Erlent

Fljúgandi diskar líklega ekki til

Engar vísbendingar eru um að fljúgandi furðuhlutir fyrirfinnist í veröldinni. Þetta er niðurstaða leynilegrar skýrslu breska landvarnaráðuneytisins um geimverur og farartæki þeirra sem lekið var til þarlendra fjölmiðla.

Erlent

Cheney styður NATO-aðild Balkanlandanna

Aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins mun að líkindum fjölga um þrjú fyrir árið 2010. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hét í dag Króötum, Albönum og Makedónum stuðningi sínum við inngöngu þeirra í bandalagið

Erlent

Eldfjallið Merapi gýs enn

Eldfjallið Merapi á indónesísku eynni Jövu heldur áfram að gjósa en eldvirkni hefur verið nokkur í því síðustu vikur. Gosið hefur verið rólegt það sem af er, hraun rennur niður hlíðar fjallsins og aska stígur upp af því í nokkur hundruð metra hæð.

Erlent

Prísund tekur enda á morgun

Útlit er fyrir að prísund tveggja ástralska námaverkamanna sem setið hafa fastir djúpt ofan í gullnámu í tæpar tvær vikur taki ekki enda fyrr en á morgun.

Erlent

Mannskæðar sprengjuárásir í Írak

Tugir manna hafa farist í sprengjuárásum í Írak í morgun. 21 lést og 52 slösuðust, allt óbreyttir borgarar, þegar bílsprengja sprakk við rútustöð í hinni helgu borg Karbala og 8 manns dóu þegar uppreisnarmaður ók bíl sínum, fylltum sprengiefni, að varðstöð lögreglu í Bagdad.

Erlent

Íranar hóta að segja sig frá sáttmála

Íranska þingið hótaði í morgun að ríkið segði sig frá sáttmála um takmörkun við útbreiðslu kjarnorkuvopna létu Vesturveldin ekki af þrýstingi sínum í þess garð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í fyrramálið um kjarnorkuáætlun Írans.

Erlent

Togstreita milli Blair og Brown

Togstreitan á milli þeirra Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Gordons Brown, fjármálaráðherra, hefur náð nýjum hæðum eftir útreiðina sem Verkamannaflokkurinn fékk í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi í síðustu viku.

Erlent

Blóðug átök í Basra

Til blóðugra átaka kom í borginni Basra í Írak í dag eftir að bresk herþyrla var skotin þar niður í morgun. Fregnir herma að minnst 4 hermenn sem voru um borð hafi farist en það hefur ekki verið staðfest.

Erlent

Enn loga eldar í Noregi

Skógareldar loga enn á eyjunni Sotru í Noregi og óvíst hvenær slökkviliðsmönnum tekst að ráða niðurlögum þeirra. Flytja þurfti um sjötíu manns frá heimilum sínum í nótt af ótta við að eldarnir myndu læsa sig í heimili þeirra.

Erlent

Vinsælir Marcosar minnka

Um það bil 1000 vinstrisinnar gengu um götur smábæjar í Mexíkó í gær til að mótmæla aðgerðum lögreglu gegn mótmælendum um miðja viku. Einn féll þá og fjölmargir særðust. Marcos, hinn grímuklæddi skæruliðaforingi Zapatista, leiddi gönguna.

Erlent

Átök í Basra

Til átaka kom milli hermanna og íbúa í borginni Basra í Írak í dag eftir að bresk herþyrla var skotin þar niður í morgun. Minnst tveir hafa fallið í átökum en fjórir hermenn fórust þegar þyrlan var skotin niður.

Erlent

Skógareldar í Noregi

Skólgareldar kviknuðu á tveimur stöðum í og við Björgvin í Noregi í gær. Greiðlega gekk að slökkva eldinn á öðrum staðnum á meðan enn logar á hinum. Flytja þurfti um 70 manns frá heimilum sínum um miðja nótt.

Erlent

Varað við of mikilli bjartsýni

Fulltrúar stjórnvalda í Súdan og stærsta uppreinsarhópsins í Darfur héraði undirrituðu friðarsamkomulag í gær. Varað er við of mikilli bjartsýni þar sem tveir uppreisnarhópar höfnuðu samkomulaginu.

