Erlent Ætla taka hart á vopnasmygli Líbanar ætla að taka hart á tilraunum til að smygla vopnum til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Ísraelar halda fast í þá skýringu að skyndiáhlaupið á svæði skæruliða í Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að koma í veg fyrir slíkt og fleiri aðgerðir mögulegar ef sama staða komi upp. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er ekki á sama máli og segir Ísraela hafa brotið gegn vopnahlé milli þeirra og Hizbollah-skæruliða með áhlaupi sérsveitarmanna snemma í gær. Hann segir aðgerðirnar valda áhyggjum. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í morgun að her landsins myndi bregðast hart við hvers kyns tilraunum til að brjóta gegn vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ef flugskeyti verði skotið frá Líbanon á ísraelskt landsvæði þá gagnist það Ísraelum í stríði þeirra og gaf ráðherrann þar í skyn að slíkt myndi gefa Ísraelum átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. Hann sagðist sannfærður um að skæruliðar Hizbollah myndu halda að sér höndum. Murr segir Líbansher ráða svæðinu við landamæri að Sýrlandi og taka hart á tilraunum til að flytja vopna þar yfir. Hizbollah-liðar hafa greitt hverri þeirri fjölskyldu sem missti heimili sitt í Suður-Beirút jafnvirði tæpra sjö hundruð þúsunda króna og halda því áfram. Fólk sótti fjárstuðning í morgun í skóla í borginni. Líbanar lofa Hizbollah-skæruliða fyrir gjafmildi. Á sama tíma koma utanríkisráðherrar Arabaríkja saman í Kairó í Egyptalandi til að ræða hvernig fjármagan megi endurbyggingu landsins. Spenna magnast milli flestra hófsamra ríkja í Arabaheiminum og Sýrlendinga, sem eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Deilt er framtíð Líbanons. Hófsamir óttast að stríðið í Líbanon hafi gefið Írönum og herskáum aröbum byr undir báða vængi og telja því mikilvægt að sættast á áætlun sem miðið að því að koma friðarferlinu í Mið-Austurlöndum aftur á skrið. Assa, Sýrlandsforseti, sagði í ræðu fyrir helgi að stríðið hefði afhjúpað hvaða þjóðum í heiminum væri stýrt af liðleskjum hverjum ekki. Þau ummæli hafa vakið mikla reiði meðal margra ráðamanna í þessum heimshluta. Erlent 20.8.2006 11:33 Ólöglegur innflytjandi leitar hælis í kirkju Umsátursástand hefur skapast fyrir utan kirkju í Chicago í Bandaríkjunum þar sem kona sem komst ólöglega inn í landið hefur leitað hælis. Fulltrúar bandaríska innflytjendaeftirlitsins bíða fyrir utan kirkjuna en þeim er ætlað að fylgja henni aftur til Mexíkó. Stuðningmenn konunnar, Elviru Arellano, krefjast þess að yfirvöld fresti því að vísa að konunni úr landi. Ef það fáist ekki séu allar líkur til þess að yfirvöld sæki hana með valdi inn í kirkjuna. Konan heldur þar til ásamt sjö ára syni sínum sem er bandarískur ríkisborgari. Elvira hefur nokkrum sinnum komist ólöglega yfir landamærin síðan 1997 og frá árinu 2003 hafa yfirvöld þrisvar frestað því að vísa henni úr landi. Elvira segist vilja dvelja áfram í landinu til að tryggja syni sínum betra líf. Erlent 20.8.2006 11:19 Ætum vírusum dreift á mat Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa leyft notkun á blöndu vírusa sem úðað verður á kjötálegg, pylsur og kjúklinga. Vírusarnir éta bakteríur sem geta valdið lífshættulegum sýkingum. Erlent 20.8.2006 05:45 Stjórnvöld á Srí Lanka fagna fjölgun eftirlitsmanna Stjórnvöld á Srí Lanka fagna þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tvöfalda fjölda Íslendinga í norræna friðareftirlitinu í landinu. