Erlent Kjósendur hvattir til að refsa Gyurcsany í sveitarstjórnakosningum Sveitarstjórnarkosningar verða í Ungverjalandi um helgina. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa hvatt kjósendur til að nýta tækifærið og láta í ljósi skoðun sína á Gyurcsany forsætisráðherra, en hann viðurkenndi á dögunum að hafa logið blákalt að þjóðinni um stöðu efnahagsmála til að sigra í þingkosningunum í apríl. Erlent 30.9.2006 10:45 Segir Bush hafa tapað hryðjuverkastríðinu Bush Bandaríkjaforseta er lyginn og honum hefur mistekist að sigra í stríðinu við al-Qaida. Þetta sagði Ayman al-Zawahri, næst æðsti maður al-Qaida samtakanna í myndbandsupptöku sem birt var í gær. Erlent 30.9.2006 10:15 Útgöngubann í Írak Stjórnvöld í Írak hafa ætla að setja á útgöngubann í Bagdad höfuðborg landsins á morgun. Í yfirlýsingu sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, gaf út segir að útgöngubannið gildi frá miðnætti til klukkan 18:00 á morgun. Erlent 29.9.2006 23:39 Börn ekki undanþegin dauðarefsingu Börn undir átján ára aldri eiga alltaf að vera undanþegin dauðarefsingu að mati mannréttindasérfræðings Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur ofbeldi gegn börnum. Einnig eiga þeir sem frömdu glæp þegar þeir voru undir átján ára aldri að vera undanþegnir dauðarefsingu. Kína, Pakistan og Íran hafa á síðstu þremur árum tekið dæmda glæpamenn yngri en átján ára af lífi. Erlent 29.9.2006 22:07 Verðbólga í evrulöndunum lækkar Verðbólga í evrulöndunum tólf lækkaði í september. Hún mældist 1,8% á síðust tólf mánuðum en þetta er minnsti verðbólguhraði á evrusvæðinu frá því í mars 2004. Vegvísir Landsbankans greinir frá þessu og jafnframt að verðbólgan sé nú komin undir 2% viðmiðunarmörk Seðlabanka Evrópu. Erlent 29.9.2006 21:52 Vill að Bush viðurkenni ósigur sinn Bush Bandaríkjaforseta er lyginn og honum hefur mistekist að sigra stríðið við Al-Kaída, þetta sagði Ayman al-Zawahri, næst æðsti maður Al-Kaída samtakanna, í myndbandsupptöku sem birt var í dag. Erlent 29.9.2006 20:47 Amnesty ætla að berjast fyrir afnámi nýrra hryðjuverkalaga Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti umdeilt frumvarp um meðferð grunaðra hryðjuverkamanna í gær, og felldi breytingatillögu þess efnis að allir þeir sem eru í haldi geti farið með mál sitt fyrir dómstóla. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa þegar tilkynnt að þau muni berjast fyrir afnámi laganna, sem þau telja gefa grænt ljós á pyntingar og önnur mannréttindabrot. Erlent 29.9.2006 19:19 Ramadan hafin Ramadan, helgimánuður múslima, hófst í dag. Þúsundir múslima héldu til bæna í Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem en trúræknir múslimar fasta allan Ramadan-mánuðinn frá sólarupprás til sólarlags og eyða miklum tíma í moskum. Erlent 29.9.2006 19:12 Hótar Rússum Erlent 29.9.2006 16:03 Prestar stálu milljónum Tveir kaþólskir prestar hafa verið sakaðir um að stela milljónum dollara frá safnaðarmeðlimum sínum í Palm Beach í Bandaríkjunum. John Skehan er 79 ára og kominn á eftirlaunaaldur. Hann er sakaður um þjófnað, en lögreglan leitar enn að séra Francis Guinan, sem ekki hefur