Erlent Maður ákærður vegna mannráns í Belgíu Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, 7 og 10 ára. Stúlkurnar, sem eru stjúpsystur, hurfu úr götuveislu í borginni Liege seint á laugardagskvöldið og hefur þeirra verið leitað síðan, án árangurs. Erlent 15.6.2006 11:45 41 sprenging í Tælandi Að minnsta kosti tveir féllu og sextán særðust þegar sprengjur sprungu á um fjörutíu mismunandi stöðum á Tælandi snemma í morgun. Sprengjunum hafi verið komið fyrir víðsvegar í þremur héruðum í suðurhluta landsins þar sem múslimar eru í meirihluta. Erlent 15.6.2006 11:30 Taylor verður fangelsaður í Bretlandi Bretar hafa lofað því að fangelsa Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu, verði hann sakfelldur fyrir stríðsglæpi. Þar með verður hægt að hefja réttarhöld yfir Taylor fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Taylor er nú í haldi í Sierra Leone, nágrannaríki Líberu. Erlent 15.6.2006 11:15 Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar funda Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar hittust í gær á aðalfundi stofnunarinnar. Nokkur stærstu lönd í mið- og Austur-Asíu eiga aðild að stofnuninni, Kína, Rússland, Tajikistan, Kasakstan, Kyrgistan og Úsbekistan. Búist er við að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, eigi tvíhliða fundi með Kína og Rússlandi um afstöðu þeirra til kjarnorkudeilu Vesturveldanna við Íran. Erlent 15.6.2006 11:00 Skotárás í Karachi Þrír féllu og tveir særðust þegar byssumenn réðust á bifreið á vegum pakistönsku lögreglunnar í hafnarborginni Karachi í morgun. Meðal þeirra sem féllu var einn yfirmanna fangelsismála í borginni. Erlent 15.6.2006 10:45 Heimsmeistarakeppni vélmenna Það er um fátt annað talað en heimsmeistarakeppnina í fótbolta, og því fer ekki hátt að það er önnur heimsmeistarakeppni sem fer fram þessa dagana, einnig í Þýskalandi. Í óformlegri heimsmeistarakeppni sem nefnist Robocup eru keppendurnir ekki mennskir og ekki einu sinni lifandi, heldur vélmenni með gervigreind. Erlent 15.6.2006 10:30 Sprenging í Istanbúl Sprengja sprakk í miðbæ Istanbúl í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu fyrir utan stoppistöð strætisvagna. Þrír eru taldir slasaðir en ekki er vitað hversu illa. Erlent 15.6.2006 09:15 Hamas-samtökin sökuð um glæpi gegn Palestínumönnum Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatha-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stýra sjálfsstjórnarsvæðunum. Dahlan hefur mikil áhrif innan Fatha-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári. Erlent 15.6.2006 08:56 Síamstvíburar aðskildir Tæplega sólarhringslangri aðgerð sem gerð var til að aðskilja síamstvíbura lauk í nótt. Aðgerðin þykir hafa heppnast vel en hún var gerð á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. Erlent 15.6.2006 08:15 Átök milli fótboltaáhugamanna í Dortmund Þýska lögreglan handtók í gær nokkur hundruð knattspyrnuáhugamenn eftir að til átaka kom milli þeirra. Fyrstu fimm dagar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu höfðu farið friðsamlega fram. Í gær sauð hins vegar upp úr hjá stuðningsmönnum Þjóðverja og Pólverja fyrir leik liðanna sem fram fór í Dortmund. Upptök slagsmálanna virðist mega rekja til aðgerða lögreglu sem skyggði á sjónvörp sem knattspyrnuáhugamenn voru að reyna að fylgjast með. Alls handtók lögreglan um þrjúhundruð manns. Erlent 15.6.2006 07:30 Menn verða