eins marks sigur á Serbíu, 27-26, í seinni undanúrslitaleiknum í Belgrad í kvöld. Norðmenn unnu 11 marka sigur á Ungverjum í fyrri undanúrslitaleik dagsins og geta unnið fimmta Evrópumeistaratitilinn í röð á morgun.

Handbolti

Þórir og norsku stelpurnar ekki í vandræðum með Ungverja

Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í úrslitaleik Evrópumótsins í Serbíu eftir sannfærandi ellefu marka sigur á Ungverjalandi, 30-19, í undanúrslitaleik þjóðanna í Belgrad í dag. Norska liðið mætir annaðhvort Serbíu eða Svartfjallalandi í úrslitaleiknum á morgun.

Handbolti

Hæsta hlutfall uppaldra leikmanna hjá FH

Fimmtán af nítján leikmönnum FH í N1 deild karla í handbolta í vetur eru uppaldir leikmenn en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og er byggt á gögnum frá Árna Stefánssyni, fræðslufulltrúa HSÍ.

Handbolti