Erlent

Óveðrið kostaði fjóra lífið í Noregi

Talsverð röskun var enn á samgöngum á Norðurlöndum, Lettlandi og Eistlandi í gær í kjölfar óveðursins sem gekk yfir á þessum slóðum um helgina. Í Svíþjóð, þar sem tugir þúsunda voru enn án rafmagns, höfðu tré sem rifnuðu upp með rótum eða brotnuðu í óveðrinu fallið á lestarteina og í Noregi var hluti aðaljárnbrautarleiðarinnar til Bergen hulinn þriggja metra djúpri aurskriðu.

Erlent

Langþráðar kosningar hófust í gær

Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu.

Erlent

Frægasti hafur Svíþjóðar

Gävle-hafurinn hefur verið settur upp í bænum Gävle í Svíþjóð, eins og venja er í upphafi aðventu. Hafur hefur verið reistur á aðaltorgi bæjarins ár hvert síðan 1966. Oftar en ekki hefur verið kveikt í hafrinum áður en jólin ganga í garð. Bæði hafurinn og það að kveikja í honum eru hefðir í bænum. Brenni hann fyrir Lúsíuhátíðina 13. desember er nýr settur í staðinn.

Erlent

Ein elsta kirkja Bandaríkjanna fundin

Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið eina elstu kirkju Bandaríkjanna. Þekktur bandarískur fræðimaður segir Pocahontas og John Rolfe hafa gengið í það heilaga í kirkjunni.

Erlent

Æröferjan laus af strandstað

Æröferjan komst á flot aftur fyrir stundu. Öflugum dráttarbát tókst að losa ferjuna af sandrifi sem hún strandaði á fyrir utan Svendborg síðdegis í gær.

Erlent

Refsiaðgerðir gegn Sýrlandi

Arababandalagið samþykkti í gær refsiaðgerðir gegn Sýrlandi, í von um að það dugi til að fá sýrlensk stjórnvöld til að láta af aðgerðum gegn mótmælendum, sem kostað hafa fjölda fólks lífið.

Erlent

Herforingjar biðja um frið

Herforingjastjórnin í Egyptalandi hvetur mótmælendur til að vera til friðs og taka þátt í þingkosningum í dag, þeim fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli í byltingu fyrr á árinu.

Erlent

Samskiptin við Pakistan stirðna

Afganskir hermenn sem lentu í skotárás skammt frá pakistönsku landamærunum á laugardag óskuðu eftir loftárás frá Nató og sú árás varð 24 pakistönskum hermönnum að bana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá afgönskum stjórnvöldum.

Erlent

Varar Vesturlönd við afskiptum

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, varar Vesturlönd við því að skipta sér af forsetakosningunum í Rússlandi, sem haldnar verða á næsta ári.

Erlent

Fjöldi krókódíla gengur laus

Fjöldi krókódíla gengur laus í Bangkok, höfuðborg Taílands, eftir að verstu flóðin þar í hálfa öld urðu í landinu fyrr á árinu.

Erlent

Segir mikið í húfi á loftslagsráðstefnu

Christiana Figueres, yfirmaður loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, hvetur fulltrúa á loftslagsráðstefnunni í Suður-Afríku til þess að taka ábyrga afstöðu og komast að samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Erlent

Múslimar hunsa Darwin

Múslimskir stúdentar í Bretlandi eru í auknu máli farnir að ganga út úr líffræðitímum þegar þróunarkenning Darwins ber á góma. Ástæðan er, að sögn breska blaðsins Daily Mail, sú að hugmyndir Darwins eru í andstöðu við Kóraninn.

Erlent

Molotov bar hlýhug til Íslendinga

Molotov utanríkisráðherra Stalíns kom tvívegis til Íslands á árum síðari heimstyrjaldar í leynilegri sendiför til Roosevelts Bandaríkjaforseta. Frá þessu er greint í nýútkominni bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Íslenska kommúnista.

Erlent

Páfinn kærður fyrir umferðarlagabrot

Þýskur lögfræðingur hefur kært Benedikt sextánda páfa, sem áður var þekktur sem Joseph Ratzinger, fyrir að hafa setið í bíl sínum án beltis nokkrum sinnum. Í dagblaðinu Westfälischen Rundschau kemur fram að páfinn mun hafa brotið lögin nokkrum sinnum í heimsókn sinni til Freiburg í lok september, en þá var hann í heimsókn í Þýskalandi.

Erlent

Ostaveisla í geimnum

Hinn fimmtíu og þriggja ára hollenski geimfari Andre Kuipers, á ekki í neinum vandræðum með að ákveða hvaða mat hann ætlar að taka með sér út í geim. En þangað fer hann þann 21. desember næstkomandi ásamt tveimur öðrum geimförum og dvelja þeir í alþjóðlegu geimstöðinni í fimm mánuði.

Erlent

Íranir draga úr samskiptum við Breta

Íranska þingið samþykkt í morgun með yfirgnæfandi meirihluta að draga úr diplómatískum samskiptum við Breta og hefur breska sendirherranum verið vísað úr landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að Bretar tilkynntu um refsiaðgerðir gagnvart írönskum bönkum á þriðjudag, þar sem þeir eru taldir fjármagna kjarnorkuáætlanir íranskra stjórnvalda. Fram kemur í blaðinu Jerusalem Post að 179 þingmenn hafi kosið með tillögunni, fjórir hafi kosið gegn henni en 11 hafi setið hjá.

Erlent

Undirbúa refsiaðgerðir gagnvart Sýrlandi

Arababandalagið hefur nú undirbúið lista yfir refsiaðgerðir gagnvart Sýrlandi, þar sem yfirvöld hafa hvorki bundið endi á ofbeldi gagnvart mótmælendum í landinu né hleypt erlendum eftirlitsaðilum inn fyrir landamærin.

Erlent

Tvö lík fundin í tengslum við Craiglistmorðin

Lögreglan hefur fundið tvö lík í tengslum við rannsókn sína á vopnuðu ráni, sem menn eru farnir að kalla Craiglist málið. Grunur leikur á að árásarmaðurinn hafi fundið fórnarlömbin á vefsíðunni Craiglist.

Erlent