Erlent Engin tengsl við al Qaeda Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaed hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Erlent 8.9.2006 22:30 Ólæti í Þessalóníku Stuðningsmenn nær gjaldþrota knattspyrnuliðs á Grikklandi ruddust inn á leikvöll liðsins í Þessaloníku í kvöld þar sem forsætisráðherra landsins var að flytja árlega ræðu sínum um efnahagsástandið í landinu. Erlent 8.9.2006 22:20 Grunaðir um undirbúning hryðjuverka Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Erlent 8.9.2006 21:06 Útgöngubann eftir sprengingar Minnst þrjátíu týndu lífi og rúmlega eitt hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu. Erlent 8.9.2006 21:01 Engin gögn um tengsli milli Saddams og al Kaída Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl hafi verið á milli Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og al Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Erlent 8.9.2006 20:57 Útgöngubanni komið á eftir sprengingar Minnst tuttugu og fimm týndu lífi og rúmlega hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í Malegaon á vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu. Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir hafi verið að ræða. Útgöngubann hefur verið sett á í hluta borginni sem er fjármálamiðstöð Indlands. Erlent 8.9.2006 15:45 Geimskoti Atlantis frestað aftur Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur enn á ný frestað geimskoti geimferjunnar Atlantis. Áætlað var að skjóta henni á loft um klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Sú ástæða er gefin að vandræði hafi verið í eldsneytisnemum ferjunnar. Erlent 8.9.2006 15:30 Fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna hryðjuverkasamsæris Dómstóll í Danmörku hefur úrskurðað fimm menn í gæsluvarðhald í fjórar vikur en þeir voru handteknir í Vollsmose fyrr í vikunni, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Erlent 8.9.2006 15:00 Biðst afsökunar á netþjófnaði Þjóðarflokksins Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins í Svíþjóð, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að nokkrir háttsettir flokksmenn hefðu brotist inn á lokaða vefsíðu Jafnaðarmannaflokksins í aðdraganda þingkosninganna eftir rúma viku. Erlent 8.9.2006 13:45 Staðfest að Ísraelar hafi aflétt hafnbanni Fulltrúar friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon staðfestu í dag að Ísraelar hefðu aflétt hafnbanni sínu á landið í morgun. Flugbanni var aflétt í gær. Erlent 8.9.2006 13:30 Undirbýr kæru vegna handtöku meintra hryðjuverkamanna Íslamskur trúarleiðtogi í Danmörku segir dönsku lögregluna ekki hafa neinar sannanir gegn meintum hryðjuverkamönnum sem hún handtók í Vollsmose fyrr í vikunni. Hann undirbýr kæru á hendur lögreglunni. Erlent 8.9.2006 12:45 Yfir 50 námamenn létust á Indlandi Enginn þeirra fimmtíu og fjögurra námamanna, sem sátu fastir í námu á Austur-Indlandi eftir sprengingu, sluppu lifandi úr prísund sinni. Erlent 8.9.2006 10:30 Óttast að tugir hafi látist í sprengingum á Indlandi Óttast er að minnst tuttugu og fimm hafi týnt lífi og fjölmargir særst í fjórum sprengingum á vestur hluta Indlands í morgun. Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir sé að ræða. Erlent 8.9.2006 10:00 Tæplega áttræð kona handtekin fyrir tilraun til bankaráns 79 ára gömul kona var handtekin í Chicago í Bandaríkjunum og á nú von á ákæru fyrir að hafa reynt að ræna útibú Ameríkubankans. Að sögn vitna gekk hún upp að gjaldkeraborði og sýndi gjaldkeranum byssu og krafðist 30 þúsund dollara, eða rúmlega tveggja milljóna króna. Erlent 8.9.2006 09:30 Sprenging við mosku á Indlandi Tugir manna eru sagðir hafa slasast í sprengingu fyrir utan mosku í bæ í Maharashtra-ríki á Vestur-Indlandi í morgun. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum en fram kemur í fréttaskeyti Reuters að þúsundir manna hafi safnast saman við moskuna fyrir föstudagsbænir. Orsakir sprengingarinnar eu óþekktar. Erlent 8.9.2006 09:15 Undirbúa kæru á hendur lögreglunni í Vollsmose Ímaminn Abu Hassan í Vollsmose í Danmörku, þar sem níu voru handteknir fyrir skipulagningu hryðjuverka, segir lögregluna ekki hafa neinar sannanir í málinu og að allt sé þetta gert til að þóknast Bandaríkjunum. Hann ætlar að safna saman fjölskyldum hinna grunuðu í dag og undirbúa kæru á hendur lögreglunni fyrir framgöngu hennar við handtökuna. Erlent 8.9.2006 09:00 Geimskot Atlantis reynt í dag Bandaríska geimferðastofnunin NASA mun reyna að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft klukkan tuttugu mínútur í fjögur í dag ef aðstæður leyfa. Vegna árekstra við dagskrá rússnesku geimferðastofnunarinnar reyndist ekki hægt að fresta skotinu til þess að skipta mætti um bilaða ljósavél sem hefur verið til vandræða. Erlent 8.9.2006 08:45 Kosningabaráttan heldur áfram að loknum kosningum Kosningabarátta forsetaframbjóðanda heldur áfram í Mexíkó þó að rúmir tveir mánuðir séu liðnir frá kjördegi. Forsetaframbjóðandi vinstri manna, Lopez Obrador, segist ætla að halda ráðstefnu á sjálfstæðisdag Mexíkó, þann 16. september, til þess að mynda aðra ríkisstjórn til höfuðs ríkisstjórn Felipe Calderons. Erlent 8.9.2006 08:30 Hönnun nýrra turna í stað Tvíburaturnanna kynnt Bandarískir arkitektar kynntu í gær hönnun sína að þremur nýjum skýjakljúfum sem munu rísa við hliðina á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Sá hæsti turnanna verður 78 hæðir og verður þakið á þeim turni skorið í fjóra tígla sem verða lýstir upp að næturlagi. Erlent 8.9.2006 07:43 Aukinn herafli NATO til Afganistans? Yfirmenn Atlantshafsbandalagsins munu hittast í Varsjá í dag til að ræða málefni Afganistans og hvort beri að senda þangað aukinn herafla. Breskur hershöfðingi lét þau orð falla í gær að alþjóðlegt herlið ætti við ramman reip að draga í Afganistan og að átökin þar nú væru harðari en til að mynda í Írak. Erlent 8.9.2006 07:10 Nýtt myndband með bin Laden Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur sýnt myndband sem sagt er vera af fundi Osama Bin Laden, leiðtoga al Kaída hryðjuverkasamtakanna, með nokkrum þeirra sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin ellefta september 2001. Erlent 7.9.2006 22:19 Lægir ekki öldurnar í Verkamannaflokknum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að afsala sér ráðherraembætti og leiðtogahlutverki í Verkamannaflokknum innan árs en vill ekki tímasetja brotthvarf sitt nánar að sinni. Stjórnmálaskýrendur segja yfirlýsingu Blairs ekki lægja öldurnar í flokknum. Erlent 7.9.2006 20:34 Barcelona ber merki á treyjunni í fyrsta sinn fyrir UNICEF Fótboltafélagið Barcelona, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með, og UNICEF kynntu í dag samstarf um að bæta líf barna í þróunarlöndunum sem meðal annars felur í sér að í fyrsta skipti í 107 ára sögu Barcelona skartar félagið merki á treyjum sínum, en það er merki UNICEF. Erlent 7.9.2006 17:05 Leita námamanna á Austur-Indlandi Björgunarmenn leita nú fimmtíu og þriggja námamanna sem sitja fasti í kolanámu á Austur-Indlandi. Sprenging varð í göngunum og óttast er að mennirnir hafi allir týnt lífi. Mennirnir eru grafnir um tvö hundruð metra niðri í jörðinni og litlar líkur sagðar á því að þeir finnist lifandi. Erlent 7.9.2006 16:15 Næsta flokksþing það síðasta hjá Blair Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti rétt í þessu að næsta flokksþing Verkamannaflokksins, sem verður haldið í lok september verði hans síðasta sem leiðtogi flokksins. Þar með er