Innlent

Tapparnir nú áfastir á plastflöskum

Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Icelandair hyggst skipta úr Boeing yfir í Airbus-flugvélar á næstu árum. Um er að ræða tímamót í íslenskri flugsögu. Allt frá því Flugélag Íslands fékk fyrstu Boeing þotuna til landsins árið 1967 hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. 

Innlent

Öll tilboð í nýja Hamarshöll talin of há

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á dögunum að hafna öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar. Ástæðan er sögð sú að öll tilboð sem bárust hafi verið of há, að teknu tilliti til fjárhagsáætlunar bæjarins.

Innlent

Fjölda flug­ferða seinkað vegna veðurs

Seinkanir verða á flugferðum til og frá Evrópu í dag vegna veðurs. Þær munu hafa keðjuverkandi áhrif á flugferðir til Bandaríkjanna í nótt og frá Bandaríkjunum í fyrramálið segir upplýsingafulltrúi Icelandair.

Innlent

Þriðja dauða kýrin fannst á Suðurlandi

Dauð kýr fannst á strönd við árósa Markarfljóts í gær. Þetta er þriðja dauða kýrin sem finnst á Suðurlandi síðustu tvo daga. Héraðsdýralæknir segir ljóst að þetta verklag sé ekki samkvæmt reglunum og það sé því miður of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist.

Innlent

Fór frá Íslandi til Víetnam í leit að blóðmóður sinni

Þann 25. mars síðastliðinn fór Iris Dager af landi brott. Áfangastaðurinn var Hanoi, höfuðborg Víetnam þar sem hún dvelur nú. Aðdragandinn að ferðalaginu er búinn að vera langur og tilgangur ferðarinnar er skýr: Iris vill finna blóðmóður sína sem gaf hana frá sér fyrir þremur áratugum.

Innlent

Krufningu lokið og kæra líkleg

Krufningu fimm kettlinga, sem fundust dauðir í læk á Eskifirði í byrjun mars, er lokið og líklegt er að Matvælastofnun kæri málið til lögreglu.

Innlent

„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli“

„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli í raun og veru,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir nýdoktor í félagsfræði, sem rannsakar orsakir sífellt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi. Á hverju ári lækkar fæðingartíðnin, með undantekingu í Covid, og eftir að hafa njósnað um óútkomnar tölur frá 2022, telur Sunna líklegt að þær verði lægri en nokkru sinni fyrr.

Innlent

Fannst með­vitundar­laus eftir líkams­á­rás í Breið­holti

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. 

Innlent

Heildartjónið nemur 150 milljónum króna

Náttúruhamfaratrygging Íslands metur tjónið af völdum snjóflóðsins sem féll í Neskaupstað á 150 milljónir króna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir aðallega um að ræða tjón á gólfefnum og timburverki. Bifreiðar eru almennt undanþegnar tryggingunni. 

Innlent

Klaufir snyrtar í sérstökum klaufsnyrtibás

Þeim líður vel á eftir kúnum, sem fá klaufsnyrtingu í nýjum klaufsnyrtibás, sem Kynbótastöð Suðurlands var að festa kaup á. Mjög mikilvægt er að snyrta klaufir kúa líkt og hjá mannfólkinu þegar við klippum á okkur neglurnar.

Innlent

„Leiðinlegar fréttir fyrir samfélagið í heild“

Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru enn óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðana í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarfið því mikil vonbrigði.

Innlent

Ómari gert að endurgreiða slasaðri konu 1,8 milljónir

Lögmanninum Ómari R. Valdimarssyni hefur verið gert að endurgreiða slasaðri konu 1,8 milljónir króna vegna lögmannsþóknunar sem talin var margfalt hærri en almennt gerist. Alls fékk konan 9,6 milljónir greiddar frá tryggingafélagi og fékk Ómar greidda 3,1 milljón af þeirri upphæð. 

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru ennþá óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarf þess séu mikil vonbrigði. 

Innlent

„Þessi sjúk­dómur endar alltaf með dauða“

Vinna er hafin við að slátra öllu fé frá bænum Bergsstöðum í Miðfirði en þar kom upp staðfest tilfelli riðu síðastliðin mánudag. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkið tímafrekt enda smithætta mikil.

Innlent

Páska­um­ferðin hefur gengið vel

Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig í gær að sögn lögreglu. Mikill straumur ökutækja var út úr höfuðborginni enda páskahelgin ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðburðir eru um allt land og þá var mikil umferð á leið til Keflavíkurflugvallar og þaðan til suðlægari slóða.

Innlent

Tré rifnuðu upp með rótum í snjó­flóðunum

Veðurstofan telur að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti snjóflóðanna sem féllu á bæinn í lok mars. Ljóst er að flóðin voru kraftmikil en stór grenitré rifnuðu upp með rótum í þeim.

Innlent

Fær ekki að búa í sama landi og eiginmaðurinn

Íslensk kona sem vill búa í Bretlandi fær hvorki dvalarleyfi né ríkisborgararétt, þrátt fyrir að hafa verið gift breskum manni í tvo áratugi og eiga tvö börn sem eru með breskt vegabréf. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2020 hefur skapað mikil vandræði fyrir íbúa innan EES.

Innlent

Eftirlýstur reyndi að hlaupa frá lögreglu

Ökumaður reyndi að flýja lögreglu á bifreið sinni í gærkvöldi en þegar það gekk ekki fór hann úr bílnum og reyndi að komast burt á hlaupum. Það tókst honum ekki og voru bæði hann og farþegi bifreiðarinnar handteknir grunaðir um að selja fíkniefni en töluvert magn þeirra fundust í fórum þeirra ásamt fjármunum sem taldir eru vera hagnaður af sölu. Þá reyndist ökumaðurinn einnig vera eftirlýstur.

Innlent

Deilan um Ríkarðs­hús leyst

Samkomulag hefur náðst um framtíð Ríkarðshús á Djúpavogi á milli stjórnar félagsins og afkomenda myndhöggvarans Ríkarðs Jónssonar. Áður hafði gjafagerningur til safnsins verið dreginn til baka af Ásdísi dóttur Ríkarðs.

Innlent

Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar

Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. 

Innlent

Kafari náði mögnuðum myndum af þéttri loðnutorfu við Hjalteyri

Kafari sem var að tína skeljar á hafsbotni í Eyjafirði í byrjun vikunnar upplifði það að þétt loðnutorfa var skyndilega farin að synda í kringum hann. Sérstaka athygli vekur að loðnan var óhrygnd, sem styrkir vísbendingar um breytt hegðunarmynstur og að hún hrygni í auknum mæli við Norðurland.

Innlent