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum á Srí Lanka segir að íslensk stjórnvöld hafi sýnt staðfestu gagnvart skuldbindingu þeirra um að tryggja friðarferlið á Srí Lanka. Erlent 19.8.2006 19:30 Vopnahlésbrot segja Líbanar Ísraelar gerðu snemma í morgun skyndiáhlaup á bæinn Boudai í Austur-Líbanon, að sögn til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Forsætisráðherra Líbanons segir þetta freklegt brot á vopnahlé í landinu en Ísraelar segjast þvert á móti vera að fylgja skilmálum þess. Erlent 19.8.2006 19:00 Ísraelsher handtekur varaforsætisráðherra Palestínu Ísraelskir hermenn handtóku í dag varaforsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar í Ramallah á Vesturbakkanum. Hermenn réðust inn á heimili Nasser Shaer og járnuðu hann. Eiginkona hans segir mann sinn hafa farið huldu höfði síðan Ísraelsmenn hófu að handtaka þingmenn Hamas-liða og ráðherra þeirra í heimastjórninni í júní eftir að palestínskir byssum rændu hermanni á Gaza-svæðinu. Þar með eru fjórir ráðherrar í stjórn Hamas í haldi Ísraelsmanna og tuttugu og átta þingmenn. Fjórir ráðherrar hafa einnig verið teknir höndum en þeim síðan sleppt. Ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit er enn í haldi mannræningja sinna. Ísraelar segja handtökurnar ekki tengjast mannráninu, aðeins sé verið að handtaka þá sem grunur leiki á að hafi átt þátt í hryðjuverkum. Erlent 19.8.2006 14:34 Grunaður um að hafa komið fyrir sprengjum í lestum Lögreglan í Þýskalandi handtók í morgun mann sem er grunaður um að hafa átt þátt í að koma fyrir sprengjum í tveimur lestum þar í landi í síðasta mánuði. Sprengjurnar fundust í lestum í borgununum Dortmund og Koblenz. Maðurinn talinn annar tveggja sem sést á upptöku í öryggismyndavél á aðallestarstöðinni í Köln en báðar lestirnar fóru um hana. Maðurinn var handtekinn á aðallestarstöðinni í Kiel í norðurhluta Þýskalands. Í gær greindu þýsk lögregluyfirvöld frá því að grunur léki á að þeir sem komu sprengjunum fyrir tengdust hryðjuverkasamtökum. Erlent 19.8.2006 14:28 Íranar með stórfelldar heræfingar Íransher hóf stórfelldar heræfingar í landinu í dag. Þeim er ætlað að ýta úr vör nýrri varnarstefnu landsins að sögn íranskra fjölmiðla. Æft verður í fjórtán af þrjátíu héruðum landsins og áætlað að æfingarnar standi í allt að fimm vikur. Íranar eru enn beittir þrýstingi af alþjóðasamfélaginu vegna kjarnorkuáætlunar sinnar og ásakaðir um að styðja við skæruliða Hizbollah í Líbanon. Því hafa Íranar neitað og auk þess sagst ælta að nota kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Erlent 19.8.2006 14:20 Árás á olíuleiðslu Herskáir andspyrnumenn gerðu í morgun árás á olíuleiðslu suður af Bagdad, höfuðborg Íraks. Þykkan reyk lagði frá árásarstaðnum. Leiðslan flytur olíu til orkuversins í Musayyib og hefur áður verið skotmark andspyrnumanna. Íbúar í nágrenninu hafa krafist þess að stjórnvöld verji leiðsluna af ótta við umhverfismengun og sýkingarhættu. Andspyrnumann hafa gert