Handbolti

ÍR búið að smíða seinni bekkinn

ÍR-ingar hafa ekki setið auðum höndum í fríinu sem gert var á Olís deild karla í handbolta vegna Evrópukeppninnar í Danmörku. ÍR smíðaði seinni varamannabekkinn með rútusætunum.

Handbolti

Omeyer: Lékum mjög vel

Thierry Omeyer byrjaði úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handbolta í dag mjög vel og markvarsla hans átti stóran þátt í því að Frakkland náði að byggja upp gott forskot í leiknum.

Handbolti

Wilbek: Gerðum allt hvað við gátum

"Við mættum frönsku liði sem gerði engin mistök. Við gátum ekki haldið í við það. Við vorum ekki nógu hugrakkir í byrjun og fórum illa með mörg færi,“ sagði Ulrik Wilbek þjálfari Danmerkur eftir tapið í úrslitaleik Evrópumeistaramótisins í handbolta í dag.

Handbolti

Guðjón Valur verður ekki markakóngur

Spánverjinn Joan Canellas er orðinn markahæsti leikmaðurinn á Evrópumótinu í handknattleik. Canellas skoraði átta mörk fyrir landslið sitt í sigri á Króötum í leiknum um bronsið.

Handbolti

Spánverjar nældu í bronsið

Átta mörk frá Joan Canellas og sjö frá Julen Aguinagalde skiptu sköpum þegar Spánverjar lögðu Króata 29-28 í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í handknattleik í Danmörku í dag.

Handbolti

„Við bjuggum eins og dýr“

Þjálfari karlalandsliðs Króatíu í handbolta var allt annað en sáttur á blaðamannafundi eftir tap sinna manna gegn gestgjöfum Dana á EM í handbolta í gær.

Handbolti

Menn koma ekki fullmótaðir í landsliðið

Aron Kristjánsson er hæstánægður með fimmta sætið á EM í Danmörku, ekki síst vegna alls þess sem gekk á í aðdraganda mótsins. "Breiddin er að aukast í landsliðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn eftir að Ísland tryggði sér fimmta sætið með sigri á Pólverjum,

Handbolti

Danir sáu við Króötum

Danmörk fær að verja Evrópumeistaratitil sinn á sunnudag en liðið hafði betur gegn Króatíu, 29-27, í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM.

Handbolti

Lindberg: Duvnjak er besti handboltamaður í heimi

Hans Lindberg, hornamaðurinn í danska handboltalandsliðinu sem á íslenska foreldra, er á því að Króatinn Domagoj Duvnjak sé besti handboltamaður í heimi en ekki danska stórskyttan Mikkel Hansen eða franska jarðýtan Nikola Karabatic.

Handbolti

Aron: Búnir að nýta liðið vel í mótinu

Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var mjög ánægður eftir glæsilegan sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með mjög góðum seinni hálfleik.

Handbolti

Aron Rafn: Þeir virkuðu þreyttir

Aron Rafn Eðvarðsson átti stórleik þegar að Ísland vann Pólland, 28-27, í leik um fimmta sætið á EM í Danmörku. Aron Rafn varði ellefu skot í síðari hálfleik og var hlutfallsmarkvarsla hans 50 prósent þá.

Handbolti

Tvö félög örugg með gull, silfur og brons á EM

Heimasíða EM í handbolta í Danmörku hefur tekið saman hvaða félagslið eiga flesta leikmenn í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld og þar kom í ljós að þýska liðið HSV Hamburg og franska liðið Paris Saint-Germain eiga leikmann í öllum fjórum liðunum sem eru komin alla leið í mótinu.

Handbolti

Guðjón Valur gæti jafnað sögulegt afrek

Guðjón Valur Sigurðsson á góða möguleika á því að verða markakóngur EM í Danmörku en fyrirliði íslenska landsliðsins hefur skorað 44 mörk í sex leikjum og er með sex marka forskot á næsta mann.

Handbolti

Valur mætir Haukum í bikarnum

Fyrrum landlsiðsfélagarnir Ólafur Stefánsson og Patrekur Jóhannesson munu eigast við í fjórðungsúrslitum Coca-Cola bikarkeppni karla í byrjun næsta mánaðar.

Handbolti