Erlent

Kreppa, hamfarir, byltingar og mótmæli

Erlendar fréttir ársins 2011 hafa markast af náttúruhamförum, efnahagserfiðleikum og þjóðfélagsólgu, bæði í ríkjum arabaheimsins og kreppulöndum Vesturheims, eins og sjá má á myndum frá nokkrum helstu viðburðum ársins.

Erlent

Danir sáttir við kóngafólkið sitt

Mikill meirihluti Dana er hlynntur því að landið verði áfram konungsríki. Könnun sem sagt er frá í Politiken leiðir í ljós að 77 prósent segjast fylgjandi núverandi stjórnarfyrirkomulagi, en aðeins sextán prósent eru fylgjandi því að landið verði lýðveldi.

Erlent

Þúsundir mæta til að syrgja leiðtogann

Norður-Kórea Arftakinn Kim Jong-un var í fararbroddi syrgjenda við útför föður síns í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Hann gekk við líkbifreiðina, með aðra hönd á bílnum en notaði hina til að heilsa fólki.

Erlent

Samóar halda áramótin snemma

Þegar íbúar á Samóaeyjum í Kyrrahafinu, vakna á föstudaginn, munu þeir halda upp á áramótin sama kvöld. Ástæðan er sú að þeir hafa ákveðið að sleppa 30. desember.

Erlent

Áttræður api er allur

Cheetah, simpansinn sem lék í frægum Tarsan kvikmyndum á fjórða áratug síðustu aldar, er dauður. Hann var áttatíu ára gamall. Hann var staðsettur á dýragarði í Palm Harbour þegar að hann drapst. Þar hafði hann dvalið frá fyrri hluta sjöunda áratugarins. Breska blaðið Telegraph segir frá því að simpansar í dýragörðum verði alla jafna ekki meira en 45 ára gamlir en Cheetah hafi komist í Heimsmetabók Guinnes, því enginn api hafi náð hærri aldri en hann. Cheetah varð eldri en bæði Wessmuller sem lék Tarsan og samnefndum myndum og Maureen O'Sullivan, sem lék Jane.

Erlent

Cameron vill lög um lágmarksverð á áfengi

David Cameron, forsætisráðherra Breta, ætlar að leggja fram frumvarp sem felur í sér að sett verði lágmarksverð á áfengi. Með þessu vill Cameron stuðla að takmarkaðra aðgengi að áfengi og bættri heilsu. Nákvæm útfærsla á þessum aðgerðum Camerons liggur ekki fyrir en líklegt er að ódýrasta vínið verði skattlagt þannig að verðið hækki. Þessar aðgerðir Camerons eru hluti af stærra aðgerðaráætlun gegn áfengisböli. Upphaflega stóð til að kynna aðgerðaráætlunina í næsta mánuði en því hefur verið frestað fram í febrúar.

Erlent

Krókódíll réðst á garðsláttuvél

Krókódíll í Ástralska skriðdýragarðinum olli miklum usla á dögunum þegar að hann réðst á slátturvél sem starfsmaður garðsins var með og sökkti henni í gryfjunni hjá sér. Krókódíllinn sem er fimm metra langur heitir Elvis, eftir söngvaranum sáluga. Hann dró slátturvélina ofan í vatn í gryfju sinni og vaktaði hana í meira en klukkustund.

Erlent

Kim Jong-Il borinn til grafar

Tveggja daga útför norður-kóreska einræðisherrans Kim Jong-Il er hafinn. Viðbúnaður vegna hennar er gríðarlegur í höfuðborginni Pyongyang. Myndir þaðan sýna að þúsundir hermanna hafa safnast saman og lutu þeir höfði þegar stór mynd af leiðtoganum fallna var borin um götur borgarinnar. Myndirnar, sem birtar voru á ríkissjónvarpsstöð í landinu, sýndu jafnframt að arftaki hans og þriðji sonurinn, Kim Jong-un, gekk með fylkingu hermannanna. Fjölmiðlar í Norður-Kóreu segja að Kim Jong-il hafi látist úr hjartaáfalli þann 17. desember síðastliðinn.

