Erlent Eþíópía kallar herlið sitt heim Eþíópía hóf að flytja herlið sitt út úr Sómalíu í gær. Sérfræðingar hafa áhyggjur yfir því að brotthvarf Eþíópíuhers úr landinu geti leitt til stjórnleysis og endurkomu ofríkis stríðsherra sendi Afríkusambandið ekki friðargæsluliða fljótt á staðinn. Erlent 24.1.2007 04:00 Vissu allt um fangaflugið Þingnefnd á vegum Evrópuþingsins telur fullvíst að ráðamenn í Bretlandi, Póllandi, Þýskalandi, Ítalíu og fleiri Evrópuríkjum hafi vitað af leynilegu fangaflugi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Erlent 24.1.2007 03:30 Ánægja með lofthelgiseftirlit Ráðuneytisstjórar eistnesku varnar- og utanríkismálaráðuneytanna segja Eista hæstánægða með lofthelgis-eftirlit NATO. Loftrými bandalagsins sé eitt og óskipt. Ísland er nú eina NATO-ríkið án reglubundins eftirlits. Erlent 24.1.2007 02:00 Aldrei jafn óvinsæll Vinsældir Bush Bandaríkjaforseta hafa aldrei verið jafn litlar og nú, þegar hann flutti næstsíðustu stefnuræðu sína. Í ræðunni boðar hann góða samvinnu við þingmeirihluta Demókrataflokksins í innanríkismálum. Erlent 24.1.2007 01:00 Mistakist í Írak geta afleiðingarnar orðið víðtækar George Bush Bandaríkjaforseti segir að mistakist Bandaríkjaher að ná tökum á ástandinu í Írak hafi það bæði alvarlegar og víðtækar afleiðingar. Bush flytur í klukkan tvö í nótt, að íslenskum tíma, stefnuræðu sína þar sem hann ver meðal annars þá ákvörðun að fjölga hermönnum í Írak. Erlent 23.1.2007 22:32 Hákarinn spýtti honum út úr sér Rúmlega fertugur kafari liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ástralíu eftir að þriggja metra langur hvíthákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Hákarlinn beit um búk og síðan höfuð mannsins. Honum tókst með snarræði að pota í auga hákarlsins sem spýtti honum þá út úr sér. Erlent 23.1.2007 19:30 Forsætisráðherra: Margir ókostir fylgja aðild að ESB Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir marga ókosti fylgja aðild að Evrópusambandinu. EES-samningurinn tryggi nægilegt aðgengi að markaði ESB. Geir segir að aðild hafi ekki verið til umræðu á Ísland í mörg ár. Mögulegt sé þó að einn flokkur ræði þann möguleika fyrir þingkosningarnar í vor. Erlent 23.1.2007 19:00 Beirút lömuð vegna óeirða Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Erlent 23.1.2007 17:45 Vantar hermenn í fleiri stríð Bandarískir hershöfðingjar hafa af því nokkrar áhyggjur að Írak og Afganistan hafi dregið úr getu heraflans til þess að berjast á nýjum vígstöðvum. Yfirhershöfðingi landgönguliðsins sagði í yfirheyrslu hjá þingnefnd að þeir hefðu skoðað aðrar hernaðaráætlanir, og hefðu áhyggjur af því að þar skorti getu á sumum sviðum. Erlent 23.1.2007 17:05 Segolene Royal biðst vægðar Segolene Royal, forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi, bað fjölmiðla í dag um að hætta að hnýsast í einkalíf sitt. Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað mikið um meintan ágreining hennar og sambýlismanns hennar Francois Hollande, sem er formaður Sósíalistaflokksins og gerði sér sjálfur vonir um að verða í framboði til forseta. Litlar líkur eru á að fjölmiðlar verði við óskum hennar. Erlent 23.1.2007 16:36 Ítalskur ráðherra krefst hermanna heim frá Afganistan Ráðherra græningja í samsteypustjórn Romanos Prodis, á Ítalíu, hefur hótað uppreisn í ríkisstjórninni vegna ítalskra hermanna í Afganistan. Hann krefst þess að gerð verði tímaáætlun um heimkvaðningu þeirra. Ítalir hafa þegar kallað hermenn sína heim frá Írak, en Prodi var á móti því stríði. Hann segir aftur á móti að hermennirnir í Afganistan tilheyri friðargæslusveitum, og það sé allt annar handleggur. Erlent 23.1.2007 15:51 Forseti Ísraels ákærður fyrir nauðgun Forseti Ísraels, Moshe Katsav, verður ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn fjórum konum í starfsliði hans. Dómsmálaráðuneyti Ísraels sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis, í dag. Forsetinn hefur neitað allri sök. Erlent 23.1.2007 15:35 Kaþólska kirkjan vill undanþágu frá hommalögum Kaþólska kirkjan í Bretlandi segist kunna að loka ættleiðingarskrifstofum sínum ef hún verður neydd til þess, með nýjum lögum, að leyfa samkynhneigðum pörum að ættleiða börn. Löggjöf sem bannar mismunun samkynhneigðra tekur gildi í apríl. Um 4000 börn bíða þess á ættleiðingarstofum kirkjunnar að fá nýja foreldra. Erlent 23.1.2007 14:36 Draumastúlkurnar fengu flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Draumastúlkurnar eða Dreamgirls hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár eða átta. Tilnefningarnar voru kynntar í Beverly Hills í Bandaríkjunum í dag. Kvikmyndin Babel hlaut sjö tilnefningar. Erlent 23.1.2007 13:47 Óeirðir í Líbanon Mörg þúsund Líbanar hafa lamað nær alla Beirút og lokað af hluta hennar. Stjórnarandstæðingar hafa lagt niður vinnu víða um Líbanon og ætla sér að steypa ríkisstjórn landsins með góðu eða illu. Erlent 23.1.2007 13:30 Vantrú á Bandaríkin vex um allan heim Erlent 23.1.2007 13:30 Nærri því étinn af hákarli Rúmlega fertugur Ástrali liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í heimalandi sínu eftir að þriggja metra langur hákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Maðurinn var við köfun þegar hákarlinn réðist á hann og beit um höfuð hans. Tókst manninum með snarræði að pota í auga hákarlsins sem losaði um tak sitt og spýtti nánast kafaranum út úr sér. Erlent 23.1.2007 13:15 Hvetja til laga um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Forsetinn flytur árlega stefnuræðu sína í nótt og búist er við að umhverfismál beri þar á góma. Erlent 23.1.2007 13:09 Álit umheimsins á Bandaríkjunum minnkar Álit bæði innanlands og utan á utanríkisstefnu Bandaríkjamanna fer þverrandi samkvæmt skoðanakönnun sem breska ríkisúrvarpið hefur látið gera. Leitað var svara hjá 25 þjóðum og voru þrír fjórðu aðspurðra óánægðir með hvernig Bandaríkjamenn tækju á ástandinu í Írak. Erlent 23.1.2007 12:02 Eþíópískir hermenn á förum frá Sómalíu Eþíópískir hermenn eru byrjaðir að yfirgefa Sómalíu fjórum vikum eftir að þeir komu inn í landið til að hjálpa stjórnarhernum að hrekja burt uppreisnarhreyfinguna Íslamska dómstólaráðið. Eþíópískur hershöfðingi tilkynnti þetta í dag við athöfn þar sem stríðsherrar skiluðu vopnum sínum. Erlent 23.1.2007 11:33 Sálfræðingur skoðar frumskógarkonuna Spænskur sálfræðingur er á leið til Kambódíu til að skoða konu sem margir telja að hafi gengið sjálfala í