Handbolti

Alfreð hefur áhyggjur af Hamburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Vísir/Getty
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, segir að það væri slæmt að missa Hamburg úr þýsku úrvalsdeildinni.

Gjaldþrot blasir við félaginu eftir að forsetinn Andreas Rudolph steig frá borði fyrr í vetur og þá hefur félagið ekki fengið keppnisleyfi fyrir næsta tímabil.

„Það væri mikill harmleikur fyrir handboltann ef félagið myndi hætta störfum í Hamburg,“ sagði Alfreð í samtali við þýska fjölmiðla en liðið varð Evrópumeistari í fyrra.

„Við þurfum Hamburg. Bæði sem deild og líka sem félag [Kiel]. Góð samkeppni gerir lið betri og er holl fyrir allar íþróttir. Leikir tveggja stórliða eru einnig stórskemmtilegir,“ sagði Alfreð.

Um 415 milljónir króna vantar upp á hjá Hamburg til að félagið fái keppnisleyfi fyrir næsta tímabil og geti þannig starfað áfram. Þar á bæ eru menn enn ekki búnir að gefa upp vonina um það takist.


Tengdar fréttir

Hamburg er á leið á hausinn

Handboltaveldið Hamburg er hrunið og svo gæti farið að Meistarardeildarmeistararnir séu á leið í gjaldþrot og úr þýsku úrvalsdeildinni.

Hamburg fékk ekki keppnisleyfi

Evrópumeistarar Hamburg eru að öllum líkindum á leið í kjallarann í þýska handboltanum en félagið fékk ekki keppnisleyfi í efstu deild fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×