Erlent Stríðinu ekki lokið Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gærkvöldi Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverkamenn og sagði hann stríðinu gegn þeim ekki lokið. Bush ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í tilefni þess að fimm ár voru í gær liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Erlent 12.9.2006 08:15 Hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus All bendir til þess að hryðjuverkaárás hafi verið gerð á sendiráð Bandaríkjamanna í miðborg Damascus í Sýrlandi í morgun. Sýrlenskar öryggissveitir hafa umkringt bygginguna og að sögn Reuters fréttastofunnar má sjá svartan reyk leggja frá byggingunni auk þess sem heyra megi skothríð í næsta nágrenni við hana. Erlent 12.9.2006 08:00 Segir stríðinu gegn hryðjuverkum ekki lokið Bush Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverk og sagði hann stríðinu ekki lokið. Bush sagði í ræðu sinni, sem hann hélt í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, að Bandaríkjamenn þyrftu að setja ágreiningsmál sín til hliðar til að geta einbeitt sér að sigri í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush sagði stríðinu ekki lokið og sigur myndi krefjast þess að Bandaríkjamenn legðust á eitt. Erlent 11.9.2006 22:50 Páfinn heimsækir fæðingabæ sinn Benedikt páfi sextándi kom í dag til fæðingabæjar síns Marktl í Þýsklandi. Páfi hóf heimsókn sína um Þýskaland um helgina og fagnaði fjöldi fólks honum þegar hann kom í fæðingarbæ sinn í dag. Páfinn tók sér góðan tíma í að heilsa þeim sem safnast höfðu saman. Fyrr í dag messaði páfi í Altoetting þar sem sjötíu þúsund manns hlýddu á hann. Við messuna sagði hann mikilvægt almenningur gleymdi ekki kristilegum gildum. Ferð páfa um Þýskaland stendur í sex daga. Erlent 11.9.2006 22:45 Skip ferst með 30 manns í Indlandshafi Yfir þrjátíu manns er saknað eftir að skip fórst milli Madagaskar og Comros í Indlandshafi. Yfirvöld á Madagaskar segja að yfir fimmtíu manns hafi verið um borð í skipinu og tekist hafi að bjarga um tuttugu. Áhöfn á frönsku skipi var sú fyrsta á staðinn en björgunaraðgerðir standa yfir. Erlent 11.9.2006 22:24 Fimm ár frá hryðjuverkunum 11. september 2001 Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Erlent 11.9.2006 18:59 Samkomulag um myndun þjóðstjórnar Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir samkomulag hafa tekist við Hamas-samtökin um skipan eins konar þjóðstjórnar Palestínumanna. Fulltrúar Hamas hafa staðfest þetta en ekki er vitað með vissu hvað felst í samkomulaginu utan þess að fulltrúar bæði Hamas og Fatah-fylkingar forsetans munu eiga sæti í heimastjórninni. Erlent 11.9.2006 14:45 Sex látnir eftir sprengingu í jarðarför í Afganistan Að minnsta kosti sex lögreglumenn týndu lífi og sextán særðust í sjálfsvígssprengjuárás á syrgjendur við jarðarför í Suðvestur-Afganistan í dag. Verið var að bera heraðsstjóra til grafar en hann féll í annarri sjálfsvígssprengjuárás í gær. Erlent 11.9.2006 13:15 Hvatt til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum Næstráðandi hjá al Kaída hryðjuverkasamtökunum hvetur til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum og bandarískum hagsmunum í nýju myndbandi sem birt var í dag. Upptaka af leiðtoga samtakanna, Osama bin Laden, sem sögð er tekin skömmu fyrir hryðjuverkárásirnar ellefta september 2001 var einnig birt í dag. Erlent 11.9.2006 13:00 Flugvél BA nauðlent í Brussel vegna gruns um eld Nauðlenda varð flugvél British Airways flugfélagsins, sem var á leið frá Lundúnum til Frankfurt í Þýskalandi, í Brussel í Belgíu í gærkvöldi þar sem grunur lék á að eldur hefði kviknað um borð. Erlent 11.9.2006 11:30 Önnur réttarhöld yfir Hussein hafin Önnur réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, hófust á ný í Bagdad í morgun. Í þessu máli er Hussein, ásamt sex öðrum, ákærður fyrir þjóðarmorð á Kúrdum í Norður-Írak á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 11.9.2006 11:00 Vonir um skipan samsteypustjórnar Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, tilkynnti