frumskóginum í tæpa tvo áratugi. Fjölskyldan segist þekkja aftur stúlku sem hvarf fyrir 19 árum. Efasemdarmenn segja hins vegar að stúlkan hafi líklega ekki dvalist í frumskóginum svo lengi og sé hugsanlega geðsjúk. Erlent 23.1.2007 10:56 Deilur um ísbjarnaveiðar á Grænlandi Gert Ignatiussen, sem á sæti í bæjarstjórnin Tasiilaq á Grænlandi, hefur gagnrýnt opinberlega kvóta til ísbjarnaveiða fyrir Austur-Grænland. Álítur hann að kvótinn, sem telur 50 dýr á ári, sé full rýr fyrir byggðarlög þessa svæðis þar sem tekjumöguleikar séu færri en sunnar á landinu. Erlent 23.1.2007 10:48 Fimm særðir í skotbardaga í Líbanon Fimm eru særðir, þar af einn mjög alvarlega, eftir skotbardaga í smáþorpi í Líbanon í dag milli stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar og mótmælenda sem fylgja stjórnarandstöðunni að málum. Erlent 23.1.2007 10:18 Óskarstilnefningar tilkynntar í dag Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða tilkynntar eftir hádegi í dag í Los Angeles. Veðbankar og spámenn keppast við að segja fyrir um hverjir komast í hinn eftirsótta hóp tilnefndra. Öruggast þykir að veðja á Drottninguna, Helen Mirren hefur þegar fengið Golden Globe verðlaunin fyrir túlkun sína á Elísabetu Bretadrottningu. Erlent 23.1.2007 09:40 Stórlaxar vilja vernda andrúmsloftið Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Bandaríkin hafa ekki staðfest Kyoto-sáttmálann og Bush hefur hingað til hafnað því að takmarka útblástur með lögum. Erlent 23.1.2007 08:55 Milljónir hindúa baða sig í Ganges í dag Milljónir trúaðra hindúa baða sig í ánni Ganges í dag, á síðasta degi trúarhátíðarinnar Ardh Kumbh Mela. Hundruð nakinna öskuborinna manna sem hindúar telja heilaga leiddu fylkinguna niður að ánni í morgun. Nærri 70 milljón hindúar taka þátt í baðhátíðinni sem stendur yfir í 45 daga. Erlent 23.1.2007 08:00 Al Kaída segist munu sigra hermennina Næstráðandi Al Kaída gerir gys að fjölgun í herliði Bandaríkjanna í myndbandi sem bandarísk stofnun stöðvaði þegar hryðjuverkasamtökin reyndu að koma því á netið í gær. Myndbandið hefur ekki verið birt að fullu en að sögn Bandaríkjamannanna segir Al Zawahri, að hermannanna bíði ósigur og dauði, sama hversu margir verða sendir. Erlent 23.1.2007 07:15 Verkfall og vegatálmar í Beirút Þúsundir manna hafa svarað kalli stjórnarandstöðunnar í Líbanon um allsherjarverkfall sem hefst í dag. Dekkjabrennur mótmælenda loka vegunum til og frá borginni, bæði til norðurs og suðurs og vegurinn að alþjóðaflugvelli landsins er sömuleiðis lokaður. Flugfélög hafa aflýst flugi til og frá flugvellinum vegna mótmælanna. Erlent 23.1.2007 06:38 Nýjar kjarnorkuviðræður af stað Bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld hyggjast hefja á ný viðræður um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, en seinustu lotu þeirra lauk í desember án teljanlegs árangurs. Auk Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eiga Japan, Kína og Suður-Kórea aðild að viðræðunum. Erlent 23.1.2007 05:45 Vill samvinnu lýðræðisafla Flokkur herskárra þjóðernissinna varð stærsti flokkurinn í þingkosningum í Serbíu. Forseti landsins skorar á lýðræðisflokkana að mynda ríkisstjórn áður en skýrsla SÞ um framtíð Kosovo verður birt. Erlent 23.1.2007 05:45 « ‹ ›