árásir á olíuleiðslur víða í Írak til að reyna að tefja fyrir flutningum og skaða olíuverslun Íraka Erlent 19.8.2006 14:15 28 flúðu úr fangelsi í Belgíu 28 fangar flúðu úr Termond fangesli í austurhluta Flanders í Belgíu í nótt og í morgun. Sex þeirra hafa þegar fundist en hinna er enn leitað. Erlent 19.8.2006 12:45 Látinna leitað eftir eldgos Björgunarmenn leita nú 30 manna sem enn er saknað eftir að eldfjallið Tungurahua í Ekvador gaus á fimmtudaginn. Einn lést í gosinu svo vitað sé, fimmtugur karlmaður, sem sagður er hafa snúið aftur til síns heima til að sækja sjónvarpið sitt. Erlent 19.8.2006 11:01 Börðust í návígi í Bekaa-dal Skæruliðar Hizbollah börðust í návígi við sérsveitarmenn Ísraelshers í Bekaa-dal í Austur-Líbanon snemma í morgun. Að minnsta kosti einn hermaður féll. Herliðið var sent þangað til að koma í veg fyrir flutning vopna til skæruliðanna. Erlent 19.8.2006 10:49 Pinochet sviptur friðhelgi Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, á yfir höfði sér ákærur vegna skattsvika sem talið er að nemi jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna. Hæstiréttur Chile ákvað í dag að svipta Pinochet friðhelgi vegna málsins. Pinochet, sem er níræður, hefur ekki verið sóttur til saka fyrir ákærur um mannréttindabrot vegna heilsubrests. Hann er sagður þjást af vægum vitglöpum sem eru afleiðing nokkurra smávægilegra heilablóðfalla. Erlent 18.8.2006 23:00 Vopnahlé rofið? Ísraelskar herþotur, þyrlur og mannlaus loftför flugu yfir Bekaa-dal í Austur-Líbanon og norðurhluta landsins í kvöld. Að sögn Reuters-fréttastofnunar var engum sprengjum varpað líkt og haldið var fram í erlendum miðlum fyrr í kvöld. Skotið var á vélarnar úr loftvarnarbyssum en engin þeirra varð fyrir skoti og skothríðinni var ekki svarað. Ísraelsher hefur ekki viljað tjá sig um atburði kvöldsins. Ísraelskum herflugvélum er flogið margsinnis í gegnum líbanska lofthelgi. Erlent 18.8.2006 22:45 Bush hvetur Frakka til að senda aukið lið Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann vonaðist til að Frakkar myndu senda fleiri friðargæsluliða til Líbanon en fulltrúar þeirra hafa sagt að einungis tvö hundruð manna herlið verði sent. Þetta væri þvert á það sem áður var talið en yfirlýsingar Frakka bentu til að þeir yrðu hryggjarstykkið í fimmtán þúsund manna alþjóðlegu herliði í Suður-Líbanon. Erlent 18.8.2006 19:45 Morðinginn framseldur um helgina Yfirvöld í Tælandi vonast til þess að hægt verði að framselja Bandaríkjamanninn John Mark Karr um helgina. Maðurinn var handtekinn í gær og hefur játað að haf orðið sex ára stúlku að bana í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum fyrir tíu árum. Málið hefur legið sem mara á fjölskyldu stúlkunnar, JonBenet Ramsey, og hafa foreldra hennar jafnvel verið grunaðir um aðild að ódæðinu. Erlent 18.8.2006 19:30 Sprengjuhótun í vél Excel Farþegavél á vegum lággjaldaflugfélagsins Excel, sem er í eigu Avion Group, var beint á flugvöllinn í Brindisi á Suður-Ítalíu í dag vegna sprengjuhótunar. Miði fannst í vélinni þar sem sagði að sprengju væri að finna um borð. