Erlent Strætisvagni ekið inn í mannfjöldann Strætisvagni var ekið inn á Södermalm-torg í miðborg Stokkhólms í dag. Að minnsta kosti sex slösuðust þar af einn alvarlega, samkvæmt sænskum fjölmiðlum. Samkvæmt vitnum er eitt barn á meðal þeirra slösuðu en barnavagninn sem barnið var í lenti undir strætisvagninum. Erlent 28.5.2011 21:15 Öflug sprengja sprakk í byggingu ríkisstjórans í Taloqan Öflug sprenging varð í byggingu í bænum Taloqan, sem er í Takhar-héraði í Afganistan, eftir hádegi í dag. Talið er að ríkisstjóri Taloqan hafi aðsetur í byggingunni en ekki er vitað hvort hann hafi fallið í árásinni. Erlent 28.5.2011 14:34 Obama lauk ferð sinni um Evrópu í Póllandi Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lauk sex daga ferð sinni um Evrópu í dag þegar hann heimsótti forseta og forsætisráðherra Póllands í höfuðborg landsins, Varsjá. Erlent 28.5.2011 13:40 Kertið hefur logað í 50 ár Mannréttindasamtökin Amnesty International halda í dag upp á fimmtíu ára afmæli sitt. Á þessum tímamótum eru félagar og stuðningsmenn samtakanna fleiri en þrjár milljónir í rúmlega 150 löndum Erlent 28.5.2011 11:00 Sprengjur falla í Trípólí Sprengjuhljóð hafa heyrst í borginni Tripoli í Líbíu í nótt og í morgun. Breska fréttastofan Sky greinir frá þessu. Herlið Nato hefur haldið uppi ítrekuðum loftárásum þar í landi í þeim tilgangi að hrekja Gaddafi, leiðtoga landsins frá völdum. Erlent 28.5.2011 09:53 Mladic náðist fyrir tilviljun Þegar hópur lögreglumanna réðst inn í íbúðarhús í bænum Lazareva klukkan fimm á fimmtudagsmorgun vissu þeir ekki hvort Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, væri þar staddur. Erlent 28.5.2011 05:30 Hafa ráðamenn ekki undir grun Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld ekki vita um neitt sem bendi til þess að einhverjir pakistanskra ráðamanna hafi vitað um fylgsni Osama bin Laden. Erlent 28.5.2011 03:00 Milljarðar fara í sjóð Leiðtogar átta helstu hagvelda heims (G8) stofnuðu í gær sjóð til styrktar lýðræðisþróun í arabaríkjunum. Lagðar verða 40 milljarðar Bandaríkjadala í sjóðinn, en það samsvarar nærri fimm þúsund milljörðum króna. Erlent 28.5.2011 00:00 Vill að börn undir 13 ára fái að nota Facebook Eigandi Facebook, Mark Zuckerberg, sagði á ráðstefnu í Newark í Bandaríkjunum að börn undir þrettán ára ættu að fá að nota samskiptavefinn eins og aðrir. Sérstök lög í Bandaríkjunum banna börnum undir þrettán ára að nota Facebook en fyrirtækið lokar um tuttugu þúsund reikningum barna undir þessum aldurstakmörkunum á dag. Erlent 27.5.2011 23:00 Refsað fyrir að snerta skólasystur sína Foreldrar í grunnskóla í Suður-London í Englandi eru hneykslaðir á strangri reglu skólans um að snertingar séu bannaðar. Þannig þurfti tíu ára gömul stúlka að sitja eftir vegna þess að hún faðmaði skólasystur sína samkvæmt fréttamiðlinum The Sun. Erlent 27.5.2011 22:00 Ólögmæt uppsögn út af Baby P-málinu Fyrrverandi forstjóri barnaverndar í London gæti fengið 75 milljónir króna í skaðabætur eftir að dómstóll í Englandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að uppsögn hennar hefði verið ólögmæt. Konan, sem heitir Sharon Shoesmith, var sagt upp störfum eftir að Baby P málið komst í hámæli í Bretlandi árið 2008. Erlent 27.5.2011 21:00 Rússar vilja miðla málum Rússar hafa boðist til að miðla málum til þess að fá Moammar Gaddafi til þess að fara frá völdum. Rússar hafa gagnrýnt umfang árása NATO á