í morgun að hann gerði sér vonir um að innan skamms yrði hægt yrði að mynda samsteypustjórn. Sú stjórn yrði skipuð bæði Hamas-liðum og fulltrúum Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Erlent 11.9.2006 10:30 Mótmælendur gripu til ofbeldis í Santiago Lögregla í Chile þurfti að grípa til táragass til að dreyfa hópi mótmælenda í höfuðborginni Santiago í gær. Fólk hafði safnast þar saman til að minnast þess að í gær voru 33 ár liðin frá valdatöku einræðisherrans Augusto Pinochets. Erlent 11.9.2006 10:15 Blair kominn til Líbanons Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun til Líbanons. Þar átti hann fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons. Þingforseti landsins, sem er náinn bandamaður Hizbollah, átti að funda með Blair, en fór frá Beirút skömmu áður, að því er virðist til að snupra Blair. Erlent 11.9.2006 09:47 Ferjuslys í Helsingør Fjórir slösuðust lítils háttar þegar tvær ferjur rákust saman í höfninni í Helsingør í Danmörku í morgun. Þétt þoka lá yfir höfninni í morgun og sáu skipstjórar ferjanna hvorugur hina ferjuna. Ferjurnar sigla báðar milli Danmerkur og Svíþjóðar en minni ferjan er mikið skemmd. Erlent 11.9.2006 09:30 Nýtt myndband frá al Qaeda Tvær myndbandsupptökur sem birtar voru á netinu í gærkvöldi eru sagðar sýna Osama bin Laden, leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar sem hann hittir aðra stjórnendur í fjallahéraði í óþekktu landi. Svo virðist sem verið sé að leggja á ráðin um árásirnar á New York og Washington fyrir fimm árum. Erlent 11.9.2006 09:30 Staðfest sprengiefni í Vollsmose Efnafræðirannsókn hefur staðfest að efni sem fannst við húsleit í Vollsmose í Danmörku, þegar níu menn voru handteknir, er heimatilbúið sprengiefni. Berlingske Tidende segir frá því í dag að skýrsla dönsku Efnafræðirannsóknastofnunarinnar um sprengiefnið hafi fundist á fjúki í Háskólagarðinum fyrir utan stofnunina. Erlent 11.9.2006 09:00 Bráðabirgðastjórnin sögð hafa haldið velli Milo Djukanovic, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Svartfjallalands, lýsti í gærkvöldi yfir sigri í þingkosningum sem fóru fram í landinu í gær, þeim fyrstu frá því landið hlaut sjálfstæði fyrr í sumar. Erlent 11.9.2006 08:45 Þriðjungur trúir samsæriskenningum Rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulögð af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum, að því er fram kemur í rannsókn háskólans í Ohio. Erlent 11.9.2006 08:15 Fimm ár frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin Í dag eru fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem kostuðu um þrjú þúsund manns lífið. George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í New York í gær. Erlent 11.9.2006 08:00 Blair ræðir ekki við Haniyeh Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, eru báðir tilbúnir til viðræðna um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Tony Blair, forsætisráðherra, hefur á tæpum sólarhring fundað með helstu leiðtogum Ísraela og Palestínumanna og reynt að miðla málum. Hann mun þó ekki funda með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas-liða. Erlent 10.9.2006 19:45 Óttast árásir á Bandaríkin Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Erlent 10.9.2006 19:30 Viðræðum þokar áfram Javier Solana, utanríkisrmálastjóri Evrópusambandsins, og Ari Larijani, aðal samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segja fundi sína í Vínarborg í dag og í gær hafa skilað nokkrum árangri. Stjórnmálaskýrendur segja þessa fundaröð síðasta tækifæri Írana til að koma í veg fyrir refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Erlent 10.9.2006 15:05 Kosið í Svartfjallalandi Kjósendur í Svartfjallalandi, nýjasta ríki heims, ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér þing. Það er í fyrsta sinn frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Serbíu fyrr á þessu ári. Erlent 10.9.2006 12:00 Páfi messar í München Hópur fólks safnaðist saman í útjaðri München í morgun til að hlýða á messu Benedikts páfa sextánda úti undir berum himni. Páfi er nú í heimsókn í Þýskalandi, nánar tiltekið á heimaslóðum í Bæjaralandi. Erlent 10.9.2006 11:30 Ekki fleirum bjargað úr gullnámu í Síberíu 25 námamenn hafa nú fundist látnir í gullnámu í Síberíu. Eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn og við það losnuðu eiturgufur. Eldurinn var slökktur nokkrum klukkustundum eftir að hann kviknaði en þá sátu 33 námamenn fastir í námunni. 