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 767, var á leið frá Gatwick-flugvelli á Englandi til Egyptalands. Erlent 18.8.2006 19:15 Illa gengur að manna friðargæslulið í Líbanon Illa gengur að manna friðargæslulið í Líbanon, sem vonast er til að taki til starfa eftir tvær vikur. Ísraelar segjast ekki geta hugsað sér að samþykkja að ríki sem ekki viðurkenni Ísrael taki þátt í friðargæslunni Erlent 18.8.2006 11:53 Heimsmet í spengingum Breskir flugeldaáhugamenn settu í gærkvöld óvenjulegt heimsmet þegar þeir kveiktu í rúmlega 50 þúsund flugeldum á fimm sekúndum. Erlent 17.8.2006 20:00 Á reki í Kyrrahafinu Þrír mexíkóskir fiskimenn hröktust um Kyrrahafið á lítilli skektu í ellefu mánuði áður en þeim var bjargað við Marshall-eyjar í síðustu viku, tæpa níu þúsund kílómetra í burtu frá heimahöfn þeirra. Erlent 17.8.2006 19:57 Játar að hafa valdið dauða JonBenet Eitt umtalaðasta morðmál síðari ára í Bandaríkjunum komst í kastljósið á ný í nótt þegar taílensk lögreglan handtók mann grunaðan um að hafa myrt barnafegurðardrottninguna JonBenet Ramsey fyrir áratug. Erlent 17.8.2006 19:15 Friðargæslan í uppnámi Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Líbanon hefur verið steypt í óvissu eftir að greint var frá því að Frakkar hygðust einungis senda fámennt lið til landsins en ekki þúsundir manna eins og vonast var til í fyrstu. Líbanonsher var fagnað þegar hann hélt yfir Litani-ána í morgun. Erlent 17.8.2006 18:45 Einn fórst og sextíu er saknað eftir eldgos Einn fórst og sextíu er saknað eftir að eldfjallið Tungurahua í Ekvador fór að gjósa í gærkvöldi. Eldfjallið erum um hundrað og þrjátíu kílómetra suður að höfuðborginni Quito. Erlent 17.8.2006 17:51 Éta mannakjöt til að auka lækningamáttinn Mósambísk hjón sem voru handtekin í síðustu viku hafa játað við yfirheyrslur að hafa grafið upp lík og borðað af þeim hold og beinakurl. Hjónin eru bæði galdralæknar og telja að mannátið styrki lækningarmátt þeirra en trú á galdralækningar er mjög sterk í Vestur-Mósambík þar sem hjónin búa. Erlent 17.8.2006 14:14 Játaði á sig morðið Bandarískur maður, sem handtekinn var í Tælandi í nótt, hefur játað að hafa verið valdur að dauða sex ára gamallar fegurðardrottningar í Bandaríkjunum fyrir áratug. Hann segir slys hafa valdið dauða stúlkunnar. Málið er eitt umtalaðasta morðmál í Bandaríkjunum síðari ár. Erlent 17.8.2006 12:45 Hariri harðorður Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni. Erlent 17.8.2006 12:30 Kona í haldi eftir vandræði í flugvél Kona er í haldi lögreglu eftir að hún var til vandræða í flugvél bandaríska United flugfélagsins á leiðinni frá Lundúnum til Washingtonborgar í gær. Vélinni var snúið til Boston eftir að konan neitaði að hlýða fyrirmælum áhafnarinnar í flugvélinni og þurfti að binda hana niður aftast í vélinni. Erlent 17.8.2006 11:15 Morðið á JonBenet upplýst Bandarískur maður var handtekin í Taílandi í nótt en grunur leikur á um að hann hafi myrt sex ára gamla fegurðardrottningu árið 1996. Málið þykir eitt umtalaðasta morðmál seinni tíma í Bandaríkjunum. Erlent 17.8.2006 10:30 Ísraelar yfirgefa hluta Suður-Líbanons Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Erlent 17.8.2006 09:00 Síamstvíburar á leið í aðgerð Hópur lækna á Roosevelt-sjúkrahúsinu í Gvatemala-borg í Gvatemala reyna nú eftir fremsta megni að aðskilja tveggja mánaða systur sem eru samvaxnar á kvið. Erlent 16.8.2006 22:43 « ‹ ›
