Fótbolti

Árni Gautur meiddi sig á betri öxlinni í Kýpurleiknum

Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands varð að yfirgefa völlinn á 39. mínútu í vináttuleiknum á móti Kýpur í dag. Árni Gautur var augljóslega meiddur á vinstri öxlinni en hann hefur lengi glímt við meiðsli á þeirri hægri. Árni Gautur hefur því ekki góða minningar úr 70. leiknum sínum fyrir A-landsliðið.

Fótbolti

Bandaríska landsliðið vann Algarve-bikarinn

Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér sigur á Algarve-mótinu með 3-2 sigri á Heims- og Evrópumeisturum Þjóðverja í úrslitaleik í dag. Þetta er í sjöunda sinn sem Bandaríkin vinnur þetta árlega mót.

Fótbolti

Fábio Aurélio frá í þrjár vikur

Fábio Aurélio, leikmaður Liverpool, á við meiðsli að stríða aftan í læri og er búist við að hann verði frá í um þrjár vikur ef þeim sökum. Þessi brasilíski bakvörður fór meiddur af velli gegn Blackburn á sunnudag.

Enski boltinn

Fabregas og Torres komast ekki í byrjunarlið Spánar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, og Fernando Torres, framherji Liverpool, komast hvorugir í byrjunarlið Vicente del Bosque, landsliðsþjálfara Spánar, fyrir vináttulandsleik á móti Frökkum á Stade de France í París í kvöld. Þetta kemur fram í spænska blaðinu Marca.

Fótbolti

Terry á að biðjast afsökunar

Graham Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur krafist þess að John Terry biðjist opinberlega afsökunar á að hafa raskað undirbúningi enska landsliðsins fyrir HM.

Fótbolti

Gerrard orðaður við Inter

Il Corriere Dello Sport á Ítalíu greinir frá því í dag að Inter ætli sér að gera tilboð í Steven Gerrard þegar, og ef, félaginu tekst að framlengja við Jose Mourinho þjálfara.

Fótbolti