Erlent

Varúð: bjarnaeitur

Lögreglan í Frakklandi leitar nú bjarnahatara sem höfðu komið fyrir krukkum með hunangi blönduðu glerbrotum, sem ætlað var að drepa skógarbirni sem nýlega hafa verið fluttir til Pýreneafjallanna þegar tegundin var nær útdauð út þar. Krukkurnar voru merktar "Varúð: bjarnaeitur".

Erlent

Maóistar í Nepal samþykkja vopnahlésviðræður

Uppreisnarhópar maóista í Nepal hafa samþykkt boð stjórnvalda um vopnahlé og friðarviðræður. Maóistar tilkynntu í dag að þeir myndu sjálfir leggja niður vopn í þrjá mánuði meðan viðræður stæðu yfir.

Erlent

Páfi bannfærir biskupa í Kína

Vatikanið hefur bannfært tvo biskupa sem settir voru inn í embætti í Kína í gær og á sunnudaginn án þess að haft væri samráð við Vatikanið. Innsetning biskupanna tveggja setja skarð í reikninginn í sáttaviðræðum Vatikansins og kaþólsku kirkjunnar sem sagði sig frá valdi páfa fyrir um fimmtíu árum síðan.

Erlent

Sterkur eftirskjálfti í Kyrrahafi

Jarðskjálfti upp á sex á Richter varð nærri Tongaeyjum nú rétt fyrir stundu. Skjálftinn kemur degi eftir að jarðskjálfti reið yfir nærri eyjunni í Kyrrahafi í gær. Skjálftinn þá mældist 8,1 á Richter og var í fyrstu óttast að flóðbylgja gengi yfir nærliggjandi eyjar, Fídjí og Nýja-Sjáland. Var flóðbylgjuviðvörun þó dregin til baka og varð tjón lítið. Engar fréttir af tjóni hafa brosti vegna jarðskjálftans í dag.

Erlent

Ekkert gos í grunnskólum Bandaríkjanna

Nokkrir af stærstu drykkjarvöruframleiðendum í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samkomulag um að kaloríuríkir drykkir verði framvegis teknir úr sölu í grunn- og miðskólum. Framvegis geta börnin því aðeins keypt ósykraðan ávaxtasafa, mjólk eða vatn í skólunum. Hitaeiningasnauðari gosdrykkir verða hins vegar leyfðir í framhaldsskólum.

Erlent

Ráðherrar sviptir bílahlunnindum

Ráðherrar í norsku ríkisstjórninni hafa verið sviptir þeim hlunnindum að mega velja sér einkabíla til afnota, fyrir utan ráðherrabílana með bílstjórum allan sólarhringinn.

Erlent

Sektir fyrir að hífa upp verð

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp sem kveður á um háar sektir olíufélaga sem reyna að halda bensínverði háu. Frumvarpið verður þó ekki að lögum nema öldungadeild þingsins samþykki það líka.

Erlent

Varnarkerfið virkaði ekki

Varnarkerfi vegna flóðbylgja virkuðu ekki sem skildi í gær þegar jarðskjálfti upp á tæpa átta varð í sunnanverðu Kyrrahafinu í gær. Flóðbylgjuviðvörun barst ekki til Toga sem er næst upptöku skjálftans.

Erlent

Níu fórust við dómshús

Í það minnsta níu manns létu lífið þegar bílsprengja sprakk við dómshús í Bagdad í morgun. Að sögn lögreglu særðust í það minnsta 46 manns í árásinni. Þá fundust í morgun lík tuttugu manna nærri Tikrit. Þeir höfðu verið ráðnir af dögum.

Erlent

Kaþólikkar í Kína hunsa tilmæli Páfa

Kaþólska kirkjan í Kína setti í dag annan biskupinn á þremur dögum inn í embætti án þess að leita samþykkis yfirvalda í Vatikaninu. Það að kaþólska kirkjan í Kína skuli ekki viðurkenna vald Vatikansins til að útnefna biskupa veldur töluverðri spennu í samskiptum Vatikansins við Kínverjana.

Erlent

Moussaoui í lífstíðarfangelsi

Kviðdómendur í Virginíuríki í Bandaríkjunum dæmdu í kvöld Zacarias Moussaoui í lífstíðarfangelsi. Zacarias var kærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum þann 11. september árið 2001. Saksóknarar höfðu krafist dauðarefsingar en fengu ekki sínu framgengt. Kvikdómendur íhuguðu málið í 40 klukkustundir áður en þeir komust að niðustöðu.

Erlent

Þrýst á de Villepin að segja af sér

Þrýst er á franska forsætisráðherrann að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi látið rannsókn á meintum mútugreiðslum beinast sérstaklega að samráðherra sínum.

Erlent

Flóðbylgjuviðvörun dregin til baka

Flóðbylgjumiðstöð Kyrrahafs hefur dregið til baka flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálftans sem varð nærri eyjunni Tonga í Kyrrahafi í dag. Skjálftinn mældist 8,1 á Richter og var í fyrstu óttast að flóbylgja gengi yfir nærliggjandi eyjar, Fídji og Nýja-Sjáland.

Erlent

Jarðskjálfti upp á 8,1 á Richter

Jarðskjálfti upp á 8,1 á richter varð á Tongasvæðinu austur af Ástralíu um klukkan hálf fimm. Ekki er enn ljóst hvort manntjón varð eða hverjar skemmdir vegna skjálftans séu. Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun fyrir Fijieyjar, Nýja Sjáland og Kyrrahafið.

