Erlent

Skilaði milljón til þess að kenna börnunum sínum holla lexíu

Fjölskyldufaðirinn Mitch Gilbert kenndi börnum sínum mikilvæga lexíu um heiðarleika. Hann skilaði manni tíu þúsund dollara, eða rúmlega einni milljón króna, eftir að sá sami missti peningana úr vasa sínum.

Í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina KUSA-TV, og AP greinir frá, segir Gilbert að hann hafi ákveðið að skila peningnum til eigandans til þess að sýna börnum sínum fram á að heiðarleiki borgaði sig.

Eigandinn missti tvö umslög með peningunum þegar hann var að flýta sér að ná flugi frá Las Vegas, þar sem hann vann peningana í fjárhættuspilum. Gilbert setti sig í samband við manninn og lagði í kjölfarið peningana inn á reikninginn hans, tveimur dögum fyrir jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×