Líbíu. Erlent 27.5.2011 19:38 Verjendur segja Ratko Mladic of heilsuveilan Dómstóll í Serbíu hefur úrskurðað að heimilt sé að framselja Ratko Mladic hershöfðinga til Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna. Verjendur hershöfðingjans fullyrða að hann sé of heilsuveill til að koma fyrir dóm og úrskurðinum verði áfrýjað á mánudag. Erlent 27.5.2011 19:32 Air France þotan hrapaði á 3,5 mínútum Air France þotan sem fórst fyrir tveim árum á leið frá Rio til Parísar hrapaði í sjóinn úr 38 þúsund feta hæð á aðeins 3,5 mínútum eftir að hún ofreis. Þetta kemur fram í upplýsingum sem sóttar voru í flugrita vélarinnar. Allir um borð fórust, samtals 228 manns. Erlent 27.5.2011 14:44 Heimilt að framselja Ratko Mladic Dómstóll í Serbíu hefur úrskurðað að heimilt sé að framselja Ratko Mladic hershöfðinga til Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna, þrátt fyrir fullyrðingar verjenda hans um að hann sé of heilsuveill. Verjendurnir segja að úrskurðinum verði áfrýjað á mánudag. Erlent 27.5.2011 14:30 Gaddafi felur sig á sjúkrahúsum Moammar Gaddafi leiðtogi Líbíu er sagður fela sig í sjúkrahúsum í höfuðborginni Tripolí. Orrustuvélar NATO gera árásir sínar með mikilli nákvæmni þannig að lítil sem engin hætta er á að sjúkrahús eða aðrar slíkar stofnanir verði fyrir árásum. Erlent 27.5.2011 14:26 Vasaþjófafaraldur í Osló Þeir sem ætla að heimsækja Osló í sumar ættu að hafa varann á. Þar er allt vaðandi í vasaþjófum. Á fyrstu mánuðum þessa árs voru 4414 vasaþjófnaðir kærðir til lögreglunnar sem er 57 prósent aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Erlent 27.5.2011 11:26 Þú færð fimm daga til þess að pakka Danir hafa vísað aðalræðismanni Líbíu úr landi. Hann fær fimm daga til þess að pakka niður föggum sínum og hafa sig á brott. Lena Espersen utanríkisráðherra Danmerkur segir ástæðuna þá að Muner Eldawani ræðismaður hafi ítrekað lýst opinberlega yfir stuðningi við Moammar Gaddafi. Erlent 27.5.2011 10:50 Vasaþjófafaraldur í Osló Þeir sem ætla að heimsækja Osló í sumar ættu að hafa varann á. Þar er allt vaðandi í vasaþjófum. Á fyrstu mánuðum þessa árs voru 4414 vasaþjófnaðir kærðir til lögreglunnar sem er 57 prósent aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Erlent 27.5.2011 10:46 Svefnvana börn líkleg til að verða feit Börn sem fá ekki nægan svefn eiga á hættu að verða of þung, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á Nýja Sjálandi. Rannsóknin birtist í BMJ læknaritinu á dögunum. Í rannsókninni var fylgst með 244 börnum á aldrinum 3ja ára til sjö ára. Niðurstöður benda til þess að tengsl séu á milli svefns og þyngdar. Meiri svefn virðist hafa svo sterk tengsl við minni þyngd að það skipti máli fyrir heilsu barnanna. Erlent 27.5.2011 10:40 Vill láta rannsaka hlut Blatters í mútumálum Mótframbjóðandi Sepp Blatters til forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins hefur farið framá að siðanefnd þess rannsaki ýmsar gjörðir Blatters varðandi spillingarmál sem þegar er til meðferðar. Erlent 27.5.2011 10:36 Hillary huggar Pakistan - segir Bandaríkin standa þétt við bakið á þeim Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, er í opinberri heimsókn í Pakistan. Hún sagði á blaðamannafundi í dag að Bandaríkjamenn myndu standa þétt við bakið á Pakistönsku þjóðinni. Erlent 27.5.2011 09:03 Norður-kóresk yfirvöld ætla að sleppa bandarískum ríkisborgara Ráðamenn í Norður-Kóreu lýstu því yfir