Erlent Þrettán ára piltur skotinn til bana í mótmælum Þrettán ára gamall piltur var skotinn til bana í óeirðum í borginni Port Said í Egyptalandi í gærkvöldi og fjölmargir eru slasaðir. Ástæða óeirðanna er sú að nýlega var knattspyrnulið borgarinnar sett í keppnisbann til ársloka 2013 eftir að uppþot varð á heimaleik liðsins í febrúar síðastliðnum þar sem að minnsta kosti 74 létu lífið. Erlent 24.3.2012 14:57 Áður óþekkt tónverk eftir Mozart fundið Áður óþekkt tónverk sem talið er vera eftir Mozart fannst í Austurríki fyrir skömmu. Fræðimenn við Mozart-stofnunina í Salzburg telja verkið hafa verið samið árið 1767 eða 1768, þegar Mozart var einungis tíu ára gamall. Erlent 24.3.2012 13:18 Eitt versta rútuslys í Bretlandi í áratug Einn lést og fjörutíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar vörubíll og rúta skullu saman á hraðbraut í miðhéruðum Englands í morgun. Erlent 24.3.2012 12:12 Bróðir fjöldamorðingjans með sprengiefni í bíl sínum Abdelkader Merah, eldri bróðir fjöldamorðingjans Mohamed Merah, sem myrti sjö manns á síðustu vikum í Toulouse í Frakklandi, er í haldi lögreglu ásamt kærustu sinni. Móður þeirra hefur verið sleppt en fjölskyldan var handtekin stuttu eftir að Merah játaði að hafa framið voðaverkin. Erlent 24.3.2012 11:04 Þúsundir krefjast réttlætis Dauði sautján ára blökkudrengs í Flórída í Bandaríkjunum heldur áfram að kalla fram hörð viðbrögð þar í landi. Pilturinn var á leið heim til sín með sælgæti sem hann hafði keypt sér þegar hann var skotinn til bana. Sá sem skaut hann var hvítur maður sem stýrði nágrannavörslu í hverfinu. Hann gengur enn laus og ber því fyrir sig að hafa verið að verja sig þrátt fyrir að pilturinn hafi verið óvopnaður. Þúsundir hafa mótmælt og krefjast réttlætis í málinu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, steig svo fram í gær og sagði málið mikinn harmleik sem þyrftI að rannsaka betur. Erlent 24.3.2012 10:30 Jarðskjálfti í Ástralíu Jarðskjálfti upp á sex komma einn á richter skók ástralska jörð í morgun en þetta er stærsti skjálfti sem mælst hefur í landinu í um fimmtán ár. Upptök hans voru á um þriggja kílómetra dýpi og þrjúhundruð og sautján kílómetra suðvestur af borginni Alice Springs í Mið-Ástralíu. Skjálftinn olli engu tjóni en íbúar á svæðinu fundu vel fyrir honum. Erlent 24.3.2012 09:54 Obama vill láta rannsaka málið til hlítar „Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. Erlent 24.3.2012 03:00 Lögreglan efast um tengsl við al Kaída Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. Erlent 24.3.2012 00:00 Yfirvöld í Kasakstan æf eftir að rangur þjóðsöngur var spilaður Kolrangur þjóðsöngur ómaði á skotfimikeppni í Kúveit þegar lið Kasakstan tók við gullverðlaunum. Yfirvöld í Kasakstan eru æf vegna málsins en mótshaldarar spiluðu spiluðu útgáfu Borats á þjóðsöngnum. Erlent 23.3.2012 23:00 Unglingur fær ekki að bjóða klámmyndastjörnu á dansleik Átján ára gamall nemandi í Bandaríkjunum sem bauð 600 klámstjörnum að fylgja sér á lokadansleik fær ekki að mæta á ballið með þeirri sem þáði boðið. Erlent 23.3.2012 22:30 Hermaður kom heim frá Afganistan í gervi Captain America Ungur piltur í Bandaríkjunum rak upp stór augu þegar Captain American bankaði að