Erlent Hvalfriðunarsinnar enn í meirihluta Ríki sem hlynnt eru algerri friðun hvalastofna virðast enn einu sinni vera í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins því nýtingarsinnar töpuðu naumlega atkvæðagreiðslu um veiðar á smáhvelum. Formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum gerir sér engar grillur um að nokkur árangur náist þar. Erlent 16.6.2006 21:00 Stjórnarskrársáttmálinn saltaður Engin niðurstaða fékkst á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Brussel, um hvað gera skuli við umdeildan stjórnarskrársáttmála þess. Erlent 16.6.2006 20:00 Arabi gabbaði Kaupþing Noregi Rúmlega hundrað og tuttugu milljónir króna úr sjóðum Kaupþings í Noregi fóru í súginn eftir að arabískur kaupsýslumaður narraði starfsmenn þess til hlutabréfakaupa. Þótt upphæðin sé ekki há á mælikvarða fyrirtækisins þykir málið hið vandræðalegasta. Erlent 16.6.2006 19:21 Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að andstöðu við aðskilnaðarstefnuna sem síðan leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. Erlent 16.6.2006 17:41 Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður-Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að almennri uppreisn gegn aðskilnaðarstefnunni sem leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. Erlent 16.6.2006 17:17 Stjórnarskrá ESB bíður til 2008 Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í Brussel í Belgíu í morgun að styðja áætlun um að ríki og alþjóðlegar stofnanir tryggi Palestínumönnum fjárstuðning, en sniðgangi um leið heimastjórn Hamas-liða. Leiðtogarnir hafa einnig gefið sér frest til ársins 2008 til að taka ákörðun um framtíð stjórnarskrár sambandsins. Erlent 16.6.2006 13:45 Mannskæð gassprenging í Moskvu Að minnsta kosti tveir létu lífið og sex slösuðust þegar gassprenging varð í fjölbýlishúsi í Moskvu í morgun. Nokkrir veggir hússins hrundu við sprenginguna. 17 slökkvubílar komu þegar á vettvang og 9 björgunarsveitarhópar leita nú í rústum hússins af einhverjum sem þar kunna að liggja. Erlent 16.6.2006 10:15 Batamerki síamstvíburastúlkna Síamstvíburastúlkurnar sem aðskildar voru á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum eru farnar að sýna merki um bata. Læknar eru bjartsýnir á að bati stúlknanna muni ganga að óskum. Stúlkurnar gengust undir tólf tíma aðgerð í fyrradag og í gær og þótti aðgerðin heppanst vel. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. Erlent 16.6.2006 09:00 Möguleg stökkbreyting fuglaflensuveirunnar Nýjasta dæmi fuglaflensusmits í mönnum í Kína bendir til þess að H5N1 veiran hafi stökkbreyst. Veiran virðist nú vera jafn smitandi í heitu veðri og í köldu að sögn heilbrigðisráðherra Hong Kong. H5N1 veirustofninn þrífst best í köldum veðrum á norðurhveli jarðar en í gær bárust fréttir af smiti 31 árs vörubílstjóra. Einnig virðist vera hægt að smitast af fuglaflensunni af fuglum sem sýna engin einkenni smits. Rannsóknir á fuglum á mörkuðum í Kína sem taldir voru heilbrigðir sýndu að um eitt prósent þeirra voru smitaðir af fuglaflensu. Erlent 16.6.2006 08:45 Tveir menn finnast látnir við Merapi-fjall Tveir menn fundust látnir við rætur eldfjallsins Merapi á eyjunni Jövu í Indónesíu í morgun. Mennirnir höfðu leitað skjóls í hálfniðurgröfnu skýli sem hafði grafist undir möl, grjóti og hrauni. Mennirnir létust af völdum hita og var annar mannanna illa brunninn af völdum gufu. Skýlið sjálft var fullt af ösku. Merapi-fjallið hefur gosið öðru hverju í nokkrar vikur en á miðvikudaginn var stórt