að flytja út í geim Örlög mannkynsins gætu ráðist á því hvort við finnum nýja plánetu til að búa á innan hundrað ára, að sögn Stephens Hawking, hins heimsfræga stjarneðlisfræðings. Erlent 15.6.2006 07:15 Eiffelturninn eitt skotmarkanna Franskur dómstóll dæmdi í gær 25 manns í fangelsi fyrir að skipuleggja árásir á Frakkland, en árásirnar áttu að vera hluti af stuðningi við öfgafulla múslima í Tsjetsjeníu. Erlent 15.6.2006 07:15 Fatah sakar Hamas um glæpi gegn almenningi í Palestínu Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatah-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stjórna Palestínu. Dahlan þykir hafa mikil áhrif innan Fatah-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári. Í gær ruddust tugir Palestínumanna inn í palestínska þingið og réðust á þingmenn Hamas-hreyfingarinnar til að mótmæla því að hafa ekki fengið laun sín greidd í rúma þrjá mánuði. Erlent 15.6.2006 07:15 Aftur ráðist á þinghúsið í Palestínu Palestínskur þingmaður Hamas-samtakanna lagði í gær á flótta undan mótmælendum, sem líklega aðhyllast Fatah-samtökin. Ósætti milli hreyfinganna eykst daglega. Sló í brýnu milli manna í þinghúsinu. Erlent 15.6.2006 07:00 7 tonn af grasi Mexíkóskir hermenn fundu á þriðjudag nærri sjö tonn af marijúana í tankbíl við landamæri Bandaríkjanna. Bíllinn var stöðvaður við venjubundið eftirlit á þjóðvegi. Erlent 15.6.2006 06:45 Harmleikur í uppsiglingu Leikarinn Robert Redford hélt tölu síðstliðinn mánudag á fundi frjálslyndra stjórnmálasamtaka sem kallast Baráttan fyrir framtíð Bandaríkjanna. Erlent 15.6.2006 06:45 Engar refsiaðgerðir í bili Evrópusambandið hefur langtímaáætlun um lýðræðisþróun á Kúbu í smíðum og lýstu utanríkisráðherrar aðildarríkjanna 25 yfir djúpstæðum áhyggjum af bágri stöðu mannréttindamála í eyríkinu á mánudag. Erlent 15.6.2006 06:15 Írak skaðar orðstír Bandaríkjanna Stuðningur almennings í fimmtán löndum heims við stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum hefur dvínað til muna á síðasta ári. Sífellt fleiri Evrópubúar vantreysta George W. Bush Bandaríkjaforseta. Erlent 15.6.2006 06:15 Vitnaleiðslum verjenda lokið Aðaldómarinn í réttarhöldum yfir Saddam Hussein úrskurðaði á þriðjudag að vitnaleiðslum verjenda væri lokið og að ákærendur myndu flytja lokaræðu sína í næstu viku. Erlent 15.6.2006 06:15 Löglegt á ný að selja byssur Dómari í Kaliforníu hefur komist að því að lögbann á sölu skammbyssna, sem samþykkt var af 58 prósentum borgarbúa í San Francisco í nóvember, standist ekki nánari skoðun. Erlent 15.6.2006 06:15 Börn horfa mikið á klám Dönsk börn og unglingar milli tólf ára og tvítugs horfa mikið á klám samkvæmt nýlegri rannsókn í Danmörku, en niðurstöður hennar voru birtar í dönskum fjölmiðlum í vikunni. Erlent 15.6.2006 05:45 Sjúkdómar gætu breiðst út Miklar deilur eru um áætlun Bush-stjórnarinnar um að staðsetja rannsóknarstöð banvænna veira á þéttbýlu svæði við San Fransiskó-flóa. Erlent 15.6.2006 05:00 Upplýst um yfirheyrsluaðferðir Bandaríska varnarmálaráðuneytið ætlar að láta undan miklum þrýstingi frá bandarískum þingmönnum og mannréttindasamtökum og svipta alveg hulunni af tilsögn um hvernig skuli staðið að yfirheyrslum. Erlent 15.6.2006 05:00 Guevara malar gull í Bólivíu Minningu byltingarforingjans Che Guevara á að nýta í anda einkaframtaks og markaðshyggju. Á heimasíðu Reuters-fréttastofunnar er greint frá því að í Bólivíu ætli