dyrum á afmælisdegi hans. Maðurinn á bak við grímuna reyndist síðan vera faðir piltsins sem var nýkominn heim frá Afganistan. Erlent 23.3.2012 22:00 Hollendingurinn fljúgandi reyndist vera gabb Maður sem birti ótrúlegt myndskeið á vefsíðunni YouTube fyrir stuttu hefur nú viðurkennt að um blekkingu hafi verið að ræða. Myndskeiðið vakti gríðarlega athygli og hafa fjölmiðlar víða um heim fjallað um það. Erlent 23.3.2012 22:00 Bollywood Bond bannaður í Pakistan Indverska kvikmyndin Agent Vinod hefur verið bönnuð í Pakistan. Kvikmyndin fjallar um sjarmerandi spæjara sem reynir að koma í veg fyrir að pakistanskir hryðjuverkamenn sprengi kjarnorkusprengju í Nýju-Delí. Erlent 23.3.2012 21:30 Evrópusambandið herðir tökin á sjóræningjum Stjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að herða tökin á sjóræningjum við Sómalíu. Erlent 23.3.2012 14:08 ESB setur eiginkonu Sýrlandsforseta í ferðabann Evrópusambandið ætlar að setja Asma al-Assad eiginkonu forseta Sýrlands í ferðabann og jafnframt eru uppi áform um að frysta allar eigur hennar innan Evrópusambandslanda. Erlent 23.3.2012 10:19 Tónlistarmenn í haldi án dóms Tónlistarmenn sem staðið hafa fyrir friðsömum mótmælum í Aserbaídsjan undanfarið hafa verið barðir og fangelsaðir. Tveir tónlistarmenn hafa verið í haldi frá 17. mars án aðkomu dómstóla fyrir móðgandi ummæli um látna móður forseta landsins. Erlent 23.3.2012 08:30 Breskir lögreglumenn vilja fá verkfallsrétt að nýju Breskir lögreglumenn vilja fá verkfallsrétt sinn aftur og hafa efnt til atkvæðagreiðslu um málið hjá meðlimum samtaka sinna í Englandi og Wales. Erlent 23.3.2012 07:20 Hjón fundu sjaldgæfa 6.000 ára gamla rafperlu Hjón sem voru á gangi eftir ströndinni við Tårs á Lálandi fundu afar sjaldgæfa útskorna rafperlu þar. Rafið er skorið út í líki lítils gullfisks en það er talið vera um 6.000 ára gamalt. Erlent 23.3.2012 07:03 Rigning á Titan á 1.000 ára fresti Nýja rannsókn sem unnin hefur verið úr gögnum frá Cassini geimfarinu sýna að það rignir á Titan einu af tungli Satrúnusar. Erlent 23.3.2012 07:00 Háværar kröfur um opinbera rannsókn á máli Merah Háværar kröfur eru uppi í Frakklandi um opinbera rannsókn á því af hverju leyniþjónusta landsins kom ekki í veg fyrir morðin sem Mohammed Merah framdi í Toulouse áður en hann var sjálfur felldur eftir umsátur sérsveitar lögreglunnar í gærmorgun. Erlent 23.3.2012 06:56 Kókaín fannst í blóði Whitney Houston Andlát söngkonunnar Whitney Houston var slys. Dánarorsökin liggur ljós fyrir, Houston drukknaði í baðkari á herbergi sínu á Beverley Hilton hótelinu í Los Angeles. Erlent 23.3.2012 06:51 Romney þokast nær sigrinum Mitt Romney er kominn langleiðina að því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi. Forvali er nú lokið í helmingi ríkjanna. Slagur repúblikana hefur verið afar langur og óvæginn, en Romney hefur smátt og smátt verið að bæta við sig kjörmönnum á flokksþingið í ágúst. Þar verður frambjóðandi flokksins útnefndur til að takast á við Barack Obama forseta. Erlent 23.3.2012 02:00 Herinn vildi fá öflugri vopn Amadou Toumani Toure, forseti Malí, komst heilu og höldnu undan þegar herinn í landinu gerði þar valdarán í fyrrinótt. Herinn tók á sitt vald helstu valdastofnanir