Erlent

Danir hallir undir konungsfjölskylduna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Spurning hvort Margrét Þórhildur sé svona vinsæl.
Spurning hvort Margrét Þórhildur sé svona vinsæl. mynd/ afp.
Engin evrópsk konungsþjóð styður konungsfjölskylduna sína meira en Danir. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Megafon gerði fyrir danska blaðið Politiken. Niðurstöður könnunarinnar sýnir að um 77% Dana telja að Danmörk eigi áfram að vera konungsveldi en um 16% vilja breyta í lýðveldi. Fyrir rösku ári síðan lét Politiken gera samskonar skoðanakönnun sem sýndi að 25% Dana vildu lýðveldi. Lars Hovbakke Sørensen, prófessor í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla, segir að samkvæmt þessum niðurstöðum sé stuðningur Dana við konungsveldið töluvert meiri en víða annarsstaðar í Evrópu. Stuðningur í sumum ríkjum við konungsveldið geti farið allt niður í 58%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×