gos. Björgunarmenn höfðu reynt að komast til mannanna síðan í gær, en annar þeirra var þorpsbúi en hinn meðlimur björgunarsveita. Erlent 16.6.2006 08:15 Norður-Kórea að prófa flaugar sem draga milli heimsálfa Norður-Kóreumenn hafa flýtt undirbúningi að prófun eldflauga sem draga milli heimsálfa segir Bandaríkjastjórn. Sérfræðingar segja að Norður-Kórea hafi yfir að ráða hundruðum flauga, sem stofni Suður-Kóreu og Japan í hættu. Norður-Kóreustjórn naut góðs af samskiptum við Sovétríkin í kalda stríðinu við þróun flaugaáætlunar sinnar. Erlent 16.6.2006 08:00 Ahmadinejad segist vera að skoða tilboð fastra meðlima Öryggisráðsins Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, var spurður um tilboð fastra meðlima Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í opinberri heimsókn í Kína í morgun. Hann sagðist hafa beðið samstarfsfólk sitt að fara yfir tilboðið sem gengur út á hvata og refsiaðgerðir til að fá Íran til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Spurður um helförina og Ísraelsríki sagði Ahmadinejad enga misklíð vera á milli gyðinga, kristinna og múslima. Erlent 16.6.2006 07:45 Fótboltabullur til vandræða Þýska lögreglan stendur í ströngu þessa dagana vegna óláta í fótboltabullum. Hefur hún fengið aðstoð frá pólskum og breskum lögreglumönnum. Erlent 16.6.2006 07:00 Bill Gates að hætta Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, tilkynnti í gær að hann ætli að hætta að sjá um almennan rekstur fyrirtækisins en hann er einn af stofnendum þess. Í staðinn ætlar Gates að nýta tíma sinn í baráttu fyrir bættri heilsu fólks og eflingu menntunar á vegum stofnunar Bill og Melindu Gates. Fyrirtækið tilkynnti að tveggja ára ferli, sem á að tryggja að breytingarnar myndu ganga vel fyrir sig, væri farið í gang. Erlent 16.6.2006 07:00 Rokka upp Evrópulagið Finnskir embættismenn mættu með bunka af dreifimiðum á leiðtogafund Evrópusambandsins og réttu hverjum sem vildi. Erlent 16.6.2006 06:45 Barnaníðingurinn ákærður Lögreglan í Belgíu hefur ákært dæmdan barnaníðing vegna hvarfs tveggja telpna, sjö og tíu ára, en stúlkurnar hurfu á laugardag. Abdallah Ait Oud gaf sig sjálfur fram til lögreglu eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. Hann neitar allri aðild að málinu og belgíska lögreglan er vonlítil um að hann játi nokkuð á sig, nema sönnunargögn finnist. Erlent 16.6.2006 06:45 Hamas-samtökin tilbúin að endurnýja vopnahléssamkomulag við Ísrael Hamas-samtökin hafa lýst yfir vilja Palestínumanna til að endurnýja vopnahléssamkomulag sitt við Ísrael. Talsmaður samtakanna sagði í gær að heimastjórn Hamas vildi sem fyrst sjá vopnahlé á öllu heimastjórnarsvæðinu. Fyrst þyrfti þó Ísraelsher að hætta hernaðaraðgerðum sínum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Hamas lýstu því yfir í síðustu viku að sextán mánaða vopnahlé væri fallið úr gildi eftir að átta Palestínumenn létu lífið í sprengingu á baðströnd. Erlent 16.6.2006 06:45 Lofar að fangelsa Taylor Breska ríkisstjórnin sagði í gær að hún væri tilbúin til að útvega fyrrverandi forseta Líberíu, Charles Taylor, vist í fangelsum Bretlands verði hann fundinn sekur um stríðsglæpi. Erlent 16.6.2006 06:30 Stórt skref í aðskilnaðarátt Líkur eru á því að kjósendur í Katalóníuhéraði samþykki næstkomandi sunnudag áætlun um aukna sjálfstjórn héraðsins. Íhaldsmenn á Spáni leggja þetta að jöfnu við áætlun um sjálfstæði Katalóníu og upplausn Spánar. Upplausn Spánar má reyndar kalla stjórnarskrárbundna, því í stjórnarskrá landsins er kveðið á um að vald ríkisins skuli í áranna rás vera fært æ frekar heim í héruðin. Erlent 16.6.2006 06:15 Viðurkenna Svartfjallaland Ríkisstjórn Serbíu viðurkenndi í gær sjálfstæði Svartfjallalands og tilkynnti að komið yrði á stjórnmálasambandi ríkjanna á milli. Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði og sambandsslitum frá Serbíu hinn 3. júní eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Erlent 16.6.2006 06:00 Mega ekki koma að landi Ráðherra þjóðaröryggismála á karabísku eyjunni St. Kitts tilkynnti að ríkisstjórnin hefði ákveðið að banna skipi Grænfriðunga að koma að landi. Hann neitaði að tjá sig um tilefni hafnbannsins en ákvörðunin var líklega tekin í tilefni fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir á eyjunni. Erlent 16.6.2006 05:45 Múslimar hertaka aðra borg Múslimar hafa hertekið Jowhar, síðustu hernaðarlega mikilvægu borgina sem var á valdi bandalags nokkurra stríðsherra sem eru styrktir af Bandaríkjastjórn. Erlent 16.6.2006 05:30 Hamas vill vopnahlé Hamas-hreyfingin hefur boðist til að koma aftur á vopnahléi, nokkrum dögum eftir að því var slitið í mótmælaskyni við blóðuga sprengingu í Gazasvæðinu sem varð átta Palestínumönnum að bana. Erlent 16.6.2006 05:00 Á þriðja þúsund fallnir 2.500 Bandaríkjamenn hafa nú látið lífið í Írak. Umræður í Bandaríkjunum um stríðið í Írak hafa þótt á jákvæðari nótunum síðustu daga, en víst er að andstæðingar stríðsrekstursins eiga eftir að vekja mikla athygli í fjölmiðlum á nýrri tölu látinna. Erlent 16.6.2006 05:00 Fljótandi kjarnorkuver Áform eru uppi í Rússlandi um að búa til fljótandi kjarnorkuver til að þjóna afskekktum svæðum í norðurhluta Rússlands, segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Umhverfisverndarsinnar í Noregi hafa gagnrýnt áformin. Þeir telja mikla hættu á því að kjarnorkuverið sökkvi. Erlent 16.6.2006 05:00 Börn láta lífið Þriðja hvert dauðsfall vegna astmakasta er hjá börnum með vægt form af sjúkdómnum, samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn sem kynnt var á miðvikudag. Erlent 16.6.2006 04:00 Gefa sér lengri íhugunarfrest Eins árs "íhugunarhlé" sem leiðtogar Evrópusambandsins gáfu sér eftir að franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu stjórnarskrársáttmálanum svonefnda í þjóðaratkvæðagreiðslum í fyrra, er nú formlega að baki. En á leiðtogafundi sem hófst í Brussel í gær munu ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna 25 ákveða að gefa sér eins árs frest til viðbótar til að íhuga hvert framhaldið skuli verða. Erlent 16.6.2006 04:00 10 sjíamúslimar dregnir út úr rútu og skotnir Byssumenn drógu 10 íraska sjíamúslima út úr rútu sem þeir voru í og skutu þá til bana í íraska bænum Baqouba, um 60 kílómetra norðaustur af Bagdad, ekki langt frá þeim stað þar sem al-Zarqawi, fyrrum leiðtogi al-Qaida samtakanna í Írak var skotinn. Erlent 15.6.2006 22:52 Íranar ekki samvinnuþýðir Helsti sendifulltrúi Bandaríkjamanna hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni segir Írana enn neita að veita stofnuninni allar upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína. Sendifulltrúi Írana segir stjórnvöld í Teheran skoða vandlega tilboð Vesturveldanna til lausnar deilunni. Erlent 15.6.2006 13:30 Grunaður um að hafa rænt barnungum stúlkum Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, sjö og tíu ára. Maðurinn hefur tvívegis setið í fangelsi fyrir að hafa misnotað börn. Óttast er um afdrif stúlkanna sem hurfu á föstudagskvöldið. Erlent 15.6.2006 13:15 « ‹ ›