ljóst að hann mun segja af sér sem forsætisráðherra en Blair vildi ekki gefa hvenær nákvæmlega hann stigi niður úr stól forsætisráðherra. Sagðist hann vilja ráða því sjálfur og tilkynna um það síðar. Erlent 7.9.2006 14:04 Yfirtstjórn hermála í hendur Íraka Bandaríkjamenn hafa fært yfirstjórn hermála í Írak í hendur forsætisráðherra landsins, Nouri Maliki. Frá þessu var greint á fréttavef BBC fyrir stundu. Maliki skrifaði undir samkomulag þessa efnis við athöfn í Bagdad í dag. Búist er við að sjóherinn og flugherinn verði fyrst undir stjórn Íraka en ekki liggur endanlega fyrir hversu hratt breytingarnar ganga í gegn. Erlent 7.9.2006 12:46 Réttað á ný yfir Guantanamo-föngum Bandarískir saksóknarar segja að réttarhöld yfir föngum sem haldið hefur verið án dóms og laga í Guantanamo-búðunum á Kúbu geti haldið áfram í byrjun næsta árs. Þeirra á meðal eru skipuleggjendur hryðjuverkaárásanna ellefta september. Erlent 7.9.2006 12:30 Búist við tilkynningu frá Blair eftir hádegið Tony Blair mun láta af embætti sem forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi innan árs og mun tilkynna um það eftir hádegi. Erlent 7.9.2006 11:07 Hafnbanni aflétt í Líbanon í dag Ísraelar munu lyfta hafnbanni sínu á Líbanon klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Þeir krefjast hins vegar að gulltryggt verði að Hisbollah-liðar geti ekki fyllt á vopnabirgðir sínar og munu þýsk herskip gegna lykilhlutverki í strandgæslu Líbanons. Erlent 7.9.2006 10:00 Ráðist á sjónvarpsfréttamann Sjónvarpsfréttamaður í San Diego þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir að maður og kona sem hann var að fylgjast með fyrir sjónvarpsþátt réðust á hann, börðu og bitu. Fréttamaðurinn hafði komist á snoðir um umfangsmikið fasteignasvindl sem maðurinn stóð fyrir og var að taka viðtal við annan mann í tengslum við málið. Erlent 7.9.2006 09:15 « ‹ ›
Engin tengsl við al Qaeda Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaed hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Erlent 8.9.2006 22:30
Ólæti í Þessalóníku Stuðningsmenn nær gjaldþrota knattspyrnuliðs á Grikklandi ruddust inn á leikvöll liðsins í Þessaloníku í kvöld þar sem forsætisráðherra landsins var að flytja árlega ræðu sínum um efnahagsástandið í landinu. Erlent 8.9.2006 22:20
Grunaðir um undirbúning hryðjuverka Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Erlent 8.9.2006 21:06
Útgöngubann eftir sprengingar Minnst þrjátíu týndu lífi og rúmlega eitt hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu. Erlent 8.9.2006 21:01
Engin gögn um tengsli milli Saddams og al Kaída Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl hafi verið á milli Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og al Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Erlent 8.9.2006 20:57
Útgöngubanni komið á eftir sprengingar Minnst tuttugu og fimm týndu lífi og rúmlega hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í Malegaon á vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu. Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir hafi verið að ræða. Útgöngubann hefur verið sett á í hluta borginni sem er fjármálamiðstöð Indlands. Erlent 8.9.2006 15:45
Geimskoti Atlantis frestað aftur Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur enn á ný frestað geimskoti geimferjunnar Atlantis. Áætlað var að skjóta henni á loft um klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Sú ástæða er gefin að vandræði hafi verið í eldsneytisnemum ferjunnar. Erlent 8.9.2006 15:30
Fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna hryðjuverkasamsæris Dómstóll í Danmörku hefur úrskurðað fimm menn í gæsluvarðhald í fjórar vikur en þeir voru handteknir í Vollsmose fyrr í vikunni, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Erlent 8.9.2006 15:00
