Erlent Mona Sahlin fyrsti kvenleiðtogi jafnaðarmanna Mona Sahlin verður næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð, fyrst kvenna. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Hún tekur við forystu í flokknum af Göran Persson sem ákvað að halda ekki áfram eftir að flokkurinn tapaði í þingkosningum á síðasta ári. Erlent 18.1.2007 15:14 Milliríkjadeila vegna raunveruleikaþáttar Breski raunveruleikaþátturinn Big Brother hefur komið af stað milliríkjadeilum milli Indlands og Bretlands, og jafnvel Tony Blair, forsætisráðherra, hefur þurft að látta málið taka. Sömuleiðis Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem var svo óheppinn að vera í heimsókn í Indlandi þegar deilan kom upp. Erlent 18.1.2007 14:43 Löggan var fiskifæla Fjölmargir hringdu í norsku lögregluna í morgun til þess að tilkynna um mann sem lá hreyfingarlaus á ísnum á Bogstad vatni. Ekki var vitað hversu traustur ísinn var, og því var þyrla send á vettvang, ásamt sjúkrabíl og lögreglubíl. Þyrlan sveimaði yfir og lögreglumennirnir fikruðu sig varlega út á ísinn. Erlent 18.1.2007 13:34 Búist við að Sahlin verði næsti leiðtogi sænskra jafnaðarmanna Búist er við því að tilkynnt verði á blaðamannafundi síðar í dag að Mona Sahlin verði nýr leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð. Fram kemur á vef sænska ríkisútvarpsins að hún hafi samþykkt í símtali við valnefnd flokksins að taka við forystu af Göran Persson sem ákvað að halda ekki áfram eftir að flokkurinn tapaði í þingkosningum á síðasta ári. Erlent 18.1.2007 12:34 ESB að endurskoða stjórnmálasamband við Líbíu Evrópuþingið mælti í dag fyrir því að lönd Evrópusambandsins myndu endurskoða stjórnmálasamband sitt við Líbíu ef stjórnvöld þar myndu ekki frelsa fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og palestínskan lækni sem bíða dauðarefsingar þar í landi. Læknaliðið var dæmt fyrir að hafa vísvitandi smitað um 450 börn af HIV veirunni. Erlent 18.1.2007 12:30 Tónlistariðnaðurinn í mál við netveitur Alþjóðasamtök tónlistariðnaðarins hótuðu í gær að fara í mál við þau fyrirtæki sem sjá fólki fyrir nettenginum og leyfa því að hlaða niður tónlist ólöglega. Samtökin sögðu að þau færu í mál við þá þjónustuaðila sem væru með mesta umferð af ólöglegri tónlist á vefþjónum sínum. Erlent 18.1.2007 10:43 Jawohl mein... Fjörutíu og sex ára gamall Þjóðverji, sem var á leið til Bremen, beygði bíl sínum skyndilega til vinstri upp á gangstétt, yfir gangstéttina og yfir járnbrautarteina, þar sem hann sat fastur. Hann gaf lögreglunni þá skýringu leiðsögutæki sitt hefði sagt sér að beygja. Leiðsögutæki þar sem rödd gefur fyrirmæli um akstursleið, eru orðin algeng í bílum. Erlent 18.1.2007 10:29 Friður að komast á í Kongó Uppreisnarmenn í Kongó, sem lúta stjórn Laurent Nkunda, eru byrjaðir að sameinast kongólska hernum. Nkunda er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og var leiðtogi uppreisnar í Norður Kivu, sem er í norð-austurhluta landsins. Stjórnvöld hafa undanfarið átt í viðræðum við hann um að sameinast þjóðarhernum og leggja niður vopn sín en viðræðurnar fóru fram í grannríki Kongó, Rúanda. Erlent 18.1.2007 09:39 17 farist í sprengingum í morgun 17 hafa látist og fleiri en 40 særst í sprengingum í Írak í morgun. Alls hafa fimm bílasprengjur sprungið víðs vegar í Bagdad það sem af er degi. Árásirnar hafa allar átt sér stað á mörkuðum en þeir eru mjög fjölfarnir á morgnanna. Erlent 18.1.2007 08:56 Þingmenn á móti fjölgun hermanna Þrír leiðandi öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem lýsir því yfir að Bandaríkjamenn eigi ekki að afjölga hermönnum í Írak. Tillagan er hins vegar ekki bindandi og hefur ekkert lagalegt gildi og því er líklegt að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, muni láta hana sem vind um eyru þjóta. Erlent 