Erlent Með fordóma gegn gyðingum Áttundi hver Norðmaður er með fordóma gegn gyðingum, samkvæmt niðurstöðum könnunar á vegum Senter for Studier av Holocaust og livssynsminoriteter. Á vef Kristilega Dagblaðsins í Danmörku segir að könnunin leiði jafnframt í ljós að fjórði hver Norðmaður telji að gyðingar líti svo á að þeir séu betri en aðrir. Nær 40 prósent bera meðferð Ísraela á Palestínumönnum saman við meðferð nasista á gyðingum. Talsmenn gyðinga segja niðurstöðurnar bera vott um vanþekkingu á gyðingdómi.-ibs Erlent 2.6.2012 04:45 Vilja láta lýsa framboð ógilt Þúsundir manna komu saman í borgum Egyptalands í gær til að krefjast þess að forsetaframboð Ahmeds Shafiks, síðasta forsætisráðherra Mubarak-stjórnarinnar, verði ógilt. Shafik er annar tveggja frambjóðenda sem tilkynnt hefur verið að verði í kjöri í seinni umferð forsetakosninganna síðar í mánuðinum. Hinn er Mohammed Morsi, forsetaefni Bræðralags múslíma. Mótmælendurnir segja framboð Shafiks brjóta í bága við reglur um að enginn þeirra sem voru í stjórn Hosni Mubaraks megi bjóða sig fram til forseta.- gb Erlent 2.6.2012 04:30 Fleiri þurfi vottorð til að vinna með börnum Yfirvöld í Danmörku ráðgera að auka eftirlit með fólki sem vinnur með börnum með því að fjölga þeim störfum sem krefjast svokallaðs barnavottorðs. Þeim svipar til sakavottorða og kanna bakgrunn starfsfólks á dagheimilum, bílstjórum sem aka börnum og svo framvegis. Erlent 2.6.2012 03:45 Finnska lögreglan fær aðstoð Afbrotum sem rekja má til Rúmena hefur fjölgað verulega í Finnlandi eftir að Rúmenía varð aðili að Evrópusambandinu árið 2007. Rúmensku afbrotamennirnir í Finnlandi eru í mörgum tilfellum grunaðir um vasaþjófnað, stuld úr verslunum og svindl við greiðslu vegna viðskipta. Erlent 2.6.2012 02:45 Varði átta milljónum í ódæðin NoregurFjöldamorðinginn Anders Behring Breivik eyddi alls um 390 þúsund norskum krónum, sem nemur rúmum 8,3 milljónum íslenskra króna, í skipulag og framkvæmd ódæðanna í fyrrasumar. Þetta kom fram við réttarhöldin í gær. Erlent 2.6.2012 02:30 Borgarísjaki sporðreisist í ótrúlegu myndbandi Ferðamaður náði nýlega ótrúlegum myndum af því þegar borgarísjaki brotnaði í sundur við Upsala jökul í Argentínu. Ísjakinn sporðreistist og snerist með miklum látum á meðan túristar munduðu myndavélarnar. Erlent 1.6.2012 22:30 Green Lantern er samkynhneigður Green Lantern, ein ástsælasta ofurhetja DC Comics söguheimsins, er samkynhneigð. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu "Earth 2“ myndasögublaðsins sem kemur út í næstu viku. Erlent 1.6.2012 21:30 Er háskólamenntun tímans virði? Er háskólamenntun ennþá tímans og peninganna virði? Þessari spurningu er varpað fram í breska blaðinu The Guardian í dag. Sífellt fleiri ungmenni í Evrópu eiga í erfiðleikum með að finna sér vinnu þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum margra ára háskólanám. Mörgum finnst gildi háskólamenntunar hafa fallið. Erlent 1.6.2012 20:01 Pillay fordæmir fjöldamorð í Sýrlandi Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að fjöldamorðin í bænum Houla í Sýrlandi á laugardaginn síðastliðinn gætu talist sem glæpur gegn mannkyni. Erlent 1.6.2012 14:49 Vill banna gosdrykki í yfirstærð Borgarstjórinn í New York vill banna gosdrykki í stórum ílátum til þess að sporna gegn offituvandamálinu í borginni. Gangi hugmyndir Michaels Bloomberg eftir yrði hámarksstærð á gosdrykkjaílátum hálfur lítri en þetta yrði í fyrsta sinn sem slíkum aðferðum yrði beitt í Bandaríkjunum. Erlent 1.6.2012 14:21 Bræðiskast þingmanns vekur athygli Mikið hefur verið rætt um skammarræðu bandaríska repúblikanans Mike Bost síðustu