Ætla taka hart á vopnasmygli Líbanar ætla að taka hart á tilraunum til að smygla vopnum til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Ísraelar halda fast í þá skýringu að skyndiáhlaupið á svæði skæruliða í Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að koma í veg fyrir slíkt og fleiri aðgerðir mögulegar ef sama staða komi upp. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er ekki á sama máli og segir Ísraela hafa brotið gegn vopnahlé milli þeirra og Hizbollah-skæruliða með áhlaupi sérsveitarmanna snemma í gær. Hann segir aðgerðirnar valda áhyggjum. Elias al-Murr, varnarmálaráðherra Líbanons, sagði í morgun að her landsins myndi bregðast hart við hvers kyns tilraunum til að brjóta gegn vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ef flugskeyti verði skotið frá Líbanon á ísraelskt landsvæði þá gagnist það Ísraelum í stríði þeirra og gaf ráðherrann þar í skyn að slíkt myndi gefa Ísraelum átillu til að hefja árásir á Líbanon að nýju. Hann sagðist sannfærður um að skæruliðar Hizbollah myndu halda að sér höndum. Murr segir Líbansher ráða svæðinu við landamæri að Sýrlandi og taka hart á tilraunum til að flytja vopna þar yfir. Hizbollah-liðar hafa greitt hverri þeirri fjölskyldu sem missti heimili sitt í Suður-Beirút jafnvirði tæpra sjö hundruð þúsunda króna og halda því áfram. Fólk sótti fjárstuðning í morgun í skóla í borginni. Líbanar lofa Hizbollah-skæruliða fyrir gjafmildi. Á sama tíma koma utanríkisráðherrar Arabaríkja saman í Kairó í Egyptalandi til að ræða hvernig fjármagan megi endurbyggingu landsins. Spenna magnast milli flestra hófsamra ríkja í Arabaheiminum og Sýrlendinga, sem eru helstu bakhjarlar Hizbollah. Deilt er framtíð Líbanons. Hófsamir óttast að stríðið í Líbanon hafi gefið Írönum og herskáum aröbum byr undir báða vængi og telja því mikilvægt að sættast á áætlun sem miðið að því að koma friðarferlinu í Mið-Austurlöndum aftur á skrið. Assa, Sýrlandsforseti, sagði í ræðu fyrir helgi að stríðið hefði afhjúpað hvaða þjóðum í heiminum væri stýrt af liðleskjum hverjum ekki. Þau ummæli hafa vakið mikla reiði meðal margra ráðamanna í þessum heimshluta. Erlent 20.8.2006 11:33
Ólöglegur innflytjandi leitar hælis í kirkju Umsátursástand hefur skapast fyrir utan kirkju í Chicago í Bandaríkjunum þar sem kona sem komst ólöglega inn í landið hefur leitað hælis. Fulltrúar bandaríska innflytjendaeftirlitsins bíða fyrir utan kirkjuna en þeim er ætlað að fylgja henni aftur til Mexíkó. Stuðningmenn konunnar, Elviru Arellano, krefjast þess að yfirvöld fresti því að vísa að konunni úr landi. Ef það fáist ekki séu allar líkur til þess að yfirvöld sæki hana með valdi inn í kirkjuna. Konan heldur þar til ásamt sjö ára syni sínum sem er bandarískur ríkisborgari. Elvira hefur nokkrum sinnum komist ólöglega yfir landamærin síðan 1997 og frá árinu 2003 hafa yfirvöld þrisvar frestað því að vísa henni úr landi. Elvira segist vilja dvelja áfram í landinu til að tryggja syni sínum betra líf. Erlent 20.8.2006 11:19
Ætum vírusum dreift á mat Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa leyft notkun á blöndu vírusa sem úðað verður á kjötálegg, pylsur og kjúklinga. Vírusarnir éta bakteríur sem geta valdið lífshættulegum sýkingum. Erlent 20.8.2006 05:45
