Erlent

Myrtu fjörutíu leigubílstjóra

Íraska lögreglan hefur fundið gröf með líkamsleifum 40 leigubílstjóra í bænum Dujail sem er í um 60 km fjarlægð frá Bagdad. Leigubílstjórarnir voru fórnarlömb bílaþjófagengis sem á undanförnum tveimur árum hafa rænt 40 leigubílstjórum í Bagdad og síðan drepið þá.

Erlent

Obama: Lokaorrusta evrunnar í vændum

Barack Obama, bandaríkjaforseti, hafði í kvöld orð á því að evrusvæðið þyrfti á styrkari leiðtogum að halda og varaði við því að lokaorrusta evrunnar væri í aðsigi. Hann bað Frakka og Þjóðverja að taka ábyrgð, þar sem aðstæðurnar í Grikklandi ógnuðu Ítalíu og fleiri löndum á svæðinu. Þetta kemur fram á vefmiðli Daily mail.

Erlent

Bannað að kalla kynskiptinga geðveika

Herinn í Tælandi var í dag skyldaður til að hætta að skilgreina kynskiptinga sem geðsjúklinga. Hingað til hefur herinn neitað því að hleypa kynskiptingum í raðir sínar þar sem þeir væru „veikir á geði". Dómstóll í landinu bannaði í dag þá orðanotkun.

Erlent

Skothvellir fram á nótt í Afghanistan

Átök halda áfram fram í nóttina í Kabúl í Afghanistan. Lögregla skiptist enn á skotum við alla vega eina skyttu, sem staðsett er í hárri byggingu nærri bandaríska sendiráðinu.

Erlent

Fjarlægja spegla til að stoppa förðun

Skólayfirvöld í grunnskóla í Huddersfield í Bretlandi hafa brugðið á nýstárlegt ráð í baráttu við of mikla förðun ungra stúlkna. Af því stúlkurnar neituðu að fara eftir banni við snyrtivörum létu skólayfirvöld fjarlægja alla spegla af stúlknaklósettum skólans.

Erlent

Hótel fyrir lík slær í gegn

Hótel fyrir lík er að slá í gegn í Japan. Sorgmæddir eftirlifendur flykkjast að til að leigja herbergi fyrir látna ástvini sína. Eftir það geta þeir komið og hitt líkama þeirra hvenær sem er, jafnt á nóttu sem degi.

Erlent

Árásirnar í Kabúl - íslensk kona á svæðinu

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að uppreisnarmenn talíbana gerðu árásir á bandaríska sendiráðið og höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. Íslensk kona á svæðinu heldur kyrru fyrir í skrifstofubyggingu nálægt árásarsvæðinu en hún segist ekki vera hrædd þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Erlent

Páfinn kærður fyrir brot gegn mannkyni

Fórnarlömb kynferðisbrota kaþólsku kirkjunnar lögðu í dag inn kæru fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag. Með því kærðu þeir sjálfan páfann og þrjá aðra hátt setta embættismenn í Vatíkaninu fyrir „glæpi gegn mannkyni".

Erlent

Lestarslys á Indlandi

Lestarslys varð á Indlandi í kvöld. Sjö eru sagðir látnir og margir fleiri meiddir í frétt á vefmiðli CBS.

Erlent

Hillary segir að árásarmennirnir muni ekki sleppa

Ríkisstjórn Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, segir að árásir á bandaríska sendiráðið í Kabul í Afganistan og fleiri byggingar í kring verði ekki látnar óafskiptar. Árásarmenn verði eltir uppi. Á svæðinu, þar sem árásirnar voru gerðar er fjölmargir útlendingar, þar á meðal fjórir Íslendingar.

Erlent

Þjóðum beri skylda að viðurkenna Palestínu

Forsætisráðherra Tyrklands segir að þjóðum beri skylda til að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Á fundi Arababandalagsins í Egyptalandi sagði Tayip Erdogan áður en árið verði liðið muni miklar breytingar verða á ástandi mála í Palestínu. Hann var harðorður í garð Ísraelsmanna og sagði að hugarfar stjórnvalda þar í landi stæði í vegi fyrir friði í Mið-Austurlöndum. Palestínumenn undirbúa nú að gerast aðilar að Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir andstöðu Ísraela og Bandaríkjamanna.