landsins. Erlent 23.3.2012 01:00 Áhrif á kosningabaráttuna Mánuður er til forsetakosninga í Frakklandi og margt bendir til þess að voðaverk Mohammeds Merah séu strax farin að hafa áhrif á þær. Erlent 23.3.2012 00:00 Innbyrti 180 poka af heróíni Rúmlega fimmtug kona var handtekinn á flugvellinum í Dulles í Bandaríkjunum eftir að hún reyndi að smygla 2.3 kílóum af heróíni inn í landið. Erlent 22.3.2012 23:30 Risavaxinn málmbútur féll til jarðar í Síberíu Rúmlega 200 kílóa málmbútur féll til jarðar í Síberíu fyrr í vikunni. Samkvæmt fjölmiðlum í Rússlandi eru sérfræðingar á vegum rússnesku geimferðastofnunarinnar að rannsaka hlutinn. Erlent 22.3.2012 23:00 Apache herþyrla hrapaði í Afganistan Ótrúlegt myndskeið sem sýnir bandaríska Apache herþyrlu hrapa í Afganistan birtist á vefsíðunni YouTube í dag. Erlent 22.3.2012 22:30 Whitney Houston drukknaði í baði Krufning hefur leitt í ljós að dánarmein stórsöngkonunnar Whitney Houston var drukknun. Svo vriðist sem hún hafi drukknað í baðkarinu þar sem hún fannst þann 11. febrúar síðastliðinn. Það er BBC sem greinir frá þessu. Erlent 22.3.2012 22:05 Tæplega níræður maður grunaður um líknardráp Tæplega níræður maður var handtekinn á þriðjudaginn í San Diego í Bandaríkjunum. Hann er grunaður um að hafa orðið valdur að dauða eiginkonu sinnar. Erlent 22.3.2012 22:00 Leyniskytta felldi Merah Fjöldamorðinginn Mohammed Merah lést eftir að leyniskytta skaut hann í höfuðið. Saksóknari staðfesti þetta fyrir stuttu. Erlent 22.3.2012 16:05 « ‹ ›
Þrettán ára piltur skotinn til bana í mótmælum Þrettán ára gamall piltur var skotinn til bana í óeirðum í borginni Port Said í Egyptalandi í gærkvöldi og fjölmargir eru slasaðir. Ástæða óeirðanna er sú að nýlega var knattspyrnulið borgarinnar sett í keppnisbann til ársloka 2013 eftir að uppþot varð á heimaleik liðsins í febrúar síðastliðnum þar sem að minnsta kosti 74 létu lífið. Erlent 24.3.2012 14:57
Áður óþekkt tónverk eftir Mozart fundið Áður óþekkt tónverk sem talið er vera eftir Mozart fannst í Austurríki fyrir skömmu. Fræðimenn við Mozart-stofnunina í Salzburg telja verkið hafa verið samið árið 1767 eða 1768, þegar Mozart var einungis tíu ára gamall. Erlent 24.3.2012 13:18
Eitt versta rútuslys í Bretlandi í áratug Einn lést og fjörutíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar vörubíll og rúta skullu saman á hraðbraut í miðhéruðum Englands í morgun. Erlent 24.3.2012 12:12
Bróðir fjöldamorðingjans með sprengiefni í bíl sínum Abdelkader Merah, eldri bróðir fjöldamorðingjans Mohamed Merah, sem myrti sjö manns á síðustu vikum í Toulouse í Frakklandi, er í haldi lögreglu ásamt kærustu sinni. Móður þeirra hefur verið sleppt en fjölskyldan var handtekin stuttu eftir að Merah játaði að hafa framið voðaverkin. Erlent 24.3.2012 11:04
Þúsundir krefjast réttlætis Dauði sautján ára blökkudrengs í Flórída í Bandaríkjunum heldur áfram að kalla fram hörð viðbrögð þar í landi. Pilturinn var á leið heim til sín með sælgæti sem hann hafði keypt sér þegar hann var skotinn til bana. Sá sem skaut hann var hvítur maður sem stýrði nágrannavörslu í hverfinu. Hann gengur enn laus og ber því fyrir sig að hafa verið að verja sig þrátt fyrir að pilturinn hafi verið óvopnaður. Þúsundir hafa mótmælt og krefjast réttlætis í málinu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, steig svo fram í gær og sagði málið mikinn harmleik sem þyrftI að rannsaka betur. Erlent 24.3.2012 10:30