Eþíópía kallar herlið sitt heim Eþíópía hóf að flytja herlið sitt út úr Sómalíu í gær. Sérfræðingar hafa áhyggjur yfir því að brotthvarf Eþíópíuhers úr landinu geti leitt til stjórnleysis og endurkomu ofríkis stríðsherra sendi Afríkusambandið ekki friðargæsluliða fljótt á staðinn. Erlent 24.1.2007 04:00
Vissu allt um fangaflugið Þingnefnd á vegum Evrópuþingsins telur fullvíst að ráðamenn í Bretlandi, Póllandi, Þýskalandi, Ítalíu og fleiri Evrópuríkjum hafi vitað af leynilegu fangaflugi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Erlent 24.1.2007 03:30
Ánægja með lofthelgiseftirlit Ráðuneytisstjórar eistnesku varnar- og utanríkismálaráðuneytanna segja Eista hæstánægða með lofthelgis-eftirlit NATO. Loftrými bandalagsins sé eitt og óskipt. Ísland er nú eina NATO-ríkið án reglubundins eftirlits. Erlent 24.1.2007 02:00
Aldrei jafn óvinsæll Vinsældir Bush Bandaríkjaforseta hafa aldrei verið jafn litlar og nú, þegar hann flutti næstsíðustu stefnuræðu sína. Í ræðunni boðar hann góða samvinnu við þingmeirihluta Demókrataflokksins í innanríkismálum. Erlent 24.1.2007 01:00
Mistakist í Írak geta afleiðingarnar orðið víðtækar George Bush Bandaríkjaforseti segir að mistakist Bandaríkjaher að ná tökum á ástandinu í Írak hafi það bæði alvarlegar og víðtækar afleiðingar. Bush flytur í klukkan tvö í nótt, að íslenskum tíma, stefnuræðu sína þar sem hann ver meðal annars þá ákvörðun að fjölga hermönnum í Írak. Erlent 23.1.2007 22:32
Hákarinn spýtti honum út úr sér Rúmlega fertugur kafari liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ástralíu eftir að þriggja metra langur hvíthákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Hákarlinn beit um búk og síðan höfuð mannsins. Honum tókst með snarræði að pota í auga hákarlsins sem spýtti honum þá út úr sér. Erlent 23.1.2007 19:30
Forsætisráðherra: Margir ókostir fylgja aðild að ESB Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir marga ókosti fylgja aðild að Evrópusambandinu. EES-samningurinn tryggi nægilegt aðgengi að markaði ESB. Geir segir að aðild hafi ekki verið til umræðu á Ísland í mörg ár. Mögulegt sé þó að einn flokkur ræði þann möguleika fyrir þingkosningarnar í vor. Erlent 23.1.2007 19:00
Beirút lömuð vegna óeirða Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns. Erlent 23.1.2007 17:45
Vantar hermenn í fleiri stríð Bandarískir hershöfðingjar hafa af því nokkrar áhyggjur að Írak og Afganistan hafi dregið úr getu heraflans til þess að berjast á nýjum vígstöðvum. Yfirhershöfðingi landgönguliðsins sagði í yfirheyrslu hjá þingnefnd að þeir hefðu skoðað aðrar hernaðaráætlanir, og hefðu áhyggjur af því að þar skorti getu á sumum sviðum. Erlent 23.1.2007 17:05
Segolene Royal biðst vægðar Segolene Royal, forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi, bað fjölmiðla í dag um að hætta að hnýsast í einkalíf sitt. Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað mikið um meintan ágreining hennar og sambýlismanns hennar Francois Hollande, sem er formaður Sósíalistaflokksins og gerði sér sjálfur vonir um að verða í framboði til forseta. Litlar líkur eru á að fjölmiðlar verði við óskum hennar. Erlent 23.1.2007 16:36
