Erlent Auglýsingaherferð vegna offitu barna í Bandaríkjunum hneykslar Nýleg auglýsingaherferð gegn offitu barna í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð. Auglýsingarnar sýna sorgmædd börn sem lýsa einelti og öðrum erfiðleikum. Sérfræðingar segja að þetta sé gert til að varpa ljósi á alvarleika málsins á meðan gagnrýnendur segja að auglýsingarnar brjóti niður sjálfstraust barnanna. Erlent 2.1.2012 23:26 Skylmingameistarinn sem lék Svarthöfða er látinn Maðurinn sem lék Svarthöfða í skylmingaratriðum upprunalegu Stjörnustríðsmyndanna er látinn. Hann stjórnaði skylmingaratriðum í mörgum af frægustu myndum seinni ára. Erlent 2.1.2012 22:12 Olíugóðærið lifir góðu lífi Þrátt fyrir að íslensku auðjöfrarnir séu hættir að fljúga erlendum poppstjörnum til landsins eða fá þær til að heiðra sig með nærveru sinni í afmælum eru arabískir olíufurstar enn í góðum gír. Það hefur löngum verið hefð fyrir því að moldríkir auðjöfrar fljúgi heimsþekktum poppstjörnum til sín og láti þær syngja fyrir sig og veislugesti sína. Soldáninn af Brunei ruddi brautina fyrir þessa hefð, hann hélt meðal annars upp á fimmtugsafmælið sitt með einkatónleikum Michaels Jackson og borgaði honum ríflega sautján milljónir dala. Önnur saga af honum er ekki síður fræg, en þá fékk hann Whitney Houston til að syngja fyrir sig og veislugesti sína og lét hana fá auðan tékka að launum; hún mátti sjálf fylla hann út. Erlent 2.1.2012 22:00 Anonymous sýnir klærnar Tölvuþrjótar á vegum Anonymous hafa birt rúmlega 800.000 netföng og lykilorð viðskiptavina bandaríska öryggisfyrirtækisins Stratfor. Gögnin voru birt á internetinu og hafa þau að geyma viðkvæmar upplýsingar um alþjóðleg fyrirtæki sem og hátt setta einstaklinga í opinberum stofnunum Bandaríkjanna. Erlent 2.1.2012 21:34 Síldartorfu rak á landi í Noregi Rúmlega 20 tonn af síld skolaði á land í Noregi í gær. Vísindamenn reyna nú að komast að því hvað hafi ollið dauða fiskann og segja rökrétta skýringu vera á fyrirbærinu. Þó eru sumir sem segja fyrirbærið vera fyrirboða um heimsendi. Fiskarnir fundust í Kvænes í Tromsfylki. Erlent 2.1.2012 21:02 MacBook Air er græja ársins 2011 Græja ársins að mati notenda tæknifréttasíðunnar Gizmodo er MacBook Air. Spjaldtölva vefverslunarinnar Amazon, Kindle Fire, hreppti annað sætið en aðeins munaði einu prósenti á milli efstu sætanna. Erlent 2.1.2012 20:21 Sala á geisladiskum hrynur á meðan vínyplötur verða vinsælli Sala á vínylplötum í Bretlandi jókst um 40% á síðasta ári og hefur ekki verið jafn góð síðan árið 2005. Sala á geisladiskum minnkaði þó verulega. Erlent 2.1.2012 19:53 Jólagjöfin í ár í Ameríku var byssa Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi bakgrunnskönnun á einni og hálfri milljón Bandaríkjamanna sem vildu kaupa skotvopn í nýliðnum desembermánuði. Erlent 2.1.2012 13:28 Sækir um skilnað 99 ára gamall - kom upp um 60 ára gamalt framhjáhald Ítalskur maður hefur sótt um skilnað við eiginkonu sínu. Það er kannski ekki sérstaklega merkilegt eitt og sér en maðurinn er 99 ára gamall og konan er 96 ára og hafa þau verið gift í 77 ár. Erlent 2.1.2012 11:45 Norðurpóllinn á þunnum ís Bráðnun íssins við Norðurpólinn er mun meiri en áður var talið. Ísinn hefur minnkað um allt að 75% á síðastliðnum 100 árum. Erlent 2.1.2012 10:14 Aftur dauðir svartþrestir um allt í smábæ í Arkansas Að