Handbolti

Serbar unnu spennuleik á móti Pólverjum

Landslið Serbíu og Króatíu byrjuðu bæði Evrópumótið í handbolta í Danmörku með því að vinna sinn fyrsta leik en keppni í C- og D-riðli hófst í dag. Serbar unnu spennuleik við Pólverja en Króatar fóru illa með Hvít-Rússa.

Handbolti

Rutenka gæti misst af fyrsta leik vegna veikinda

Óvíst er hvort Sergej Rutenka, leikmaður Hvít-Rússa, taki þátt í leiknum í kvöld þegar liðið mætir Króatíu í fyrsta leik sínum í D-riðli á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer þessa dagana í Danmörku.

Handbolti

Strákarnir tróðu upp í Norðmenn

Strákarnir okkar sýndu Norðmönnum í gær að Ísland er enn betri handboltaþjóð er Ísland vann sannfærandi fimm marka sigur, 31-26. Strákarnir mættu í leikinn sem grenjandi ljón og gengu nánast frá leiknum á upphafsmínútunum.

Handbolti

„Æðislegt að hlusta á svona sérfræðing“

Þjálfarinn Aron Kristjánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði voru með báða fætur á jörðinni en eðlilega afar kátir með flottan sigur á Noregi. Ummæli um lélegt íslenskt landslið hafði sín áhrif á íslenska liðið.

Handbolti

Hlustaðu á Gaupa fara á kostum

"Til hamingju með þetta Gunnar Steinn Jónsson. Vertu velkominn í íslenska landsliðið og spilaðu bara sem oftast,“ sagði Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður meðal annars þegar hann lýsti leik Íslands og Noregs á Evrópumótinu í handbolta.

Handbolti

U-18 ára lið karla í handbolta á EM

Íslenska U-18 ára lið karla í handbolta tryggði sér í dag þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða undir 18 ára þegar liðið skellti Grikklandi 38-25 í Svíþjóð.

Handbolti

Spánn vann Ungverjaland örugglega

Heimsmeistarar Spánar áttu ekki í teljandi vandræðum með Ungverja í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í kvöld. Spánn vann leik þjóðanna 34-27.

Handbolti

Frábær byrjun hjá Patreki og lærisveinum hans

Austurríki vann öruggan sigur á Tékklandi 30-20 í fyrsta leik A-riðils Evrópukeppninnar í handbolta í kvöld. Austurríki var 5 mörkum yfir í hálfleik 14-9 og var sigur liðsins aldrei í hættu í seinni hálfleik.

Handbolti

Bjarki: Miklu skemmtilegra en ég átti von á

Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson þreytti frumraun sína á stórmóti í dag og leysti sitt hlutverk vel. Hann varð að spila síðustu þrettán mínútur leiksins eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið rautt spjald.

Handbolti