frumkvöðlar í ferðamannaþjónustu að sækja inn á markað "vinstri-túrisma" með því að leggja vegarslóða sem kenndur verður við dvöl Guevaras í Bólivíu. Erlent 15.6.2006 05:00 Dæmdir fyrir hryðjuverk Þrír menn voru dæmdir í gær fyrir að undirbúa hryðjuverk og ráðast á kjörstað í Svíþjóð. Þetta er önnur sakfellingin síðan ný hryðjuverkalög voru sett á þar í landi árið 2003. Erlent 15.6.2006 04:45 Pakistan Pakistanskir vígamenn eru sagðir hafa hálshöggvið afganskan mann, sem þeir grunuðu um að njósna fyrir Bandaríkjastjórn, og hóta að aðrir sem slíkt geri hljóti sömu örlög. Erlent 15.6.2006 04:30 Neitar að loka Guantanamo Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, neitaði í gær að loka Guantanamo-fangelsinu á Kúbu, en þar segja mannréttindasamtök að fari fram pyntingar og mönnum sé haldið án dóms og laga. Erlent 15.6.2006 04:15 ESB stuðli ekki að pyntingum Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt leiðtoga þjóða Evrópusambandsins til að taka höndum saman gegn ólöglegum fangaflutningum og pyntingum CIA á grunuðum hryðjuverkamönnum. Erlent 15.6.2006 04:00 Líkið flutt Jarðneskar leifar Maríu, konu Alexanders III Rússakeisara, verða fluttar til greftrunar í St. Pétursborg í september. Þær hafa hvílt í Danmörku síðan keisarafrúin lést árið 1928. María flúði Rússland í byltingunni 1917, en 17. júlí 1918 var sonur hennar ásamt fjölskyldu sinni drepinn af bolsévikum. Erlent 15.6.2006 03:45 Loka ber fangabúðunum strax Fimm mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna kölluðu í gær eftir tafarlausri lokun fangabúða Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu. Yfirlýsing þeirra var birt á vef Sameinuðu þjóðanna. Erlent 15.6.2006 03:45 « ‹ ›
Maður ákærður vegna mannráns í Belgíu Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, 7 og 10 ára. Stúlkurnar, sem eru stjúpsystur, hurfu úr götuveislu í borginni Liege seint á laugardagskvöldið og hefur þeirra verið leitað síðan, án árangurs. Erlent 15.6.2006 11:45
41 sprenging í Tælandi Að minnsta kosti tveir féllu og sextán særðust þegar sprengjur sprungu á um fjörutíu mismunandi stöðum á Tælandi snemma í morgun. Sprengjunum hafi verið komið fyrir víðsvegar í þremur héruðum í suðurhluta landsins þar sem múslimar eru í meirihluta. Erlent 15.6.2006 11:30
Taylor verður fangelsaður í Bretlandi Bretar hafa lofað því að fangelsa Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu, verði hann sakfelldur fyrir stríðsglæpi. Þar með verður hægt að hefja réttarhöld yfir Taylor fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Taylor er nú í haldi í Sierra Leone, nágrannaríki Líberu. Erlent 15.6.2006 11:15
Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar funda Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar hittust í gær á aðalfundi stofnunarinnar. Nokkur stærstu lönd í mið- og Austur-Asíu eiga aðild að stofnuninni, Kína, Rússland, Tajikistan, Kasakstan, Kyrgistan og Úsbekistan. Búist er við að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, eigi tvíhliða fundi með Kína og Rússlandi um afstöðu þeirra til kjarnorkudeilu Vesturveldanna við Íran. Erlent 15.6.2006 11:00
Skotárás í Karachi Þrír féllu og tveir særðust þegar byssumenn réðust á bifreið á vegum pakistönsku lögreglunnar í hafnarborginni Karachi í morgun. Meðal þeirra sem féllu var einn yfirmanna fangelsismála í borginni. Erlent 15.6.2006 10:45