Hvalfriðunarsinnar enn í meirihluta Ríki sem hlynnt eru algerri friðun hvalastofna virðast enn einu sinni vera í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins því nýtingarsinnar töpuðu naumlega atkvæðagreiðslu um veiðar á smáhvelum. Formaður íslensku sendinefndarinnar á fundinum gerir sér engar grillur um að nokkur árangur náist þar. Erlent 16.6.2006 21:00
Stjórnarskrársáttmálinn saltaður Engin niðurstaða fékkst á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Brussel, um hvað gera skuli við umdeildan stjórnarskrársáttmála þess. Erlent 16.6.2006 20:00
Arabi gabbaði Kaupþing Noregi Rúmlega hundrað og tuttugu milljónir króna úr sjóðum Kaupþings í Noregi fóru í súginn eftir að arabískur kaupsýslumaður narraði starfsmenn þess til hlutabréfakaupa. Þótt upphæðin sé ekki há á mælikvarða fyrirtækisins þykir málið hið vandræðalegasta. Erlent 16.6.2006 19:21
Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að andstöðu við aðskilnaðarstefnuna sem síðan leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. Erlent 16.6.2006 17:41
Þrjátíu ár liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður-Afríku Þrjátíu ár eru liðin frá uppþotunum í Soweto í Suður Afríku sem urðu kveikjan að almennri uppreisn gegn aðskilnaðarstefnunni sem leið undir lok árið 1991. Þeirra var minnst með fjölmennri göngu um götur borgarinnar í dag. Erlent 16.6.2006 17:17
Stjórnarskrá ESB bíður til 2008 Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í Brussel í Belgíu í morgun að styðja áætlun um að ríki og alþjóðlegar stofnanir tryggi Palestínumönnum fjárstuðning, en sniðgangi um leið heimastjórn Hamas-liða. Leiðtogarnir hafa einnig gefið sér frest til ársins 2008 til að taka ákörðun um framtíð stjórnarskrár sambandsins. Erlent 16.6.2006 13:45
Mannskæð gassprenging í Moskvu Að minnsta kosti tveir létu lífið og sex slösuðust þegar gassprenging varð í fjölbýlishúsi í Moskvu í morgun. Nokkrir veggir hússins hrundu við sprenginguna. 17 slökkvubílar komu þegar á vettvang og 9 björgunarsveitarhópar leita nú í rústum hússins af einhverjum sem þar kunna að liggja. Erlent 16.6.2006 10:15
Batamerki síamstvíburastúlkna Síamstvíburastúlkurnar sem aðskildar voru á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum eru farnar að sýna merki um bata. Læknar eru bjartsýnir á að bati stúlknanna muni ganga að óskum. Stúlkurnar gengust undir tólf tíma aðgerð í fyrradag og í gær og þótti aðgerðin heppanst vel. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. Erlent 16.6.2006 09:00
Möguleg stökkbreyting fuglaflensuveirunnar Nýjasta dæmi fuglaflensusmits í mönnum í Kína bendir til þess að H5N1 veiran hafi stökkbreyst. Veiran virðist nú vera jafn smitandi í heitu veðri og í köldu að sögn heilbrigðisráðherra Hong Kong. H5N1 veirustofninn þrífst best í köldum veðrum á norðurhveli jarðar en í gær bárust fréttir af smiti 31 árs vörubílstjóra. Einnig virðist vera hægt að smitast af fuglaflensunni af fuglum sem sýna engin einkenni smits. Rannsóknir á fuglum á mörkuðum í Kína sem taldir voru heilbrigðir sýndu að um eitt prósent þeirra voru smitaðir af fuglaflensu. Erlent 16.6.2006 08:45
Tveir menn finnast látnir við Merapi-fjall Tveir menn fundust látnir við rætur eldfjallsins Merapi á eyjunni Jövu í Indónesíu í morgun. Mennirnir höfðu leitað skjóls í hálfniðurgröfnu skýli sem hafði grafist undir möl, grjóti og hrauni. Mennirnir létust af völdum hita og var annar mannanna illa brunninn af völdum gufu. Skýlið sjálft var fullt af ösku. Merapi-fjallið hefur gosið öðru hverju í nokkrar vikur en á miðvikudaginn var stórt gos. Björgunarmenn höfðu reynt að komast til mannanna síðan í gær, en annar þeirra var þorpsbúi en hinn meðlimur björgunarsveita. Erlent 16.6.2006 08:15