Erlent

Pílagrímar teknir af lífi í Írak

Tuttugu og tveir pílagrímar af shía-múslimatrú fundust skotnir til bana í Vesturhluta Íraks í anbar héraði í gær. Mennirnir voru á leið til musteris í Sýrlandi þegar þeir voru stöðvaðir af byssumönnum. Öllum konum í rútunni var skipað að yfirgefa hana en síðan var ekið með mennina á afvikinn stað þar sem þeir voru teknir af lífi. Hundruðir shía hafa verið drepnir á svæðinu síðustu mánuði. Fórnarlömbin í gær eru öll sögð vera frá borginni Karbala.

Erlent

Íslendingar í Kabúl heilir á húfi

Ekkert amar að fjórum íslenskum friðargæsluliðum sem eru við störf í Kabúl í Afganistan. Talibanar hafi í dag gert árásir á höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs Nato í borginni á sendiráð Bandaríkjamanna og á lögreglumenn við flugvöll borgarinnar. Tveir Íslendingar hafa starfað á vegum friðargæslunnar í höfuðstöðvum alþjóðaliðsins og tveir hafa verið staðsettir á flugvellinum.

Erlent

Þróaði nýjan lygamæli

Með nýju háþróuðu myndavélakerfi er hægt að greina hvenær fólk er að segja ósatt með því einu að taka andlitsmyndir af viðkomandi. Nýja kerfið styðst við einfalda myndavél, háþróaðan hitaskynjara og talnarunur. Þeir sem standa að þróun kerfisins segja að það geti orðið bylting í öryggismálum.

Erlent

Rumsfeld sagði upp áskriftinni að NY Times

Donald Rumsfeld, sem var varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð George Bush yngri, sagði upp áskriftinni af New York Times. Ástæðan er sú að hann var ósáttur við grein sem hagfræðingurinn Paul Krugman skrifaði um George Bush í dálk í blaðið. Þar sagði hann að Bush væri fölsk hetja og hefði notað hryðjuverkaárásirnar þann 11. september til að réttlæta stríð. Rumsfeld útskýrði mál sitt á Twitter og sagði þar frá því að hann hefði sagt upp áskriftinni að NY Times.

Erlent

Talíbanar bera ábyrgð á skotárásum í Kabúl

Talíbanar hafa lýst ábyrgð á hendur sér vegna sprengjuárása og skotbardaga í Kabúl, í höfuðborg Afganistan, í morgun. Lögreglumenn í Kabúl segja að skæruliðar skjóti nú skotflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Afganistan. Auk sendiráða er skotið á höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í borginni. Öryggisverðir hafa lokað vegum í kringum bandaríska sendiráðið og aðrar stofnanir í kring. Samkvæmt frásögn Sky liggur ekki fyrir hvort um sjálfsmorðssprengjuárás var að ræða.

Erlent

„Hið sanna íslam“

Ayman al-Zawahiri, nýr leiðtogi al-Kaída, fagnaði í gær byltingu í arabaríkjunum. Þetta kom fram í ávarpi sem birt var á heimasíðum sem styðja hryðjuverkasamtökin. Þar sagðist hann vonast til að mótmælin í Egyptalandi, Túnis og Líbíu yrðu til þess að þeir sem steyptu einræðisherrum þessara landa af stóli myndu koma á fót því sem hann kallar "hið sanna íslam". Myndbandið var birt í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá árásunum á Bandaríkin. Leiðtoginn minntist ekki á að nýjar árásir væru í undirbúningi á landiið.

Erlent

Ungfrú heimur kemur frá Angóla

Hin angólska Leila Lopes var kjörin fegursta kona í heimi í Sao Paulo í Brasilíu í nótt en með sigrinum varð hún hún fyrsta konan frá Angóla til að hreppa titilinn, Ungfrú heimur. Áttatíu og átta stelpur tóku þátt í keppninni en keppnin fagnar 60 ára afmæli í ár. Lopes sagði eftir keppnina að nú gæti hún látið enn meira til sín taka í góðgerðarmálum en hún hefur starfað með fátækum börnum í heimalandi sínu. Olesa Stefanko frá Úkraínu varð í öðru sæti og Priscila Machado frá Brasilíu í því þriðja.