Heimsmeistarakeppni vélmenna Það er um fátt annað talað en heimsmeistarakeppnina í fótbolta, og því fer ekki hátt að það er önnur heimsmeistarakeppni sem fer fram þessa dagana, einnig í Þýskalandi. Í óformlegri heimsmeistarakeppni sem nefnist Robocup eru keppendurnir ekki mennskir og ekki einu sinni lifandi, heldur vélmenni með gervigreind. Erlent 15.6.2006 10:30
Sprenging í Istanbúl Sprengja sprakk í miðbæ Istanbúl í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu fyrir utan stoppistöð strætisvagna. Þrír eru taldir slasaðir en ekki er vitað hversu illa. Erlent 15.6.2006 09:15
Hamas-samtökin sökuð um glæpi gegn Palestínumönnum Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatha-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stýra sjálfsstjórnarsvæðunum. Dahlan hefur mikil áhrif innan Fatha-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári. Erlent 15.6.2006 08:56
Síamstvíburar aðskildir Tæplega sólarhringslangri aðgerð sem gerð var til að aðskilja síamstvíbura lauk í nótt. Aðgerðin þykir hafa heppnast vel en hún var gerð á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. Erlent 15.6.2006 08:15
Átök milli fótboltaáhugamanna í Dortmund Þýska lögreglan handtók í gær nokkur hundruð knattspyrnuáhugamenn eftir að til átaka kom milli þeirra. Fyrstu fimm dagar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu höfðu farið friðsamlega fram. Í gær sauð hins vegar upp úr hjá stuðningsmönnum Þjóðverja og Pólverja fyrir leik liðanna sem fram fór í Dortmund. Upptök slagsmálanna virðist mega rekja til aðgerða lögreglu sem skyggði á sjónvörp sem knattspyrnuáhugamenn voru að reyna að fylgjast með. Alls handtók lögreglan um þrjúhundruð manns. Erlent 15.6.2006 07:30
Menn verða að flytja út í geim Örlög mannkynsins gætu ráðist á því hvort við finnum nýja plánetu til að búa á innan hundrað ára, að sögn Stephens Hawking, hins heimsfræga stjarneðlisfræðings. Erlent 15.6.2006 07:15
Eiffelturninn eitt skotmarkanna Franskur dómstóll dæmdi í gær 25 manns í fangelsi fyrir að skipuleggja árásir á Frakkland, en árásirnar áttu að vera hluti af stuðningi við öfgafulla múslima í Tsjetsjeníu. Erlent 15.6.2006 07:15
Fatah sakar Hamas um glæpi gegn almenningi í Palestínu Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatah-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stjórna Palestínu. Dahlan þykir hafa mikil áhrif innan Fatah-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári. Í gær ruddust tugir Palestínumanna inn í palestínska þingið og réðust á þingmenn Hamas-hreyfingarinnar til að mótmæla því að hafa ekki fengið laun sín greidd í rúma þrjá mánuði. Erlent 15.6.2006 07:15
Aftur ráðist á þinghúsið í Palestínu Palestínskur þingmaður Hamas-samtakanna lagði í gær á flótta undan mótmælendum, sem líklega aðhyllast Fatah-samtökin. Ósætti milli hreyfinganna eykst daglega. Sló í brýnu milli manna í þinghúsinu. Erlent 15.6.2006 07:00
7 tonn af grasi Mexíkóskir hermenn fundu á þriðjudag nærri sjö tonn af marijúana í tankbíl við landamæri Bandaríkjanna. Bíllinn var stöðvaður við venjubundið eftirlit á þjóðvegi. Erlent 15.6.2006 06:45
Harmleikur í uppsiglingu Leikarinn Robert Redford hélt tölu síðstliðinn mánudag á fundi frjálslyndra stjórnmálasamtaka sem kallast Baráttan fyrir framtíð Bandaríkjanna. Erlent 15.6.2006 06:45