Jarðskjálfti í Ástralíu Jarðskjálfti upp á sex komma einn á richter skók ástralska jörð í morgun en þetta er stærsti skjálfti sem mælst hefur í landinu í um fimmtán ár. Upptök hans voru á um þriggja kílómetra dýpi og þrjúhundruð og sautján kílómetra suðvestur af borginni Alice Springs í Mið-Ástralíu. Skjálftinn olli engu tjóni en íbúar á svæðinu fundu vel fyrir honum. Erlent 24.3.2012 09:54
Obama vill láta rannsaka málið til hlítar „Ef ég ætti son, þá myndi hann líta út eins og Trayvon,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær. Þar með blandaði hann sér í umræðu um mikil hitamál í Bandaríkjunum, sem snýst um dráp á þeldökkum unglingspilti í bænum Sanford í Flórída í síðasta mánuði. Erlent 24.3.2012 03:00
Lögreglan efast um tengsl við al Kaída Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. Erlent 24.3.2012 00:00
Yfirvöld í Kasakstan æf eftir að rangur þjóðsöngur var spilaður Kolrangur þjóðsöngur ómaði á skotfimikeppni í Kúveit þegar lið Kasakstan tók við gullverðlaunum. Yfirvöld í Kasakstan eru æf vegna málsins en mótshaldarar spiluðu spiluðu útgáfu Borats á þjóðsöngnum. Erlent 23.3.2012 23:00
Unglingur fær ekki að bjóða klámmyndastjörnu á dansleik Átján ára gamall nemandi í Bandaríkjunum sem bauð 600 klámstjörnum að fylgja sér á lokadansleik fær ekki að mæta á ballið með þeirri sem þáði boðið. Erlent 23.3.2012 22:30
Hermaður kom heim frá Afganistan í gervi Captain America Ungur piltur í Bandaríkjunum rak upp stór augu þegar Captain American bankaði að dyrum á afmælisdegi hans. Maðurinn á bak við grímuna reyndist síðan vera faðir piltsins sem var nýkominn heim frá Afganistan. Erlent 23.3.2012 22:00
Hollendingurinn fljúgandi reyndist vera gabb Maður sem birti ótrúlegt myndskeið á vefsíðunni YouTube fyrir stuttu hefur nú viðurkennt að um blekkingu hafi verið að ræða. Myndskeiðið vakti gríðarlega athygli og hafa fjölmiðlar víða um heim fjallað um það. Erlent 23.3.2012 22:00
Bollywood Bond bannaður í Pakistan Indverska kvikmyndin Agent Vinod hefur verið bönnuð í Pakistan. Kvikmyndin fjallar um sjarmerandi spæjara sem reynir að koma í veg fyrir að pakistanskir hryðjuverkamenn sprengi kjarnorkusprengju í Nýju-Delí. Erlent 23.3.2012 21:30
Evrópusambandið herðir tökin á sjóræningjum Stjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að herða tökin á sjóræningjum við Sómalíu. Erlent 23.3.2012 14:08
ESB setur eiginkonu Sýrlandsforseta í ferðabann Evrópusambandið ætlar að setja Asma al-Assad eiginkonu forseta Sýrlands í ferðabann og jafnframt eru uppi áform um að frysta allar eigur hennar innan Evrópusambandslanda. Erlent 23.3.2012 10:19
Tónlistarmenn í haldi án dóms Tónlistarmenn sem staðið hafa fyrir friðsömum mótmælum í Aserbaídsjan undanfarið hafa verið barðir og fangelsaðir. Tveir tónlistarmenn hafa verið í haldi frá 17. mars án aðkomu dómstóla fyrir móðgandi ummæli um látna móður forseta landsins. Erlent 23.3.2012 08:30