Norður-Kórea að prófa flaugar sem draga milli heimsálfa Norður-Kóreumenn hafa flýtt undirbúningi að prófun eldflauga sem draga milli heimsálfa segir Bandaríkjastjórn. Sérfræðingar segja að Norður-Kórea hafi yfir að ráða hundruðum flauga, sem stofni Suður-Kóreu og Japan í hættu. Norður-Kóreustjórn naut góðs af samskiptum við Sovétríkin í kalda stríðinu við þróun flaugaáætlunar sinnar. Erlent 16.6.2006 08:00
Ahmadinejad segist vera að skoða tilboð fastra meðlima Öryggisráðsins Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, var spurður um tilboð fastra meðlima Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í opinberri heimsókn í Kína í morgun. Hann sagðist hafa beðið samstarfsfólk sitt að fara yfir tilboðið sem gengur út á hvata og refsiaðgerðir til að fá Íran til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Spurður um helförina og Ísraelsríki sagði Ahmadinejad enga misklíð vera á milli gyðinga, kristinna og múslima. Erlent 16.6.2006 07:45
Fótboltabullur til vandræða Þýska lögreglan stendur í ströngu þessa dagana vegna óláta í fótboltabullum. Hefur hún fengið aðstoð frá pólskum og breskum lögreglumönnum. Erlent 16.6.2006 07:00
Bill Gates að hætta Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, tilkynnti í gær að hann ætli að hætta að sjá um almennan rekstur fyrirtækisins en hann er einn af stofnendum þess. Í staðinn ætlar Gates að nýta tíma sinn í baráttu fyrir bættri heilsu fólks og eflingu menntunar á vegum stofnunar Bill og Melindu Gates. Fyrirtækið tilkynnti að tveggja ára ferli, sem á að tryggja að breytingarnar myndu ganga vel fyrir sig, væri farið í gang. Erlent 16.6.2006 07:00
Rokka upp Evrópulagið Finnskir embættismenn mættu með bunka af dreifimiðum á leiðtogafund Evrópusambandsins og réttu hverjum sem vildi. Erlent 16.6.2006 06:45
Barnaníðingurinn ákærður Lögreglan í Belgíu hefur ákært dæmdan barnaníðing vegna hvarfs tveggja telpna, sjö og tíu ára, en stúlkurnar hurfu á laugardag. Abdallah Ait Oud gaf sig sjálfur fram til lögreglu eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. Hann neitar allri aðild að málinu og belgíska lögreglan er vonlítil um að hann játi nokkuð á sig, nema sönnunargögn finnist. Erlent 16.6.2006 06:45
Hamas-samtökin tilbúin að endurnýja vopnahléssamkomulag við Ísrael Hamas-samtökin hafa lýst yfir vilja Palestínumanna til að endurnýja vopnahléssamkomulag sitt við Ísrael. Talsmaður samtakanna sagði í gær að heimastjórn Hamas vildi sem fyrst sjá vopnahlé á öllu heimastjórnarsvæðinu. Fyrst þyrfti þó Ísraelsher að hætta hernaðaraðgerðum sínum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Hamas lýstu því yfir í síðustu viku að sextán mánaða vopnahlé væri fallið úr gildi eftir að átta Palestínumenn létu lífið í sprengingu á baðströnd. Erlent 16.6.2006 06:45
Lofar að fangelsa Taylor Breska ríkisstjórnin sagði í gær að hún væri tilbúin til að útvega fyrrverandi forseta Líberíu, Charles Taylor, vist í fangelsum Bretlands verði hann fundinn sekur um stríðsglæpi. Erlent 16.6.2006 06:30
Stórt skref í aðskilnaðarátt Líkur eru á því að kjósendur í Katalóníuhéraði samþykki næstkomandi sunnudag áætlun um aukna sjálfstjórn héraðsins. Íhaldsmenn á Spáni leggja þetta að jöfnu við áætlun um sjálfstæði Katalóníu og upplausn Spánar. Upplausn Spánar má reyndar kalla stjórnarskrárbundna, því í stjórnarskrá landsins er kveðið á um að vald ríkisins skuli í áranna rás vera fært æ frekar heim í héruðin. Erlent 16.6.2006 06:15
