Handbolti

„Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“
„Bara allt, við vorum bara ekki mættar á svæðið í dag,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir þriggja marka tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld.

Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss
Botnlið Gróttu sótti stig á Selfoss í kvöld í hörkuleik liðanna í Olís-deild kvenna í handbolta.

Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum
Fram vann þriggja marka sigur á Haukum, 26-23, í toppslag í Olís deild kvenna í handbolta. Framkonur hefndu með því fyrir tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum á dögunum.

„Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“
Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason var heilt yfir ánægður með leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir öruggan níu marka sigur gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026 í dag.

„Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“
Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026 í dag.

Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu
Króatar sóttu tvö stig til Tékklands í kvöld í undankeppni Evrópumótsins i handbolta og eru því eins og Íslendingar með fullt hús í toppsæti síns riðils.

Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar
Þýska stórliðið Magdeburg neyðist til þess að færa næsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu úr 8.000 manna höll í aðeins 2.700 manna höll, vegna glæsilegrar skautasirkussýningar.

Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan níu marka sigur er liðið sótti það gríska heim í undankeppni EM 2026 í dag, 25-34.

Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik
Þýska félagið Rhein-Neckar Löwen hefur nú greint opinberlega frá því að félagið hafi samið við hinn 23 ára gamla Hauk Þrastarson um að koma til félagsins í sumar.

„Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, stýrir löskuðu liði sem mætir Grikklandi ytra í undankeppni EM síðar í dag. Töluverð meiðsli herja á íslenska hópinn en Snorri kveðst hafa trú á þeim mönnum sem eru til staðar.

Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins
HK-ingurinn Bjarki Freyr Sindrason skoraði stórskemmtilegt mark í bikarúrslitaleik 4. flokks karla í handbolta á Ásvöllum á dögunum.

Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
„Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu.

Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps
Gríðarlega mikið er um forföll í íslenska landsliðshópnum sem mætir Grikklandi ytra í dag klukkan 17. HSÍ hefur nú gefið út hvaða sextán leikmenn spila leikinn.

„Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“
Aðstæður karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Grikklandi eru ekki upp á marga fiska. Vængbrotið lið mætir Grikkjum í Chalkida í undankeppni EM í dag.

Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki
Íslenski þjálfarinn Dagur Sigurðsson gerði frábæra hluti með króatíska handboltalandsliðið á heimsmeistaramótinu í janúar eins og frægt er. Króatar vildu líka heiðra þennan frábæran árangur með sérstökum hætti.

Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, getur ekki tekið þátt í leik Íslands og Grikklands í undankeppni EM í handbolta en leikurinn fer fram í Grikklandi annað kvöld.

Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni
Aldís Ásta Heimisdóttir og félagar hennar í Skara áttu frábært kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa
Ole Gustav Gjekstad, eftirmaður Þóris Hergeirssonar hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, er ekki að byrja vel í nýja starfinu.

„Við erum of mistækir“
Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var svekktur með tap sinna manna í Aftureldingu þegar liðið sótti Íslandsmeistara FH heim í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann segir sína menn einfaldlega hafa verið of mistæka.

Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn
Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands sem mætir Grikklandi ytra í undankeppni Evrópumóts karla í handbolta á miðvikudag.

Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni
Stjarnan tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með tveggja marka sigri á KA í dag, lokatölur 31-29. Enn eru tvær umferðir eftir af deildarkeppni Olís-deildarinnar.

Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið
FH lagði Aftureldingu með fimm marka mun í Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur í Kaplakrika 34-29 og FH-ingar mættir í toppsætið á ný.

Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið
Viktor Gísli Hallgrímsson verður ekki með íslenska landsliðinu í komandi leikjum gegn Grikkjum í undankeppni EM, vegna meiðsla. Björgvin Páll Gústavsson hefur því verið kallaður inn í hans stað. Meiðslalisti íslenska liðsins er orðinn óhemju langur.

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Í annað skiptið á skömmum tíma fékk danski dómarinn Jesper Madsen aðsvif og var fluttur á börum af velli, þegar Álaborg og lærisveinar Arnórs Atlasonar í Team Tvis Holstebro mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Valur tímabundið á toppinn
Valsmenn eru komnir á topp Olís-deildar karla í handbolta eftir sigur á Gróttu. Það var svo engin bikarþynnka í Fram sem lagði HK.

Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum
ÍR missti sigurinn úr höndunum á lokamínútu leiksins við ÍBV í Eyjum í dag, í Olís-deild karla í handbolta, er liðin gerðu 33-33 jafntefli. Haukar unnu risasigur gegn botnliði Fjölnis, 37-18, í Grafarvogi.

Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld
Íslensku landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson gátu ekki spilað með liði Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta vegna meiðsla en það kom ekki í veg fyrir að liðið jók forskot sitt á toppnum.

Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach
Íslendingaliðið Gummersbach átti ekki í miklum vandræðum með SG BBM Bietigheim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni
Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður
Sandra Erlingsdóttir gæti verið á heimleið til Íslands í sumar nú þegar ljóst er að hún yfirgefur þýska handknattleiksfélagið Metzingen eftir tímabilið.