Fótbolti

Robben tryggði Bayern sæti í bikarúrslitaleiknum

Hollendingurinn Arjen Robben skoraði eina mark leiksins í framlengingu þegar Bayern Munchen tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi með 1-0 sigri á Schalke í kvöld. Bayern komst þar með í bikarúrslitaleikinn í sautjánda sinn.

Fótbolti

Paul Scholes: Þurfum að vinna rest

Paul Scholes er sannfærður um að Manchester United geti unnið þá sjö leiki sem liðið á eftir í úrvalsdeildinni og varið þar með titil sinn. United er komið í bílstjórasætið eftir sigurinn gegn Liverpool á sunnudag.

Enski boltinn

Kemur þriðja þrennan í röð hjá Messi í kvöld?

Lionel Messi gæti í kvöld orðið annar knattspyrnumaðurinn í sögu spænsku 1. deildarinnar til að skora þrennu í þremur leikjum í röð. Barcelona mætir þá Osasuna á heimavelli og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Fótbolti

Bæjarar óttast Wayne Rooney

Franz Beckenbauer, forseti þýska liðsins FC Bayern, segir að hans lið óttist Wayne Rooney í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæjarar leika gegn Englandsmeisturum Manchester United.

Fótbolti

Messi: Ég er engin goðsögn

Menn hafa gengið ansi langt síðustu daga í að hampa Argentínumanninum Lionel Messi. Skal svo sem engan undra þar sem hann er að spila fáranlega vel þessa stundina og hreint ótrúlegt hversu góður hann er. Það gleymist stundum að hann er aðeins 22 ára.

Fótbolti

Mancini óttast ekki að verða rekinn

Ítölsku stjórarnir í enska boltanum óttast ekki um störf sín þó svo þeir nái ekki árangri. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sagði í gær að hann yrði áfram með Chelsea sama hvað gerðist á þessu tímabili.

Enski boltinn

Riera spenntur fyrir Rússlandi

Spænski vandræðapésinn hjá Liverpool, Albert Riera, er hugsanlega á leið til rússneska félagsins CSKA Moskva og þvert á það sem menn héldu þá er hann spenntur fyrir því að fara þangað.

Enski boltinn