Handbolti

Alfreð tapaði á gamla heimavellinum

Alfreð Gíslason og félagar í Kiel töpuðu gegn Magdeburg á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Kiel mistókst því að minnka forystu Flensburg á toppnum.

Handbolti

Hreiðar Levy heim í KR

Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð.

Handbolti

Algjör forréttindi að fá að vera með

Eftir að hafa neyðst til að hætta aðeins 27 ára gömul og ekki spilað handbolta í tvö ár hefur Stjörnukonan Rakel Dögg Bragadóttir snúið aftur á völlinn með stæl. Hún er tvöfaldur bikarmeistari, komin aftur í íslenska landsliðið og spilar af fullum krafti, bæði í vörn og sókn.

Handbolti

Stjörnuliðin finna sig vel í bikarúrslitunum

Stjörnukonur urðu bikarmeistarar annað árið í röð um helgina og hafa þar með unnið bikarinn átta sinnum. Kvennalið Stjörnunnar lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik árið 1986 en stelpurnar úr Garðabænum náðu aðeins að vinna einn af fyrstu sjö bikarúrslitaleikjum sínum.

Handbolti

Draumabyrjun Stjörnukvenna skóp sigurinn

Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur.

Handbolti

Óskarinn áfram á Hlíðarenda

Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26.

Handbolti

Sebastian látinn fara

Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi.

Handbolti

Ólafur Bjarki hafði betur í Íslendingaslag

Þríeyki Íslendinganna í Aue þurftu að sætta sig við tap á heimavelli gegn Ólafi Bjarka Ragnarssyni og félögum í Eisenach í þýsku 2. deildinni í handbolta en fyrr í dag var Arnór Þór öflugur í sigri Bergischer.

Handbolti

Rakel: Vissi strax að við myndum klára þetta

"Við mætum ótrúlega klárar til leiks og tilbúnar að berjast. Ég vissi strax að myndum klára þetta þó við vissum að þær myndu saxa á,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir eftir sigur Stjörnunnar á Fram Coca-Cola bikar kvenna í dag.

Handbolti