í dag að þeir myndu láta bandarískan ríkisborgara lausan á næstu dögum. Erlent 27.5.2011 08:45 Telja líklegt að Palin gefi kost á sér Svo virðist sem enn sé möguleiki á því að Sara Palin, fyrrverandi varaforsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, gefi kost á sér sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Erlent 27.5.2011 08:41 G8 ríkin eyða 20 milljörðum dollara í arabíska vorið Egyptaland og Túnis hafa óskað eftir fjárhagslegri aðstoð G8 ríkjanna sem funda nú í Frakklandi. Bæði löndin losuðu sig við einræðisherra sem höfðu ríkt í tugi ára. Erlent 27.5.2011 08:37 Vatíkanið lokar nunnuklaustri vegna skorts á kirkjusiðum Vatíkanið hefur lokað umdeildu nunnuklaustri í Róm. Ástæðan var meintur skortur á kirkjusiðum og óráðsía í fjármálum. Ítalskir fjölmiðlar telja ástæðuna aðra. Erlent 27.5.2011 08:24 Fjölmennasti kvennaháskóli veraldar opnar í Sádi-Arabíu Fjölmennasti kvennaháskóli veraldar opnaði á dögunum í Sádi Arabíu en þar geta um 50 þúsund konur stundað nám. Erlent 27.5.2011 08:18 Ætlar að synda frá Flórída til Kúbu Hin sextíu og eins árs gamla Diana Nyad tilkynnti í dag að hún ætlar að synda á milli Flórída og Kúbu. Erlent 27.5.2011 08:16 Blóðug borgarastyrjöld hugsanlega í uppsiglingu Á síðastliðnum fjórum mánuðum hafa yfir hundrað manns látist í átökum á milli mótmælenda og lögreglu í Jemen. Nú er landið á barmi borgarastyrjaldar eftir að ættbálkahöfðingi snérist á sveif með andstæðingum ríkisstjórnar. Erlent 27.5.2011 08:14 Segir Vatíkanið og Rauða krossinn hafa hjálpað nasistum Vatíkanið og Rauði krossinn aðstoðuðu þúsundir nasista við að hefja nýtt líf eftir stríð, meðal annars Adolf Eichmann og Jósef Mengele. Erlent 27.5.2011 08:12 « ‹ ›
Strætisvagni ekið inn í mannfjöldann Strætisvagni var ekið inn á Södermalm-torg í miðborg Stokkhólms í dag. Að minnsta kosti sex slösuðust þar af einn alvarlega, samkvæmt sænskum fjölmiðlum. Samkvæmt vitnum er eitt barn á meðal þeirra slösuðu en barnavagninn sem barnið var í lenti undir strætisvagninum. Erlent 28.5.2011 21:15
Öflug sprengja sprakk í byggingu ríkisstjórans í Taloqan Öflug sprenging varð í byggingu í bænum Taloqan, sem er í Takhar-héraði í Afganistan, eftir hádegi í dag. Talið er að ríkisstjóri Taloqan hafi aðsetur í byggingunni en ekki er vitað hvort hann hafi fallið í árásinni. Erlent 28.5.2011 14:34
Obama lauk ferð sinni um Evrópu í Póllandi Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lauk sex daga ferð sinni um Evrópu í dag þegar hann heimsótti forseta og forsætisráðherra Póllands í höfuðborg landsins, Varsjá. Erlent 28.5.2011 13:40
Kertið hefur logað í 50 ár Mannréttindasamtökin Amnesty International halda í dag upp á fimmtíu ára afmæli sitt. Á þessum tímamótum eru félagar og stuðningsmenn samtakanna fleiri en þrjár milljónir í rúmlega 150 löndum Erlent 28.5.2011 11:00
Sprengjur falla í Trípólí Sprengjuhljóð hafa heyrst í borginni Tripoli í Líbíu í nótt og í morgun. Breska fréttastofan Sky greinir frá þessu. Herlið Nato hefur haldið uppi ítrekuðum loftárásum þar í landi í þeim tilgangi að hrekja Gaddafi, leiðtoga landsins frá völdum. Erlent 28.5.2011 09:53
Mladic náðist fyrir tilviljun Þegar hópur lögreglumanna réðst inn í íbúðarhús í bænum Lazareva klukkan fimm á fimmtudagsmorgun vissu þeir ekki hvort Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, væri þar staddur. Erlent 28.5.2011 05:30