8 var bjargað í gær. Erlent 10.9.2006 11:00 Blair hittir Olmert og Abbas Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er í Jerúsalem til viðræðan um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann átt í gærkvöldi fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og í morgun ræddi hann við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Olmert segist tilbúinn til viðræðna við Abbas jafnvel þótt ísraelskur hermaður, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan snemma í sumar, verði ekki látinn laus. fyrir þann tíma. Erlent 10.9.2006 10:30 Farmurinn vegur 17,5 tonn Geimskutlunni Atlantis var loksins skotið á loft í gær með sex geimfara innanborðs. Leiðangurinn heldur til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en þetta er fyrsta geimskotið þangað frá því að geimskutlan Columbia fórst á leið þaðan til jarðar í febrúar árið 2003. Sjö geimfarar fórust í slysinu sem átti sér stað sextán mínútum fyrir áætlaðan lendingartíma. Erlent 10.9.2006 08:00 Barði konu með dauðum hundi Kona á fertugsaldri hefur verið fundin sek um að slá aðra konu ítrekað í höfuðið með dauðum chihuahua-hundi. Konan, Lisa Hopfer, gæti átt yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsisdóm fyrir árásina. Þetta kemur fram á vef bandaríska dagblaðsins St. Lois Today. Erlent 10.9.2006 07:45 Hræðsla við íslamska trú Tveir glæpir voru framdir með hryðjuverkaárárunum á Bandaríkin þann 11. september árið 2001 að sögn Mohammads Khatami, fyrrverandi Íransforseta. Þúsundir almennra borgarar voru myrtir og glæpurinn síðan sagður framinn í nafni múhameðstrúar. Erlent 10.9.2006 07:30 « ‹ ›
Stríðinu ekki lokið Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gærkvöldi Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverkamenn og sagði hann stríðinu gegn þeim ekki lokið. Bush ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í tilefni þess að fimm ár voru í gær liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Erlent 12.9.2006 08:15
Hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus All bendir til þess að hryðjuverkaárás hafi verið gerð á sendiráð Bandaríkjamanna í miðborg Damascus í Sýrlandi í morgun. Sýrlenskar öryggissveitir hafa umkringt bygginguna og að sögn Reuters fréttastofunnar má sjá svartan reyk leggja frá byggingunni auk þess sem heyra megi skothríð í næsta nágrenni við hana. Erlent 12.9.2006 08:00
Segir stríðinu gegn hryðjuverkum ekki lokið Bush Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverk og sagði hann stríðinu ekki lokið. Bush sagði í ræðu sinni, sem hann hélt í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, að Bandaríkjamenn þyrftu að setja ágreiningsmál sín til hliðar til að geta einbeitt sér að sigri í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush sagði stríðinu ekki lokið og sigur myndi krefjast þess að Bandaríkjamenn legðust á eitt. Erlent 11.9.2006 22:50
Páfinn heimsækir fæðingabæ sinn Benedikt páfi sextándi kom í dag til fæðingabæjar síns Marktl í Þýsklandi. Páfi hóf heimsókn sína um Þýskaland um helgina og fagnaði fjöldi fólks honum þegar hann kom í fæðingarbæ sinn í dag. Páfinn tók sér góðan tíma í að heilsa þeim sem safnast höfðu saman. Fyrr í dag messaði páfi í Altoetting þar sem sjötíu þúsund manns hlýddu á hann. Við messuna sagði hann mikilvægt almenningur gleymdi ekki kristilegum gildum. Ferð páfa um Þýskaland stendur í sex daga. Erlent 11.9.2006 22:45
Skip ferst með 30 manns í Indlandshafi Yfir þrjátíu manns er saknað eftir að skip fórst milli Madagaskar og Comros í Indlandshafi. Yfirvöld á Madagaskar segja að yfir fimmtíu manns hafi verið um borð í skipinu og tekist hafi að bjarga um tuttugu. Áhöfn á frönsku skipi var sú fyrsta á staðinn en björgunaraðgerðir standa yfir. Erlent 11.9.2006 22:24