18.1.2007 08:45 Fundað um Mið-Austurlönd Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sagði frá því í morgun að þau fjögur lönd sem hafa átt í viðræðum um friðarferlið í Mið-Austurlöndum muni hittast í Washington í Bandaríkjunum 2. febrúar. Erlent 18.1.2007 08:34 Nikótín aukið um 11% Tóbaksfyrirtæki juku magn nikótíns í sígarettum um 11% á árunum 1998 til 2005 til þess að gera reykingamönnum erfiðara að hætta að reykja. Þetta kom fram í rannsókn Harvard háskóla sem kom út í dag. Rannsóknin studdi niðurstöður heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum en þau höfðu gert svipaða rannsókn á síðasta ári. Erlent 18.1.2007 08:30 Sögulegar kosningar í uppsiglingu Þó svo að nærri tvö ár séu í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru fjölmiðlar vestra farnir að spá sögulegri baráttu. Barack Obama, þingmaður demókrata, tilkynnti um framboð sitt á þriðjudaginn var og talið er að hann eigi eftir að berjast um tilnefningu flokksins við Hillary Clinton, eiginkonu Bills Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Erlent 18.1.2007 08:15 Alþjóðlegur eiturlyfjahringur upprættur Hundrað og sautján manns voru handtekin víðs vegar um heiminn í gær vegna gruns um að vera meðlimir alþjóðlegs eiturlyfjahrings. Lögreglan í Kólumbíu átti frumkvæðið að rannsókninni en eiturlyfjahringurinn starfaði víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Dómíníkanska lýðveldinu. Erlent 18.1.2007 07:30 29 manns fastir í námu í Kína Sex mönnum var í nótt bjargað úr námu í Norður-Kína. Flætt hafði inn í hana og voru þrjátíu og fimm verkamenn fastir inni í námunni. Ekki er vitað um afdrif þeirra sem enn eru fastir í henni. Björgunarmönnum tókst að gera loftgat inn í rýmið sem námumennirnir voru í og var það síðan víkkað svo einhverjir kæmust út. Erlent 18.1.2007 07:15 Fuglahald bannað í bakgörðum í Jakarta Borgaryfirvöld í Jakarta í Indónesíu ætla að banna allt fuglahald í bakgörðum í höfuðborginni, til þess að hamla útbreiðslu fuglaflensuveirunnar. Fjórir Indónesar hafa þegar látist úr fuglaflensu á árinu, að sögn fréttavefs BBC. Bannið tekur gildi eftir tvær vikur. Erlent 17.1.2007 22:17 Öryggisráðstafanir vegna krikketkeppni Vegabréfsreglur hafa verið hertar á Karíbahafseyjum vegna heimsmeistarakeppninnar í krikketi sem fer fram á nokkrum eyjum í mars og apríl. Íslendingar sem ætla að fljúga til 10 Karíbahafsríkja, þeirra á meðal til Jamaíka, þurfa nú vegabréfsáritun. Erlent 17.1.2007 20:55 Tugir ættflokka sem aldrei hafa kynnst umheiminum Mun fleiri ættflokkar indíána búa í regnskógum Amasón en áður var haldið. Þeir eru einangraðir frá umheiminum. Með hraðri eyðingu regnskóga er hins vegar hætta á því að umheimurinn nái í skottið á þeim fljótlega og lífsviðurværi þeirra og bústaðir eyðileggist. Erlent 17.1.2007 20:26 Heimsendir í nánd Stjarneðlisfræðingurinn og hugsuðurinn Stephen Hawking segir jarðarbúum stafa meiri ógn af loftslagsbreytingum en hryðjuverkum og hvetur til stríðs gegn þeim. Mínútuvísir dómsdagsklukkunnar svokölluðu var færður fram um tvær mínútur í dag og lét Hawking þessi ummæli falla við það tækifæri. Erlent 17.1.2007 19:30 Legígræðsla undirbúin Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Erlent 17.1.2007 19:15 Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Erlent 17.1.2007 18:45 Átök í Aþenu Grískir víkingasveitarmenn börðust við mótmælendur í Aþenu í dag og hékk reykjarmökkur yfir miðbænum í eftirmiðdaginn. Mótmælendurnir fleygðu bensínsprengjum að lögreglumönnum, sem svöruðu með táragasi. Eldur læsti sig í fjóra bíla og eina verslun út frá sprengjunum. Erlent 17.1.2007 18:38 Krafist afsagnar Olmerts og Peretz Háværar kröfur eru nú meðal stjórnarandstæðinga í Ísrael um að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, og Amir Peretz varnarmálaráðherra segi