Erlent

Uppreisnarmenn eiga ekki í viðræðum við Sameinuðu þjóðirnar

Leiðtogi uppreisnarmanna í Líbíu hefur vísað því á bug að hann eigi í viðræðum við erindreka Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á upplýsingafundi nú fyrr í dag. Leiðtoginn, Mustafa Abdel Jalil, tók einnig fram að hann ætti ekki í nokkrum viðræðum við ríkisstjórn Muammar Gaddafi.

Erlent

Sjónvarp drepur

Áströlsk rannsókn hefur leitt í ljós að sjónvarpsgláp styttir líf fólks. Rannsóknin var birt í British Journal of Sports Medicine. Niðurstaðan var að hver klukkutími af áhorfi eftir 25 ára aldur kostar fólk 22 mínútur af lífi.

Erlent

Átökin í Líbíu - fundir með báðum aðilum

Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Líbíu tilkynnti í dag að hann muni eiga fund með hvorum tveggja, fulltrúum uppreisnarmanna og liðsmönnum Gaddafi. Fundirnir fela ekki í sér sáttarviðræður, enda fara þeir fram með hvorum aðilanum fyrir sig.

Erlent

Símahleranir - Murdoch-feðgar í vandræðalegri stöðu

Feðgarnir og fjölmiðlabarónarnir James og Rupert Murdoch standa nú í meiriháttar veseni. Hjá Ofcom, sem er nokkurs konar útvarpsréttarnefnd Bretlands, stendur yfir rannsókn á því hvort þeir séu enn hæfir til að reka fjölmiðil. Þá vex einnig þrýstingur á James að segja af sér sem formaður SKY. Þingmaðurinn Tom Watson kallaði málið „stærstu yfirhylmingu sem hann hefði séð á ævinni".

Erlent

Assad herðir atlöguna gegn uppreisnarmönnum

Forseti Sýrlands, Bashar Assad, hefur uppá síðkastið hert vígbúnað sinn til muna. Það er tilraun til að kæfa uppreisnina sem þar geisar. Ástæðan er að nú stendur yfir hinn heilagi mánuður múslima, Ramadan. Yfirvöld ætla sér að bæla niður uppreisnarmenn svo halda megin Ramadan heilagan þar í landi.

Erlent

Gríðarleg flóð í Noregi

Gríðarleg flóð brustu á í suðurhluta Noregs í morgun eftir miklar rigningar og leysingar á stórum svæðum. Verst hefur ástandið verið í Syðri-Þrændalögum og hefur fjöldi fólks neyðst til þess að yfirgefa heimili sín og sumarhús. Loka þurfti hraðbraut nálægt Strandlykka eftir að aurskriða féll á veginn í gær en skriðan fór einnig yfir lestarteina sem tengja Þrándheim og Osló.

Erlent

Áfram spáð úrhelli í Danmörku

Ekkert lát er á úrkomunni í Danmörku og nú spáir veðurstofa lands því að von sé á nýju úrhelli í landinu undir lok þessarar viku. Mikið úrhelli í fyrrinótt olli því að samgöngur fóru víða úr skorðum á Sjálandi og á Fjóni.

Erlent

Vinstri flokkar yfir í könnunum

Stjórnarandstöðuflokkarnir á danska þinginu halda forskoti sínu í skoðanakönnunum. Nýjustu tölur sýna að vinstri flokkarnir hafa tæplega 54 prósenta fylgi, sem myndi skila þeim 95 þingsætum, gegn 45,8 prósentum og 80 þingsætum hjá hægriflokkunum sem hafa stýrt landinu í tíu ár.

Erlent

Þarf að sigrast á félagslegum vandamálum

„Þetta hefur orðið til þess að vekja okkur upp hér í landi. Félagsleg vandamál sem hafa grafið um sig áratugum saman hafa nú sprungið framan í okkur,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins.

Erlent

Talin látin eftir fall í Niagara fossana

Nítján ára gömul japönsk stúlka féll í nótt í hina heimsfrægu Niagara fossa, sem standa á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Leit að líki stúlkunnar hefur ekki enn borið árangur, en hún er nú talin látin.

Erlent

Umferðaröngþveiti í London vegna prufumóts

Endurskoðun mun fara fram á leiðinni sem farin verður þegar keppt verður í hjólreiðum á Ólympíuleikunum í Lundúnum eftir rétt tæpt ár. Ástæðan er sú að gríðarlegt umferðaröngþveiti myndaðist í borginni í gær þegar leiðin var prófuð í gær. Loka þurfti rúmlega þúsund götum og hafa margir áhyggjur af því hvað gerist þegar á sjálfa Ólympíuleikana er komið, en þá mun keppnin taka heila fimm daga.

Erlent

Uppreisnarmenn að umkringja Trípólí

Uppreisnarmenn í Líbíu sækja nú að tveimur mikilvægum bæjum í grennd við höfuðborgina Trípólí. Bardagar við báða bæina hafa staðið yfir alla helgina. Takist uppreisnarmönnum að ná þessum bæjum á sitt vald er Trípólí algerlega umkringd á landi en herfloti NATO einangrar borgina frá sjó.

Erlent

Chavez kominn til Venesúela

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur snúið aftur til Venesúela eftir aðra umferð lyfjameðferðar sem hann fór í á Kúbu.

Erlent

Herskip skutu á fólk í borginni Latakia

Sýrlensk herskip létu skotum rigna yfir hafnarborgina Latakia í gær og urðu í það minnsta nítján að bana. Árásinni var beint að andstæðingum sýrlenskra stjórnvalda sem staðið hafa fyrir mótmælum síðustu vikur.

Erlent