Engar refsiaðgerðir í bili Evrópusambandið hefur langtímaáætlun um lýðræðisþróun á Kúbu í smíðum og lýstu utanríkisráðherrar aðildarríkjanna 25 yfir djúpstæðum áhyggjum af bágri stöðu mannréttindamála í eyríkinu á mánudag. Erlent 15.6.2006 06:15
Írak skaðar orðstír Bandaríkjanna Stuðningur almennings í fimmtán löndum heims við stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum hefur dvínað til muna á síðasta ári. Sífellt fleiri Evrópubúar vantreysta George W. Bush Bandaríkjaforseta. Erlent 15.6.2006 06:15
Vitnaleiðslum verjenda lokið Aðaldómarinn í réttarhöldum yfir Saddam Hussein úrskurðaði á þriðjudag að vitnaleiðslum verjenda væri lokið og að ákærendur myndu flytja lokaræðu sína í næstu viku. Erlent 15.6.2006 06:15
Löglegt á ný að selja byssur Dómari í Kaliforníu hefur komist að því að lögbann á sölu skammbyssna, sem samþykkt var af 58 prósentum borgarbúa í San Francisco í nóvember, standist ekki nánari skoðun. Erlent 15.6.2006 06:15
Börn horfa mikið á klám Dönsk börn og unglingar milli tólf ára og tvítugs horfa mikið á klám samkvæmt nýlegri rannsókn í Danmörku, en niðurstöður hennar voru birtar í dönskum fjölmiðlum í vikunni. Erlent 15.6.2006 05:45
Sjúkdómar gætu breiðst út Miklar deilur eru um áætlun Bush-stjórnarinnar um að staðsetja rannsóknarstöð banvænna veira á þéttbýlu svæði við San Fransiskó-flóa. Erlent 15.6.2006 05:00
Upplýst um yfirheyrsluaðferðir Bandaríska varnarmálaráðuneytið ætlar að láta undan miklum þrýstingi frá bandarískum þingmönnum og mannréttindasamtökum og svipta alveg hulunni af tilsögn um hvernig skuli staðið að yfirheyrslum. Erlent 15.6.2006 05:00
Guevara malar gull í Bólivíu Minningu byltingarforingjans Che Guevara á að nýta í anda einkaframtaks og markaðshyggju. Á heimasíðu Reuters-fréttastofunnar er greint frá því að í Bólivíu ætli frumkvöðlar í ferðamannaþjónustu að sækja inn á markað "vinstri-túrisma" með því að leggja vegarslóða sem kenndur verður við dvöl Guevaras í Bólivíu. Erlent 15.6.2006 05:00
Dæmdir fyrir hryðjuverk Þrír menn voru dæmdir í gær fyrir að undirbúa hryðjuverk og ráðast á kjörstað í Svíþjóð. Þetta er önnur sakfellingin síðan ný hryðjuverkalög voru sett á þar í landi árið 2003. Erlent 15.6.2006 04:45
Pakistan Pakistanskir vígamenn eru sagðir hafa hálshöggvið afganskan mann, sem þeir grunuðu um að njósna fyrir Bandaríkjastjórn, og hóta að aðrir sem slíkt geri hljóti sömu örlög. Erlent 15.6.2006 04:30
Neitar að loka Guantanamo Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, neitaði í gær að loka Guantanamo-fangelsinu á Kúbu, en þar segja mannréttindasamtök að fari fram pyntingar og mönnum sé haldið án dóms og laga. Erlent 15.6.2006 04:15
ESB stuðli ekki að pyntingum Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt leiðtoga þjóða Evrópusambandsins til að taka höndum saman gegn ólöglegum fangaflutningum og pyntingum CIA á grunuðum hryðjuverkamönnum. Erlent 15.6.2006 04:00
Líkið flutt Jarðneskar leifar Maríu, konu Alexanders III Rússakeisara, verða fluttar til greftrunar í St. Pétursborg í september. Þær hafa hvílt í Danmörku síðan keisarafrúin lést árið 1928. María flúði Rússland í byltingunni 1917, en 17. júlí 1918 var sonur hennar ásamt fjölskyldu sinni drepinn af bolsévikum. Erlent 15.6.2006 03:45
Loka ber fangabúðunum strax Fimm mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna kölluðu í gær eftir tafarlausri lokun fangabúða Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu. Yfirlýsing þeirra var birt á vef Sameinuðu þjóðanna. Erlent 15.6.2006 03:45