Erlent

Inn fyrir varnarmúrinn

Uppreisnarmenn í Líbíu hafa brotið niður varnarmúrinn kringum vígvarðar höfuðstöðvar Gaddafi í miðborg Tripoli.

Erlent

Irene nálgast Bahamaeyjar

Fellibylurinn Irene nálgast nú óðum eyjar í karabíska hafinu. Búist er við því að hann muni ná Bahamas í nótt, eftir því sem fram kemur á BBC. Vindstyrkur fellibylsins nær upp í allt að 160 kílómetrum á klukkustund. Irene hefur þegar farið yfir Púrtó Rikó og Dóminíska lýðveldið með miklum vindhviðum og úrhellisrigningu. Veðurfræðingar búast við því að fellibylurinn muni magnast enn meira og ná suðausturhluta Bandaríkjanna um helgina.

Erlent

Breskir hermenn aðstoða uppreisnarmenn

Uppreisnarmenn í Líbíu njóta leiðsagnar sérþjálfaðra breskra hermanna. Þetta kemur fram í frétt Guardian. Nærveru þeirra er opinberlega vísað á bug af yfirvöldum.

Erlent

Kína vill engin afskipti af Sýrlandi

Kínverjar eru óánægðir með hinn alþjóðlega þrýsting sem hlaðist hefur á forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Síðustu daga hafa þjóðhöfðingjar hinna ýmsu landa krafist þess að Assad láti af völdum í Sýrlandi.

Erlent

Hersveitir Gaddafís skutu frá sér

Hið minnsta tveir fórust og fjölmargir særðust eftir að hersveitir Gaddafis, leiðtoga Líbíu, sendu skotflaugar frá aðsetri hans í Trípolí höfuðborg Líbíu. Þar hefur verið hart barist í allan dag, einkum eftir að í ljós kom að sonur Gaddafís er alls ekki í haldi uppreisnarmanna eins og áður var talið. Atlantshafsbandalagið hefur brugðist við með því að senda herþotur yfir Trípoli, eftir því sem Sky fréttastofan greinir frá. Fréttir hafa borist af því að þotur Atlantshafsbandalagsins hafi skotið á húsnæði Gaddafis, en það hefur ekki fengist staðfest.

Erlent

Árásir í Sýrlandi halda áfram

Sjö manns létu lífið þegar öryggissveitir í Sýrlandi skutu á mótmælendur í gær. Fréttir berast af því að árásir hafi haldið áfram í dag, öryggissveitir hafi ráðist inn í þorp og handtekið marga.

Erlent

Stytta af Martin Luther King

Hátt á 10 metra granít-stytta af Martin Luther King hefur verið afhjúpuð suður af Hvíta Húsinu í Washington borg. Barack Obama mun vígja styttuna 28. ágúst næstkomandi, og markar sú athöfn afmæli ræðunnar ódauðlegu „I have a dream," þar sem Martin krafðist jafnréttis kynþátta.

Erlent

Þjóðverjar týndir í Afghanistan

Utanríkisráðherra Þýskalands segir tvo Þjóðverja týnda í Afghanistan. Einhverjar líkur eru til þess að um mannrán sé að ræða. Ráðherrann segir að yfir standi „ofsafengin leit" að mönnunum. Hann neitaði að veita frekari upplýsingar.

Erlent

Fresta fundi með lánveitendum

Yfirvöld í Kambódíu hafa frestað mikilvægum fundi með erlendum lánveitendum um óákveðinn tíma. Þetta var tilkynnt miðvikudaginn síðasta í kjölfar þess að Alþjóðabankinn stöðvaði lán til ríkisstjórnarinnar.

Erlent

Segja son Gaddafís hafa flúið úr varðhaldi

Sonur Múammars Gaddafís Líbíuleiðtoga er ekki í haldi uppreisnarmanna eins og fullyrt var í gær. Harðir bardagar geisa nú við aðsetur Gaddafís í Trípólí. Í gær leit út fyrir að uppreisnarmenn væru við það að bera sigurorð af Gaddafí og binda þar með enda á rúmlega fjögurra áratuga einræðisstjórn hans.

Erlent

Frakkar þjálfuðu uppreisnarmenn

Utanríkisráðherra Frakklands, Alain Juppe, viðurkenndi í dag að Frakkland hefði sent "fáeina leiðbeinendur" til Líbíu til að þjálfa uppreisnarmenn. Þetta sagði hann í viðtali við útvarpsstöðina Europe-1 en það er ekki í samræmi við fyrri yfirlýsingar, að Frakkar hafi aðeins sent gæslumenn til verndar frönskum erindreka.

Erlent

Höfundur Hound dog og Jailhouse Rock látinn

Textahöfundurinn Jerry Leiber lést í gær, 78 ára að aldri. Leiber er þekktastur fyrir að hafa samið lögin Hound Dog og Jailhouse Rock sem rokk-kóngurinn Elvis Presley gerði ódauðleg á sínum tíma.

Erlent

Fundur Medvedev og Kim Jong-il

Fundur Dimitry Medvedev, forseta Rússlands, og Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, mun fara fram á morgun, miðvikudag. Umræðuefnin verða líklega hernaðarleg samvinna, eyðing kjarnavopna og samningur um gasleiðslu milli landanna.