spurst til frá því í byrjun vikunnar. Erlent 29.9.2006 13:26 Hvíta húsið lokar á Ali G Breska grínleikaranum Sacha Baron Cohen, einnig þekktum sem Ali G, hefur verið bannaður aðgangur að Hvíta húsinu í Washington. Cohen reyndi að komast þar inn í þeim tilgangi að bjóða George Bush miða á nýjustu kvikmynd sína sem fjallar um Borat frá Kasakstan. Erlent 29.9.2006 13:05 Leirgos á Jövu Erlent 29.9.2006 11:35 Mannskæð bílsprengja hjá Tel Aviv Erlent 29.9.2006 11:06 Mágur dómara í máli Saddams drepinn Erlent 29.9.2006 10:46 Fangafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta samþykkt Erlent 29.9.2006 08:13 Ágreiningur um Írak innan Hvíta hússins Bush Bandaríkjaforseti hafði að engu viðvaranir eins helsta ráðgjafa síns í málefnum Írak strax haustið 2003, þegar hann honum var tjáð að þörf væri á allt að 40.000 bandarískra hermönnum til viðbótar til að bæla niður uppreisnina gegn hernáminu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bók stjörnublaðamannsins Bob Woodward á Washington Post, sem kemur út á mánudaginn. Erlent 29.9.2006 07:53 Fyrsti kvenkyns geimferðalangurinn lent heilu og höldnu Erlent 29.9.2006 07:36 Hryðjuverkafrumvarp Bush komið í gegnum þingið Öldungardeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur að því hversu langt má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig sækja má meinta erlenda hryðjuverkamenn til saka. Bush á nú aðeins eftir að skrifa undir lögin svo þau öðlist gildi. Erlent 28.9.2006 23:27 Kosið í Zambíu Kjósendur fjölmenntu á kjörstaði í Zambíu í dag. Í þessum fjórðu almennu kosningum, sem haldnar eru frá því eins stjórnmálaflokkskerfi í landinu var rofið árið 1991, var meðal annars kosið um nýjan forseta og hundrað og fimmtíu þingsæti. Yfir fjórar milljónir manna skráðu sig til að taka þátt í kosningunum. Erlent 28.9.2006 22:48 Tengsl milli neyslu sykurdrykkja og ofvirkni Neysla sykurdrykkja eykur hættu á andlegum heilsufarslegum vandamálum. Ný rannsókn sem gerð á unglingum í Osló í Noregi sýndir að eftir því sem unglingar neyta meira af sykurdrykkjum þeim mun meiri hætta er á að þeir þjáist af ofvirkni eða stressi. Erlent 28.9.2006 21:06 Sjálfsmorðum fækkar í Bandaríkjunum Sjálfsmorðum fer fækkandi í Bandaríkjunum ef marka má nýja rannsókn sem birt var þar í landi í dag. Þar kemur fram að tíðni sjálfsmorða meðal aldraðra og ungra hefur lækkað nokkuð stöðugt síðan á 9. áratugnum. Rannsóknin gefur í skyn að ný þunglyndislyf auka ekki líkur á sjálfvígum líkt og haldið hefur verið fram. Erlent 28.9.2006 19:30 Tveggja-Jagúara Prescott hættir Erlent 28.9.2006 16:54 NATO tekur við öllu Afganistan Erlent 28.9.2006 16:28 Saklaus maður pyntaður í heilt ár Erlent 28.9.2006 16:16 Reykingabann í Frakklandi frá áramótum Reykingar verða bannaðar á opinberum stöðum í Frakklandi frá og með næstu áramótum. Þessu lýsti heilbrigðisráðherra landsins, Xavier Bertrand, yfir í blaðaviðtali í dag. Þar sagði hann ekki lengur spurningu hvort heldur hvenær og hvernig banni verði komið á og 1. janúar væri sú dagsetning sem hann miðaði við. Erlent 28.9.2006 16:06 Stjórnmálaflokkur kærður fyrir kynþáttafordóma Erlent 28.9.2006 15:52 Útlendingar falla í Írak Erlent 28.9.2006 15:09 Rússar reiðir Erlent 28.9.2006 14:31 Græða vel á líflátnum föngum Erlent 28.9.2006 14:08 Rússar hóta Shell Háttsettur talsmaður rússneska umhverfisráðuneytisins herti í dag árásir á Shell-olíufélagið sem er að undirbúa olíu- og gasvinnslu á Shakali-eyju sem tilheyrir Rússlandi. Erlent 28.9.2006 13:26 « ‹ ›