Erlent

Aðildarviðræðum ESB við Serbíu frestað

Evrópusambandið hefur slegið aðildarviðræðum við Serbíu á frest. Ástæðan er sú að Serbar hafa enn ekki handtekið og framselt Radko Mladic, sem er ákærður fyrir stríðsglæpi í Bosníustríðinu.

Erlent

Sjóránum fjölgar

Sjóránum fjölgaði lítillega fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við fyrsta ársfjórðung síðasta árs. Höfin nærri Sómalíu, Nígeríu og Indónesíu eru sérstaklega viðsjárverð fyrir haffarendur. Nú ber hins vegar svo við að engin sjórán voru reynd á Malakkasundi en þar hefur löngum verið mikið um sjórán.

Erlent

Talið að allir farþegar hafi farist

Björgunarmenn hafa gefið upp alla von um að finna nokkurn á lífi eftir að armensk farþegaflugvél hrapaði í Svartahafið sex sjómílur undan strönd Rússlands. 113 manns voru í borðinu og fullvíst þykir að þeir séu allir látnir. Kafarar leita nú að líkamsleifum þeirra sem voru um borð. 26 lík hafa þegar fundist.

Erlent

Herinn settur í viðbragðsstöðu

Lögreglumenn tóku sér stöðu við 56 gasfyrirtæki og starfsstöðvar þeirra í Bólivíu í gær, degi eftir ríkisstjórn Evos Moralesar forseta tilkynnti að gasiðnaður landsins yrði þjóðnýttur. Morales tilkynnti svo í gær að stjórnvöld myndu auka ítök sín í námurekstri, skógarhöggi og á fleiri sviðum atvinnulífsins.

Erlent

Bora göng til fastra námumanna

Björgunarmenn í Tasmaníu freista þess nú að bjarga tveimur mönnum sem hafa verið fastir niðri í gullnámu í átta daga. Stórum bor hefur verið komið fyrir ofan námunnar og er ætlunin að bora göng niður til mannanna sem eru fastir á kílómetra dýpi.

Erlent

113 fórust í flugslysi

113 manns létust þegar armensk farþegaflugvél brotlenti í Svartahafinu í nótt. Flugvélin var frá armenska flugfélaginu Armavia Airlines og var á leið frá Yerevan til Schoci í Rússlandi.

Erlent

Hungur er hlutskipti 146 milljóna barna

Heimsbyggðin hefur brugðist börnum jarðar með því að tryggja þeim ekki nægan mat, segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 146 milljónir barna um víða veröld búa við sult og seyru.

Erlent

Bandaríkjamenn heimta refsiaðgerðir

Bandaríkjamenn segjast fullvissir um að sátt náist í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að beita Írana refsiaðgerðum. Fulltrúar sex af voldugustu ríkjum heims ræddu stöðuna í kjarnorkudeilunni í París í dag.

Erlent

Skatan í útrýmingarhættu

Íslenska skatan er í mikilli hættu á að deyja út, samkvæmt nýjum válista umhverfisverndarsamtakanna, World Conservation Union. Sextán þúsund dýra- og plöntutegundir er að finna á listanum, þar á meðal hvítabirni og flóðhesta í fyrsta sinn.

Erlent

Berlusconi segir formlega af sér

Silvio Berlusconi lét af embætti sem forsætisráðherra Ítalíu í dag. Hann gekk á fund Carlo Ciampi, forseta landsins, í dag og tilkynnti honum formlega afsögn sína.

Erlent

Jörð skalf í Japan

Jarðskjálfti sem mældist fimm komma sex á Richter skók landsvæði sunnan Tokyo í Japan í morgun. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða skemmdum og engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan og einn slíkur varð fjörutíu að bana í Norður-Japan í október 2004. Sá mældist sex komma átta á Richter.

Erlent

Tveir féllu í sjálfsvígssprengjuárás í Afganistan

Tveir féllu í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest bandalagshersins norður af Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Enginn hermaður féll í árásinni, aðeins árásarmaðurinn sjálfur og vegfarandi. Fjórar sjálfsvígssprengjurárásir hafa verið gerðar í Afganistan í gær og í fyrradag og hefur ofbeldisverkum Talíbana þar í landi fjölgað síðustu vikur.

Erlent

Öll orkuvinnsla þjóðnýtt í Bólivíu

Evo Morales, forseti Bólivíu, hefur þjóðnýtt alla orkuvinnslu í landinu. Forsetinn tilkynnti þetta í fyrsta maí ræðu sinni í gær. Hann sagði öll erlend orkufyrirtæki, sem starfa í Bólivíu, verði að samþykkja að að beina allri sölu sinni í gegnum bólivíska ríkið ellegar fara með starfsemi sín úr landi.

Erlent

Sér ekki ástæðu til að segja af sér

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakka, lýsti því yfir nú í morgun að hann ætlaði ekki að segja af sér og að hann teldi sig ekki hafa neina ástæðu til þess. Og sakaði hann Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra landsins, um að standa fyrir áróðurherferð gegn sér. Forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að hafa komið á stað sögusögnum um að Sarkozy hafi átt leynireykninga í Lúsemborg en í ljós hefur komið að ekkert var hæft í þessum ásökunum.

Erlent