Hafa ráðamenn ekki undir grun Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld ekki vita um neitt sem bendi til þess að einhverjir pakistanskra ráðamanna hafi vitað um fylgsni Osama bin Laden. Erlent 28.5.2011 03:00
Milljarðar fara í sjóð Leiðtogar átta helstu hagvelda heims (G8) stofnuðu í gær sjóð til styrktar lýðræðisþróun í arabaríkjunum. Lagðar verða 40 milljarðar Bandaríkjadala í sjóðinn, en það samsvarar nærri fimm þúsund milljörðum króna. Erlent 28.5.2011 00:00
Vill að börn undir 13 ára fái að nota Facebook Eigandi Facebook, Mark Zuckerberg, sagði á ráðstefnu í Newark í Bandaríkjunum að börn undir þrettán ára ættu að fá að nota samskiptavefinn eins og aðrir. Sérstök lög í Bandaríkjunum banna börnum undir þrettán ára að nota Facebook en fyrirtækið lokar um tuttugu þúsund reikningum barna undir þessum aldurstakmörkunum á dag. Erlent 27.5.2011 23:00
Refsað fyrir að snerta skólasystur sína Foreldrar í grunnskóla í Suður-London í Englandi eru hneykslaðir á strangri reglu skólans um að snertingar séu bannaðar. Þannig þurfti tíu ára gömul stúlka að sitja eftir vegna þess að hún faðmaði skólasystur sína samkvæmt fréttamiðlinum The Sun. Erlent 27.5.2011 22:00
Ólögmæt uppsögn út af Baby P-málinu Fyrrverandi forstjóri barnaverndar í London gæti fengið 75 milljónir króna í skaðabætur eftir að dómstóll í Englandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að uppsögn hennar hefði verið ólögmæt. Konan, sem heitir Sharon Shoesmith, var sagt upp störfum eftir að Baby P málið komst í hámæli í Bretlandi árið 2008. Erlent 27.5.2011 21:00
Rússar vilja miðla málum Rússar hafa boðist til að miðla málum til þess að fá Moammar Gaddafi til þess að fara frá völdum. Rússar hafa gagnrýnt umfang árása NATO á Líbíu. Erlent 27.5.2011 19:38
Verjendur segja Ratko Mladic of heilsuveilan Dómstóll í Serbíu hefur úrskurðað að heimilt sé að framselja Ratko Mladic hershöfðinga til Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna. Verjendur hershöfðingjans fullyrða að hann sé of heilsuveill til að koma fyrir dóm og úrskurðinum verði áfrýjað á mánudag. Erlent 27.5.2011 19:32
Air France þotan hrapaði á 3,5 mínútum Air France þotan sem fórst fyrir tveim árum á leið frá Rio til Parísar hrapaði í sjóinn úr 38 þúsund feta hæð á aðeins 3,5 mínútum eftir að hún ofreis. Þetta kemur fram í upplýsingum sem sóttar voru í flugrita vélarinnar. Allir um borð fórust, samtals 228 manns. Erlent 27.5.2011 14:44
Heimilt að framselja Ratko Mladic Dómstóll í Serbíu hefur úrskurðað að heimilt sé að framselja Ratko Mladic hershöfðinga til Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna, þrátt fyrir fullyrðingar verjenda hans um að hann sé of heilsuveill. Verjendurnir segja að úrskurðinum verði áfrýjað á mánudag. Erlent 27.5.2011 14:30
Gaddafi felur sig á sjúkrahúsum Moammar Gaddafi leiðtogi Líbíu er sagður fela sig í sjúkrahúsum í höfuðborginni Tripolí. Orrustuvélar NATO gera árásir sínar með mikilli nákvæmni þannig að lítil sem engin hætta er á að sjúkrahús eða aðrar slíkar stofnanir verði fyrir árásum. Erlent 27.5.2011 14:26
Vasaþjófafaraldur í Osló Þeir sem ætla að heimsækja Osló í sumar ættu að hafa varann á. Þar er allt vaðandi í vasaþjófum. Á fyrstu mánuðum þessa árs voru 4414 vasaþjófnaðir kærðir til lögreglunnar sem er 57 prósent aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Erlent 27.5.2011 11:26
