Erlent

Áhyggjur af áhugaleysi kjósenda

Þegar tæp vika er til þingkosninga í Bretlandi eru kosningastjórar Verkamannaflokksins farnir að hafa áhyggjur af að margir stuðningsmenn flokksins telji ekki taka því að mæta á kjörstað. </font /></b />

Erlent

Gíslarnir grátbiðja um aðstoð

Mannræningjar í Írak hafa ákveðið að fresta því um einn dag að lífláta þrjá rúmenska blaðamenn sem þeir hafa í haldi. Al-Jazeera fréttastofan birti í gær myndir af Rúmenunum þremur þar sem þeir grátbiðja stjórnvöld í Rúmeníu um að fara með herafla sinn burt frá Írak.

Erlent

Ólga heldur áfram í Tógó

Ófremdarástand hefur ríkt í Afríkuríkinu Tógó í kjölfar vafasamra kosninga um síðustu helgi þar sem Faure Gnassinbe, sonur fyrrum einræðisherra landsins, bar sigur úr býtum. Sex manns, þar af þrír borgarar, létu lítið í átökum í höfuðborginni Lomé í gær.

Erlent

500 tonna fljúgandi flykki

Loftið var hlaðið spennu á flugvellinum í Toulouse í Frakklandi í morgun þar sem þúsundir biðu þess að sjá nærri fimm hundruð tonna risaflugvél á tveimur hæðum taka á loft. Vænghafið er rétt tæpir áttatíu metrar sem er lengra en fyrsta flug Wright-bræðranna árið 1903.

Erlent

Nýjustu Nokia-símarnir kynntir

Farsímarisinn Nokia kynnti í dag nýjustu gerðir gemsa. Flestir eru þeir orðnir meira en bara símar og sömu sögu er að segja af tólunum sem kynnt voru í dag. Einn síminn er eiginlega myndbandsupptökuvél, með hágæðalinsu frá þýska framleiðandanum Zeiss, og getur tekið upp myndskeið í sömu gæðum og VHS-myndavél.

Erlent

Fimm börn á verði eins

Teresa Anderson, 25 ára gömul kona frá Phoenix, fæddi í fyrradag fimmbura. Slíkt væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að Anderson hafði tekið að sér að ganga með börnin fyrir hjón sem ekki gátu gert það sjálf.

Erlent

Stjórnarkreppan á enda

Allar líkur eru á að stjórnlagaþing Íraka muni í dag greiða atkvæði um ráðherralista al-Jaafari, verðandi forsætisráðherra. Írösk þingkona var skotin til bana á heimili sínu á miðvikudagskvöldið.

Erlent

Ný ríkisstjórn mynduð

Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak. Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í dag. Kosið verður um ráðherralistann á írakska þinginu á morgun.

Erlent

Kosningar í Líbanon í maílok

Þingkosningar í Líbanon hefjast þann 29. maí. Talsmaður þingsins í Líbanon tilkynnti þetta í morgun. Kosningarnar verða haldnar í nokkrum umferðum og gætu því tekið nokkrar vikur.

Erlent

Stærsta farþegaþota sögunnar

Nýr kafli í sögu farþegaflugsins hófst í gær þegar Airbus A380 flaug sitt fyrsta flug. 555 farþegar rúmast hæglega í þessari risaþotu en ekki er víst hvort smíði hennar muni nokkurn tímann standa undir kostnaði.

Erlent

Fjöldamótmæli í Ekvador

Fjöldamótmæli hafa brotist út í Ekvador eftir að forseta landsins var vikið úr embætti í síðustu viku. Stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hafa safnast saman á götum úti og krafist þess að forsetinn komist aftur til valda.

Erlent

60 taldir af eftir lestarslys

Óttast er að allt að sextíu manns hafi farist og meira en fjörutíu slasast þegar farþegalest keyrði á rútu nærri höfuðborg Srí Lanka í nótt. Áreksturinn varð þar sem járnbrautarteinarnir og akvegur skerast.

Erlent

Rúta í árekstri við lest

35 manns biðu bana þegar farþegalest ók á rútu skammt utan við Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gær. Yfir 60 manns slösuðust, sumir þeirra alvarlega.

Erlent

Reyndi að selja FBI flugskeyti

Breti, sem ákærður var fyrir að reyna að selja hryðjuverkamönnum flugskeyti til notkunar í Bandaríkjunum, var fundinn sekur um athæfið fyrir rétti í New Jersey í dag. Hann var handtekinn árið 2003 eftir að hafa reynt að selja bandarískum alríkislögeglumanni, sem þóttist vera íslamskur hryðjuverkamaður, flugskeytið.