þúsundir spörfugla falli dauðir af himni ofan er sjaldgæft. Og að slíkt gerist í sama bæjarfélaginu tvo nýársdaga í röð er sennilega eindæmi í sögunni. Erlent 2.1.2012 07:46 Vill afturkalla eftirlitsmenn frá Sýrlandi Einn af ráðgjöfum Arababandalagsins, vill að bandalagið kalli eftirlitsmenn sína burt frá Sýrlandi. Erlent 2.1.2012 07:29 NASA kom tveimur gervitunglum á braut um tunglið Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, tókst um helgina að koma tveimur rannsóknargervitunglum á braut um tunglið. Erlent 2.1.2012 07:22 Brennuvargar herja á borgarbúa í Los Angeles Slökkviliðið í Los Angeles hefur þurft að glíma við yfir 40 íkveikjur í heimahúsum og bílum um áramótin og hefur fjöldi slíkra útkalla á einni helgi ekki verið meiri í borginni síðan í óeirðunum þar árið 1992. Erlent 2.1.2012 07:19 Umsóknir um skotvopnaleyfi slógu öll met vestan hafs Umsóknir um leyfi til að bera skotvopn slógu öll met í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Erlent 2.1.2012 07:06 Vilja að Margrét Danadrottning víki fyrir Friðriki krónprins Ný skoðanakönnun sem birt er í blaðinu Politiken í dag sýnir að meirihluti Dana vill að Margrét Þórhildur Danadrottning víki sæti fyrir Friðriki krónprins strax eða á næstu fimm til tíu árum. Erlent 2.1.2012 06:57 Mitt Romney og Ron Paul með forystuna í Iowa Mitt Romney og Ron Paul eru með forustuna í baráttunni um útnefningu sem forsetaefni Rebúblikanaflokksins í prófkjörinu í Iowa á morgun, þriðjudag. Erlent 2.1.2012 06:46 Fyrrverandi meðlimur japanskrar trúarreglu gefur sig fram Fyrrverandi meðlimur trúarreglunnar Aum Shinrikyo í Japan hefur gefið sig fram eftir að hafa verið eftirlýstur í 17 ár. Söfnuðurinn stóð að baki efnavopnaárás í neðanjarðarlestarstöð í Tókýó árið 1995. 13 létust í árásinni og rúmlega 6.000 særðust. Erlent 1.1.2012 20:07 Krókódíla-hrekkur endar með skelfingu Þjálfari ruðningsliðs í Bandaríkjunum langaði aðeins að hrekkja liðsmenn sína og pumpa upp andann fyrir komandi leiktíð. Af því tilefni leigði hann lifandi krókódíl, kom með hann á æfingu og fékk krókódílatemjara til að klæða sig upp sem ruðningsmann og glíma við dýrið. Það fór þó ekki betur en svo að krókódílatemjarinn rann og datt í átökunum við dýrið og á svipstundu hafði krókódíllinn læst sig um lærið á honum. Ruðningsliðið fylgdist með í fullkominni skelfingu. Erlent 1.1.2012 20:01 Banvæn fagnaðarlæti á Ítalíu Ekki hafa allar þjóðir sömu gæfu að fagna og Íslendingar, sem sluppu gegnum áramótin að mestu leyti stórslysalaust. Á Ítalíu dóu tveir og 561 maður slösuðust þegar gamla árið var sprengt burt með þúsundum tonna af ólöglegum flugeldum. Af þeim sem særðust voru 76 börn undir tólf ára aldri. Sprengjugleði Ítala á gamlárskvöld virðist eiga sér lítil takmörk, en þar, líkt og hér, er hefð að sprengja flugelda á gamlárskvöld. Um 2.000 þorp og bæir höfðu bannað flugelda í ár, en engu að síður gerði lögreglan þúsundir tonna af flugeldum upptæk, þar á meðal yfir þúsund sprengivörpur. Erlent 1.1.2012 18:33 Dansandi augnabrúnir slá í gegn Myndband af stúlku sem hreyfir á sér augnabrúnirnar í takt við tónlist hefur vakið gífurlega lukku á youtube. Myndbandið var sett inn 29. desember síðastliðinn. Á þremur dögum hafa tæpar átta milljónir manna skoðað það. Stelpan er 13 ára og kemur frá Sydney í Ástralíu. Hún hefur aðdáunarverða stjórn á