Ítalskur ráðherra krefst hermanna heim frá Afganistan Ráðherra græningja í samsteypustjórn Romanos Prodis, á Ítalíu, hefur hótað uppreisn í ríkisstjórninni vegna ítalskra hermanna í Afganistan. Hann krefst þess að gerð verði tímaáætlun um heimkvaðningu þeirra. Ítalir hafa þegar kallað hermenn sína heim frá Írak, en Prodi var á móti því stríði. Hann segir aftur á móti að hermennirnir í Afganistan tilheyri friðargæslusveitum, og það sé allt annar handleggur. Erlent 23.1.2007 15:51
Forseti Ísraels ákærður fyrir nauðgun Forseti Ísraels, Moshe Katsav, verður ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn fjórum konum í starfsliði hans. Dómsmálaráðuneyti Ísraels sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis, í dag. Forsetinn hefur neitað allri sök. Erlent 23.1.2007 15:35
Kaþólska kirkjan vill undanþágu frá hommalögum Kaþólska kirkjan í Bretlandi segist kunna að loka ættleiðingarskrifstofum sínum ef hún verður neydd til þess, með nýjum lögum, að leyfa samkynhneigðum pörum að ættleiða börn. Löggjöf sem bannar mismunun samkynhneigðra tekur gildi í apríl. Um 4000 börn bíða þess á ættleiðingarstofum kirkjunnar að fá nýja foreldra. Erlent 23.1.2007 14:36
Draumastúlkurnar fengu flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Draumastúlkurnar eða Dreamgirls hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár eða átta. Tilnefningarnar voru kynntar í Beverly Hills í Bandaríkjunum í dag. Kvikmyndin Babel hlaut sjö tilnefningar. Erlent 23.1.2007 13:47
Óeirðir í Líbanon Mörg þúsund Líbanar hafa lamað nær alla Beirút og lokað af hluta hennar. Stjórnarandstæðingar hafa lagt niður vinnu víða um Líbanon og ætla sér að steypa ríkisstjórn landsins með góðu eða illu. Erlent 23.1.2007 13:30
Nærri því étinn af hákarli Rúmlega fertugur Ástrali liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í heimalandi sínu eftir að þriggja metra langur hákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Maðurinn var við köfun þegar hákarlinn réðist á hann og beit um höfuð hans. Tókst manninum með snarræði að pota í auga hákarlsins sem losaði um tak sitt og spýtti nánast kafaranum út úr sér. Erlent 23.1.2007 13:15
Hvetja til laga um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Forsetinn flytur árlega stefnuræðu sína í nótt og búist er við að umhverfismál beri þar á góma. Erlent 23.1.2007 13:09
Álit umheimsins á Bandaríkjunum minnkar Álit bæði innanlands og utan á utanríkisstefnu Bandaríkjamanna fer þverrandi samkvæmt skoðanakönnun sem breska ríkisúrvarpið hefur látið gera. Leitað var svara hjá 25 þjóðum og voru þrír fjórðu aðspurðra óánægðir með hvernig Bandaríkjamenn tækju á ástandinu í Írak. Erlent 23.1.2007 12:02
Eþíópískir hermenn á förum frá Sómalíu Eþíópískir hermenn eru byrjaðir að yfirgefa Sómalíu fjórum vikum eftir að þeir komu inn í landið til að hjálpa stjórnarhernum að hrekja burt uppreisnarhreyfinguna Íslamska dómstólaráðið. Eþíópískur hershöfðingi tilkynnti þetta í dag við athöfn þar sem stríðsherrar skiluðu vopnum sínum. Erlent 23.1.2007 11:33
