Erlent 31 láta lífið í flugslysi í Írak 31 manns létu lífið í flugslysi í Írak í dag. Þar var á ferð flugvél sem tyrkneskir vinnumenn voru í á leið til verkefna í Írak. 35 voru um borð og er einn slasaður og þriggja er saknað. Flugvélin var í eigu fyrirtækis frá Moldavíu. Bandaríski herinn, sem sér um lofthelgi Íraks, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu. Erlent 9.1.2007 19:17 Óttast að olíudeila verði langvinn Óttast er að olíudeila Rússa og Hvít-Rússa eigi eftir að dragast á langinn. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sagði í dag hugsanlegt að draga verði úr olíuframleiðslu í Rússlandi sem þykir benda til að hann búist við langvinnri rimmu. Erlent 9.1.2007 19:15 Loftárásum haldið áfram Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Erlent 9.1.2007 19:00 Hvíta húsið gagnrýnir Chavez Hvíta húsið sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem Hugo Chavez, forseti Venesúela, er harðlega gagnrýndur fyrir áætlanir sínar um að þjóðvæða fjarskiptafyrirtæki og olíuverkefni og sagði að bandarísk fyrirtæki sem yrðu fyrir tjóni vegna þjóðvæðingarinnar yrðu að fá bætur. Erlent 9.1.2007 17:34 Apple kynnir símtækið iPhone Steve Jobs, forstjóri Apple Computer steig á svið í Moscone sýningarhöllinni í San Francisco og tilkynnti innreið Apple á símamarkaðinn. Jobs sýndi nýtt tæki frá Apple, símtækið iPhone, sem er jafnframt, tölva með WiFi og Bluetooth tengingu, og tónlistar og vídeó-spilari. Erlent 9.1.2007 16:52 Banna viðskipti við ríkisbanka Erlent 9.1.2007 16:46 Loftferðasamningur í uppnámi Loftferðasamningur milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er í uppnámi, eftir að Bandaríkjamenn neituðu að leyfa útlendingum að eiga meira en 25 prósenta hlut í bandarískum flugfélögum. Erlent 9.1.2007 16:27 Dularfulli þvagskálaþjófurinn gaf sig fram Dularfulli þvagskálaþjófurinn sem við sögðum ykkur frá í síðustu viku hefur gefið sig fram við lögreglu og skilað ránsfengnum. Skálinni stal hann af Royal Oak kránni í Southampton og var til þess tekið hversu fagmannlega hann stóð að verki. Erlent 9.1.2007 16:12 Þúsundir verkamanna á flótta Erlent 9.1.2007 15:54 Loftárás Bandaríkjamanna var mannskæð Tæplega þrjátíu manns féllu í loftárás Bandaríkjamanna á þorpið Hayo í Sómalíu, í dag, að sögn manns úr nágrannaþorpi. Bandaríkjamenn voru á höttunum eftir mönnum sem þeir telja tilheyra Al Kæda. Erlent 9.1.2007 15:52 Nektarsamkomur vinsælar í fínustu háskólum Bandaríkjanna Nektarsamkomur njóta töluverðra vinsælda í virðulegustu háskólum Bandaríkjanna, eins og til dæmis Yale, Columbia, MIT og Brown. Ekkert kynlíf er leyft á þessum samkomum, þar er aðeins spjallað og drukkið te. Erlent 9.1.2007 15:10 Amerísk flugvélög vilja ekki erlenda fjárfesta Bandaríkjamenn segja að Evrópusambandið verði að segja þeim hvað komi næst, eftir að þeir höfnuðu þeim hluta loftferðasamnings sem lýtur að rýmkuðum heimildum til að fjárfesta í bandarískum flugfélögum. Erlent 9.1.2007 14:46 Páfi fagnar nýjum stofnfrumum Páfagarður fagnaði því í dag að fundist hefði ný leið til þess að rækta stofnfrumur án þess að nota fósturvísa. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að það geti hjálpað til við læknisrannsóknir án þess að ganga í berhögg við kaþólska trú. Erlent 9.1.2007 14:05 Undirskriftalisti gegn samkynhneigðum Bresk trúfélög hafa tekið höndum saman um að reyna að stöðva nýja löggjöf um réttindi samkynhneigðra. Félögin ætla að afhenda Elísabetu drottningu undirskriftalista, og standa með kyndla við lávarðadeildina þegar málið verður tekið fyrir þar. Erlent 9.1.2007 13:44 Shalit sagður við góða heilsu Herskáu samtökin PRC í Palestínu, sem rændu ísraelska hermanninum Gilad Shalit í júní í fyrra, greindu frá því í dag að hann væri við góða heilsu og að þau væru reiðubúin að