Erlent

Danir hallir undir konungsfjölskylduna

Engin evrópsk konungsþjóð styður konungsfjölskylduna sína meira en Danir. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Megafon gerði fyrir danska blaðið Politiken. Niðurstöður könnunarinnar sýnir að um 77% Dana telja að Danmörk eigi áfram að vera konungsveldi en um 16% vilja breyta í lýðveldi. Fyrir rösku ári síðan lét Politiken gera samskonar skoðanakönnun sem sýndi að 25% Dana vildu lýðveldi. Lars Hovbakke Sørensen, prófessor í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla, segir að samkvæmt þessum niðurstöðum sé stuðningur Dana við konungsveldið töluvert meiri en víða annarsstaðar í Evrópu. Stuðningur í sumum ríkjum við konungsveldið geti farið allt niður í 58%.

Erlent

Athugasemdir gerðar fyrir meira en áratug

Meira en áratugur er síðan að gerðar voru athugasemdir við starfsemi franska fyrirtækisins PIP sem talið er hafa framleitt gallaða silikonpúða í brjóst. Fréttir af göllunum hafa valdið skelfingu á meðal kvenna um allan heim að undanförnu.

Erlent

Forseti Argentínu með krabbamein

Cristina Fernandels de Kirchner, forseti Argentínu, greindist nýlega með krabbamein og mun þess vegna gangast undir aðgerð þann 4. janúar næstkomandi, eftir því sem ríkisstjórn hennar hefur greint frá. Meinið er í skjaldkirtlinum en það mun ekki hafa breiðst út í önnur líffæri. Fernandex hóf nýlega annað kjörtímabil sitt eftir að hafa unnið mikinn kosningasigur á landsvísu. Eiginmaður hennar, Nestor Kirchner, fyrrverandi forseti, lést á síðasta ári eftir að hann fékk hjartaáfall.

Erlent

Stjórnarherinn farinn frá Homs

Sýrlandsstjórn kallaði herlið sitt frá borginni Homs í gær þegar fyrstu eftirlitssveitirnar frá Arababandalaginu voru komnar til landsins.

Erlent

Opið öllum en nýtist hernum

Kínversk stjórnvöld hafa gangsett staðsetningarnet sem gegna mun sama hlutverki og GPS-staðsetningarkerfið. Kerfið verður opið almenningi eins og GPS-kerfið en mun gera kínverska herinn óháðan bandarískum gervitunglum sem hægt er að loka fyrir.

Erlent

Gæti reynst Pútín erfiður mótherji

Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum.

Erlent

Þurftu að vernda sjúkraflutningamenn á morðvettvangi

Myndband, sem gengur nú um á Youtube, og breska vefsíðan Daily Telegraph greinir frá, sýnir lögregluna í Lundúnum vernda sjúkraflutningamenn sem reyndu að koma átján ára pilti til bjargar á Oxford-stræti eftir að hann var stunginn til bana.

Erlent

Bandaríkjamaður sakaður um njósnir

Réttað var yfir bandarískum ríkisborgara í Íran í dag en maðurinn var handtekinn á dögunum grunaður um að vera njósnari á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Hinn 28 ára gamli Amir Hekmati var fæddur í Arizona en á rætur að rekja til Írans. Faðir hans segir af og frá að sonur sinn sé njósnari. Hann hafi verið að heimsækja ömmur sínar í Íran þegar hann var handtekinn. Íranir segja hinsvegar að Hekmati sé þrautþjálfaður sérsveitarmaður sem hafi verið staðsettur í Írak og Afganistan áður en hann hafi farið til njósnastarfa í Íran.

Erlent

Breskur túristi myrtur á jóladag á Sri Lanka

Breskur ríkisborgari var myrtur á jóladag á ferðamannastað á Sri Lanka. Lögregluyfirvöld í bænum Tangalle segja að ráðist hafi verið á manninn og rússneska konu sem var með honum í för, eftir að honum hafði sinnast við annan gest á hótelinu sem þau voru á. Fjórir hafa verið handteknir vergna málsins og á meðal þeirra er formaður bæjarstjórnarinnar í Tangalle. Konan sem var með fórnarlambinu berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæslu.

Erlent

Pútín vill ekki rannsaka kosningarnar

Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur vísað á bug áskorunum þess efnis að kosningarnar í landinu á dögunum verði rannsakaðar. Í til stuðningsmanna sinna sagði hann að þá sem kvartað hafi yfir úrslitum kosninganna skorti skýr markmið og óljóst sé hverju sé verið að mótmæla. Í kjölfar úrslitanna, þar sem flokkur Pútíns fór með sigur af hólmi þrátt fyrir fylgistap, hafa brotist út mestu mótmæli Rússlands í áratugi.