Erlent

Ekkert heyrst frá mannræningjunum

Ekkert hefur heyrst frá mannræningjum þriggja rúmenskra fréttamanna sem rænt var í Írak í lok mars. Mannræningjarnir höfðu gefið forseta Rúmeníu frest til klukkan eitt í dag að kalla um 800 rúmenska hermenn heim frá Írak, ellegar yrðu fréttamennirnir líflátnir.

Erlent

60 deyja daglega

Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim.

Erlent

Afplánar dóm fyrir fordóma

Mogens Glistrup, stofnandi danska Framfaraflokksins, þarf á næstunni að afplána tuttugu daga fangelsisdóm fyrir brot á lögum um kynþáttafordóma.

Erlent

Schröder til liðs við Chirac

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur nú komið Jacques Chirac Frakklandsforseta til aðstoðar við að reyna að sannfæra Frakka um ágæti stjórnarskrár Evrópusambandsins. Leiðtogarnir sögðu á blaðamannafundi í dag að stjórnarskráin væri stórt skref í átt að einingu í Evrópu og  myndi styrkja stöðu álfunnar á alþjóðavettvangi.

Erlent

Axlar ábyrgð en hafnar afsögn

Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands og forvígismaður þýskra græningja, tók á sig alla ábyrgð á mistökum síns ráðuneytis í "áritanamálinu" svonefnda, er hann á mánudag sat í tólf tíma fyrir svörum sérskipaðrar rannsóknarnefndar þýska þingsins.

Erlent

Ákalla Frakka um samþykkt sáttmála

Leiðtogar Frakklands og Þýskalands, Jacques Chirac forseti og Gerhard Schröder kanslari, sneru saman bökum í gær í átaki til varnar stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. Vöruðu þeir báðir franska kjósendur við því að hafna sáttmálanum er þeir ganga til þjóðaratkvæðis um hann í lok maí. Slíkt myndi skapa mikla kreppu í Evrópusamvinnunni.

Erlent

Þremur bjargað úr lestarflaki

Björgunarsveitarmenn í Japan náðu í morgun þrem mönnum á lífi undan braki lestar sem fór út af sporinu í námunda við Osaka í gær. Í nótt fundust 16 lík í brakinu og nú er ljóst að meira en 70 manns fórust í slysinu, sem er mannskæðasta lestarslys í Japan í meira en fjörutíu ár. Þá eru fjölmargir þeirra sem slösuðust enn í lífshættu.

Erlent

Ráðherralistinn tilbúinn

Ibrahim al-Jaafari verðandi forsætisráðherra Íraks hefur loksins náð að setja saman ráðherralista sinn. Þar með lýkur tæplegra þriggja mánaða langri stjórnarkreppu í landinu sem verkaði sem olía á eld uppreisnarmanna.

Erlent

Lestin reyndist á of miklum hraða

Komið er á daginn að lestinni sem fór út af sporinu skammt frá Osaka í Japan í gærmorgun var ekið allt of hratt þegar slysið varð. Hún var á 100 kílómetra hraða þegar hún þeyttist af sporinu en mátti aðeins vera á 70 kílómetra hraða á þessum stað.

Erlent

Sgrena óhress með skýrslu

Rannsóknarnefnd bandaríska hersins hefur skilað skýrslu um atburðinn í síðasta mánuði þegar ítalskur leyniþjónustumaður féll fyrir skotum bandarískra hermanna þegar hann fylgdi blaðakonunni Giuliana Sgrena til flugvallarins í Bagdad en hún hafði verið gísl mannræningja.

Erlent

Sýrlandsher farinn frá Líbanon

Allir sýrlenskir hermenn eru nú farnir út úr Líbanon og lýkur þar með 29 ára hersetu Sýrlendinga í landinu. Um 200 sýrlenskir hermenn tók þátt í kveðjuathöfn í Bekaa-dalnum nærri landamærum Sýrlands og Líbanons í morgun og voru margir þeirra verðlaunaðir fyrir störf sín í Líbanon.

Erlent

Reiði í Tógó vegna kosningaúrslita

Yfirvöld í Vestur-Afríkuríkinu Tógó lýstu því yfir í gær að sonur einræðisherrans sem stjórnaði landinu í fjóra áratugi væri réttkjörinn arftaki föður síns í embætti forseta landsins. Tilkynningin vakti reiði hjá mörgum Tógómönnum og til háværra mótmæla kom á götum höfuðborgarinnar Lome.

Erlent

Bilið milli flokka eykst

Verkamannaflokkurinn í Bretlandi eykur fylgi sitt samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem birtust í morgun. Flokkurinn mælist með 40 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun dagblaðsins <em>Independent</em>, sem er þrem prósentum meira en í síðustu viku. Fylgi Íhaldsflokksins minnkar hins vegar úr 32 prósentum niður í 30.

Erlent