daga. Bost, sem er fulltrúi í löggjafarþingi Illinois, úthúðaði forseta þingsins fyrir að gefa minnihlutaþingmönnum aðeins 15 mínútur til að kynna sér frumvarp um eftirlaun kennara í ríkinu. Erlent 1.6.2012 13:36 Mannréttindaráð fundar í kjölfar fjöldamorða Enn berast fregnir af fjöldamorðum í Sýrlandi. Andspyrnumenn þar í landi hafa birt myndband sem sýnir lík þrettán verkamanna en talið er að vígasveit hafi skotið þá til bana í útjaðri Qusair þorpsins í vesturhluta Sýrlands. Er þetta þriðja fjöldamorðið á einni viku í landinu. Erlent 1.6.2012 11:34 Danir reikna með metuppskeru af jarðarberjum Danir reikna með metuppskeru af jarðarberjum í sumar en það skýrist einkum af hagstæðum ræktunarskilyrðum snemma í vor þar sem engin næturfrost trufluðu ræktunina. Erlent 1.6.2012 10:43 Neyðarlögum loks aflétt í Egyptalandi Neyðarlögum sem staðið hafa óslitið í 31 ár hefur loks verið aflétt í Egyptalandi. Erlent 1.6.2012 07:02 John Edwards sýknaður Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sýknað öldungadeildarþingmanninn John Edwards af ákæru um að hafa misnotað fé úr kosningasjóði sínum árið 2008 þegar hann var varaforsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum það ár. Erlent 1.6.2012 06:59 Stóraukin öryggisvarsla í kringum fund Bilderberg hópsins Öryggisvarsla í kringum hinn árlega fund Bilderberg hópsins sem hefst í dag hefur verið stóraukin frá því sem áður var. Erlent 1.6.2012 06:48 Reuters: Írar samþykktu sáttmálann með 60% atkvæða Reuters hefur eftir heimildum innan stjórnar Írlands að Írar hafi samþykkt fjárlagasáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gærdag með 60% atkvæða en 40% vildu hafna sáttmálanum. Erlent 1.6.2012 06:42 Segja Rússa stuðla að borgarastríði „Þeir eru að segja mér að þeir vilji ekki sjá borgarastríð. Ég hef verið að segja þeim að stefna þeirra muni hjálpa til við að stuðla að borgarastríði,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um afstöðu Rússa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 1.6.2012 02:00 Klámmyndaleikari eftirlýstur vegna morðmáls Klámmyndaleikari og meintur morðingi er nú eftirlýstur af Alríkislögreglunni Interpol. Luka Rocco Magnotta, 29 ára klámmyndaleikari, er grunaður um að hafa myrt mann og sent líkamsparta hans með pósti á skrifstofur stjórnmálaflokks í Kanada. Erlent 31.5.2012 23:52 Mark Zuckerberg lék í kínverskum glæpaþætti Mark Zuckerberg er margt til listanna lagt. Ekki nóg með að hafa stofnað vinsælasta samskiptamiðil veraldar og stýrt honum í gegnum hlutfjárútboð á dögunum þá er hann einnig ágætis leikari. Erlent 31.5.2012 22:30 Segja nákvæmlega fyrir um árekstur vetrarbrauta Geimvísindamenn hafa reiknað út nákvæmlega hvenæra vetrarbrautin okkar mun rekast á næstu vetrarbraut, Andromedu, með hjálp Hubble geimsjónaukans. Þyngdarafl dregur vetrarbrautirnar tvær saman og áreksturinn mun hefjast eftir eina fjóra milljarða ára. Tveimur milljörðum ára síðar verða þær orðnar ein heild. Erlent 31.5.2012 22:14 Þóttist vera látinn til að blekkja morðingja Sýrlenskur piltur greip til örþrifaráða þegar vígamenn myrtu fjölskyldu hans í bænum Houla í síðustu viku. Hann makaði blóði bróður síns á föt sín til að blekkja morðingjana. Erlent 31.5.2012 21:30 Drekinn er lentur Starfsmenn bandaríska fyrirtækisins SpaceX fögnuðu ákaft þegar Dragon-birgðahylkið lenti í Kyrrahafinu við strendur Kaliforníu fyrir stuttu. Erlent 31.5.2012 16:52 Breivik sagður hafa tekið inn lyfjakokteil Talið er að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi tekið inn blöndu af örvandi lyfjum stuttu áður en hann framdi ódæðisverk sín í júlí á síðasta ári. Erlent 