halda honum í mörg ár ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra. Erlent 9.1.2007 13:41 Yfir 30 fórust í flugslysi í Írak Erlent 9.1.2007 13:31 ETA lýsir yfir ábyrgð á tilræði á Madrídarflugvelli Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, segjast bera ábyrgð á bílsprengju sem sprakk á Madrídarflugvelli fyrir tíu dögum þar sem tveir menn létust. Samtökin birtu yfirýsingu þessa efnis í dagblaðinu Gara en þar birtast jafnan sjónarmið ETA. Erlent 9.1.2007 13:28 Hlýjasta ár sögunnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir á morgun umfangsmiklar tillögur um framtíðarskipan orkumála innan sambandsins sem verður liður í baráttuáætlun sambandsins gegn loftslagsbreytingum. Því er spáð að árið 2007 verði það hlýjasta í sögunni. Erlent 9.1.2007 13:00 Ráðist á þorp í Sómalíu Bandaríkjaher gerði í nótt loftárásir á þorp í Sómalíu þar sem talið var að liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna hefðust við. Vitni segja fjölmarga almenna borgara hafa fallið í árásunum. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað tjá sig um aðgerðir næturinnar. Íslamskir uppreisnarmenn, sem hefur verið líkt við Talíbana og Bandaríkjamenn telja hafa tengsl við al-Kaída hryðjuverkasamtökin, náðu stórum hluta Sómalíu á sitt vald í fyrra. Skömmu fyrir jól réðust eþíópískar hersveitir inn í landið með stuðningi sómalískra stjórnvalda og hröktu þá á flótta. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af árás á þorpið Badel þar sem talið var að hryðjuverkamenn úr röðum al-Kaída hefðust við. Bandarískar hersveitir sendu í nótt af stað þungvopnaða, fjögurra hreyfla herflugvél til árása. Vél sem þessi eirir engu á stóru svæði þegar vopnum hennar er beytt. Fulltrúar sómalískra stjórnvalda segja marga hafa fallið. Bandaríkjamenn hafa ekki tjáð sig um árás næturinnar en búist var við tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu síðar í dag. Árásin í nótt er fyrsta opinbera hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna í Sómalíu frá árinu 1994 þegar átján bandarískir hermenn féllu í höfuðborginni, Mogadishu. Þorpið sem ráðist var á í nótt er nærri landamærunum að Kenýa og sagt síðasta vígi uppreisnarmanna í Sómalíu. Í gær var greint frá því að eþíópískar og sómalískar hersveitir væru nærri því að leggja það undir sig. Ætla má að það reynist auðvelt eftir aðgerðir næturinnar. Abdullahi Yusuf, forseti Sómalíu, segist styðja aðgerðir Bandaríkjamanna. Þeir hafi rétt til að ráðast gegn hryðjuverkamönnum sem beri ábyrgð á árásum gegn sendiráðum þeirra í Kenýa og Tansaníu. Grunur leikur á að einhverjir þeirra sem fallið hafi í nótt hafi átt þátt í þeim árásum árið 1998 sem kostuðu 250 manns lífið. Erlent 9.1.2007 12:45 Snarpur skjálfti í Norðursjó á sunnudag Öflugur jarðskjálfti varð í Norðursjó aðfaranótt sunnudagsins og fannst víða á vesturströnd Noregs. Fram kemur vef Aftenposten að skjálftinn hafi verið 4,8 á Richter og er hann sá stærsti sem mælst hefur í Norðursjó í nærri tuttugu ár. Erlent 9.1.2007 11:36 Lífshættuleg iðja meðal bandarískra ungmenna Stórhættulegur leikur breiðist nú út meðal ungra Bandaríkjamanna sem komnir eru með bílpróf. Sá hefur verið nefndur draugareið og lýsir sér í því að ungmenni stökkva út úr bílnum eða upp á bílinn á ferð án þess að nokkur sé við stýrið og dansa við háværa tónlist í hljómflutningstækjum bílsins. Erlent 9.1.2007 10:08 Vilja ræða við Rússa um olíuflutninga Evrópusambandið hefur boðið Rússum til viðræðna um olíuflutninga um Rússland. Sambandið vill með þessu reyna að leysa þá deilu sem uppi er og leitt hefur til þess að skrúfað hefur verið fyrir olíuflutninga til ýmsra ríkja í Evrópu. Erlent 9.1.2007 10:04 Svínsleg aðför Breskur landbúnaðarverkamaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás svínahjarðar, um síðustu helgi. Stór og feit gylta velti manninum um koll og réðist samstundis á hann, þar sem hann lá í stíunni. Hin svínin lögðu þá einnig til atlögu. Erlent 9.1.2007 09:32 Margt sem ógnar friði í heiminum Áður óþekktar ógnir steðja að friði í heiminum og mikilvægt er að Sameinuðu þjóðirnar séu í stakk búnar til að takast á við þær. Þetta sagði Ban Ki-moon, nýr aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í ræðu sinni í gær en hún er jafnframt sú fyrsta sem hann heldur í öryggisráðinu. Erlent 9.1.2007 08:30 Olmert í heimsókn í Kína Ehud Olmert, forseti Ísraels, hóf þriggja daga opinbera heimsókn sína til Kína í dag. Tilgangur hennar er að að efla efnahagsleg- og hernaðarleg bönd ríkjanna. Erlent 9.1.2007 08:15 Bandaríkjaher gerði loftárásir á þorp í Sómalíu Bandaríkjaher gerði í nótt loftárásir á þorp í Sómalíu þar sem meintir meðlimir Al-Kaída samtakanna höfðust við. Vitað er að einhverjir létu lífið í árásinni en tala látinna hefur ekki verið staðfest. Erlent 9.1.2007 07:24 Bildt sakaður um að hafa þegið mútur frá stórfyrirtæki Rannsókn er nú hafin í Svíþjóð á ásökunum um að Carl Bildt utanríkisráðherra hafi þegið mútur af rússnesku fyrirtæki sem á stóran hlut í gasrisanum Gazprom. Sjálfur segir hann ásakanirnar „tómt bull“. Erlent 9.1.2007 06:15 Ræktuðu stofnfrumur úr legvatni Bandarískir vísindamenn segjast hafa uppgötvað nýja leið til að komast yfir stofnfrumur, sem gætu þegar fram líða stundir gert við sködduð líffæri í mönnum. Erlent 9.1.2007 06:15 Bandarísk og bresk olíufyrirtæki hagnast Vestræn olíufyrirtæki munu hagnast verulega á Íraksstríðinu ef nýtt frumvarp íraskra stjórnvalda verður að lögum. Erlent 9.1.2007 06:00 Stefnan kynnt annað kvöld George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar seint á miðvikudagskvöld að skýra frá nýrri stefnu sinni í málefnum Íraks, sem hann hefur haft í mótun allt frá því að repúblikanar biðu ósigur í þingkosningunum í nóvember. Erlent 9.1.2007 05:30 « ‹ ›
31 láta lífið í flugslysi í Írak 31 manns létu lífið í flugslysi í Írak í dag. Þar var á ferð flugvél sem tyrkneskir vinnumenn voru í á leið til verkefna í Írak. 35 voru um borð og er einn slasaður og þriggja er saknað. Flugvélin var í eigu fyrirtækis frá Moldavíu. Bandaríski herinn, sem sér um lofthelgi Íraks, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu. Erlent 9.1.2007 19:17
Óttast að olíudeila verði langvinn Óttast er að olíudeila Rússa og Hvít-Rússa eigi eftir að dragast á langinn. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sagði í dag hugsanlegt að draga verði úr olíuframleiðslu í Rússlandi sem þykir benda til að hann búist við langvinnri rimmu. Erlent 9.1.2007 19:15
Loftárásum haldið áfram Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið. Erlent 9.1.2007 19:00
Hvíta húsið gagnrýnir Chavez Hvíta húsið sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem Hugo Chavez, forseti Venesúela, er harðlega gagnrýndur fyrir áætlanir sínar um að þjóðvæða fjarskiptafyrirtæki og olíuverkefni og sagði að bandarísk fyrirtæki sem yrðu fyrir tjóni vegna þjóðvæðingarinnar yrðu að fá bætur. Erlent 9.1.2007 17:34
Apple kynnir símtækið iPhone Steve Jobs, forstjóri Apple Computer steig á svið í Moscone sýningarhöllinni í San Francisco og tilkynnti innreið Apple á símamarkaðinn. Jobs sýndi nýtt tæki frá Apple, símtækið iPhone, sem er jafnframt, tölva með WiFi og Bluetooth tengingu, og tónlistar og vídeó-spilari. Erlent 9.1.2007 16:52
Loftferðasamningur í uppnámi Loftferðasamningur milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er í uppnámi, eftir að Bandaríkjamenn neituðu að leyfa útlendingum að eiga meira en 25 prósenta hlut í bandarískum flugfélögum. Erlent 9.1.2007 16:27