Sálfræðingur skoðar frumskógarkonuna Spænskur sálfræðingur er á leið til Kambódíu til að skoða konu sem margir telja að hafi gengið sjálfala í frumskóginum í tæpa tvo áratugi. Fjölskyldan segist þekkja aftur stúlku sem hvarf fyrir 19 árum. Efasemdarmenn segja hins vegar að stúlkan hafi líklega ekki dvalist í frumskóginum svo lengi og sé hugsanlega geðsjúk. Erlent 23.1.2007 10:56
Deilur um ísbjarnaveiðar á Grænlandi Gert Ignatiussen, sem á sæti í bæjarstjórnin Tasiilaq á Grænlandi, hefur gagnrýnt opinberlega kvóta til ísbjarnaveiða fyrir Austur-Grænland. Álítur hann að kvótinn, sem telur 50 dýr á ári, sé full rýr fyrir byggðarlög þessa svæðis þar sem tekjumöguleikar séu færri en sunnar á landinu. Erlent 23.1.2007 10:48
Fimm særðir í skotbardaga í Líbanon Fimm eru særðir, þar af einn mjög alvarlega, eftir skotbardaga í smáþorpi í Líbanon í dag milli stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar og mótmælenda sem fylgja stjórnarandstöðunni að málum. Erlent 23.1.2007 10:18
Óskarstilnefningar tilkynntar í dag Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða tilkynntar eftir hádegi í dag í Los Angeles. Veðbankar og spámenn keppast við að segja fyrir um hverjir komast í hinn eftirsótta hóp tilnefndra. Öruggast þykir að veðja á Drottninguna, Helen Mirren hefur þegar fengið Golden Globe verðlaunin fyrir túlkun sína á Elísabetu Bretadrottningu. Erlent 23.1.2007 09:40
Stórlaxar vilja vernda andrúmsloftið Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Bandaríkin hafa ekki staðfest Kyoto-sáttmálann og Bush hefur hingað til hafnað því að takmarka útblástur með lögum. Erlent 23.1.2007 08:55
Milljónir hindúa baða sig í Ganges í dag Milljónir trúaðra hindúa baða sig í ánni Ganges í dag, á síðasta degi trúarhátíðarinnar Ardh Kumbh Mela. Hundruð nakinna öskuborinna manna sem hindúar telja heilaga leiddu fylkinguna niður að ánni í morgun. Nærri 70 milljón hindúar taka þátt í baðhátíðinni sem stendur yfir í 45 daga. Erlent 23.1.2007 08:00
Al Kaída segist munu sigra hermennina Næstráðandi Al Kaída gerir gys að fjölgun í herliði Bandaríkjanna í myndbandi sem bandarísk stofnun stöðvaði þegar hryðjuverkasamtökin reyndu að koma því á netið í gær. Myndbandið hefur ekki verið birt að fullu en að sögn Bandaríkjamannanna segir Al Zawahri, að hermannanna bíði ósigur og dauði, sama hversu margir verða sendir. Erlent 23.1.2007 07:15
Verkfall og vegatálmar í Beirút Þúsundir manna hafa svarað kalli stjórnarandstöðunnar í Líbanon um allsherjarverkfall sem hefst í dag. Dekkjabrennur mótmælenda loka vegunum til og frá borginni, bæði til norðurs og suðurs og vegurinn að alþjóðaflugvelli landsins er sömuleiðis lokaður. Flugfélög hafa aflýst flugi til og frá flugvellinum vegna mótmælanna. Erlent 23.1.2007 06:38
Nýjar kjarnorkuviðræður af stað Bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld hyggjast hefja á ný viðræður um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, en seinustu lotu þeirra lauk í desember án teljanlegs árangurs. Auk Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eiga Japan, Kína og Suður-Kórea aðild að viðræðunum. Erlent 23.1.2007 05:45
Vill samvinnu lýðræðisafla Flokkur herskárra þjóðernissinna varð stærsti flokkurinn í þingkosningum í Serbíu. Forseti landsins skorar á lýðræðisflokkana að mynda ríkisstjórn áður en skýrsla SÞ um framtíð Kosovo verður birt. Erlent 23.1.2007 05:45