Handbolti

Þjálfar Fram eða tekur sér frí

Stefán Arnarsson er hættur sem þjálfari Vals í Olís-deild kvenna eftir sex ára starf hjá félaginu. Á þeim tíma vann liðið sautján titla, þar af fjórum sinnum Íslandsmeistaratitilinn.

Handbolti

Öruggur sigur Magdeburg

Magdeburg vann öruggan 15 marka sigur, 35-20, á Aðalsteini Eyjólfssyni og lærisveinum hans í Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk fyrir Eisenach og Hannes Jón Jónsson fjögur. Robert Weber og Yves Grafenhorst voru markahæstir í liði Magdeburg með sex mörk hvor.

Handbolti

EHF-bikarinn til Ungverjalands

Pick Szeged vann Montpellier 29-28 í úrslitaleik EHF-bikarsins í handbolta sem fór fram í Berlín í dag. Staðan í hálfleik var 16-14, Ungverjunum í vil.

Handbolti

Róbert og Florentina best | Stefán og Thea efnilegust

Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, og Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar, voru útnefnd bestu leikmenn Olís deildar karla og kvenna á lokahófi HSÍ sem stendur nú yfir. Þau fengu einnig Valdimarsbikarinn og Sigríðarbikarinn sem eru afhentir ár hvert. Mbl.is greinir frá.

Handbolti

Ellefu íslensk mörk í jafntefli Emsdetten og Wetzlar

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ernir Hrafn Arnarson skoraði sjö mörk fyrir Emsdetten og Oddur Gretarsson fjögur þegar liðið gerði jafntefli á heimavelli við Wetzler, 25-25. Steffen Fäth og Jens Tiedtke voru fimm mörk hvor fyrir Wetzlar.

Handbolti

Guif úr leik

Kristjáni Andréssyni og lærisveinum hans í Guif frá Eskilstuna tókst ekki að komast í úrslitaleikinn um sænska meistaratitilinn í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap liðsins fyrir Alingsås á útivelli í dag.

Handbolti

Dagur og félagar komust ekki í úrslit

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füsche Berlin biðu lægri hlut fyrir ungverska liðinu Pick Szeged í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta, en leikið var í Berlín í dag. Staðan í hálfleik var 9-13, Ungverjunum í vil.

Handbolti

Valsmenn lofuðu mér stóru hlutverki í 2. flokki

Agnar Smári Jónsson skoraði ekki bara þrettán mörk og tryggði ÍBV Íslandsmeistaratitilinn með sigurmarkinu tuttugu sekúndum fyrir leikslok. Hann jafnaði líka met Sigurðar Vals Sveinssonar í flestum mörkum utan af velli í einum leik í lokaúrslitum karla í

Handbolti