andlitsvöðvum sínum. Myndbandið kallast the girl with the funny talent, eða stúlkan með grínlegu hæfileikana. Það má skoða hér. Erlent 1.1.2012 18:13 Cameron fær sérhannað smáforrit fyrir iPad Forsætisráðherrann David Cameron mun notast við sérstaka útgáfu af iPad spjaldtölvunni til að fylgjast með stöðu mála í Bretlandi. Cameron mun hafa aðgang að nýjustu fréttum ásamt upplýsingum um atvinnuleysi, glæpatíðni og fleira. Erlent 1.1.2012 18:01 Yfirvöld í Norður-Kóreu boða hagsæld í áramótaávarpi Þegnar Norður-Kóreu eru hvattir til að sameinast og vernda nýskipaðann leiðtoga landsins, Kim Jong-Un. Í áramótaávarpi yfirvalda í Norður-Kóreu kemur fram að stjórnvöld þar í landi muni stemma stigum við matarskorti í landinu ásamt því að auka umsvif hersins. Erlent 1.1.2012 16:26 Áramótin úti í heimi Nú hefur nýja árið gengið í garð í öllum löndum heims en íbúar þriggja landa fengu að njóta gamla ársins lengst allra. Allir þeir sem byggja þessa jörð hafa tekið á móti árinu 2012 með tilheyrandi hátíðahöldum. Íbúar á bandarísku-samóaeyjum, ásamt íbúum Midway-eyja og Níu, eru eflaust enn að fagna því nýja árið gekk þar í garð fyrir rúmri klukkustund. Erlent 1.1.2012 16:01 Jarðskjálfti í Japan Harður jarðskjálfti skók japanska jörð í morgun sem fannst víða, meðal annars í Fukushima og höfuðborginni Tókyó. Jarðskjálfti upp á sjö á richter reið yfir austur og norðausturhluta landsins klukkan hálf sjö í morgun. Hann átti upptök sín á um þrjúhundruð og fimmtíu kílómetra dýpi við eyjuna Torishima sem er í tæplega sexhundruð kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Engar fregnir hafa borist af manntjóni og flóðbylgjuviðvörun hefur ekki verið gefin út. Erlent 1.1.2012 15:57 Páfi fjallar um siðferðilegt uppeldi Benedikt páfi gerði siðferðilegt uppeldi barna og heimsfrið í framtíðinni að umtalsefni í nýársprédikun sinni. "Mig langar til að minna á að það að innræta ungu fólki virðingu á sannleikanum og þekkingu á grundvallar gildum og dygðum þýðir í raun að horfa björtum augum til framtíðar," sagði hann í messunni og undirstrikaði mikilvægi þess að ungt fólk lærði "list friðsamlegrar sambúðar og gagnkvæma virðingu" en heimurinn sem það lifði í gæti kennt þeim að hegða sér á annan hátt. Erlent 1.1.2012 12:39 Nýju ári fagnað í Lundúnum - myndir Mikið var um dýrðir í Lundúnum í nótt. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Thamesá til að fagna nýju ári og fylgjast með flugeldasýningunni. Erlent 1.1.2012 11:57 Vinsælast á Vísi árið 2011 - Erlendar fréttir 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 í flokknum erlendar fréttir á Vísi. Erlent 1.1.2012 08:00 Erlendur fréttaannáll 2011 Fréttir ársins 2011 af erlendum vettvangi voru af ýmsum toga. Leiðtogar féllu, brúðkaup aldarinnar fór fram í Lundúnum og enginn fær gleymt harmleiknum í Útey í Noregi. Í meðfylgjandi myndbandi eru tíu stærstu erlendu fréttirnar að mati Fréttastofu Stöðvar 2. Erlent 31.12.2011 17:00 Íranir vilja ræða málin Íranir ætla að óska eftir fundi með Bandaríkjamönnum, Rússum, Kínverjum, Bretum, Frökkum og Þjóðverjum til að ræða kjarnorkuáætlanir landsins, þetta hefur íranski sendiherrann í Þýskalandi tilkynnt um. Helsti samningamaður Írana um kjarnorkumál mun senda utanríkismálastjóra Evrópusambandsins bréf innan skamms og biðja hann um að undirbúa viðræðurnar. Erlent 31.12.2011 10:24 « ‹ ›