Erlent

Kynhormón minna í feðrum

Þegar menn eignast barn minnkar framleiðsla líkama þeirra á kynhormónum um allt að helming. Þetta er niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar.

Erlent

Ákærðir fyrir þrælahald

Fjórir menn voru ákærðir í Bretlandi í dag fyrir þrælahald og að neyða aðra menn í þrælkunarvinnu. Þetta kemur fram á vefmiðli CBS. Upphaflega var ólétt kona handtekin auk mannanna fjögurra. Henni var sleppt í dag.

Erlent

Yfirvöld fullyrða að enginn leki hafi orðið

Yfirvöld í Frakklandi fullyrða að engin geislavirk efni hafi lekið út þegar sprenging varð í Marcoule kjarnorkuverinu í suðurhluta Frakklands í morgun. Einn maður fórst í sprengingunni og þrír særðust. Samkvæmt frásögn BBC framleiðir verksmiðjan MOX eldsneyti sem notað er til að endurvinna plutonium úr kjarnorkuvopnum en þar eru ekki kjarnaofnar. Sprengingin varð klukkan korter í tíu að íslenskum tíma. Yfirvöld í Frakklandi fylgjast með gangi mála.

Erlent

Mikil flóð á Indlandi

Rúmlega milljón manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í indverska ríkinu Orissa og að minnsta kosti sextán hafa látið lífið í miklum vatnavöxtum á svæðinu. Tæpelga þrjú þúsund þorp hafa horfið undir vatnsflauminn en nú er rigningartímabilið í hámarki. Björgunarsveitir hafa þurft að koma sextíu þúsund manns til hjálpar síðustu daga en samgöngur á svæðinu eru í lamasessi þar sem vegir og brýr hafa skolast á brott.

Erlent

Kjarnorkuslys í Frakklandi

Sprenging varð í franska kjarnorkuverinu Marcoule í morgun, samkvæmt frásögnum fjölmiðla þar. Kjarnorkuverskmiðjan er á Gardsvæðinu á suðurhluta Frakklands eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Fram kemur á fréttavef Le Figaro að einn hafi farist í sprengingunni og þrír hafi slasast.

Erlent

Herþotur á loft vegna ástaratlota í háloftunum

Undarleg hegðun tveggja flugfarþega í Bandaríkjunum í gær olli því að orrustuþotur voru sendar á loft og sérsveit ruddist um borð í flugvélina þegar hún var lent. Atvikið kom upp í gær þegar heimsbyggðin minntist þess að tíu ár voru liðin frá árásunum á tvíburaturnana í New York.

Erlent

Al-Saadi fær hæli í Níger

Al-Saadi, einn þriggja sona Múammars Gaddafí, hefur fengið hæli í Níger. Amadou Mourou, dómsmálaráðherra í Níger, staðfesti að Al-Saadi væri kominn til landsins í gær og nú hefur hann staðfest að syninum hafi verið veitt hæli af mannúðarástæðum.

Erlent

Þingmenn missa mánaðarlaun

Skuldaþjökuð stjórnvöld Grikklands ætla að leggja á nýjan eignaskatt auk þess sem allir kjörnir fulltrúar í landinu missa ein mánaðarlaun.

Erlent

Sonur Gaddafís farinn til Niger

APAl-Saadi, einn þriggja sona Múammars Gaddafí, er farinn frá Líbíu til Níger. Amadou Mourou, dómsmálaráðherra í Níger, staðfesti þetta í gær.

Erlent

Skyldleikinn þykir ótvíræður

Tveggja milljón ára gömul bein úr lífveru sem líkist bæði öpum og mönnum virðist hafa verið einn af „týndu“ liðunum í þróun tegundanna frá öpum til manna.

Erlent