Viðurkenna Svartfjallaland Ríkisstjórn Serbíu viðurkenndi í gær sjálfstæði Svartfjallalands og tilkynnti að komið yrði á stjórnmálasambandi ríkjanna á milli. Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði og sambandsslitum frá Serbíu hinn 3. júní eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Erlent 16.6.2006 06:00
Mega ekki koma að landi Ráðherra þjóðaröryggismála á karabísku eyjunni St. Kitts tilkynnti að ríkisstjórnin hefði ákveðið að banna skipi Grænfriðunga að koma að landi. Hann neitaði að tjá sig um tilefni hafnbannsins en ákvörðunin var líklega tekin í tilefni fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir á eyjunni. Erlent 16.6.2006 05:45
Múslimar hertaka aðra borg Múslimar hafa hertekið Jowhar, síðustu hernaðarlega mikilvægu borgina sem var á valdi bandalags nokkurra stríðsherra sem eru styrktir af Bandaríkjastjórn. Erlent 16.6.2006 05:30
Hamas vill vopnahlé Hamas-hreyfingin hefur boðist til að koma aftur á vopnahléi, nokkrum dögum eftir að því var slitið í mótmælaskyni við blóðuga sprengingu í Gazasvæðinu sem varð átta Palestínumönnum að bana. Erlent 16.6.2006 05:00
Á þriðja þúsund fallnir 2.500 Bandaríkjamenn hafa nú látið lífið í Írak. Umræður í Bandaríkjunum um stríðið í Írak hafa þótt á jákvæðari nótunum síðustu daga, en víst er að andstæðingar stríðsrekstursins eiga eftir að vekja mikla athygli í fjölmiðlum á nýrri tölu látinna. Erlent 16.6.2006 05:00
Fljótandi kjarnorkuver Áform eru uppi í Rússlandi um að búa til fljótandi kjarnorkuver til að þjóna afskekktum svæðum í norðurhluta Rússlands, segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Umhverfisverndarsinnar í Noregi hafa gagnrýnt áformin. Þeir telja mikla hættu á því að kjarnorkuverið sökkvi. Erlent 16.6.2006 05:00
Börn láta lífið Þriðja hvert dauðsfall vegna astmakasta er hjá börnum með vægt form af sjúkdómnum, samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn sem kynnt var á miðvikudag. Erlent 16.6.2006 04:00
Gefa sér lengri íhugunarfrest Eins árs "íhugunarhlé" sem leiðtogar Evrópusambandsins gáfu sér eftir að franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu stjórnarskrársáttmálanum svonefnda í þjóðaratkvæðagreiðslum í fyrra, er nú formlega að baki. En á leiðtogafundi sem hófst í Brussel í gær munu ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna 25 ákveða að gefa sér eins árs frest til viðbótar til að íhuga hvert framhaldið skuli verða. Erlent 16.6.2006 04:00
10 sjíamúslimar dregnir út úr rútu og skotnir Byssumenn drógu 10 íraska sjíamúslima út úr rútu sem þeir voru í og skutu þá til bana í íraska bænum Baqouba, um 60 kílómetra norðaustur af Bagdad, ekki langt frá þeim stað þar sem al-Zarqawi, fyrrum leiðtogi al-Qaida samtakanna í Írak var skotinn. Erlent 15.6.2006 22:52
Íranar ekki samvinnuþýðir Helsti sendifulltrúi Bandaríkjamanna hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni segir Írana enn neita að veita stofnuninni allar upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína. Sendifulltrúi Írana segir stjórnvöld í Teheran skoða vandlega tilboð Vesturveldanna til lausnar deilunni. Erlent 15.6.2006 13:30
Grunaður um að hafa rænt barnungum stúlkum Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, sjö og tíu ára. Maðurinn hefur tvívegis setið í fangelsi fyrir að hafa misnotað börn. Óttast er um afdrif stúlkanna sem hurfu á föstudagskvöldið. Erlent 15.6.2006 13:15