Erlent

Eldflaugavarnir beinast ekki að Rússlandi heldur Íran

Eldflaugavarnir Atlantshafsbandalagsins beinast ekki á nokkurn hátt gegn Rússlandi, sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Brussel í gær. Clinton sagði að ekkert ríki utan NATO hefði neitunarvald um áform NATO um að verja sig fyrir hugsanlegum eldflaugaárásum, en bandalagið gerði ekki ráð fyrir slíkum árásum frá Rússlandi. „Þetta hefur ekkert með Rússland að gera. Í hreinskilni sagt snýst þetta um Íran og önnur ríki eða samtök sem eru að þróa eldflaugatækni,“ sagði Clinton.

Erlent

Rick Perry í gervi Heath Ledgers

Nýjasta kosningaauglýsing Repúblikans Rick Perry hefur vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum. Í auglýsingunni gagnrýnir Perry ógildingu laga sem banna samkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína. En málstaður samkynhneigðra er þó til staðar í auglýsingunni.

Erlent

Er Guðseindin fundin?

Talið er að leit kjarneðlisfræðinga hjá CERN að Higgs-bóseindinni hafi borið árangur. Vísindamennirnir hafa notast við Stóra sterkeindahraðalinn á landamærum Frakklands og Sviss í leit sinni að eindinni.

Erlent

Blowfish mun sigra þynnkuna

Timburmenn munu brátt heyra sögunni til. Á næstu dögum fer nýtt töfralyf á markað í Bandaríkjunum sem lofar bata á 15 mínútum.

Erlent

17 ára stúlka hannaði nanóeind sem drepur krabbamein

Sautján ára gömul stúlka sigraði í raunvísindasamkeppni tölvurisans Siemens. Hún hlaut 100.000 dollara í verðlaunafé en sú upphæð er þó smávægileg miðað við afrek hennar. Hún hannaði eind sem mun að öllum líkindum bylta krabbameinsmeðferðum.

Erlent

Skotárás í Virgina Tech

Tveir liggja í valnum eftir að óþekktur vígamaður hóf skotárás í Virgina Tech háskólanum í Virginíu nú fyrir stuttu. Rúm fimm ár eru liðin síðan Seung Hui Cho hóf skotárás á nemendur og starfsmenn skólans. Hann myrti 33 einstaklinga í einu mannskæðasta fjöldamorði síðustu ára í Bandaríkjunum.

Erlent

Barnamorðingi dæmdur í 25 ára fangelsi

Breski barnamorðinginn Robert Black var í dag dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að myrða skólastúlkuna Jennifer Cardy fyrir 30 árum síðan. Hann var sakfelldur fyrir morðið í síðasta mánuði en Black rændi Jennifer þegar hún var á leið í heimsókn til vinkonu sinnar árið 1981. Black hefur setið í fangelsi til lífsstíðar frá árinu 1994 eða frá því hann var sakfelldur fyrir morðin á þremur öðrum börnum sem voru á aldrinum fimm til ellefu ára.

Erlent

Svíar missa trú á konungnum

Þriðjungur Svía hefur litla eða mjög litla trú á konungi landsins, Karli Gústafi. Tæpur þriðjungur styður konunginn. Öðrum er nokkuð sama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var fyrir TV4-sjónvarpsstöðina í Svíþjóð.

Erlent

Reiknað með töluverðum átökum

Frakkar og Þjóðverjar reyna í dag og á morgun að sannfæra aðra leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um nauðsyn þess að breyta sáttmála sambandsins til að endurheimta traust til evrunnar.

Erlent

Hafna mismunun vegna kynhneigðar

Bandarísk stjórnvöld munu framvegis styðja við réttindi samkynhneigðra hvar sem er í heiminum með pólitískum þrýstingi, þróunaraðstoð og því að veita samkynhneigðum hæli í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Barack Obama Bandaríkjaforseta sem gert var opinbert á fimmtudag. Hillary Clinton utanríkisráðherra áréttaði þessi áform á fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag.

Erlent

Tættu í sundur íbúðarhverfi

Fallbyssukúla þaut í gegnum sendiferðabíl og íbúðarhús í borginni Dublin í Kalíforníu. Slysið átti sér stað við tökur á sjónvarpsþættinum vinsæla Mythbusters.

Erlent

Bönnuðu þröngar buxur

Háskóli í Idaho í Bandaríkjunum íhugar nú að leyfa þröngar buxur á ný eftir að hafa bannað þær með öllu. Nemendur skólans lýstu óánægju sinni með bannið á samskiptasíðum.

Erlent

Sjötíu ár liðin frá árásinni á Pearl Harbour

Sjötíu ár eru í dag liðin frá því að Japanar réðust á Pearl Harbour á Hawaí. Árásin markaði tímamót í Seinni heimstyrjöldinni og varð upphafið að beinni þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöldinni. Barack Obama, sem er fæddur á Hawai, leiddi minningarstund þar í dag. Hann hvatti til þess að Bandaríkjamenn flögguðu í hálfa stöng í dag. Um 2400 Bandaríkjamenn dóu í árásinni á Pearl Harbour sem var gerð árið 1941.

Erlent

Ást á fótboltavellinum í FIFA 12

Myndskeið úr tölvuleiknum FIFA 12 hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarið. Í myndskeiðinu er ekki annað að sjá en að framherjinn Andy Carrol hjá Liverpool smelli rembingskossi á markvörð Arsenal, Fabianski. Sá bregst ókvæða við ástaratlotunum og virðist stjaka við framherjanum unga. Ekki er ljóst hvort um villu í forritun leiksins sé að ræða eða hvort forritararnir hafi ákveðið að smella atriðinu inn upp á grín.

Erlent

Gríska þingið samþykkti niðurskurðarfrumvarp

Gríska þingið samþykkti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar landsins skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á rekstri hins opinbera í samræmi við kröfur Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Erlent

Merkel reynir að bera sig vel

Bæði Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti reyndu í gær að gera lítið úr því að matsfyrirtækið Standard & Poor‘s boðaði hugsanlega lækkun lánshæfismats evruríkjanna, jafnvel Þýskalands.

Erlent