Auglýsingaherferð vegna offitu barna í Bandaríkjunum hneykslar Nýleg auglýsingaherferð gegn offitu barna í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð. Auglýsingarnar sýna sorgmædd börn sem lýsa einelti og öðrum erfiðleikum. Sérfræðingar segja að þetta sé gert til að varpa ljósi á alvarleika málsins á meðan gagnrýnendur segja að auglýsingarnar brjóti niður sjálfstraust barnanna. Erlent 2.1.2012 23:26
Skylmingameistarinn sem lék Svarthöfða er látinn Maðurinn sem lék Svarthöfða í skylmingaratriðum upprunalegu Stjörnustríðsmyndanna er látinn. Hann stjórnaði skylmingaratriðum í mörgum af frægustu myndum seinni ára. Erlent 2.1.2012 22:12
Olíugóðærið lifir góðu lífi Þrátt fyrir að íslensku auðjöfrarnir séu hættir að fljúga erlendum poppstjörnum til landsins eða fá þær til að heiðra sig með nærveru sinni í afmælum eru arabískir olíufurstar enn í góðum gír. Það hefur löngum verið hefð fyrir því að moldríkir auðjöfrar fljúgi heimsþekktum poppstjörnum til sín og láti þær syngja fyrir sig og veislugesti sína. Soldáninn af Brunei ruddi brautina fyrir þessa hefð, hann hélt meðal annars upp á fimmtugsafmælið sitt með einkatónleikum Michaels Jackson og borgaði honum ríflega sautján milljónir dala. Önnur saga af honum er ekki síður fræg, en þá fékk hann Whitney Houston til að syngja fyrir sig og veislugesti sína og lét hana fá auðan tékka að launum; hún mátti sjálf fylla hann út. Erlent 2.1.2012 22:00
Anonymous sýnir klærnar Tölvuþrjótar á vegum Anonymous hafa birt rúmlega 800.000 netföng og lykilorð viðskiptavina bandaríska öryggisfyrirtækisins Stratfor. Gögnin voru birt á internetinu og hafa þau að geyma viðkvæmar upplýsingar um alþjóðleg fyrirtæki sem og hátt setta einstaklinga í opinberum stofnunum Bandaríkjanna. Erlent 2.1.2012 21:34
Síldartorfu rak á landi í Noregi Rúmlega 20 tonn af síld skolaði á land í Noregi í gær. Vísindamenn reyna nú að komast að því hvað hafi ollið dauða fiskann og segja rökrétta skýringu vera á fyrirbærinu. Þó eru sumir sem segja fyrirbærið vera fyrirboða um heimsendi. Fiskarnir fundust í Kvænes í Tromsfylki. Erlent 2.1.2012 21:02
MacBook Air er græja ársins 2011 Græja ársins að mati notenda tæknifréttasíðunnar Gizmodo er MacBook Air. Spjaldtölva vefverslunarinnar Amazon, Kindle Fire, hreppti annað sætið en aðeins munaði einu prósenti á milli efstu sætanna. Erlent 2.1.2012 20:21
Sala á geisladiskum hrynur á meðan vínyplötur verða vinsælli Sala á vínylplötum í Bretlandi jókst um 40% á síðasta ári og hefur ekki verið jafn góð síðan árið 2005. Sala á geisladiskum minnkaði þó verulega. Erlent 2.1.2012 19:53
Jólagjöfin í ár í Ameríku var byssa Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi bakgrunnskönnun á einni og hálfri milljón Bandaríkjamanna sem vildu kaupa skotvopn í nýliðnum desembermánuði. Erlent 2.1.2012 13:28
Sækir um skilnað 99 ára gamall - kom upp um 60 ára gamalt framhjáhald Ítalskur maður hefur sótt um skilnað við eiginkonu sínu. Það er kannski ekki sérstaklega merkilegt eitt og sér en maðurinn er 99 ára gamall og konan er 96 ára og hafa þau verið gift í 77 ár. Erlent 2.1.2012 11:45
Norðurpóllinn á þunnum ís Bráðnun íssins við Norðurpólinn er mun meiri en áður var talið. Ísinn hefur minnkað um allt að 75% á síðastliðnum 100 árum. Erlent 2.1.2012 10:14
