Erlent

Tala særðra komin í 75 - árásarmaðurinn einn að verki

Nú er ljóst að 75 slösuðust í árásinni sem gerð var í belgísku borginni Liege í dag. Fjórir eru látnir og á blaðamannafundi sem lauk fyrir stundu greindi lögregla frá því að árásarmaðurinn hafi verið einn á ferð. Hann hét Nordine Amrani og framdi hann sjálfsmorð eftir að hafa skotið úr riffli og skammbyssu á mannfjöldann og kastað þremur handsprengjum niður á Saint-Lamberte torgið.

Erlent

Hryðjuverk í Belgíu

Tveir fórust í sprengingu í belgísku borginni Liege fyrir stundu. Tólf eru særðir, samkvæmt frásögn belgískra fjölmiðla. Fram kemur á fréttavef BBC að nokkrir menn hafi hent sprengiefni og handsprengjum í mannþröng á strætóstoppistöð. Sumir belgískir fjölmiðlar hafa haldið því fram að einn árásarmannanna sé á meðal hinn látnu. Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengjunum á hendur sér.

Erlent

Aðalhetjur Finding Nemo í útrýmingarhættu

Hópur vísindamanna frá Kanada og Bandaríkjunum hefur framkvæmt rannsókn á lífríki kóralrifa. Þeim til hliðsjónar var teiknimyndin vinsæla frá Pixar - Finding Nemo. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að 16% þeirra tegunda sem eru í teiknimyndinni eru nú í bráðri útrýmingarhættu.

Erlent

Skattamálið reynist Venstre harla erfitt

Grunur um óréttmæt afskipti stjórnar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, af skattamálum núverandi forsætisráðherra eru óðum að snúast upp í martröð fyrir flokk Rasmussens, hægriflokkinn Venstre sem nú er í stjórnarandstöðu.

Erlent

Fjölskylda fannst látin í Leeds

Lögreglan í Leeds í Bretlandi hefur hafið morðrannsókn eftir að fjölskylda búsett í úthverfi borgarinnar fannst látin. Hjónin Richard og Clair Smith fundust látin í svefnherbergi sínu ásamt sonum þeirra.

Erlent

Slapp ótrúlega vel þegar jeppi ók yfir hana

Fimm ára gömul kínversk telpa slapp ótrúlega vel þegar jeppi ók yfir hana á dögunum. Öryggismyndavél náði atvikinu á filmu sem hefur vakið mikla athygli um allan heim. Svo virðist sem stelpan hafi verið að rífast við fjölskyldu sína og vill ekki halda áfram þar sem þau eru að ganga eftir götu. Eftir nokkuð þref virðist sem konurnar sem eru með henni ákveði að skilja hana eftir, væntanlega til að kenna henni lexíu.

Erlent

Skóm fleygt að Ahmadinejad

Atvinnulaus maður fleygði skóm sínum í átt að Mahmoud Ahmadinejad, forseta Íran, í gær. Samkvæmt fréttamiðlum í Íran var maðurinn að mótmæla því að hafa ekki fengið atvinnuleysisbætur.

Erlent

Segir almenning vera að vakna

„Samfélagið er að vakna,“ sagði Mikhaíl Prokhorov, þriðji auðugasti maður Rússlands, þegar hann tilkynnti um framboð sitt til forsetakosninga í vor.

Erlent

Konur láti í sér heyra fyrir frelsi

Ellen Johnson Sirleaf, Leymah Gbowee og Tawakkul Karman fengu friðarverðlaun Nóbels afhent í Ósló á laugardag. Konurnar þrjár hafa barist gegn misrétti, einræðisherrum og kynferðislegu ofbeldi í Líberíu og Jemen. Í ræðum sínum hvöttu þær kúgaðar konur heimsins til þess að rísa upp gegn yfirráðum karla.

Erlent

Þurfti nokkra daga í frí - birti dánartilkynningu móður sinnar

Maður í bænum Brookville í Pennsylvaníu birti dánartilkynningu móður sinnar. Hann lét yfirmann sinn síðan vita að móðir hans hefði fallið frá og vildi fá nokkra daga í frí. Móðir mannsins gekk síðan inn á skrifstofu blaðsins The Jeffersonian Democrat og sagðist vera á lífi.

Erlent

Hulk Hogan: "Ég er ekki hommi"

Leikarinn og glímukappinn Hulk Hogan vísar á bug fullyrðingum fyrrverandi eiginkonu sinnar um að hann sé samkynhneigður. Hún segir að Hogan hafi átt í ástarsambandi við kollega sinn Brutus Beefcake.

Erlent

Tyggigúmmí eykur einbeitingu

Þrátt fyrir að tyggigúmmí hafi í áraraðir verið bannað í skólastofum þá benda niðurstöður nýlegrar rannsóknar til að nemendur sem nota tyggigúmmí fyrir próf fái hærri einkunnir en aðrir.

Erlent

Býður sig fram gegn Pútín

Rússneski auðkýfingurinn Mikhail Prokhorov tilkynnti í dag að hann ætlaði að bjóða sig fram gegn Vladimír Pútín í forsetakosningunum á næsta ári.

Erlent

Lil' Drac nýtur sín meðal mannfólksins

Ávaxtaleðurblakan Lil' Drac var yfirgefinn af móður sinni eftir að dýragarðurinn sem hún bjó í var lokað. Samtökin Bat World Sanctuary komu honum til bjargar og tóku hann í fóstur.

Erlent

Gifs fannst á Mars

Rannsóknarflakkari NASA hefur fundið ummerki um vatn á plánetunni Mars. Vísindamenn hjá NASA segja fundinn renna stoðum undir þá kenningu að vatn hafi eitt sinn flætt um plánetuna.

Erlent

Pútín viðstaddur opnun kjarnakljúfs

Forsætisráðherrann Vladimír Pútín sótti opnunarathöfn nýs kjarnakljúfs í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta opinbera erindagjörð hans síðan mótmælin hófust þar í landi á laugardaginn. Mótmælendur krefjast þess að framkvæmd þingkosninga þar landi verði rannsökuð en fregnir hafa borist af víðtæku kosningasvindli.

Erlent