Erlent

Björgunarmenn nálgast námamennina

Björgunarmenn eru enn að bora sig að tveimur áströlskum námamönnum sem hafa setið fastir í námagöngum í 11 daga. Mennirnir eru sagðir við góða heilsu þó dvölin neðanjarðar sé orðin þetta löng.

Erlent

Skæður eldsvoði í Belgíu

Skæður eldsvoði í flugskýli grandaði flugvél og skemmdi þrjár aðrar á Zaventern-flugvelli í Belgíu í gærmorgun og var hitinn frá eldhafinu svo mikill að skýlið koðnaði niður eins og vax. Einn maður slasaðist alvarlega og tveir slökkviliðsmenn lítillega.

Erlent

2000 ára gamlar rústir í París

Leifar af 2000 ára gamalli rómverskri götu og húsum hafa fundist neðanjarðar í París. Skammt frá fundust heillegar rústir af rómverskum böðum frá sama tíma. Leifarnar fundust við framkvæmdir við Pierre og Marie Curie háskólann við bakka Signu, skammt frá Sorbonne.

Erlent

Bush aldrei óvinsælli

Bandarísk stjórnvöld verja sem fyrr meðferð sína á grunuðum hryðjuverkamönnum sem þau hafa í sínu haldi en vísa ásökunum um pyntingar á bug. Aðeins þriðji hver Bandaríkjamaður styður Bush forseta ef marka má nýjustu skoðanakannanir.

Erlent

Beckett verður utanríkisráðherra Bretlands

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði róttækar breytingar á ráðuneyti sínu í dag eftir að Verkamannaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi. Margaret Beckett verður utanríkisráðherra. Hún er fyrst kvenna til að gegna því embætti.

Erlent

Verkamannaflokkurinn galt afhroð

Kosið var í 176 sveitastjórnum í gær og samkvæmt nýjustu tölum hlaut Verkamannaflokkurinn 1174 sæti í 26 stjórnum og tapaði 288 sætum og þar með 18 sveitastjórnum. Á sama tíma hlaut Íhaldsflokkurinn 68 stjórnir.

Erlent

Mannfall í handsprengjuárás á Srí Lanka

Þrír öryggissveitarmenn féllu og fjórtán særðust, þar af tíu óbreyttir borgarar, í tveimur sprengingum og handsprengjuárás á norðurhluta Srí Lanka í dag. Talið er að uppreisnarmenn Tamíl tígra bergi ábyrgð á árásunum sem voru gerðar í bæ rúmum tvö hundruð kílómetrum norður af höfuðborginni Colombo.

Erlent

Breytingar á friðarsamningum í Súdan

Stjórnvöld í Súdan hafa samþykkt breytingar á friðarsamningum milli stríðandi fylkinga í Darfur-héraði. Þetta er haft eftir háttsettum sáttasemjara á vegum Afríkubandalagsins.

Erlent

Ráðherrabreytingar í bresku ríkisstjórninni

Charles Clarke, innanríkisráðherra í bresku ríkisstjórninni, lætur af embætti sínu og Jack Straw utanríkisráðherra verður forseti neðri deildar þingsins. John Prescott varaforsætisráðherra verður þó ekki látinn víkja en einhver verkefni tekin af honum.

Erlent

Heldur í helstu landnemabyggðir

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hét því að halda í helstu landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum þegar ríkisstjórn hans sór embættiseið í gær. Fjórir flokkar eiga aðild að ísraelsku ríkisstjórninni en Olmert sagðist stefna að því að fá fleiri flokka til samstarfs.

Erlent

Sagðir ætla að myrða teiknarana

Tólf öfgafullir múslimar eru sagðir á leið til Danmerkur til þess að myrða mennina, sem teiknuðu skopmyndirnar af Múhameð spámanni, sem birtar voru í Jótlandspóstinum.

Erlent

Blair stokkar upp stjórn sína

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hóf uppstokkun í ríkisstjórn sinni nú í morgun eftir slæmt gengi Verkamannaflokksins í sveitastjórnarkosningum. Blair vill þó ekkert gefa upp um hvaða breytingar sé um að ræða að svo stöddu.

Erlent