Fimm ár frá hryðjuverkunum 11. september 2001 Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Erlent 11.9.2006 18:59
Samkomulag um myndun þjóðstjórnar Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir samkomulag hafa tekist við Hamas-samtökin um skipan eins konar þjóðstjórnar Palestínumanna. Fulltrúar Hamas hafa staðfest þetta en ekki er vitað með vissu hvað felst í samkomulaginu utan þess að fulltrúar bæði Hamas og Fatah-fylkingar forsetans munu eiga sæti í heimastjórninni. Erlent 11.9.2006 14:45
Sex látnir eftir sprengingu í jarðarför í Afganistan Að minnsta kosti sex lögreglumenn týndu lífi og sextán særðust í sjálfsvígssprengjuárás á syrgjendur við jarðarför í Suðvestur-Afganistan í dag. Verið var að bera heraðsstjóra til grafar en hann féll í annarri sjálfsvígssprengjuárás í gær. Erlent 11.9.2006 13:15
Hvatt til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum Næstráðandi hjá al Kaída hryðjuverkasamtökunum hvetur til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum og bandarískum hagsmunum í nýju myndbandi sem birt var í dag. Upptaka af leiðtoga samtakanna, Osama bin Laden, sem sögð er tekin skömmu fyrir hryðjuverkárásirnar ellefta september 2001 var einnig birt í dag. Erlent 11.9.2006 13:00
Flugvél BA nauðlent í Brussel vegna gruns um eld Nauðlenda varð flugvél British Airways flugfélagsins, sem var á leið frá Lundúnum til Frankfurt í Þýskalandi, í Brussel í Belgíu í gærkvöldi þar sem grunur lék á að eldur hefði kviknað um borð. Erlent 11.9.2006 11:30
Önnur réttarhöld yfir Hussein hafin Önnur réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, hófust á ný í Bagdad í morgun. Í þessu máli er Hussein, ásamt sex öðrum, ákærður fyrir þjóðarmorð á Kúrdum í Norður-Írak á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 11.9.2006 11:00
Vonir um skipan samsteypustjórnar Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, tilkynnti í morgun að hann gerði sér vonir um að innan skamms yrði hægt yrði að mynda samsteypustjórn. Sú stjórn yrði skipuð bæði Hamas-liðum og fulltrúum Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Erlent 11.9.2006 10:30
Mótmælendur gripu til ofbeldis í Santiago Lögregla í Chile þurfti að grípa til táragass til að dreyfa hópi mótmælenda í höfuðborginni Santiago í gær. Fólk hafði safnast þar saman til að minnast þess að í gær voru 33 ár liðin frá valdatöku einræðisherrans Augusto Pinochets. Erlent 11.9.2006 10:15
Blair kominn til Líbanons Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun til Líbanons. Þar átti hann fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons. Þingforseti landsins, sem er náinn bandamaður Hizbollah, átti að funda með Blair, en fór frá Beirút skömmu áður, að því er virðist til að snupra Blair. Erlent 11.9.2006 09:47
Ferjuslys í Helsingør Fjórir slösuðust lítils háttar þegar tvær ferjur rákust saman í höfninni í Helsingør í Danmörku í morgun. Þétt þoka lá yfir höfninni í morgun og sáu skipstjórar ferjanna hvorugur hina ferjuna. Ferjurnar sigla báðar milli Danmerkur og Svíþjóðar en minni ferjan er mikið skemmd. Erlent 11.9.2006 09:30
Nýtt myndband frá al Qaeda Tvær myndbandsupptökur sem birtar voru á netinu í gærkvöldi eru sagðar sýna Osama bin Laden, leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar sem hann hittir aðra stjórnendur í fjallahéraði í óþekktu landi. Svo virðist sem verið sé að leggja á ráðin um árásirnar á New York og Washington fyrir fimm árum. Erlent 11.9.2006 09:30
Staðfest sprengiefni í Vollsmose Efnafræðirannsókn hefur staðfest að efni sem fannst við húsleit í Vollsmose í Danmörku, þegar níu menn voru handteknir, er heimatilbúið sprengiefni. Berlingske Tidende segir frá því í dag að skýrsla dönsku Efnafræðirannsóknastofnunarinnar um sprengiefnið hafi fundist á fjúki í Háskólagarðinum fyrir utan stofnunina. Erlent 11.9.2006 09:00