Biðst afsökunar á netþjófnaði Þjóðarflokksins Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins í Svíþjóð, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að nokkrir háttsettir flokksmenn hefðu brotist inn á lokaða vefsíðu Jafnaðarmannaflokksins í aðdraganda þingkosninganna eftir rúma viku. Erlent 8.9.2006 13:45
Staðfest að Ísraelar hafi aflétt hafnbanni Fulltrúar friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon staðfestu í dag að Ísraelar hefðu aflétt hafnbanni sínu á landið í morgun. Flugbanni var aflétt í gær. Erlent 8.9.2006 13:30
Undirbýr kæru vegna handtöku meintra hryðjuverkamanna Íslamskur trúarleiðtogi í Danmörku segir dönsku lögregluna ekki hafa neinar sannanir gegn meintum hryðjuverkamönnum sem hún handtók í Vollsmose fyrr í vikunni. Hann undirbýr kæru á hendur lögreglunni. Erlent 8.9.2006 12:45
Yfir 50 námamenn létust á Indlandi Enginn þeirra fimmtíu og fjögurra námamanna, sem sátu fastir í námu á Austur-Indlandi eftir sprengingu, sluppu lifandi úr prísund sinni. Erlent 8.9.2006 10:30
Óttast að tugir hafi látist í sprengingum á Indlandi Óttast er að minnst tuttugu og fimm hafi týnt lífi og fjölmargir særst í fjórum sprengingum á vestur hluta Indlands í morgun. Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir sé að ræða. Erlent 8.9.2006 10:00
Tæplega áttræð kona handtekin fyrir tilraun til bankaráns 79 ára gömul kona var handtekin í Chicago í Bandaríkjunum og á nú von á ákæru fyrir að hafa reynt að ræna útibú Ameríkubankans. Að sögn vitna gekk hún upp að gjaldkeraborði og sýndi gjaldkeranum byssu og krafðist 30 þúsund dollara, eða rúmlega tveggja milljóna króna. Erlent 8.9.2006 09:30
Sprenging við mosku á Indlandi Tugir manna eru sagðir hafa slasast í sprengingu fyrir utan mosku í bæ í Maharashtra-ríki á Vestur-Indlandi í morgun. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum en fram kemur í fréttaskeyti Reuters að þúsundir manna hafi safnast saman við moskuna fyrir föstudagsbænir. Orsakir sprengingarinnar eu óþekktar. Erlent 8.9.2006 09:15
Undirbúa kæru á hendur lögreglunni í Vollsmose Ímaminn Abu Hassan í Vollsmose í Danmörku, þar sem níu voru handteknir fyrir skipulagningu hryðjuverka, segir lögregluna ekki hafa neinar sannanir í málinu og að allt sé þetta gert til að þóknast Bandaríkjunum. Hann ætlar að safna saman fjölskyldum hinna grunuðu í dag og undirbúa kæru á hendur lögreglunni fyrir framgöngu hennar við handtökuna. Erlent 8.9.2006 09:00
Geimskot Atlantis reynt í dag Bandaríska geimferðastofnunin NASA mun reyna að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft klukkan tuttugu mínútur í fjögur í dag ef aðstæður leyfa. Vegna árekstra við dagskrá rússnesku geimferðastofnunarinnar reyndist ekki hægt að fresta skotinu til þess að skipta mætti um bilaða ljósavél sem hefur verið til vandræða. Erlent 8.9.2006 08:45
Kosningabaráttan heldur áfram að loknum kosningum Kosningabarátta forsetaframbjóðanda heldur áfram í Mexíkó þó að rúmir tveir mánuðir séu liðnir frá kjördegi. Forsetaframbjóðandi vinstri manna, Lopez Obrador, segist ætla að halda ráðstefnu á sjálfstæðisdag Mexíkó, þann 16. september, til þess að mynda aðra ríkisstjórn til höfuðs ríkisstjórn Felipe Calderons. Erlent 8.9.2006 08:30
Hönnun nýrra turna í stað Tvíburaturnanna kynnt Bandarískir arkitektar kynntu í gær hönnun sína að þremur nýjum skýjakljúfum sem munu rísa við hliðina á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Sá hæsti turnanna verður 78 hæðir og verður þakið á þeim turni skorið í fjóra tígla sem verða lýstir upp að næturlagi. Erlent 8.9.2006 07:43