Kjósendur hvattir til að refsa Gyurcsany í sveitarstjórnakosningum Sveitarstjórnarkosningar verða í Ungverjalandi um helgina. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa hvatt kjósendur til að nýta tækifærið og láta í ljósi skoðun sína á Gyurcsany forsætisráðherra, en hann viðurkenndi á dögunum að hafa logið blákalt að þjóðinni um stöðu efnahagsmála til að sigra í þingkosningunum í apríl. Erlent 30.9.2006 10:45
Segir Bush hafa tapað hryðjuverkastríðinu Bush Bandaríkjaforseta er lyginn og honum hefur mistekist að sigra í stríðinu við al-Qaida. Þetta sagði Ayman al-Zawahri, næst æðsti maður al-Qaida samtakanna í myndbandsupptöku sem birt var í gær. Erlent 30.9.2006 10:15
Útgöngubann í Írak Stjórnvöld í Írak hafa ætla að setja á útgöngubann í Bagdad höfuðborg landsins á morgun. Í yfirlýsingu sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, gaf út segir að útgöngubannið gildi frá miðnætti til klukkan 18:00 á morgun. Erlent 29.9.2006 23:39
Börn ekki undanþegin dauðarefsingu Börn undir átján ára aldri eiga alltaf að vera undanþegin dauðarefsingu að mati mannréttindasérfræðings Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur ofbeldi gegn börnum. Einnig eiga þeir sem frömdu glæp þegar þeir voru undir átján ára aldri að vera undanþegnir dauðarefsingu. Kína, Pakistan og Íran hafa á síðstu þremur árum tekið dæmda glæpamenn yngri en átján ára af lífi. Erlent 29.9.2006 22:07
Verðbólga í evrulöndunum lækkar Verðbólga í evrulöndunum tólf lækkaði í september. Hún mældist 1,8% á síðust tólf mánuðum en þetta er minnsti verðbólguhraði á evrusvæðinu frá því í mars 2004. Vegvísir Landsbankans greinir frá þessu og jafnframt að verðbólgan sé nú komin undir 2% viðmiðunarmörk Seðlabanka Evrópu. Erlent 29.9.2006 21:52
Vill að Bush viðurkenni ósigur sinn Bush Bandaríkjaforseta er lyginn og honum hefur mistekist að sigra stríðið við Al-Kaída, þetta sagði Ayman al-Zawahri, næst æðsti maður Al-Kaída samtakanna, í myndbandsupptöku sem birt var í dag. Erlent 29.9.2006 20:47
Amnesty ætla að berjast fyrir afnámi nýrra hryðjuverkalaga Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti umdeilt frumvarp um meðferð grunaðra hryðjuverkamanna í gær, og felldi breytingatillögu þess efnis að allir þeir sem eru í haldi geti farið með mál sitt fyrir dómstóla. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa þegar tilkynnt að þau muni berjast fyrir afnámi laganna, sem þau telja gefa grænt ljós á pyntingar og önnur mannréttindabrot. Erlent 29.9.2006 19:19
Ramadan hafin Ramadan, helgimánuður múslima, hófst í dag. Þúsundir múslima héldu til bæna í Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem en trúræknir múslimar fasta allan Ramadan-mánuðinn frá sólarupprás til sólarlags og eyða miklum tíma í moskum. Erlent 29.9.2006 19:12