Dularfulli þvagskálaþjófurinn gaf sig fram Dularfulli þvagskálaþjófurinn sem við sögðum ykkur frá í síðustu viku hefur gefið sig fram við lögreglu og skilað ránsfengnum. Skálinni stal hann af Royal Oak kránni í Southampton og var til þess tekið hversu fagmannlega hann stóð að verki. Erlent 9.1.2007 16:12
Loftárás Bandaríkjamanna var mannskæð Tæplega þrjátíu manns féllu í loftárás Bandaríkjamanna á þorpið Hayo í Sómalíu, í dag, að sögn manns úr nágrannaþorpi. Bandaríkjamenn voru á höttunum eftir mönnum sem þeir telja tilheyra Al Kæda. Erlent 9.1.2007 15:52
Nektarsamkomur vinsælar í fínustu háskólum Bandaríkjanna Nektarsamkomur njóta töluverðra vinsælda í virðulegustu háskólum Bandaríkjanna, eins og til dæmis Yale, Columbia, MIT og Brown. Ekkert kynlíf er leyft á þessum samkomum, þar er aðeins spjallað og drukkið te. Erlent 9.1.2007 15:10
Amerísk flugvélög vilja ekki erlenda fjárfesta Bandaríkjamenn segja að Evrópusambandið verði að segja þeim hvað komi næst, eftir að þeir höfnuðu þeim hluta loftferðasamnings sem lýtur að rýmkuðum heimildum til að fjárfesta í bandarískum flugfélögum. Erlent 9.1.2007 14:46
Páfi fagnar nýjum stofnfrumum Páfagarður fagnaði því í dag að fundist hefði ný leið til þess að rækta stofnfrumur án þess að nota fósturvísa. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að það geti hjálpað til við læknisrannsóknir án þess að ganga í berhögg við kaþólska trú. Erlent 9.1.2007 14:05
Undirskriftalisti gegn samkynhneigðum Bresk trúfélög hafa tekið höndum saman um að reyna að stöðva nýja löggjöf um réttindi samkynhneigðra. Félögin ætla að afhenda Elísabetu drottningu undirskriftalista, og standa með kyndla við lávarðadeildina þegar málið verður tekið fyrir þar. Erlent 9.1.2007 13:44
Shalit sagður við góða heilsu Herskáu samtökin PRC í Palestínu, sem rændu ísraelska hermanninum Gilad Shalit í júní í fyrra, greindu frá því í dag að hann væri við góða heilsu og að þau væru reiðubúin að halda honum í mörg ár ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra. Erlent 9.1.2007 13:41
ETA lýsir yfir ábyrgð á tilræði á Madrídarflugvelli Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, segjast bera ábyrgð á bílsprengju sem sprakk á Madrídarflugvelli fyrir tíu dögum þar sem tveir menn létust. Samtökin birtu yfirýsingu þessa efnis í dagblaðinu Gara en þar birtast jafnan sjónarmið ETA. Erlent 9.1.2007 13:28
Hlýjasta ár sögunnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir á morgun umfangsmiklar tillögur um framtíðarskipan orkumála innan sambandsins sem verður liður í baráttuáætlun sambandsins gegn loftslagsbreytingum. Því er spáð að árið 2007 verði það hlýjasta í sögunni. Erlent 9.1.2007 13:00
Ráðist á þorp í Sómalíu Bandaríkjaher gerði í nótt loftárásir á þorp í Sómalíu þar sem talið var að liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna hefðust við. Vitni segja fjölmarga almenna borgara hafa fallið í árásunum. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað tjá sig um aðgerðir næturinnar. Íslamskir uppreisnarmenn, sem hefur verið líkt við Talíbana og Bandaríkjamenn telja hafa tengsl við al-Kaída hryðjuverkasamtökin, náðu stórum hluta Sómalíu á sitt vald í fyrra. Skömmu fyrir jól réðust eþíópískar hersveitir inn í landið með stuðningi sómalískra stjórnvalda og hröktu þá á flótta. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af árás á þorpið Badel þar sem talið var að hryðjuverkamenn úr röðum al-Kaída hefðust við. Bandarískar hersveitir sendu í nótt af stað þungvopnaða, fjögurra hreyfla herflugvél til árása. Vél sem þessi eirir engu á stóru svæði þegar vopnum hennar er beytt. Fulltrúar sómalískra stjórnvalda segja marga hafa fallið. Bandaríkjamenn hafa ekki tjáð sig um árás næturinnar en búist var við tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu síðar í dag. Árásin í nótt er fyrsta opinbera hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna í Sómalíu frá árinu 1994 þegar átján bandarískir hermenn féllu í höfuðborginni, Mogadishu. Þorpið sem ráðist var á í nótt er nærri landamærunum að Kenýa og sagt síðasta vígi uppreisnarmanna í Sómalíu. Í gær var greint frá því að eþíópískar og sómalískar hersveitir væru nærri því að leggja það undir sig. Ætla má að það reynist auðvelt eftir aðgerðir næturinnar. Abdullahi Yusuf, forseti Sómalíu, segist styðja aðgerðir Bandaríkjamanna. Þeir hafi rétt til að ráðast gegn hryðjuverkamönnum sem beri ábyrgð á árásum gegn sendiráðum þeirra í Kenýa og Tansaníu. Grunur leikur á að einhverjir þeirra sem fallið hafi í nótt hafi átt þátt í þeim árásum árið 1998 sem kostuðu 250 manns lífið. Erlent 9.1.2007 12:45
Snarpur skjálfti í Norðursjó á sunnudag Öflugur jarðskjálfti varð í Norðursjó aðfaranótt sunnudagsins og fannst víða á vesturströnd Noregs. Fram kemur vef Aftenposten að skjálftinn hafi verið 4,8 á Richter og er hann sá stærsti sem mælst hefur í Norðursjó í nærri tuttugu ár. Erlent 9.1.2007 11:36
Lífshættuleg iðja meðal bandarískra ungmenna Stórhættulegur leikur breiðist nú út meðal ungra Bandaríkjamanna sem komnir eru með bílpróf. Sá hefur verið nefndur draugareið og lýsir sér í því að ungmenni stökkva út úr bílnum eða upp á bílinn á ferð án þess að nokkur sé við stýrið og dansa við háværa tónlist í hljómflutningstækjum bílsins. Erlent 9.1.2007 10:08
Vilja ræða við Rússa um olíuflutninga Evrópusambandið hefur boðið Rússum til viðræðna um olíuflutninga um Rússland. Sambandið vill með þessu reyna að leysa þá deilu sem uppi er og leitt hefur til þess að skrúfað hefur verið fyrir olíuflutninga til ýmsra ríkja í Evrópu. Erlent 9.1.2007 10:04
Svínsleg aðför Breskur landbúnaðarverkamaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás svínahjarðar, um síðustu helgi. Stór og feit gylta velti manninum um koll og réðist samstundis á hann, þar sem hann lá í stíunni. Hin svínin lögðu þá einnig til atlögu. Erlent 9.1.2007 09:32
Margt sem ógnar friði í heiminum Áður óþekktar ógnir steðja að friði í heiminum og mikilvægt er að Sameinuðu þjóðirnar séu í stakk búnar til að takast á við þær. Þetta sagði Ban Ki-moon, nýr aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í ræðu sinni í gær en hún er jafnframt sú fyrsta sem hann heldur í öryggisráðinu. Erlent 9.1.2007 08:30
Olmert í heimsókn í Kína Ehud Olmert, forseti Ísraels, hóf þriggja daga opinbera heimsókn sína til Kína í dag. Tilgangur hennar er að að efla efnahagsleg- og hernaðarleg bönd ríkjanna. Erlent 9.1.2007 08:15
Bandaríkjaher gerði loftárásir á þorp í Sómalíu Bandaríkjaher gerði í nótt loftárásir á þorp í Sómalíu þar sem meintir meðlimir Al-Kaída samtakanna höfðust við. Vitað er að einhverjir létu lífið í árásinni en tala látinna hefur ekki verið staðfest. Erlent 9.1.2007 07:24
Bildt sakaður um að hafa þegið mútur frá stórfyrirtæki Rannsókn er nú hafin í Svíþjóð á ásökunum um að Carl Bildt utanríkisráðherra hafi þegið mútur af rússnesku fyrirtæki sem á stóran hlut í gasrisanum Gazprom. Sjálfur segir hann ásakanirnar „tómt bull“. Erlent 9.1.2007 06:15
Ræktuðu stofnfrumur úr legvatni Bandarískir vísindamenn segjast hafa uppgötvað nýja leið til að komast yfir stofnfrumur, sem gætu þegar fram líða stundir gert við sködduð líffæri í mönnum. Erlent 9.1.2007 06:15
Bandarísk og bresk olíufyrirtæki hagnast Vestræn olíufyrirtæki munu hagnast verulega á Íraksstríðinu ef nýtt frumvarp íraskra stjórnvalda verður að lögum. Erlent 9.1.2007 06:00
Stefnan kynnt annað kvöld George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar seint á miðvikudagskvöld að skýra frá nýrri stefnu sinni í málefnum Íraks, sem hann hefur haft í mótun allt frá því að repúblikanar biðu ósigur í þingkosningunum í nóvember. Erlent 9.1.2007 05:30