Erlent

Mubarak fluttur á sjúkrahús

Hosni Mubarak, fyrrum forseti Egyptalands, var fluttur á sjúkrahús í bænum Sharm el-Sheikh seinni partinn í dag. Ástand hans er sagt vera alvarlegt en aðstoðarmenn hans hafa borið þær fréttir til baka. Von er á yfirlýsingu síðar í dag.

Erlent

Frakkar og Bretar vilja harðari aðgerðir í Líbíu

NATO þarf að herða aðgerðir sínar í Líbíu og eyðileggja þungavopn Gaddafís einræðisherra, að mati utanríkisráðherra Breta og Frakka. Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakka, segir að óbreyttir borgarar í Líbíu búi enn við ógn frá Gaddafí þrátt fyrir sprengjuárásir NATO undandfarna daga. William Hague, breski kollegi, Juppe, tók í svipaðan streng í dag og hvatti NATO til þess að herða róðurinn. Þá hvatti hann Múammar Gaddafí eindregið til þess að láta af völdum.

Erlent

Lagaprófessorar til varnar Manning

Tvöhundruð og fimmtíu bandarískir lagaprófessorar hafa undirritað bréf þar sem er mótmælt meðferðinni á hermanninum Bradley Manning. Manning er grunaður um að hafa lekið milljónum leyniskjala til Wikileaks.

Erlent

Fyrsta Súperman blaðið endurheimt

Fyrsta tölublaðið um ofurhetjuna Súperman fannst á dögunum í læstum öryggisskáp í San Fernando dalnum í Bandaríkjunum. Blaðinu var stolið fyrir áratug síðan af kvikmyndastjörnunni Nicolas Cage.

Erlent

Bloggari dæmdur í þriggja ára fangelsi

Egypski herinn fékk 28 ára gamlan bloggara dæmdan í þriggja ára fangelsi í gær fyrir að gagnrýna störf hersins. Hann var að auki dæmdur án þess að hafa lögmann viðstaddan.

Erlent

Rak vænginn í stélið á JFK flugvellinum

Tvær fullar farþegaþotur lentu í árekstri á flugbraut John F. Kennedy flugvallarins í Bandaríkjunum í gær. Önnur þotan var frá Air France-flugfélaginu en hin var að koma frá Boston.

Erlent

Enn finnast bein á ströndinni

Lögregluyfirvöld í New York grunar að raðmorðinginn sem leitað er í borginni geti verið fyrrverandi lögregluþjónn. Bein fundust í gær en ekki er búið að staðfesta að um enn eitt fórnarlamb morðingjans sé að ræða. Eitt lík af átta, sem fundist hafa á strönd á Long Island, er talið vera að barn, ekki eldra en átján mánaða.

Erlent

Engin áhrif á ESB-viðræður

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið skaðast ekki af því að Íslendingar hafi hafnað því að staðfesta Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Erlent

Mubarak í yfirheyrslu

Egypsk yfirvöld hafa boðað Hosni Mubarak í yfirheyrslur eftir gríðarlegan þrýsting almennings í landinu. Mubarak hrökklaðist frá völdum í byrjun febrúar eftir að hafa ríkst sem forsætisráðherra í landinu í um þrjátíu ár.

Erlent

Kínverjar gagnrýna Bandaríkjamenn

Kínverjar hafa birt skýrslu þar sem þeir gagnrýna Bandaríkjamenn harðlega fyrir að virða ekki mannréttindi. Þá segir jafnframt í skýrslunni, að Bandaríkjamenn reyni að grafa undan öðrum ríkjum með því að tryggja frjálsan aðgang að internetinu.

Erlent

Sprenging í neðanjarðarlestastöð í Minsk

Mikil sprenging varð í neðanjarðarlestastöð í Minsk höfuðborg Hvítarússlands í dag. Fregnir herma að nokkrir hafi látist og margir særst en engar staðfestar fregnir af mannfalli hafa þó enn borist.

Erlent

Gbagbo tekinn höndum

Laurent Gbagbo fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar hefur verið tekinn höndum í forsetahöllinni í Abidjan. Gbabgo hefur neitað að láta af völdum í landinu þrátt fyrir að hafa tapað í forsetakosningum og hafa hersveitir hliðhollir honum barist við hersveitir Alessane Outtara, sigurvegara kosninganna. Síðustu daga hafði Gbabgo komið sér fyrir ásamt mönnum sínum í kjallarara forsetahallarinnar en í dag réðust franskir sérsveitarmenn inn í höllina og tóku hann höndum.

Erlent