Stjórnvöld á Srí Lanka fagna fjölgun eftirlitsmanna Stjórnvöld á Srí Lanka fagna þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tvöfalda fjölda Íslendinga í norræna friðareftirlitinu í landinu. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum á Srí Lanka segir að íslensk stjórnvöld hafi sýnt staðfestu gagnvart skuldbindingu þeirra um að tryggja friðarferlið á Srí Lanka. Erlent 19.8.2006 19:30
Vopnahlésbrot segja Líbanar Ísraelar gerðu snemma í morgun skyndiáhlaup á bæinn Boudai í Austur-Líbanon, að sögn til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Forsætisráðherra Líbanons segir þetta freklegt brot á vopnahlé í landinu en Ísraelar segjast þvert á móti vera að fylgja skilmálum þess. Erlent 19.8.2006 19:00
Ísraelsher handtekur varaforsætisráðherra Palestínu Ísraelskir hermenn handtóku í dag varaforsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar í Ramallah á Vesturbakkanum. Hermenn réðust inn á heimili Nasser Shaer og járnuðu hann. Eiginkona hans segir mann sinn hafa farið huldu höfði síðan Ísraelsmenn hófu að handtaka þingmenn Hamas-liða og ráðherra þeirra í heimastjórninni í júní eftir að palestínskir byssum rændu hermanni á Gaza-svæðinu. Þar með eru fjórir ráðherrar í stjórn Hamas í haldi Ísraelsmanna og tuttugu og átta þingmenn. Fjórir ráðherrar hafa einnig verið teknir höndum en þeim síðan sleppt. Ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit er enn í haldi mannræningja sinna. Ísraelar segja handtökurnar ekki tengjast mannráninu, aðeins sé verið að handtaka þá sem grunur leiki á að hafi átt þátt í hryðjuverkum. Erlent 19.8.2006 14:34
Grunaður um að hafa komið fyrir sprengjum í lestum Lögreglan í Þýskalandi handtók í morgun mann sem er grunaður um að hafa átt þátt í að koma fyrir sprengjum í tveimur lestum þar í landi í síðasta mánuði. Sprengjurnar fundust í lestum í borgununum Dortmund og Koblenz. Maðurinn talinn annar tveggja sem sést á upptöku í öryggismyndavél á aðallestarstöðinni í Köln en báðar lestirnar fóru um hana. Maðurinn var handtekinn á aðallestarstöðinni í Kiel í norðurhluta Þýskalands. Í gær greindu þýsk lögregluyfirvöld frá því að grunur léki á að þeir sem komu sprengjunum fyrir tengdust hryðjuverkasamtökum. Erlent 19.8.2006 14:28
Íranar með stórfelldar heræfingar Íransher hóf stórfelldar heræfingar í landinu í dag. Þeim er ætlað að ýta úr vör nýrri varnarstefnu landsins að sögn íranskra fjölmiðla. Æft verður í fjórtán af þrjátíu héruðum landsins og áætlað að æfingarnar standi í allt að fimm vikur. Íranar eru enn beittir þrýstingi af alþjóðasamfélaginu vegna kjarnorkuáætlunar sinnar og ásakaðir um að styðja við skæruliða Hizbollah í Líbanon. Því hafa Íranar neitað og auk þess sagst ælta að nota kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Erlent 19.8.2006 14:20
Árás á olíuleiðslu Herskáir andspyrnumenn gerðu í morgun árás á olíuleiðslu suður af Bagdad, höfuðborg Íraks. Þykkan reyk lagði frá árásarstaðnum. Leiðslan flytur olíu til orkuversins í Musayyib og hefur áður verið skotmark andspyrnumanna. Íbúar í nágrenninu hafa krafist þess að stjórnvöld verji leiðsluna af ótta við umhverfismengun og sýkingarhættu. Andspyrnumann hafa gert árásir á olíuleiðslur víða í Írak til að reyna að tefja fyrir flutningum og skaða olíuverslun Íraka Erlent 19.8.2006 14:15