31.5.2012 14:50 Dragon stefnir í átt að jörðu - Bein útsending Dragon-birgðahylki bandaríska fyrirtækisins SpaceX þýtur nú átt til jarðar eftir að hafa dvalið í um viku við Alþjóðlegu geimstöðina, ISS. Erlent 31.5.2012 14:12 Clinton gagnrýnir afstöðu Rússa og Kínverja Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi yfirvöld í Rússlandi og Kína harðlega í dag en hún telur að stefna landanna í málefnum Sýrlands auka verulega möguleikann á því að allsherjar borgarastyrjöld brjótist út í landinu. Erlent 31.5.2012 13:23 Kanadískur klámmyndaleikari eftirlýstur fyrir hrottalegt morð Lögreglan í Kanada leitar nú manns sem talinn er hafa sent tvo pakka til höfuðstöðva íhaldsflokksins þar í landi sem eru í borginni Ottawa en í pökkunum voru hlutar af mannslíki. Erlent 31.5.2012 12:10 Setja al-Assad afarkosti Stærsti uppreisnarhópurinn í Sýrlandi hefur sett forseta landsins afarkosti. Hópurinn sem kallar sig Hinn frjálsa her Sýrlands, hefur gefið Bashar al-Assad forseta tvo sólarhringa til þess að framfylgja vopnahléi því sem fylkingarnar sættus á fyrir tilstilli Kofi Annans erindreka Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Erlent 31.5.2012 08:45 Foreldrar sex barna sem brunnu inni ákærð fyrir morð Foreldrar sex barna sem létust í húsbruna í Derby á Englandi á dögunum verða í dag ákærðir fyrir morð. Að lokinni rannsókn á málinu ákvað lögreglan að nægileg sönnunargögn lægju til grundvallar því að ákæra í málinu. Erlent 31.5.2012 08:41 Hús Winehouse á sölu Hús söngkonunnar Amy Winehouse er nú komið á sölu en þar eyddi hún síðustu árum ævi sinnar og þar lét hún einnig lífið fyrir rétt tæpu ári síðan. Fjölskylda hennar hefur nú ákveðið að selja eignina sem er í Camden í London og er verðmiðinn 2,7 milljónir punda, eða um 550 milljónir íslenskra króna. Erlent 31.5.2012 08:19 « ‹ ›
Með fordóma gegn gyðingum Áttundi hver Norðmaður er með fordóma gegn gyðingum, samkvæmt niðurstöðum könnunar á vegum Senter for Studier av Holocaust og livssynsminoriteter. Á vef Kristilega Dagblaðsins í Danmörku segir að könnunin leiði jafnframt í ljós að fjórði hver Norðmaður telji að gyðingar líti svo á að þeir séu betri en aðrir. Nær 40 prósent bera meðferð Ísraela á Palestínumönnum saman við meðferð nasista á gyðingum. Talsmenn gyðinga segja niðurstöðurnar bera vott um vanþekkingu á gyðingdómi.-ibs Erlent 2.6.2012 04:45
Vilja láta lýsa framboð ógilt Þúsundir manna komu saman í borgum Egyptalands í gær til að krefjast þess að forsetaframboð Ahmeds Shafiks, síðasta forsætisráðherra Mubarak-stjórnarinnar, verði ógilt. Shafik er annar tveggja frambjóðenda sem tilkynnt hefur verið að verði í kjöri í seinni umferð forsetakosninganna síðar í mánuðinum. Hinn er Mohammed Morsi, forsetaefni Bræðralags múslíma. Mótmælendurnir segja framboð Shafiks brjóta í bága við reglur um að enginn þeirra sem voru í stjórn Hosni Mubaraks megi bjóða sig fram til forseta.- gb Erlent 2.6.2012 04:30
Fleiri þurfi vottorð til að vinna með börnum Yfirvöld í Danmörku ráðgera að auka eftirlit með fólki sem vinnur með börnum með því að fjölga þeim störfum sem krefjast svokallaðs barnavottorðs. Þeim svipar til sakavottorða og kanna bakgrunn starfsfólks á dagheimilum, bílstjórum sem aka börnum og svo framvegis. Erlent 2.6.2012 03:45
Finnska lögreglan fær aðstoð Afbrotum sem rekja má til Rúmena hefur fjölgað verulega í Finnlandi eftir að Rúmenía varð aðili að Evrópusambandinu árið 2007. Rúmensku afbrotamennirnir í Finnlandi eru í mörgum tilfellum grunaðir um vasaþjófnað, stuld úr verslunum og svindl við greiðslu vegna viðskipta. Erlent 2.6.2012 02:45