Aukinn herafli NATO til Afganistans? Yfirmenn Atlantshafsbandalagsins munu hittast í Varsjá í dag til að ræða málefni Afganistans og hvort beri að senda þangað aukinn herafla. Breskur hershöfðingi lét þau orð falla í gær að alþjóðlegt herlið ætti við ramman reip að draga í Afganistan og að átökin þar nú væru harðari en til að mynda í Írak. Erlent 8.9.2006 07:10
Nýtt myndband með bin Laden Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur sýnt myndband sem sagt er vera af fundi Osama Bin Laden, leiðtoga al Kaída hryðjuverkasamtakanna, með nokkrum þeirra sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin ellefta september 2001. Erlent 7.9.2006 22:19
Lægir ekki öldurnar í Verkamannaflokknum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að afsala sér ráðherraembætti og leiðtogahlutverki í Verkamannaflokknum innan árs en vill ekki tímasetja brotthvarf sitt nánar að sinni. Stjórnmálaskýrendur segja yfirlýsingu Blairs ekki lægja öldurnar í flokknum. Erlent 7.9.2006 20:34
Barcelona ber merki á treyjunni í fyrsta sinn fyrir UNICEF Fótboltafélagið Barcelona, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með, og UNICEF kynntu í dag samstarf um að bæta líf barna í þróunarlöndunum sem meðal annars felur í sér að í fyrsta skipti í 107 ára sögu Barcelona skartar félagið merki á treyjum sínum, en það er merki UNICEF. Erlent 7.9.2006 17:05
Leita námamanna á Austur-Indlandi Björgunarmenn leita nú fimmtíu og þriggja námamanna sem sitja fasti í kolanámu á Austur-Indlandi. Sprenging varð í göngunum og óttast er að mennirnir hafi allir týnt lífi. Mennirnir eru grafnir um tvö hundruð metra niðri í jörðinni og litlar líkur sagðar á því að þeir finnist lifandi. Erlent 7.9.2006 16:15
Næsta flokksþing það síðasta hjá Blair Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti rétt í þessu að næsta flokksþing Verkamannaflokksins, sem verður haldið í lok september verði hans síðasta sem leiðtogi flokksins. Þar með er ljóst að hann mun segja af sér sem forsætisráðherra en Blair vildi ekki gefa hvenær nákvæmlega hann stigi niður úr stól forsætisráðherra. Sagðist hann vilja ráða því sjálfur og tilkynna um það síðar. Erlent 7.9.2006 14:04
Yfirtstjórn hermála í hendur Íraka Bandaríkjamenn hafa fært yfirstjórn hermála í Írak í hendur forsætisráðherra landsins, Nouri Maliki. Frá þessu var greint á fréttavef BBC fyrir stundu. Maliki skrifaði undir samkomulag þessa efnis við athöfn í Bagdad í dag. Búist er við að sjóherinn og flugherinn verði fyrst undir stjórn Íraka en ekki liggur endanlega fyrir hversu hratt breytingarnar ganga í gegn. Erlent 7.9.2006 12:46
Réttað á ný yfir Guantanamo-föngum Bandarískir saksóknarar segja að réttarhöld yfir föngum sem haldið hefur verið án dóms og laga í Guantanamo-búðunum á Kúbu geti haldið áfram í byrjun næsta árs. Þeirra á meðal eru skipuleggjendur hryðjuverkaárásanna ellefta september. Erlent 7.9.2006 12:30
Búist við tilkynningu frá Blair eftir hádegið Tony Blair mun láta af embætti sem forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi innan árs og mun tilkynna um það eftir hádegi. Erlent 7.9.2006 11:07
Hafnbanni aflétt í Líbanon í dag Ísraelar munu lyfta hafnbanni sínu á Líbanon klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Þeir krefjast hins vegar að gulltryggt verði að Hisbollah-liðar geti ekki fyllt á vopnabirgðir sínar og munu þýsk herskip gegna lykilhlutverki í strandgæslu Líbanons. Erlent 7.9.2006 10:00
Ráðist á sjónvarpsfréttamann Sjónvarpsfréttamaður í San Diego þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir að maður og kona sem hann var að fylgjast með fyrir sjónvarpsþátt réðust á hann, börðu og bitu. Fréttamaðurinn hafði komist á snoðir um umfangsmikið fasteignasvindl sem maðurinn stóð fyrir og var að taka viðtal við annan mann í tengslum við málið. Erlent 7.9.2006 09:15