28 flúðu úr fangelsi í Belgíu 28 fangar flúðu úr Termond fangesli í austurhluta Flanders í Belgíu í nótt og í morgun. Sex þeirra hafa þegar fundist en hinna er enn leitað. Erlent 19.8.2006 12:45
Látinna leitað eftir eldgos Björgunarmenn leita nú 30 manna sem enn er saknað eftir að eldfjallið Tungurahua í Ekvador gaus á fimmtudaginn. Einn lést í gosinu svo vitað sé, fimmtugur karlmaður, sem sagður er hafa snúið aftur til síns heima til að sækja sjónvarpið sitt. Erlent 19.8.2006 11:01
Börðust í návígi í Bekaa-dal Skæruliðar Hizbollah börðust í návígi við sérsveitarmenn Ísraelshers í Bekaa-dal í Austur-Líbanon snemma í morgun. Að minnsta kosti einn hermaður féll. Herliðið var sent þangað til að koma í veg fyrir flutning vopna til skæruliðanna. Erlent 19.8.2006 10:49
Pinochet sviptur friðhelgi Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, á yfir höfði sér ákærur vegna skattsvika sem talið er að nemi jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna. Hæstiréttur Chile ákvað í dag að svipta Pinochet friðhelgi vegna málsins. Pinochet, sem er níræður, hefur ekki verið sóttur til saka fyrir ákærur um mannréttindabrot vegna heilsubrests. Hann er sagður þjást af vægum vitglöpum sem eru afleiðing nokkurra smávægilegra heilablóðfalla. Erlent 18.8.2006 23:00
Vopnahlé rofið? Ísraelskar herþotur, þyrlur og mannlaus loftför flugu yfir Bekaa-dal í Austur-Líbanon og norðurhluta landsins í kvöld. Að sögn Reuters-fréttastofnunar var engum sprengjum varpað líkt og haldið var fram í erlendum miðlum fyrr í kvöld. Skotið var á vélarnar úr loftvarnarbyssum en engin þeirra varð fyrir skoti og skothríðinni var ekki svarað. Ísraelsher hefur ekki viljað tjá sig um atburði kvöldsins. Ísraelskum herflugvélum er flogið margsinnis í gegnum líbanska lofthelgi. Erlent 18.8.2006 22:45
Bush hvetur Frakka til að senda aukið lið Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann vonaðist til að Frakkar myndu senda fleiri friðargæsluliða til Líbanon en fulltrúar þeirra hafa sagt að einungis tvö hundruð manna herlið verði sent. Þetta væri þvert á það sem áður var talið en yfirlýsingar Frakka bentu til að þeir yrðu hryggjarstykkið í fimmtán þúsund manna alþjóðlegu herliði í Suður-Líbanon. Erlent 18.8.2006 19:45
Morðinginn framseldur um helgina Yfirvöld í Tælandi vonast til þess að hægt verði að framselja Bandaríkjamanninn John Mark Karr um helgina. Maðurinn var handtekinn í gær og hefur játað að haf orðið sex ára stúlku að bana í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum fyrir tíu árum. Málið hefur legið sem mara á fjölskyldu stúlkunnar, JonBenet Ramsey, og hafa foreldra hennar jafnvel verið grunaðir um aðild að ódæðinu. Erlent 18.8.2006 19:30
Sprengjuhótun í vél Excel Farþegavél á vegum lággjaldaflugfélagsins Excel, sem er í eigu Avion Group, var beint á flugvöllinn í Brindisi á Suður-Ítalíu í dag vegna sprengjuhótunar. Miði fannst í vélinni þar sem sagði að sprengju væri að finna um borð. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 767, var á leið frá Gatwick-flugvelli á Englandi til Egyptalands. Erlent 18.8.2006 19:15