Varði átta milljónum í ódæðin NoregurFjöldamorðinginn Anders Behring Breivik eyddi alls um 390 þúsund norskum krónum, sem nemur rúmum 8,3 milljónum íslenskra króna, í skipulag og framkvæmd ódæðanna í fyrrasumar. Þetta kom fram við réttarhöldin í gær. Erlent 2.6.2012 02:30
Borgarísjaki sporðreisist í ótrúlegu myndbandi Ferðamaður náði nýlega ótrúlegum myndum af því þegar borgarísjaki brotnaði í sundur við Upsala jökul í Argentínu. Ísjakinn sporðreistist og snerist með miklum látum á meðan túristar munduðu myndavélarnar. Erlent 1.6.2012 22:30
Green Lantern er samkynhneigður Green Lantern, ein ástsælasta ofurhetja DC Comics söguheimsins, er samkynhneigð. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu "Earth 2“ myndasögublaðsins sem kemur út í næstu viku. Erlent 1.6.2012 21:30
Er háskólamenntun tímans virði? Er háskólamenntun ennþá tímans og peninganna virði? Þessari spurningu er varpað fram í breska blaðinu The Guardian í dag. Sífellt fleiri ungmenni í Evrópu eiga í erfiðleikum með að finna sér vinnu þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum margra ára háskólanám. Mörgum finnst gildi háskólamenntunar hafa fallið. Erlent 1.6.2012 20:01
Pillay fordæmir fjöldamorð í Sýrlandi Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að fjöldamorðin í bænum Houla í Sýrlandi á laugardaginn síðastliðinn gætu talist sem glæpur gegn mannkyni. Erlent 1.6.2012 14:49
Vill banna gosdrykki í yfirstærð Borgarstjórinn í New York vill banna gosdrykki í stórum ílátum til þess að sporna gegn offituvandamálinu í borginni. Gangi hugmyndir Michaels Bloomberg eftir yrði hámarksstærð á gosdrykkjaílátum hálfur lítri en þetta yrði í fyrsta sinn sem slíkum aðferðum yrði beitt í Bandaríkjunum. Erlent 1.6.2012 14:21
Bræðiskast þingmanns vekur athygli Mikið hefur verið rætt um skammarræðu bandaríska repúblikanans Mike Bost síðustu daga. Bost, sem er fulltrúi í löggjafarþingi Illinois, úthúðaði forseta þingsins fyrir að gefa minnihlutaþingmönnum aðeins 15 mínútur til að kynna sér frumvarp um eftirlaun kennara í ríkinu. Erlent 1.6.2012 13:36
Mannréttindaráð fundar í kjölfar fjöldamorða Enn berast fregnir af fjöldamorðum í Sýrlandi. Andspyrnumenn þar í landi hafa birt myndband sem sýnir lík þrettán verkamanna en talið er að vígasveit hafi skotið þá til bana í útjaðri Qusair þorpsins í vesturhluta Sýrlands. Er þetta þriðja fjöldamorðið á einni viku í landinu. Erlent 1.6.2012 11:34
Danir reikna með metuppskeru af jarðarberjum Danir reikna með metuppskeru af jarðarberjum í sumar en það skýrist einkum af hagstæðum ræktunarskilyrðum snemma í vor þar sem engin næturfrost trufluðu ræktunina. Erlent 1.6.2012 10:43
Neyðarlögum loks aflétt í Egyptalandi Neyðarlögum sem staðið hafa óslitið í 31 ár hefur loks verið aflétt í Egyptalandi. Erlent 1.6.2012 07:02
John Edwards sýknaður Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sýknað öldungadeildarþingmanninn John Edwards af ákæru um að hafa misnotað fé úr kosningasjóði sínum árið 2008 þegar hann var varaforsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum það ár. Erlent 1.6.2012 06:59
Stóraukin öryggisvarsla í kringum fund Bilderberg hópsins Öryggisvarsla í kringum hinn árlega fund Bilderberg hópsins sem hefst í dag hefur verið stóraukin frá því sem áður var. Erlent 1.6.2012 06:48
Reuters: Írar samþykktu sáttmálann með 60% atkvæða Reuters hefur eftir heimildum innan stjórnar Írlands að Írar hafi samþykkt fjárlagasáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gærdag með 60% atkvæða en 40% vildu hafna sáttmálanum. Erlent 1.6.2012 06:42