Aftur dauðir svartþrestir um allt í smábæ í Arkansas Að þúsundir spörfugla falli dauðir af himni ofan er sjaldgæft. Og að slíkt gerist í sama bæjarfélaginu tvo nýársdaga í röð er sennilega eindæmi í sögunni. Erlent 2.1.2012 07:46
Vill afturkalla eftirlitsmenn frá Sýrlandi Einn af ráðgjöfum Arababandalagsins, vill að bandalagið kalli eftirlitsmenn sína burt frá Sýrlandi. Erlent 2.1.2012 07:29
NASA kom tveimur gervitunglum á braut um tunglið Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, tókst um helgina að koma tveimur rannsóknargervitunglum á braut um tunglið. Erlent 2.1.2012 07:22
Brennuvargar herja á borgarbúa í Los Angeles Slökkviliðið í Los Angeles hefur þurft að glíma við yfir 40 íkveikjur í heimahúsum og bílum um áramótin og hefur fjöldi slíkra útkalla á einni helgi ekki verið meiri í borginni síðan í óeirðunum þar árið 1992. Erlent 2.1.2012 07:19
Umsóknir um skotvopnaleyfi slógu öll met vestan hafs Umsóknir um leyfi til að bera skotvopn slógu öll met í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Erlent 2.1.2012 07:06
Vilja að Margrét Danadrottning víki fyrir Friðriki krónprins Ný skoðanakönnun sem birt er í blaðinu Politiken í dag sýnir að meirihluti Dana vill að Margrét Þórhildur Danadrottning víki sæti fyrir Friðriki krónprins strax eða á næstu fimm til tíu árum. Erlent 2.1.2012 06:57
Mitt Romney og Ron Paul með forystuna í Iowa Mitt Romney og Ron Paul eru með forustuna í baráttunni um útnefningu sem forsetaefni Rebúblikanaflokksins í prófkjörinu í Iowa á morgun, þriðjudag. Erlent 2.1.2012 06:46
Fyrrverandi meðlimur japanskrar trúarreglu gefur sig fram Fyrrverandi meðlimur trúarreglunnar Aum Shinrikyo í Japan hefur gefið sig fram eftir að hafa verið eftirlýstur í 17 ár. Söfnuðurinn stóð að baki efnavopnaárás í neðanjarðarlestarstöð í Tókýó árið 1995. 13 létust í árásinni og rúmlega 6.000 særðust. Erlent 1.1.2012 20:07
Krókódíla-hrekkur endar með skelfingu Þjálfari ruðningsliðs í Bandaríkjunum langaði aðeins að hrekkja liðsmenn sína og pumpa upp andann fyrir komandi leiktíð. Af því tilefni leigði hann lifandi krókódíl, kom með hann á æfingu og fékk krókódílatemjara til að klæða sig upp sem ruðningsmann og glíma við dýrið. Það fór þó ekki betur en svo að krókódílatemjarinn rann og datt í átökunum við dýrið og á svipstundu hafði krókódíllinn læst sig um lærið á honum. Ruðningsliðið fylgdist með í fullkominni skelfingu. Erlent 1.1.2012 20:01
Banvæn fagnaðarlæti á Ítalíu Ekki hafa allar þjóðir sömu gæfu að fagna og Íslendingar, sem sluppu gegnum áramótin að mestu leyti stórslysalaust. Á Ítalíu dóu tveir og 561 maður slösuðust þegar gamla árið var sprengt burt með þúsundum tonna af ólöglegum flugeldum. Af þeim sem særðust voru 76 börn undir tólf ára aldri. Sprengjugleði Ítala á gamlárskvöld virðist eiga sér lítil takmörk, en þar, líkt og hér, er hefð að sprengja flugelda á gamlárskvöld. Um 2.000 þorp og bæir höfðu bannað flugelda í ár, en engu að síður gerði lögreglan þúsundir tonna af flugeldum upptæk, þar á meðal yfir þúsund sprengivörpur. Erlent 1.1.2012 18:33
Dansandi augnabrúnir slá í gegn Myndband af stúlku sem hreyfir á sér augnabrúnirnar í takt við tónlist hefur vakið gífurlega lukku á youtube. Myndbandið var sett inn 29. desember síðastliðinn. Á þremur dögum hafa tæpar átta milljónir manna skoðað það. Stelpan er 13 ára og kemur frá Sydney í Ástralíu. Hún hefur aðdáunarverða stjórn á andlitsvöðvum sínum. Myndbandið kallast the girl with the funny talent, eða stúlkan með grínlegu hæfileikana. Það má skoða hér. Erlent 1.1.2012 18:13