Erlent

Þúsundir mótmæla í Homs

Þúsundir mótmælenda hafa í dag komið saman í sýrlensku borginni Homs en í dag komu til landsins eftirlitsmenn frá Arababandalaginu til þess að fylgjast með framferði stjórnvalda gegn aðgerðarsinnum. Bandalagið hefur ályktað um að ofbeldinu í landinu verði að linna og segja talsmenn mótmælenda að skriðdrekar stjórnarhersins hafi hörfað frá borginni nokkrum klukkutímum áður en eftirlitsmennirnir mættu á svæðið.

Erlent

Hitler hélt jólin

Myndir af Adolf Hitler og öðrum leiðtogum Nasistaflokksins við jólatré um jólin 1941 voru nýlega birtar opinberlega. Á meðal þeirra sem eru á myndunum með Hitler er Heinrich Himmler. Það var Hugo Jaeger, einn af persónulegum ljósmyndurum Hitlers, sem tók myndirnar. Hann gróf þær í glerkrukku þegar stríðinu lauk. Þar voru þær í tíu ár, eða allt þar til þær voru fluttar í bankahólf.

Erlent

Hvítabjarnarhúnninn Siku bræðir hjörtu Netverja

Nýjasta stjarna Netheima er hvítabjarnarhúnninn Siku. Hann er mánaðargamall og á heima í dýragarði í Kolind Í Danmörku. Hann fæddist 22. nóvember og umferð á vefsíðu garðsins hefur vaxið gríðarlega frá því sá stutti kom í heiminn. Þúsundir hafa fylgst með Siku og beðið í ofvæni eftir að hann opnaði augun, sem hann gerði víst í gær.

Erlent

Stunginn til bana á Oxford Street - ellefu í haldi

Fjórtán hafa verið handteknir og ellefu eru í haldi lögreglu í kjölfar morðs sem framið var á einni fjölförnustu verslunargötu heims, Oxford Street í Lundúnum. Átján ára karlmaður var stunginn til bana fyrir framan íþróttavörubúð í götunni í gær.

Erlent

Einn skotinn til bana og tveir særðir í Malmö

Einn var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás sem átti sér stað að kvöldi annars dags jóla í sænsku borginni Malmö. Vitni segja að skotmaðurinn hafi allt í einu hafið skothríð á mennina þrjá. Hann var með einskonar öskudagsgrímu fyrir andlitinu og komst undan. Að sögn sænskra miðla er enginn grunaður í málinu sem stendur. Mennirnir þrír sem urðu fyrir kúlunum eru allir svokallaðir góðkunningjar lögreglunnar.

Erlent

Sænskir blaðamenn í ellefu ára fangelsi

Tveir sænskir blaðamenn hafa verið dæmdir í ellefu ára fangelsi í Eþíópíu fyrir að fara inn í landið án vegabréfsáritunar og fyrir að styðja við hryðjuverkasamtök. mennirnir tveir, Martin Schibbie og Johan Persson voru handteknir í júlí þegar þeir fóru yfir landamærin frá Sómalíu með byltingarsamtökunum ONLF.

Erlent

Finni lést þegar tré féll á hann

Óveðrið sem gekk yfir Svíþjóð og Noreg og Finnland í gær olli miklu tjóni. Þúsundir íbúa í Ardal og Hoyanger í Noregi eru einangraðir þar sem vegir hafa rofnað um fimmtíu íbúar í Ardal hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í norðurhluta Svíþjóðar eru fimmtíu þúsund án rafmagns og lestarsamgöngur liggja niðri í Norrland. Í Finnlandi er einnig mikið um rafmagnsleysi og óvíst hvenær það mun lagast. Þar lést einn karlmaður á níræðisaldri þegar tré rifnaði upp með rótum og féll á hann. Í höfuðborginni Helsinki varð mikið tjón, ljósastaurar féllu í rokinu og þakplötur losnuðu af húsum. Stormurinn er nú að mestu genginn yfir.

Erlent

Gleymir aldrei illskunni í Útey

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segist aldrei munu gleyma þeirri illsku sem hann varð vitni að þegar 77 manns voru myrtir í landinu í júlí síðastliðnum. Í jólaviðtali við fréttastofuna NTB sagði Stoltenberg að hinar myrku minningar um atburðinn væru ennþá jafnsterkar nú og þegar hann hitti fyrst þá sem komust lífs af eftir árás Anders Behring Breivik í Útey 22. júli.

Erlent