Bráðabirgðastjórnin sögð hafa haldið velli Milo Djukanovic, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Svartfjallalands, lýsti í gærkvöldi yfir sigri í þingkosningum sem fóru fram í landinu í gær, þeim fyrstu frá því landið hlaut sjálfstæði fyrr í sumar. Erlent 11.9.2006 08:45
Þriðjungur trúir samsæriskenningum Rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulögð af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum, að því er fram kemur í rannsókn háskólans í Ohio. Erlent 11.9.2006 08:15
Fimm ár frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin Í dag eru fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem kostuðu um þrjú þúsund manns lífið. George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í New York í gær. Erlent 11.9.2006 08:00
Blair ræðir ekki við Haniyeh Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, eru báðir tilbúnir til viðræðna um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Tony Blair, forsætisráðherra, hefur á tæpum sólarhring fundað með helstu leiðtogum Ísraela og Palestínumanna og reynt að miðla málum. Hann mun þó ekki funda með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas-liða. Erlent 10.9.2006 19:45
Óttast árásir á Bandaríkin Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Erlent 10.9.2006 19:30
Viðræðum þokar áfram Javier Solana, utanríkisrmálastjóri Evrópusambandsins, og Ari Larijani, aðal samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segja fundi sína í Vínarborg í dag og í gær hafa skilað nokkrum árangri. Stjórnmálaskýrendur segja þessa fundaröð síðasta tækifæri Írana til að koma í veg fyrir refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Erlent 10.9.2006 15:05
Kosið í Svartfjallalandi Kjósendur í Svartfjallalandi, nýjasta ríki heims, ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér þing. Það er í fyrsta sinn frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Serbíu fyrr á þessu ári. Erlent 10.9.2006 12:00
Páfi messar í München Hópur fólks safnaðist saman í útjaðri München í morgun til að hlýða á messu Benedikts páfa sextánda úti undir berum himni. Páfi er nú í heimsókn í Þýskalandi, nánar tiltekið á heimaslóðum í Bæjaralandi. Erlent 10.9.2006 11:30
Ekki fleirum bjargað úr gullnámu í Síberíu 25 námamenn hafa nú fundist látnir í gullnámu í Síberíu. Eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn og við það losnuðu eiturgufur. Eldurinn var slökktur nokkrum klukkustundum eftir að hann kviknaði en þá sátu 33 námamenn fastir í námunni. 8 var bjargað í gær. Erlent 10.9.2006 11:00
Blair hittir Olmert og Abbas Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er í Jerúsalem til viðræðan um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann átt í gærkvöldi fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og í morgun ræddi hann við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Olmert segist tilbúinn til viðræðna við Abbas jafnvel þótt ísraelskur hermaður, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan snemma í sumar, verði ekki látinn laus. fyrir þann tíma. Erlent 10.9.2006 10:30
Farmurinn vegur 17,5 tonn Geimskutlunni Atlantis var loksins skotið á loft í gær með sex geimfara innanborðs. Leiðangurinn heldur til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en þetta er fyrsta geimskotið þangað frá því að geimskutlan Columbia fórst á leið þaðan til jarðar í febrúar árið 2003. Sjö geimfarar fórust í slysinu sem átti sér stað sextán mínútum fyrir áætlaðan lendingartíma. Erlent 10.9.2006 08:00
Barði konu með dauðum hundi Kona á fertugsaldri hefur verið fundin sek um að slá aðra konu ítrekað í höfuðið með dauðum chihuahua-hundi. Konan, Lisa Hopfer, gæti átt yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsisdóm fyrir árásina. Þetta kemur fram á vef bandaríska dagblaðsins St. Lois Today. Erlent 10.9.2006 07:45
Hræðsla við íslamska trú Tveir glæpir voru framdir með hryðjuverkaárárunum á Bandaríkin þann 11. september árið 2001 að sögn Mohammads Khatami, fyrrverandi Íransforseta. Þúsundir almennra borgarar voru myrtir og glæpurinn síðan sagður framinn í nafni múhameðstrúar. Erlent 10.9.2006 07:30