Illa gengur að manna friðargæslulið í Líbanon Illa gengur að manna friðargæslulið í Líbanon, sem vonast er til að taki til starfa eftir tvær vikur. Ísraelar segjast ekki geta hugsað sér að samþykkja að ríki sem ekki viðurkenni Ísrael taki þátt í friðargæslunni Erlent 18.8.2006 11:53
Heimsmet í spengingum Breskir flugeldaáhugamenn settu í gærkvöld óvenjulegt heimsmet þegar þeir kveiktu í rúmlega 50 þúsund flugeldum á fimm sekúndum. Erlent 17.8.2006 20:00
Á reki í Kyrrahafinu Þrír mexíkóskir fiskimenn hröktust um Kyrrahafið á lítilli skektu í ellefu mánuði áður en þeim var bjargað við Marshall-eyjar í síðustu viku, tæpa níu þúsund kílómetra í burtu frá heimahöfn þeirra. Erlent 17.8.2006 19:57
Játar að hafa valdið dauða JonBenet Eitt umtalaðasta morðmál síðari ára í Bandaríkjunum komst í kastljósið á ný í nótt þegar taílensk lögreglan handtók mann grunaðan um að hafa myrt barnafegurðardrottninguna JonBenet Ramsey fyrir áratug. Erlent 17.8.2006 19:15
Friðargæslan í uppnámi Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Líbanon hefur verið steypt í óvissu eftir að greint var frá því að Frakkar hygðust einungis senda fámennt lið til landsins en ekki þúsundir manna eins og vonast var til í fyrstu. Líbanonsher var fagnað þegar hann hélt yfir Litani-ána í morgun. Erlent 17.8.2006 18:45
Einn fórst og sextíu er saknað eftir eldgos Einn fórst og sextíu er saknað eftir að eldfjallið Tungurahua í Ekvador fór að gjósa í gærkvöldi. Eldfjallið erum um hundrað og þrjátíu kílómetra suður að höfuðborginni Quito. Erlent 17.8.2006 17:51
Éta mannakjöt til að auka lækningamáttinn Mósambísk hjón sem voru handtekin í síðustu viku hafa játað við yfirheyrslur að hafa grafið upp lík og borðað af þeim hold og beinakurl. Hjónin eru bæði galdralæknar og telja að mannátið styrki lækningarmátt þeirra en trú á galdralækningar er mjög sterk í Vestur-Mósambík þar sem hjónin búa. Erlent 17.8.2006 14:14
Játaði á sig morðið Bandarískur maður, sem handtekinn var í Tælandi í nótt, hefur játað að hafa verið valdur að dauða sex ára gamallar fegurðardrottningar í Bandaríkjunum fyrir áratug. Hann segir slys hafa valdið dauða stúlkunnar. Málið er eitt umtalaðasta morðmál í Bandaríkjunum síðari ár. Erlent 17.8.2006 12:45
Hariri harðorður Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni. Erlent 17.8.2006 12:30
Kona í haldi eftir vandræði í flugvél Kona er í haldi lögreglu eftir að hún var til vandræða í flugvél bandaríska United flugfélagsins á leiðinni frá Lundúnum til Washingtonborgar í gær. Vélinni var snúið til Boston eftir að konan neitaði að hlýða fyrirmælum áhafnarinnar í flugvélinni og þurfti að binda hana niður aftast í vélinni. Erlent 17.8.2006 11:15
Morðið á JonBenet upplýst Bandarískur maður var handtekin í Taílandi í nótt en grunur leikur á um að hann hafi myrt sex ára gamla fegurðardrottningu árið 1996. Málið þykir eitt umtalaðasta morðmál seinni tíma í Bandaríkjunum. Erlent 17.8.2006 10:30
Ísraelar yfirgefa hluta Suður-Líbanons Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Erlent 17.8.2006 09:00
Síamstvíburar á leið í aðgerð Hópur lækna á Roosevelt-sjúkrahúsinu í Gvatemala-borg í Gvatemala reyna nú eftir fremsta megni að aðskilja tveggja mánaða systur sem eru samvaxnar á kvið. Erlent 16.8.2006 22:43