Fótbolti

Hannes með sigurmarkið hjá Sundsvall

Hannes Þ. Sigurðsson tryggði Sundsvall 1-0 útisigur á Falkenberg í sænsku b-deildinni í dag en með þessum sigri komst Sundsvall-liðið upp að hlið Norrköping í toppsæti deildarinnar en Norrköping sem tapaði sínum leik í dag er með örlítið betri markatölu og heldur því efsta sætinu.

Fótbolti

Stórsigur á útivelli hjá Eddu og Ólínu

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spiluðu saman á miðjunni í 4-0 útisigri Örebro á AIK í sænsku kvennadeildinni í dag. Örebro-liðið komst upp fyrir Kristianstad og í 4. sætið með þessum sigri.

Fótbolti

Hermannakveðjurnar kveiktu í Gerrard

Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins, var mjög snortinn af kveðjum hermanna í Afganistan til enska landsliðsins fyrir HM í Suður-Afríku. Englendingar hefja keppni á HM í dag þegar þeir mæta Bandaríkjamönnum.

Fótbolti

Faðir Nicklas Bendtner: Þetta lítur ekki vel út

Það lítur allt út fyrir að Nicklas Bendtner muni missa af fyrsta leik Dana á HM sem verður á móti Hollendingum á mánudaginn. Bendtner hefur verið í kapphlaupi við tímann að ná sér af meiðslum sem hrjáðu hann í lok tímabilsins með Arsenal.

Fótbolti

Minni pressa á Valsliðinu núna

“Þetta er maður alinn upp við, þessa nágrannaslagi stórveldanna í Reykjavík, sagan og umgjörðin,” sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um ástæðu þess af hverju það er svona sérstakt að vinna KR. Hann er leikmaður 6. umferðar Pepsi-deildarinnar að mati Fréttablaðsins og Vísis.

Íslenski boltinn

Messi og Maradona stíga á sviðið í dag

HM-veislan hófst í Suður-Afríku í gær en hafi leikir gærdagsins verið forréttir eru kræsingar á boðstólum þegar aðalrétturinn verður borinn fram í dag. Þá stíga á sviðið tvö stórveldi í knattspyrnunni – England og Argentína.

Fótbolti

Englendingar munu valda mestum vonbrigðum á HM

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst í gær og framundan er fótboltaveisla næstu fjórar vikurnar. Fréttablaðið fékk þjálfara Pepsi-deildar karla til að spá fyrir HM og í gær var fjallað um að flestir þeirra hafi spáð Spánverjum Heimsmeistaratitlinum.

Fótbolti

Leverkusen vill Ballack heim

Bayer Leverkusen hefur áhuga á því að fá Michael Ballack aftur til félagsins. Hann er laus undan samningi hjá Chelsea og getur því farið frítt þangað sem hann vill.

Fótbolti

Jafntefli í fyrsta leik HM

Heimamenn í Suður-Afríku gerðu 1-1 jafntefli við Mexíkó í opnunarleik HM en leiknum var að ljúka. Heimaþjóðir hafa því enn aldrei tapað fyrsta leik sínum á HM.

Fótbolti

Sven-Göran þorir ekki að láta Drogba æfa með liðinu

Sven-Göran Eriksson, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar, segir að það sé enn óvíst hvort að fyrirliðinn Didier Drogba geti spilað fyrsta leik liðsins á HM í Suður-Afríku sem er á móti Portúgal. Drogba handleggsbrotnaði í síðasta undirbúningsleik liðsins á móti Japan.

Fótbolti