Cameron fær sérhannað smáforrit fyrir iPad Forsætisráðherrann David Cameron mun notast við sérstaka útgáfu af iPad spjaldtölvunni til að fylgjast með stöðu mála í Bretlandi. Cameron mun hafa aðgang að nýjustu fréttum ásamt upplýsingum um atvinnuleysi, glæpatíðni og fleira. Erlent 1.1.2012 18:01
Yfirvöld í Norður-Kóreu boða hagsæld í áramótaávarpi Þegnar Norður-Kóreu eru hvattir til að sameinast og vernda nýskipaðann leiðtoga landsins, Kim Jong-Un. Í áramótaávarpi yfirvalda í Norður-Kóreu kemur fram að stjórnvöld þar í landi muni stemma stigum við matarskorti í landinu ásamt því að auka umsvif hersins. Erlent 1.1.2012 16:26
Áramótin úti í heimi Nú hefur nýja árið gengið í garð í öllum löndum heims en íbúar þriggja landa fengu að njóta gamla ársins lengst allra. Allir þeir sem byggja þessa jörð hafa tekið á móti árinu 2012 með tilheyrandi hátíðahöldum. Íbúar á bandarísku-samóaeyjum, ásamt íbúum Midway-eyja og Níu, eru eflaust enn að fagna því nýja árið gekk þar í garð fyrir rúmri klukkustund. Erlent 1.1.2012 16:01
Jarðskjálfti í Japan Harður jarðskjálfti skók japanska jörð í morgun sem fannst víða, meðal annars í Fukushima og höfuðborginni Tókyó. Jarðskjálfti upp á sjö á richter reið yfir austur og norðausturhluta landsins klukkan hálf sjö í morgun. Hann átti upptök sín á um þrjúhundruð og fimmtíu kílómetra dýpi við eyjuna Torishima sem er í tæplega sexhundruð kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Engar fregnir hafa borist af manntjóni og flóðbylgjuviðvörun hefur ekki verið gefin út. Erlent 1.1.2012 15:57
Páfi fjallar um siðferðilegt uppeldi Benedikt páfi gerði siðferðilegt uppeldi barna og heimsfrið í framtíðinni að umtalsefni í nýársprédikun sinni. "Mig langar til að minna á að það að innræta ungu fólki virðingu á sannleikanum og þekkingu á grundvallar gildum og dygðum þýðir í raun að horfa björtum augum til framtíðar," sagði hann í messunni og undirstrikaði mikilvægi þess að ungt fólk lærði "list friðsamlegrar sambúðar og gagnkvæma virðingu" en heimurinn sem það lifði í gæti kennt þeim að hegða sér á annan hátt. Erlent 1.1.2012 12:39
Nýju ári fagnað í Lundúnum - myndir Mikið var um dýrðir í Lundúnum í nótt. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Thamesá til að fagna nýju ári og fylgjast með flugeldasýningunni. Erlent 1.1.2012 11:57
Vinsælast á Vísi árið 2011 - Erlendar fréttir 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 í flokknum erlendar fréttir á Vísi. Erlent 1.1.2012 08:00
Erlendur fréttaannáll 2011 Fréttir ársins 2011 af erlendum vettvangi voru af ýmsum toga. Leiðtogar féllu, brúðkaup aldarinnar fór fram í Lundúnum og enginn fær gleymt harmleiknum í Útey í Noregi. Í meðfylgjandi myndbandi eru tíu stærstu erlendu fréttirnar að mati Fréttastofu Stöðvar 2. Erlent 31.12.2011 17:00
Íranir vilja ræða málin Íranir ætla að óska eftir fundi með Bandaríkjamönnum, Rússum, Kínverjum, Bretum, Frökkum og Þjóðverjum til að ræða kjarnorkuáætlanir landsins, þetta hefur íranski sendiherrann í Þýskalandi tilkynnt um. Helsti samningamaður Írana um kjarnorkumál mun senda utanríkismálastjóra Evrópusambandsins bréf innan skamms og biðja hann um að undirbúa viðræðurnar. Erlent 31.12.2011 10:24