Segja Rússa stuðla að borgarastríði „Þeir eru að segja mér að þeir vilji ekki sjá borgarastríð. Ég hef verið að segja þeim að stefna þeirra muni hjálpa til við að stuðla að borgarastríði,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um afstöðu Rússa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 1.6.2012 02:00
Klámmyndaleikari eftirlýstur vegna morðmáls Klámmyndaleikari og meintur morðingi er nú eftirlýstur af Alríkislögreglunni Interpol. Luka Rocco Magnotta, 29 ára klámmyndaleikari, er grunaður um að hafa myrt mann og sent líkamsparta hans með pósti á skrifstofur stjórnmálaflokks í Kanada. Erlent 31.5.2012 23:52
Mark Zuckerberg lék í kínverskum glæpaþætti Mark Zuckerberg er margt til listanna lagt. Ekki nóg með að hafa stofnað vinsælasta samskiptamiðil veraldar og stýrt honum í gegnum hlutfjárútboð á dögunum þá er hann einnig ágætis leikari. Erlent 31.5.2012 22:30
Segja nákvæmlega fyrir um árekstur vetrarbrauta Geimvísindamenn hafa reiknað út nákvæmlega hvenæra vetrarbrautin okkar mun rekast á næstu vetrarbraut, Andromedu, með hjálp Hubble geimsjónaukans. Þyngdarafl dregur vetrarbrautirnar tvær saman og áreksturinn mun hefjast eftir eina fjóra milljarða ára. Tveimur milljörðum ára síðar verða þær orðnar ein heild. Erlent 31.5.2012 22:14
Þóttist vera látinn til að blekkja morðingja Sýrlenskur piltur greip til örþrifaráða þegar vígamenn myrtu fjölskyldu hans í bænum Houla í síðustu viku. Hann makaði blóði bróður síns á föt sín til að blekkja morðingjana. Erlent 31.5.2012 21:30
Drekinn er lentur Starfsmenn bandaríska fyrirtækisins SpaceX fögnuðu ákaft þegar Dragon-birgðahylkið lenti í Kyrrahafinu við strendur Kaliforníu fyrir stuttu. Erlent 31.5.2012 16:52
Breivik sagður hafa tekið inn lyfjakokteil Talið er að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi tekið inn blöndu af örvandi lyfjum stuttu áður en hann framdi ódæðisverk sín í júlí á síðasta ári. Erlent 31.5.2012 14:50
Dragon stefnir í átt að jörðu - Bein útsending Dragon-birgðahylki bandaríska fyrirtækisins SpaceX þýtur nú átt til jarðar eftir að hafa dvalið í um viku við Alþjóðlegu geimstöðina, ISS. Erlent 31.5.2012 14:12
Clinton gagnrýnir afstöðu Rússa og Kínverja Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi yfirvöld í Rússlandi og Kína harðlega í dag en hún telur að stefna landanna í málefnum Sýrlands auka verulega möguleikann á því að allsherjar borgarastyrjöld brjótist út í landinu. Erlent 31.5.2012 13:23
Kanadískur klámmyndaleikari eftirlýstur fyrir hrottalegt morð Lögreglan í Kanada leitar nú manns sem talinn er hafa sent tvo pakka til höfuðstöðva íhaldsflokksins þar í landi sem eru í borginni Ottawa en í pökkunum voru hlutar af mannslíki. Erlent 31.5.2012 12:10
Setja al-Assad afarkosti Stærsti uppreisnarhópurinn í Sýrlandi hefur sett forseta landsins afarkosti. Hópurinn sem kallar sig Hinn frjálsa her Sýrlands, hefur gefið Bashar al-Assad forseta tvo sólarhringa til þess að framfylgja vopnahléi því sem fylkingarnar sættus á fyrir tilstilli Kofi Annans erindreka Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Erlent 31.5.2012 08:45
Foreldrar sex barna sem brunnu inni ákærð fyrir morð Foreldrar sex barna sem létust í húsbruna í Derby á Englandi á dögunum verða í dag ákærðir fyrir morð. Að lokinni rannsókn á málinu ákvað lögreglan að nægileg sönnunargögn lægju til grundvallar því að ákæra í málinu. Erlent 31.5.2012 08:41
Hús Winehouse á sölu Hús söngkonunnar Amy Winehouse er nú komið á sölu en þar eyddi hún síðustu árum ævi sinnar og þar lét hún einnig lífið fyrir rétt tæpu ári síðan. Fjölskylda hennar hefur nú ákveðið að selja eignina sem er í Camden í London og er verðmiðinn 2,7 milljónir punda, eða um 550 milljónir íslenskra króna. Erlent 31.5.2012 08:19