Breskir lögreglumenn vilja fá verkfallsrétt að nýju Breskir lögreglumenn vilja fá verkfallsrétt sinn aftur og hafa efnt til atkvæðagreiðslu um málið hjá meðlimum samtaka sinna í Englandi og Wales. Erlent 23.3.2012 07:20
Hjón fundu sjaldgæfa 6.000 ára gamla rafperlu Hjón sem voru á gangi eftir ströndinni við Tårs á Lálandi fundu afar sjaldgæfa útskorna rafperlu þar. Rafið er skorið út í líki lítils gullfisks en það er talið vera um 6.000 ára gamalt. Erlent 23.3.2012 07:03
Rigning á Titan á 1.000 ára fresti Nýja rannsókn sem unnin hefur verið úr gögnum frá Cassini geimfarinu sýna að það rignir á Titan einu af tungli Satrúnusar. Erlent 23.3.2012 07:00
Háværar kröfur um opinbera rannsókn á máli Merah Háværar kröfur eru uppi í Frakklandi um opinbera rannsókn á því af hverju leyniþjónusta landsins kom ekki í veg fyrir morðin sem Mohammed Merah framdi í Toulouse áður en hann var sjálfur felldur eftir umsátur sérsveitar lögreglunnar í gærmorgun. Erlent 23.3.2012 06:56
Kókaín fannst í blóði Whitney Houston Andlát söngkonunnar Whitney Houston var slys. Dánarorsökin liggur ljós fyrir, Houston drukknaði í baðkari á herbergi sínu á Beverley Hilton hótelinu í Los Angeles. Erlent 23.3.2012 06:51
Romney þokast nær sigrinum Mitt Romney er kominn langleiðina að því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi. Forvali er nú lokið í helmingi ríkjanna. Slagur repúblikana hefur verið afar langur og óvæginn, en Romney hefur smátt og smátt verið að bæta við sig kjörmönnum á flokksþingið í ágúst. Þar verður frambjóðandi flokksins útnefndur til að takast á við Barack Obama forseta. Erlent 23.3.2012 02:00
Herinn vildi fá öflugri vopn Amadou Toumani Toure, forseti Malí, komst heilu og höldnu undan þegar herinn í landinu gerði þar valdarán í fyrrinótt. Herinn tók á sitt vald helstu valdastofnanir landsins. Erlent 23.3.2012 01:00
Áhrif á kosningabaráttuna Mánuður er til forsetakosninga í Frakklandi og margt bendir til þess að voðaverk Mohammeds Merah séu strax farin að hafa áhrif á þær. Erlent 23.3.2012 00:00
Innbyrti 180 poka af heróíni Rúmlega fimmtug kona var handtekinn á flugvellinum í Dulles í Bandaríkjunum eftir að hún reyndi að smygla 2.3 kílóum af heróíni inn í landið. Erlent 22.3.2012 23:30
Risavaxinn málmbútur féll til jarðar í Síberíu Rúmlega 200 kílóa málmbútur féll til jarðar í Síberíu fyrr í vikunni. Samkvæmt fjölmiðlum í Rússlandi eru sérfræðingar á vegum rússnesku geimferðastofnunarinnar að rannsaka hlutinn. Erlent 22.3.2012 23:00
Apache herþyrla hrapaði í Afganistan Ótrúlegt myndskeið sem sýnir bandaríska Apache herþyrlu hrapa í Afganistan birtist á vefsíðunni YouTube í dag. Erlent 22.3.2012 22:30
Whitney Houston drukknaði í baði Krufning hefur leitt í ljós að dánarmein stórsöngkonunnar Whitney Houston var drukknun. Svo vriðist sem hún hafi drukknað í baðkarinu þar sem hún fannst þann 11. febrúar síðastliðinn. Það er BBC sem greinir frá þessu. Erlent 22.3.2012 22:05
Tæplega níræður maður grunaður um líknardráp Tæplega níræður maður var handtekinn á þriðjudaginn í San Diego í Bandaríkjunum. Hann er grunaður um að hafa orðið valdur að dauða eiginkonu sinnar. Erlent 22.3.2012 22:00
Leyniskytta felldi Merah Fjöldamorðinginn Mohammed Merah lést eftir að leyniskytta skaut hann í höfuðið. Saksóknari staðfesti þetta fyrir stuttu. Erlent 22.3.2012 16:05