af sér eftir að yfirmaður Ísraelshers, Dan Halutz tilkynnti um afsögn sína vegna mistaka sem gerð hefðu verið í stíðinu gegn Hizbollah-samtökunum í Líbanon í sumar. Erlent 17.1.2007 17:06 Mannskæð árás í Sadr-hverfinu í Bagdad Sautján eru sagðir látnir og yfir þrjátíu slasaðir eftir að sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp á markaði Sadr-hverfi sjía í Bagdad í dag. Er þetta önnur mannskæða árásin í dag en um tíu manns létust og yfir 40 særðust í sams konar árás við lögreglustöð í Kirkuk í Norður-Írak í morgun. Erlent 17.1.2007 15:25 Fuglaflensa greinist í ungri konu í Egyptalandi Nýtt tilvik fuglaflensu hefur greinst í manneskju í Egyptalandi en um er að ræða 27 ára gamla konu sem býr í héraði suður af höfuðborginni Kaíró. Erlent 17.1.2007 14:45 Flugstöð á Tenerife rýmd vegna elds Flugstöðin á sunnanverðri Tenerife-eyju var rýmd í dag vegna elds sem upp kom í loftræstikerfi. Reykur barst fljótt um alla stöðina og þurftu þrjú þúsund manns að yfirgefa hana. Erlent 17.1.2007 14:44 Ísrael: Yfirmaður hersins hættur Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon í fyrrasumar. Þrýst hefur verið á afsögn hans allt frá því átökum lauk. Erlent 17.1.2007 13:30 ESB: Áhersla á stjórnarskrá Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. Erlent 17.1.2007 13:00 10 létust og 42 særðust 10 manns létust og 42 særðust í Kirkuk í Írak morgun þegar sjálfsmorðssprengjumaður klessti bifreið sinni, sem var hlaðin sprengiefnum, á lögreglustöð. Þetta kom fram í yfirlýsingum frá sjúkrahúsum og lögreglu á svæðinu. Vitni sögðu að hús í nágrenninu hefðu hrunið og að margir væru enn fastir í rústunum. Erlent 17.1.2007 12:45 Magnús Magnússon jarðsunginn í Skotlandi Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi nú skömmu fyrir hádegi. Magnús lést á heimili sínu sunnudaginn 7. janúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. Erlent 17.1.2007 12:30 « ‹ ›
Mona Sahlin fyrsti kvenleiðtogi jafnaðarmanna Mona Sahlin verður næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð, fyrst kvenna. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Hún tekur við forystu í flokknum af Göran Persson sem ákvað að halda ekki áfram eftir að flokkurinn tapaði í þingkosningum á síðasta ári. Erlent 18.1.2007 15:14
Milliríkjadeila vegna raunveruleikaþáttar Breski raunveruleikaþátturinn Big Brother hefur komið af stað milliríkjadeilum milli Indlands og Bretlands, og jafnvel Tony Blair, forsætisráðherra, hefur þurft að látta málið taka. Sömuleiðis Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem var svo óheppinn að vera í heimsókn í Indlandi þegar deilan kom upp. Erlent 18.1.2007 14:43
Löggan var fiskifæla Fjölmargir hringdu í norsku lögregluna í morgun til þess að tilkynna um mann sem lá hreyfingarlaus á ísnum á Bogstad vatni. Ekki var vitað hversu traustur ísinn var, og því var þyrla send á vettvang, ásamt sjúkrabíl og lögreglubíl. Þyrlan sveimaði yfir og lögreglumennirnir fikruðu sig varlega út á ísinn. Erlent 18.1.2007 13:34
Búist við að Sahlin verði næsti leiðtogi sænskra jafnaðarmanna Búist er við því að tilkynnt verði á blaðamannafundi síðar í dag að Mona Sahlin verði nýr leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð. Fram kemur á vef sænska ríkisútvarpsins að hún hafi samþykkt í símtali við valnefnd flokksins að taka við forystu af Göran Persson sem ákvað að halda ekki áfram eftir að flokkurinn tapaði í þingkosningum á síðasta ári. Erlent 18.1.2007 12:34
ESB að endurskoða stjórnmálasamband við Líbíu Evrópuþingið mælti í dag fyrir því að lönd Evrópusambandsins myndu endurskoða stjórnmálasamband sitt við Líbíu ef stjórnvöld þar myndu ekki frelsa fimm búlgarska hjúkrunarfræðinga og palestínskan lækni sem bíða dauðarefsingar þar í landi. Læknaliðið var dæmt fyrir að hafa vísvitandi smitað um 450 börn af HIV veirunni. Erlent 18.1.2007 12:30