Prestar stálu milljónum Tveir kaþólskir prestar hafa verið sakaðir um að stela milljónum dollara frá safnaðarmeðlimum sínum í Palm Beach í Bandaríkjunum. John Skehan er 79 ára og kominn á eftirlaunaaldur. Hann er sakaður um þjófnað, en lögreglan leitar enn að séra Francis Guinan, sem ekki hefur spurst til frá því í byrjun vikunnar. Erlent 29.9.2006 13:26
Hvíta húsið lokar á Ali G Breska grínleikaranum Sacha Baron Cohen, einnig þekktum sem Ali G, hefur verið bannaður aðgangur að Hvíta húsinu í Washington. Cohen reyndi að komast þar inn í þeim tilgangi að bjóða George Bush miða á nýjustu kvikmynd sína sem fjallar um Borat frá Kasakstan. Erlent 29.9.2006 13:05
Ágreiningur um Írak innan Hvíta hússins Bush Bandaríkjaforseti hafði að engu viðvaranir eins helsta ráðgjafa síns í málefnum Írak strax haustið 2003, þegar hann honum var tjáð að þörf væri á allt að 40.000 bandarískra hermönnum til viðbótar til að bæla niður uppreisnina gegn hernáminu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bók stjörnublaðamannsins Bob Woodward á Washington Post, sem kemur út á mánudaginn. Erlent 29.9.2006 07:53
Hryðjuverkafrumvarp Bush komið í gegnum þingið Öldungardeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur að því hversu langt má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig sækja má meinta erlenda hryðjuverkamenn til saka. Bush á nú aðeins eftir að skrifa undir lögin svo þau öðlist gildi. Erlent 28.9.2006 23:27
Kosið í Zambíu Kjósendur fjölmenntu á kjörstaði í Zambíu í dag. Í þessum fjórðu almennu kosningum, sem haldnar eru frá því eins stjórnmálaflokkskerfi í landinu var rofið árið 1991, var meðal annars kosið um nýjan forseta og hundrað og fimmtíu þingsæti. Yfir fjórar milljónir manna skráðu sig til að taka þátt í kosningunum. Erlent 28.9.2006 22:48
Tengsl milli neyslu sykurdrykkja og ofvirkni Neysla sykurdrykkja eykur hættu á andlegum heilsufarslegum vandamálum. Ný rannsókn sem gerð á unglingum í Osló í Noregi sýndir að eftir því sem unglingar neyta meira af sykurdrykkjum þeim mun meiri hætta er á að þeir þjáist af ofvirkni eða stressi. Erlent 28.9.2006 21:06
Sjálfsmorðum fækkar í Bandaríkjunum Sjálfsmorðum fer fækkandi í Bandaríkjunum ef marka má nýja rannsókn sem birt var þar í landi í dag. Þar kemur fram að tíðni sjálfsmorða meðal aldraðra og ungra hefur lækkað nokkuð stöðugt síðan á 9. áratugnum. Rannsóknin gefur í skyn að ný þunglyndislyf auka ekki líkur á sjálfvígum líkt og haldið hefur verið fram. Erlent 28.9.2006 19:30
Reykingabann í Frakklandi frá áramótum Reykingar verða bannaðar á opinberum stöðum í Frakklandi frá og með næstu áramótum. Þessu lýsti heilbrigðisráðherra landsins, Xavier Bertrand, yfir í blaðaviðtali í dag. Þar sagði hann ekki lengur spurningu hvort heldur hvenær og hvernig banni verði komið á og 1. janúar væri sú dagsetning sem hann miðaði við. Erlent 28.9.2006 16:06
Rússar hóta Shell Háttsettur talsmaður rússneska umhverfisráðuneytisins herti í dag árásir á Shell-olíufélagið sem er að undirbúa olíu- og gasvinnslu á Shakali-eyju sem tilheyrir Rússlandi. Erlent 28.9.2006 13:26