Þú færð fimm daga til þess að pakka Danir hafa vísað aðalræðismanni Líbíu úr landi. Hann fær fimm daga til þess að pakka niður föggum sínum og hafa sig á brott. Lena Espersen utanríkisráðherra Danmerkur segir ástæðuna þá að Muner Eldawani ræðismaður hafi ítrekað lýst opinberlega yfir stuðningi við Moammar Gaddafi. Erlent 27.5.2011 10:50
Vasaþjófafaraldur í Osló Þeir sem ætla að heimsækja Osló í sumar ættu að hafa varann á. Þar er allt vaðandi í vasaþjófum. Á fyrstu mánuðum þessa árs voru 4414 vasaþjófnaðir kærðir til lögreglunnar sem er 57 prósent aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Erlent 27.5.2011 10:46
Svefnvana börn líkleg til að verða feit Börn sem fá ekki nægan svefn eiga á hættu að verða of þung, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á Nýja Sjálandi. Rannsóknin birtist í BMJ læknaritinu á dögunum. Í rannsókninni var fylgst með 244 börnum á aldrinum 3ja ára til sjö ára. Niðurstöður benda til þess að tengsl séu á milli svefns og þyngdar. Meiri svefn virðist hafa svo sterk tengsl við minni þyngd að það skipti máli fyrir heilsu barnanna. Erlent 27.5.2011 10:40
Vill láta rannsaka hlut Blatters í mútumálum Mótframbjóðandi Sepp Blatters til forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins hefur farið framá að siðanefnd þess rannsaki ýmsar gjörðir Blatters varðandi spillingarmál sem þegar er til meðferðar. Erlent 27.5.2011 10:36
Hillary huggar Pakistan - segir Bandaríkin standa þétt við bakið á þeim Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, er í opinberri heimsókn í Pakistan. Hún sagði á blaðamannafundi í dag að Bandaríkjamenn myndu standa þétt við bakið á Pakistönsku þjóðinni. Erlent 27.5.2011 09:03
Norður-kóresk yfirvöld ætla að sleppa bandarískum ríkisborgara Ráðamenn í Norður-Kóreu lýstu því yfir í dag að þeir myndu láta bandarískan ríkisborgara lausan á næstu dögum. Erlent 27.5.2011 08:45
Telja líklegt að Palin gefi kost á sér Svo virðist sem enn sé möguleiki á því að Sara Palin, fyrrverandi varaforsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, gefi kost á sér sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Erlent 27.5.2011 08:41
G8 ríkin eyða 20 milljörðum dollara í arabíska vorið Egyptaland og Túnis hafa óskað eftir fjárhagslegri aðstoð G8 ríkjanna sem funda nú í Frakklandi. Bæði löndin losuðu sig við einræðisherra sem höfðu ríkt í tugi ára. Erlent 27.5.2011 08:37
Vatíkanið lokar nunnuklaustri vegna skorts á kirkjusiðum Vatíkanið hefur lokað umdeildu nunnuklaustri í Róm. Ástæðan var meintur skortur á kirkjusiðum og óráðsía í fjármálum. Ítalskir fjölmiðlar telja ástæðuna aðra. Erlent 27.5.2011 08:24
Fjölmennasti kvennaháskóli veraldar opnar í Sádi-Arabíu Fjölmennasti kvennaháskóli veraldar opnaði á dögunum í Sádi Arabíu en þar geta um 50 þúsund konur stundað nám. Erlent 27.5.2011 08:18
Ætlar að synda frá Flórída til Kúbu Hin sextíu og eins árs gamla Diana Nyad tilkynnti í dag að hún ætlar að synda á milli Flórída og Kúbu. Erlent 27.5.2011 08:16
Blóðug borgarastyrjöld hugsanlega í uppsiglingu Á síðastliðnum fjórum mánuðum hafa yfir hundrað manns látist í átökum á milli mótmælenda og lögreglu í Jemen. Nú er landið á barmi borgarastyrjaldar eftir að ættbálkahöfðingi snérist á sveif með andstæðingum ríkisstjórnar. Erlent 27.5.2011 08:14
Segir Vatíkanið og Rauða krossinn hafa hjálpað nasistum Vatíkanið og Rauði krossinn aðstoðuðu þúsundir nasista við að hefja nýtt líf eftir stríð, meðal annars Adolf Eichmann og Jósef Mengele. Erlent 27.5.2011 08:12