Tónlistariðnaðurinn í mál við netveitur Alþjóðasamtök tónlistariðnaðarins hótuðu í gær að fara í mál við þau fyrirtæki sem sjá fólki fyrir nettenginum og leyfa því að hlaða niður tónlist ólöglega. Samtökin sögðu að þau færu í mál við þá þjónustuaðila sem væru með mesta umferð af ólöglegri tónlist á vefþjónum sínum. Erlent 18.1.2007 10:43
Jawohl mein... Fjörutíu og sex ára gamall Þjóðverji, sem var á leið til Bremen, beygði bíl sínum skyndilega til vinstri upp á gangstétt, yfir gangstéttina og yfir járnbrautarteina, þar sem hann sat fastur. Hann gaf lögreglunni þá skýringu leiðsögutæki sitt hefði sagt sér að beygja. Leiðsögutæki þar sem rödd gefur fyrirmæli um akstursleið, eru orðin algeng í bílum. Erlent 18.1.2007 10:29
Friður að komast á í Kongó Uppreisnarmenn í Kongó, sem lúta stjórn Laurent Nkunda, eru byrjaðir að sameinast kongólska hernum. Nkunda er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og var leiðtogi uppreisnar í Norður Kivu, sem er í norð-austurhluta landsins. Stjórnvöld hafa undanfarið átt í viðræðum við hann um að sameinast þjóðarhernum og leggja niður vopn sín en viðræðurnar fóru fram í grannríki Kongó, Rúanda. Erlent 18.1.2007 09:39
17 farist í sprengingum í morgun 17 hafa látist og fleiri en 40 særst í sprengingum í Írak í morgun. Alls hafa fimm bílasprengjur sprungið víðs vegar í Bagdad það sem af er degi. Árásirnar hafa allar átt sér stað á mörkuðum en þeir eru mjög fjölfarnir á morgnanna. Erlent 18.1.2007 08:56
Þingmenn á móti fjölgun hermanna Þrír leiðandi öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem lýsir því yfir að Bandaríkjamenn eigi ekki að afjölga hermönnum í Írak. Tillagan er hins vegar ekki bindandi og hefur ekkert lagalegt gildi og því er líklegt að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, muni láta hana sem vind um eyru þjóta. Erlent 18.1.2007 08:45
Fundað um Mið-Austurlönd Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sagði frá því í morgun að þau fjögur lönd sem hafa átt í viðræðum um friðarferlið í Mið-Austurlöndum muni hittast í Washington í Bandaríkjunum 2. febrúar. Erlent 18.1.2007 08:34
Nikótín aukið um 11% Tóbaksfyrirtæki juku magn nikótíns í sígarettum um 11% á árunum 1998 til 2005 til þess að gera reykingamönnum erfiðara að hætta að reykja. Þetta kom fram í rannsókn Harvard háskóla sem kom út í dag. Rannsóknin studdi niðurstöður heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum en þau höfðu gert svipaða rannsókn á síðasta ári. Erlent 18.1.2007 08:30
Sögulegar kosningar í uppsiglingu Þó svo að nærri tvö ár séu í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru fjölmiðlar vestra farnir að spá sögulegri baráttu. Barack Obama, þingmaður demókrata, tilkynnti um framboð sitt á þriðjudaginn var og talið er að hann eigi eftir að berjast um tilnefningu flokksins við Hillary Clinton, eiginkonu Bills Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Erlent 18.1.2007 08:15
Alþjóðlegur eiturlyfjahringur upprættur Hundrað og sautján manns voru handtekin víðs vegar um heiminn í gær vegna gruns um að vera meðlimir alþjóðlegs eiturlyfjahrings. Lögreglan í Kólumbíu átti frumkvæðið að rannsókninni en eiturlyfjahringurinn starfaði víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Bretlandi og Dómíníkanska lýðveldinu. Erlent 18.1.2007 07:30
29 manns fastir í námu í Kína Sex mönnum var í nótt bjargað úr námu í Norður-Kína. Flætt hafði inn í hana og voru þrjátíu og fimm verkamenn fastir inni í námunni. Ekki er vitað um afdrif þeirra sem enn eru fastir í henni. Björgunarmönnum tókst að gera loftgat inn í rýmið sem námumennirnir voru í og var það síðan víkkað svo einhverjir kæmust út. Erlent 18.1.2007 07:15