Erlent

Réttlætið spottað í Íran

Talsmaður Amnesty International segir dómana sem bandarískir ferðalangar hlutu í Íran síðastliðinn laugardag "hafa réttlætið að spotti". Hann segir ekkert benda til þess að drengirnir séu njósnarar og hvetur stjórnvöld í Íran til að sleppa þeim hið snarasta.

Erlent

Sonur Gaddafis ekki í haldi uppreisnarmanna

Saif Al-islam, sonur Múammars Gaddafis, er ekki í haldi uppreisnarmanna eins og saksóknari hjá alþjóðaglæpadómstólnum fullyrti við fjölmiðla í gær. Erlendir blaðamenn segja að hann hafi komið á hótel þeirra í Trípólí í gærkvöldi.

Erlent

Hjartaþræðingar taka skemmri tíma en áður

Hjartaþræðingar í Bandaríkjunum taka nú miklu skemmri tíma en nokkru sinnum áður. Þetta sýnir ný rannsóknarskýrsla sem birt var í tímaritinu Circulation, sem er tímarit Amerísku hjartasamtakanna.

Erlent

Írena stækkar stöðugt

Fellibylurinn Írena fór ekki yfir Dómíníska lýðveldið og Haítí í gærkvöldi og nótt, eins og spáð hafði verið. Hún var um hundrað kílómetrum frá löndunum tveimur og olli því litlu tjóni.

Erlent

Skotárás á körfuboltaleik

Sex eru slasaðir eftir að byssumaður hóf skothríð á körfuboltaleik í Fíladelfíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hóf skothríðina í hálfleik og eru fimm karlmenn og ein kona á meðal hinna slösuðu. Einn er í lífshættu en hinir minna slasaðir.

Erlent

Valdatími Gaddafís er á enda runninn

Uppreisnarliðið í Líbíu hafði í gærkvöld náð höfuðborginni Trípolí að mestu á vald sitt en barðist áfram við dygga stuðningsmenn Múammars Gaddafí á ýmsum stöðum í borginni. Hvergi sást til Gaddafís sjálfs en augljóst mátti vera að valdatíð hans væri á enda. Uppreisnarliðið handtók í gær tvo af sonum Gaddafís, Saif al-Islam og Mohammed. Óstaðfestar fregnir bárust af því að þriðji sonurinn, Al-Saadi, hefði annað hvort verið handtekinn líka eða felldur.

Erlent

Styðja nýju stjórnina

Þjóðarleiðtogar víða um heim lýstu því yfir í gær að stjórn Gaddafís væri fallin. Þeir hvöttu jafnframt einræðisherrann til þess að gefast upp og komast þannig hjá frekara blóðbaði.

Erlent

Málið gegn Strauss-Kahn fellt niður

Ákæra á hendur Dominique Strauss-Kahn hefur verið felldar niður og er honum því frjálst að yfirgefa Bandaríkin. Strauss-Kahn var, eins og kunnugt er, ákærður fyrir að ráðast á og beita Nafissatou Diallo, kynferðislegu ofbeldi þar sem hún starfaði sem hótelþerna á hóteli sem Strauss-Kahn gisti á í maí síðastliðnum.

Erlent

Tuttugu manns sluppu úr eldi

Tuttugu manns sluppu ómeiddir þegar eldur braust út á heimili Sir Richard Branson á Necker eyju í Karabíska hafinu í dag. Mikill hitabeltisstormur gengur nú yfir Karabíska hafið og er talið að eldingu hafi lostið niður í húsið og kveikt eldinn.

Erlent

Eyðir 3.500 óbirtum leyniskjölum

Fyrrverandi starfsmaður Wikileaks, Daniel Domscheit-Berg, hefur eytt 3.500 leyniskjölum sem lekið var til síðunnar Wikileaks. Þetta sagði hann í samtali við þýska fjölmiðilinn Der Spiegel, en skjölin munu m. a. hafa innihaldið 5 gígabæt af upplýsingum um Bank of America.

Erlent

Mannfall í Suður-Súdan

Sameinuðu Þjóðirnar segja að minnst 600 manns hafi látist í Suður Súdan síðastliðna viku. Þetta kemur fram á vefmiðli New York Times. Mannsfallið varð þegar átök brutust fram milli tveggja þjóðflokka í austurhluta landsins.

Erlent

Lýsa yfir endalokum stjórnar Gaddafi

Þrátt fyrir að harkalegir bardagar geysi enn í Tripoli, höfuðborg Líbíu, og ekkert sé vitað um dvalarstað Muammar Gaddafi forseta, hefur forsprakki uppreisnarmanna þegar lýst yfir lokum tímabils stjórnar Gaddafi. Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar Al Jazeera.

Erlent

Líbía að sleppa úr klóm harðstjóra

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun sem varðaði ástandið í Líbíu. Þar segir hann að Gaddafi verði að átta sig á að valdatíð hans er á enda, hann stjórni ekki lengur Líbíu. Hann lofar einnig að Bandaríkin muni áfram starfa með stjórn uppreisnarmanna og styðja hana í framtíðinni.

Erlent