Fuglahald bannað í bakgörðum í Jakarta Borgaryfirvöld í Jakarta í Indónesíu ætla að banna allt fuglahald í bakgörðum í höfuðborginni, til þess að hamla útbreiðslu fuglaflensuveirunnar. Fjórir Indónesar hafa þegar látist úr fuglaflensu á árinu, að sögn fréttavefs BBC. Bannið tekur gildi eftir tvær vikur. Erlent 17.1.2007 22:17
Öryggisráðstafanir vegna krikketkeppni Vegabréfsreglur hafa verið hertar á Karíbahafseyjum vegna heimsmeistarakeppninnar í krikketi sem fer fram á nokkrum eyjum í mars og apríl. Íslendingar sem ætla að fljúga til 10 Karíbahafsríkja, þeirra á meðal til Jamaíka, þurfa nú vegabréfsáritun. Erlent 17.1.2007 20:55
Tugir ættflokka sem aldrei hafa kynnst umheiminum Mun fleiri ættflokkar indíána búa í regnskógum Amasón en áður var haldið. Þeir eru einangraðir frá umheiminum. Með hraðri eyðingu regnskóga er hins vegar hætta á því að umheimurinn nái í skottið á þeim fljótlega og lífsviðurværi þeirra og bústaðir eyðileggist. Erlent 17.1.2007 20:26
Heimsendir í nánd Stjarneðlisfræðingurinn og hugsuðurinn Stephen Hawking segir jarðarbúum stafa meiri ógn af loftslagsbreytingum en hryðjuverkum og hvetur til stríðs gegn þeim. Mínútuvísir dómsdagsklukkunnar svokölluðu var færður fram um tvær mínútur í dag og lét Hawking þessi ummæli falla við það tækifæri. Erlent 17.1.2007 19:30
Legígræðsla undirbúin Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Erlent 17.1.2007 19:15
Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Erlent 17.1.2007 18:45
Átök í Aþenu Grískir víkingasveitarmenn börðust við mótmælendur í Aþenu í dag og hékk reykjarmökkur yfir miðbænum í eftirmiðdaginn. Mótmælendurnir fleygðu bensínsprengjum að lögreglumönnum, sem svöruðu með táragasi. Eldur læsti sig í fjóra bíla og eina verslun út frá sprengjunum. Erlent 17.1.2007 18:38
Krafist afsagnar Olmerts og Peretz Háværar kröfur eru nú meðal stjórnarandstæðinga í Ísrael um að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, og Amir Peretz varnarmálaráðherra segi af sér eftir að yfirmaður Ísraelshers, Dan Halutz tilkynnti um afsögn sína vegna mistaka sem gerð hefðu verið í stíðinu gegn Hizbollah-samtökunum í Líbanon í sumar. Erlent 17.1.2007 17:06
Mannskæð árás í Sadr-hverfinu í Bagdad Sautján eru sagðir látnir og yfir þrjátíu slasaðir eftir að sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp á markaði Sadr-hverfi sjía í Bagdad í dag. Er þetta önnur mannskæða árásin í dag en um tíu manns létust og yfir 40 særðust í sams konar árás við lögreglustöð í Kirkuk í Norður-Írak í morgun. Erlent 17.1.2007 15:25
Fuglaflensa greinist í ungri konu í Egyptalandi Nýtt tilvik fuglaflensu hefur greinst í manneskju í Egyptalandi en um er að ræða 27 ára gamla konu sem býr í héraði suður af höfuðborginni Kaíró. Erlent 17.1.2007 14:45
Flugstöð á Tenerife rýmd vegna elds Flugstöðin á sunnanverðri Tenerife-eyju var rýmd í dag vegna elds sem upp kom í loftræstikerfi. Reykur barst fljótt um alla stöðina og þurftu þrjú þúsund manns að yfirgefa hana. Erlent 17.1.2007 14:44
Ísrael: Yfirmaður hersins hættur Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon í fyrrasumar. Þrýst hefur verið á afsögn hans allt frá því átökum lauk. Erlent 17.1.2007 13:30
ESB: Áhersla á stjórnarskrá Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. Erlent 17.1.2007 13:00
10 létust og 42 særðust 10 manns létust og 42 særðust í Kirkuk í Írak morgun þegar sjálfsmorðssprengjumaður klessti bifreið sinni, sem var hlaðin sprengiefnum, á lögreglustöð. Þetta kom fram í yfirlýsingum frá sjúkrahúsum og lögreglu á svæðinu. Vitni sögðu að hús í nágrenninu hefðu hrunið og að margir væru enn fastir í rústunum. Erlent 17.1.2007 12:45
Magnús Magnússon jarðsunginn í Skotlandi Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi nú skömmu fyrir hádegi. Magnús lést á heimili sínu sunnudaginn 7. janúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. Erlent 17.1.2007 12:30